Alþýðublaðið - 27.04.1944, Blaðsíða 3
' TOíNIR GLÆSILEGU sigrar
Rússa, bæði í fyrra og þaS
sem af er þessu ári hafa að
sjálfsögðu vakið aðdáun í öll-
um löndum bandamanna.
Það er því fróðlegt að velta
því fyrir sér, hvernig á þeim
stendur, hvers vegna hin
ægilega stríðsvél nazismans
hefir verið nærri stöðvuð á
þessum vígstöðvum. Hvernig
stendur á því, að Þjóðverjar
hafa orðið að gefast upp í
hverri borginni af annarri og
látið hrekja sig óravegu vest-
ur á bóginn?
SJÁLFSAGT ERU MÖRG svör
við þessum spurningum og
ekkert þeirra með öllu tæm-
andi. Það er í fyrsta lagi vit-
að, að Rússar hafa sýnt af-
burða þrek, fórnfýsi og karl-
mennsku. Þeir hafa fylgt
• skipun Stalins út í yztu æsar
um að skilja eftir „sviðna
jörð“ og eyðilögð mannvirki.
Þjóðverjum urðu lítil not af
hinum miklu aflstöðvum
Rússa og verksmiðjum, þau
voru í rústum, en þeir héldu
innreið sína í mestu borgir
Vestur-Rússlands, en Rússar
höfðu flutt með sér flestar
þær vélar, sem unnt var að
færa úr stað, austur á bóginn
og komið þeim fyrir í nýjum
verksmiðjubyggingum.
RÚSSAR HAFA BEÐIÐ óhemju
manntjón í þessum hrika-
legu átökum. Edgar Snow,
sem er kunnur blaðamaður
og fregnritari ameríska tíma-
ritsins „The Saturday Even-
ing Post“ greinir frá þyí, að
Rússar muni hafa misst 6—8
milljónir fallinna og særðra
Qg sé hér varlega áætlað. Þá
segir Snow frá því, að ótrú-
lega margir óbreyttir borgar-
ar hafi beðið bana, og nefnir
hann ýmis dæmi, þessu til
sönnunar. í borginni Rzhev
voru um 65 000 íbúar fyrir
stríð. Um það bil þriðjungi
íbúanna tókst að komast á
hrott áður en Þjóðverjar
tóku borgina herskildi. Þeg-
ar Rússar tóku borgina aftur
voru þar aðeins um 200, tvö
hundruð sálir, Tugir þúsunda
höfðu orðið hungurdauðanum
að bráð og borgin sjálf var í
TÚstum á sama hátt og Stalin-
grad. í Kharkov bjó um það
bil 1 milljón manna fyrir
stríð. Þegar Rússar tóku
foorgina aftur, hafði helming
ingur íbúaanna látið lífið eða
horfið með dularfullum
hætti. Talið er, að um þriðj-
ungur íbúa Leningrad hafi
látizt af hungri.
SIN SENNILEGASTA skýring-
in á frammistöðu Rússa er
kjarkur hinna óbreyttu borg-
. ara sem aldrei brást, hvað
sem yfir dundi. Andinn frá
1812 er enn við líði. Þá má
líka gera ráð fyrir að hinar
rússnesku hersveitir hafi haft
í ríkum mæli það, sem Frakk
ar hafa nefnt esprit de corps,
sem gæti á íslenzku heitið
foaráttukjarkur, hvernig sem
allt virðist ætla að fara. Þeir
sem vörðu Stalingrad sýndu
hvað bezt, hvað í orðunum
esprit de corps félst. .
Framhald af 3. síðu.
sprenginguna f Bergen 20. þ.m.
Ferðir sporvagna hafa víða fallið niður,
afgreiðsla pósts og skólahald.
Aimenningséldhús í leikhúsunum.
[ '
ENN HAFA borizt lítarlegri fregnir af hinni óskaplegu
sprengingu, sem ’ýarð á höfninni í Bergen 20. þ. m.
Blaðið „Bergens Tiden&e,“ sem er á valdi nazista, lýsir at-
burðinum á þessa leið, sþmkvæmt fréttum, sem norska blaða-
fulltrúanum í Reykjavík hafa borizt:
Að morgni þess 20. apríl kom upp eldur í litlu gufuskipi,
sem lá við Festningskaien. Eldur breyddist mjög skjótt út og
tókst ekki að hindra það, að hann bærist í lest skipsins. Mikil
eldsúla gaus upp og skipiðj sprakk í loft upp með ógurlegum hvelli.
