Alþýðublaðið - 27.04.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 27. apríl 1944.
•aYÐUHi.
Strandaðir hvalir.
Á mynd þessari sést Edson S. Lott, er gegnir starfa í strandvarnarliði Bandaríkjanna á Bull
eyjunni úti fyrir strönd Suður-Kaliforníu virða fyrir sér nokkra hinna sextíu og fimm hvala,
Isem 'höfnuðu þar eigi alls fyrir löngu. h>að or talið, að hvalirnir hafi hætt sér inn í straum-
þungt sund milli lands og eyjar og orðið eftir á sandinum, þegar út féll.
Timdurspillir og kafbáíur
í orustu á Atlantshafi.
GREIN ÞESSI, er fjallar um síðustu orrustu ameríska
tundurspillisins Bories, sem sökkti þýzkum kafbáti úti
á Atlantshafi en sökk sjálfur að lokinni þeirri viðureign, og
hér er þýdd úr tímaritinu The Reader’s Digest er eftir John
Hersey. John Hersey fæddist í Kína fyrir þrjátíu árum, og
voru foreldrar hans trúboðar. Hann hlaut menntun sína að
Yaleháskólanum í Bandaríkjumun og Cambridgeháskólanum
á Englandi. Hann hefir starfað sem fréttaritari á vegum stór-
blaðanna Time og Life um sex ára skeið og getið sér miklar
vinsældir fyrir lýsingar sínar á ýmsum merkustu orrustum
þessarar styrjaldar. Hann hefir nýlega látið frá sér fara
fyrstu skáldsögu sína, sem lýsir innrás amerísku hersveit-
anna á Ítalíu, þar sem hann hefir dvalizt meðal annars.
5
Ungfrú heimsækir mig og biður mig bónar — Síldarát,
síldarsala og Niðursuðuversmiðjan — Ljóðagerðin oð
lýðveldisstofnunin.
Myrka og storma-
SAMA nótt var tundur-
spillirinn Borie staddur úti á
Atlantshafi. Hafgangurinn og
stormurinn var slíkur, að hraði
skipsins var aðeins seytján sjó-
mílur á klukkustund. Borie
hafði nýlega sökkt þýzkum kaf
báti og var nú á hnotskóg eftir
öðrum.
Skyndilega hæfði skot stjórn
pall skipsins, sem var þó vendi
lega myrkvað. í sama mund
hrópaði einhver, að hætta
myndi vera á ferðum. Þannig
hófst einhver furðulegasta orr-
usta, sem saga sjóhemaðarins
mun kunna frá að greina.
Þegar yfirmaðurinn á Borie,
hinn þrítugi Charles H. Hutch-
ins, varð þessa var, laut hann á-
fram, baðaði út höndunum og
hrópaði hátt og’-snjall: — Takið
stefnu á stjórnborða! Tundur-
spillar rista djúpt, og þegar hér
var komið sögu, skullu öldur út
hafsins á hæstu turnum skips-
ins. Hafgangurinn var slíkur, að
ljósker á brúnni brotnuðu, þótt
ótrúlegt kunni að virðast.
En því fór alls fjarri, að
Hutchins hefði í hyggju að forð
ast það, að til orrustu kæmi.
Hann lét brátt breyta um stefnu
skipsins að nýju, unz þangað
var komið, sem kafbátsins hafði
orðið vart. Hutchins bað menn
sína vera viðbúna orrustu og gaf
fyrirskipun um það að brugðið
skyldi upp leitarljósum og djúp
sprengjum varpað. Þetta varð
til þess að kafbáturinn neyddist
til að koma upp á yfirborð hafs-
ins.
Sá, sem fyrstur sá kafbátinn,
gleymdi settum reglum, vegna
geðshræringarinnar, sem altók
hann, og hrópaði: —* Þama er
hann, hægra megin í ljósbjarm
anum. Kafbáturinn var eitthvað
um fjögur hundruð fet frá tund
urspillinum. Hann var stór og
hvítur að lit. Hutchins bauð, að
kastljósi skyldi beint á hann.
Fyrsta skotið missti marks.
En jafnframt því sem Borie
stefndi upp að síðunni á kafbátn
um, hófu allar byssur tundur-
spillisins ákafa skothríð. Kaf-
báturinn galt líku líkt. Skemmd
ir urðu 'þegar miklar á þilfari
kafbátsins af völdum skothríð-
ar tundurspillisins.
Kafbátsforinginn sá, að hér
var mikil hætta á ferðum og
miðaði tundurskeytabyssunni á
tundurspillinn. Tundurskeytið
missti marks. Skyttumar á
Borie héldu áfram skothríð
sinni, en aðstaðan var mjög ó-
hæg vegna hafgangsins og veð-
urofsans. Kenneth J. Reynolds,
sem var yfirskytta skipsins,
gekk harðfengilega fram í þess-
ari viðureign, en erfiði hans var
að mestu leyti fyrir gýg unnið.
Minnstu munaði, að tveir menn
af áhöfn tundurspillisins
hrykkju fyrir borð.
Tundurspillirinn nálgaðist
kafbátinn óðum, svo að þess virt
ist auðsýnilega skammt að
bíða, að árekstur yrði. Þetta var
stórkostleg stund fyrir áhöfn-
ina á Boree, því að draumur
hennar hafði lengi verið sá að
rekast á þýzkan kafbát og færa
hann þannig í kaf.