Miklar skemmdir urðu af sprengingunni. Á skömmum tíma komu
upp margir eldar báðum megin Vogsins. Tvö smáskip þeyttust
upp á bryggjuna af völdum sprengingunnar (áður hafði aðeins
eitt skip verið nefnt í fréttum). Jafnvel bæjarhverfi, sem eru
fjarri sprengingarstaðnum urðu fyrir miklum skemmdum.
----------— * Gaflar Hákonarhallarinnar og
Miklar viðsjár í Danmörku:
i
Skriðdrekar á göfum
Kaupmannahafiíar
ENN er ekkert samband
milli Svíþjóðar og Dan-
merkur. Skipaferðir hafa verið
lagðar niður, svo og sírqasam-
band. Fáar fregnir hafa þýí bor
ist um ástandið í Danmörku,
en þó segir í sænskum fréttum
að miklar viðsjár séu með
mönnum í Danmörku. Þýzkir
skriðdrekar eru á ferð ,.um göt-
ur Kaupmannahafnar og vél-
byssum hefir verið kömið fyrir
á götuhomum og við mikil-
vægar byggingar.
Þjóðverjar gera húsrann-
sóknir hjá Dönum. Leita þeir
að þeim, sem. unnið hafa . að
skemmdarverkum svo og fall-
hlífahermönnum. Dauðarefsing
liggur nú við því að hafa vopn
í fórum sínum.
Mikill sægur skipa liggur nú
í höfnum Suður-Svíþjóðar.
Neita skipstjórar þeirra að láta
úr höfn vegna tundurdufla-
lagna bandamanna að undan-
förnu.
Sjóorrusta á Ermarsundi:
Þýzkum fundurspilli
sökki undan
Brefagne-skaga.
BREZKA flotamálaráðu-
neytið tilkynnti í gær, að
snemma í gærmorgun hefði
komið til átaka milli brezkra
og þýzkra herskipa undan
Bretagne-ströndum. Brezk og
kanadisk herskip, þar á meðal
beitiskipið „Black Prince“
Lagði til atlögu við þýzka tund-
urspilladeild. Þýzku skipin
reyndu að komast undan og
huldu sig reykskýi. Einn hinna
þýzku tundurspilla varð fyrir
mörgum slcotum og sökk.
Brezku skipin löskuðust lítil-
lega og manntjón var lítið. Hin
þýzku skip komust undan.
WaLkendJorfsturnsins standa
enn þá, en ibústaður yfirmanns
Bergenfoúskastala og eftirlits-
manns eru í rústum. Enn hafa
ekki verið birt nema nöfn fimm,
sem fórust.
Mörg iþúsund manns eru hús-
næðislausir. Hefir þeim verið
komið fyrir til ibráðabirgða í
safnaðarhúsum, gistihúsum ut-
arbæjar og víðar, en almenn-
ingseldhúsum foefir verið kom-
ið á fót í mörgum af hinum
stærri leikfoúsum og foljómleika
sölum foæjarins. Leikhúsið Den
Nationale Scene hefir foætt sýn-
ingum, sömuleiðis kvikmynda-
húsin.
Húsakynni Bergenska gufu-
skipafélagsins eru gereyðilögð.
Miklar skemmdir urðu á skrif-
stofum Hardanger-Sunnhord-
landske, sem eru hinum megin
Vogsins og hefir félagið orðið
að draga úr áætlunarferðum af
þessum sökum.
Ferðir sporvagna foáðum meg
in vogsins foafa lagzt niður og
á sumum stöðum er ekki unnt
að vita, hvort sporvagnaferðir
geti hafizt á ný fyrr en gengið
hefir verið úr skugga um, að
hús, sem laskazt foafa, þoli
hristing af völdum umferðarinn
ar. Póstafgreiðsla foefir fallið
niður í póststofum á Norður-
nesi og í sandvíkur-hverfi.
Skólafoaldi er foaldið áfram í
nokkrum af skólum þeim sem
Þjóðverjar foafa ekki tekið til
sinna afnota, en sums staðar
hefir kennsla fallið niður vegna
sprengingarinnar.
í fregnum til norska blaða-
fulltrúans hér segir enn frem-
ur á þessa leið: Samkvæmt
fregnum frá Noregi, sem bor-
izt hafa yfir Svíþjóð, hafa norsk
blöð ekki fengið leyfi til þess
að foirta nákvæmt yfirlit og upp
lýsingar um hinar gífurlegu
skemmdir, en samkvæmt þeim
fregnum, sem þegar liggja fyr-
ir, geta þeir, sem kunnugir eru
í Bergen, gert sér í fougarlund,
hvílíkt tjón hefir orðið þar í
borg.
Engar meiriháttar breyting-
ar hafa orðið á Burma-vígstöðv
unum. Bandamenn hafa enn
bætt nokkuð aðstöðu sína.
Nær 1000 amerískar flugvélar réðust
á Braunschweig í björtu í gær
Þessi mynd sýnir, talið frá vinstri, þá Dwight D. Eisen-
•hower, yfirmann innrásarherja bandamanna, Cfourchill for-
sætisráðherra og Omar N. Bradley hersfoöfðingja, yfirmarm
landfoers Bandaríkjamanna á Bretlandi, véra að reyna nýja
vélbyssu, einhvers staðar á Englandi. Það fylgir sögunni,
að skotfimi þeirra hafi verið í bezta lagi.
Engra þýzkra orrustuflugvéla varð varf.
"D ANDAMENN héldu áfram loftsókninni á hendur Þjóð-
verjum í björtu í gær. Um 250—500 stórar amerískar
sprengjuflugvélar réðust enn á iðnaðarstöðvar í og við
Braunsdhweig, Ekki varð vart þýzkra orrustuflugvéla.
Rússar byrja nýja
sókn við Dniesfr,
segja Þjóðverjar.
í Braunschweig eru sem
kunnugt er miklar flugvéla-
smiðjur og hafa þær orðið fyrir
morgum og hörðum árásum
bandamanna áður. Loft var skýj
að, en þó tókst flugmönnum
bandamanna að finna staði
þá, sem ákveðið hafði verið að
AMKVÆMT Berlínar-
fregnum hafa Rússar enn
byrjað sókn neðarlega við
Dniestr-fljót. Fregnir þessar
hafa ekki verið staðfestar 1
Moskva.
ráðast á. Skothríð úr loftvarna-
byssum var all-hörð, en að
þessu sinni komu orrustuflug-
vélar Þjóðverja ekki á vett-
vang. Allar sprengjuflugvélarn
Á Krímskaga reyna Þjóð-
verjar að bjarga því, sem
bjargað verður. Freista þeeir að
koma her sínum frá Sevasto-
pol til hafna í Rúmeníu, en
verður lítið ágengt.
í fregnum frá London í gær-
kveldi var sagt, að pólskir
skæruliðar hefðu eyðilagt þrjár
járnbrautir, sem liggja til aust-
urvígstöðvanna.
Sænskar kúluiegur
tii Þýzkaiands:
Svar Svía ófullnægj-
andi segir Eden.
\ NTHONY EDEN upplýsti í
neðri málstofunni í gær,
að svar Tyrkja við þeirri mála-
leita Breta, að þeir hættu að
senda 'hráefni til hergagnafram
leiðslu til Þýzkalands hafi verið
vinsamlegt. Þá sagði Eden, að
Bretar myndu hafa nánar gæt-
ur á útflutningi Portúgala til
Þýzkalands. Hins vegar er því
lýst yfir opinberlega í London,
að brezka stjómin geti ekki skoð
svar Svía fullnægjandi og í svip
ar komu aftur til bækistöðva
sinna, en 6 orrustuflugvélar
týndust í árásunum. Einnig
var ráðizt á staði í Vestur-
Þýzkalandi, einkum Osnabruck
í fyrrinótt réðust hinar hrað-
fleygu Mosquito-flugvélar
Breta á Köln við Rín.
í gærmorgun byrjuðu stór-
hópar sprengjuflugvéla af
meðalstærð að fljúga yfir Erm-
arsund til árása á Norður-
Frakkland. Var árásum þess-
um haldið áfram allan daginn
í gær. Ekki hafði verið tilkynnt
í gærkveldi, hver skotmörkin
voru.
aðan streng hefir Cordell Hull
tekið, að því er Lundúnafregn-
ir hermdu í gærkveldi. Er og
gefið í skyn, að Rússar hafi einn
ig látið í veðri vaka, að þeir séu
ekki ánægðir með afstöðu Svía
í þessum málum. Er sagt, að
stjórnir Bretlands og Bandaríkj
anna hafi til yfirvegunar, hvað
skuli taka til bragðs og megi
vænta nánari frétta um þessi
mál nú á næstunni. Það eru eink
um kúlulegur, sem Þjóðverja
vanhagar um, en Svíar hafa
flutt mikið af þeim til Þýzka-
lands að undanförnu.