Hutchins bandaði hendinni
og hrópaði til þess, er við stýr-
ið stóð: — Allt í lagi, Aiken-
head, stefndu beint á kafbátinn.
Aikenhead sneri stýrishjólinu
og svaraði rólegur í bragði:
— Skal gert, herra.
Kafbátsforinginn virtist enn
ekki hafa gert sér þess glögga
grein, hvað yfirmaður tundur-
spillisins hafði raunverulega í
hyggju. Þetta virtist mundu
verða mikilfenglegur árekstur.
Tilhlökkun áhafnarinnar á Borie
var mikil. —- En þá tók kafbát-
urinn skyndilega stefnu á bak-
þorða, og Borie hófst upp á
öldutind.
i Þegar Borie hné niður í öldu
[ dalinn, þar sem kafbáturinn var
fyrir, skall stefni tundurspillis-
ins á þilfar kafbátsins.
Áhöfn tundurspillisins virtist
ekki í fyrstu átta sig fullkom-
lega á því, sem gerzt hafði,
vegna þess að áreksturinn hafði
orðið með nokkrum öðmm hætti
en hún hafði ráð fyrir gert. En
brátt kvað rödd Hutchins við:
— Skjótið, skjótið! hrópaði
hann.
Mennirnir á stjórnpallinum
föðmuðu hvern annan að sér í
ofurhrifni.
Kastljós tundurspillisins lék
um þilfar kafbátsins. Ægileg
skothríð hófst. Þjóðverjarnir
börðust eins og óðir væru. Þeir
freistuðu þess að komast út úr
turninum og ná til byssna sinna.
Ógnleg sjón blasti við augum.
Einn Þjóðverjanna var hæfður
skoti í brjóstið. Hann bókstaf-
lega tættist í sundur. Svipað
var að segja um fleiri félaga
hans.
Þetta viðhorf orkaði mjög á
hugi áhafnar Bories. Range
Frh. af 6. síðu
IGÆR heimsótti mig: lítil
stúlka. Það var barið að
dyrum hjá mér og er ég opnaði
hurðina stóð telpa fyrir utan,
rjóð í kinnum, brúneygð og með
mikið hár. Hún brosti framan í
mig og augun Ijómuðu. „Heitir
bú Hannes?“ sagði hún. „Já
stundum,“ svaraði ég. „Og ertu á
horninu?" „Já stundum‘% endur-
tók ég. „Ég vil fá skátabarna-
tíma“, sagði hún. Viltu koma
með hann?“ Ég fóy dálítið hjá
mér, varð svona einhvem veginn
svolítið feiminn, en stamaði þó út
úr mér: „Ja, elskan mín, ég ræð
ekki yfir barnatímanum.“
EN HÚN SVARAÐI: „Jú, jú, þú
getur fengið skátabarnatíma. Mér
hefur verið sagt það.“ „En af
hverju langar þig svona voða
mikið að fá skátabamatíma?“
„Hann var einu sinni og það var
skemmtilegasti barnatíminn og
mig langar svo mikið til að fá
hanm aftur.“ „Viltu ekki skrifa
mér um þetta?“ spurði ég. „Ja, ég
get varla skrifað, nema prentstafi,
svo að gott sé að lesa, en er ekki
nóg að tala bara svona við þig?"
„O, jú,“ sagði ég. „Hvað heitir þú?“
— „Ég heiti Málfríður." „Og hvað
ertu gömul? „Ég er bara 7 ára?“
ÞETTA VAR NÚ meiri kerling-
in — og falleg var hún og ágæt
var hún. Ég lofaði að gera sem ég
gæti og skrifa um þetta, hvort :em
það ber nokkurn árangur, en það
vildi ég þó svo gjarna og vona, að
barnatímageneralar útvarpsins taki
þetta til velviljaðrar yfirvegu.iar.
Svona fólk á það sannarlega skilið
að allt sé gert fyrir það sem
hægt er.
ÉG VAR um dagiran að skrifa um
síldina og kvarta undan því, að
ekki fengist góð síld í kútum til
heimilsnotkunar eins og áður var.
Niðursuðuverksmiðju SÍF líkar
þetta ekki alls kostar og segir að
hún hafi alltaf nóg af síld. Sölu-
maður hennar, Baldur Jónsson,
skýrir mér svo frá, að síldarát hafi
farið stöðugt vaxandi á undanförn-
um árum og sé svo enn. „Við höf-
um síld af ýmsum gerðum og búna
á ýmsan hátt. Hins vegar höfum
við ekki áttunga. Við erum þess
albúnir að selja fólki síld í ílát, ef
það kemur með þau?
SÖLUMAÐURINN leggur áherzlu
á það, að ef kaupmaður þinn
getur ekki se;lt þér síld, þá skulir
þú bara snúa þér til Niðursuðu-
verksmiðjunnar og hún muni
leysa úr vandanum. — í sambandi
við þetta vil ég segja það, að ég
tel næstum því frágangssök að
kaupa síld í stykkjatali hjá kaup-
mönnum, svo dýr er hún. Hins
vegar veit ég, að það er rétt, sem
Baldur Jónsson segir, að síld £
kútum hefur viljað skemmast hjá |
fólki. Œ»að heíur verið erfitt að
geyma hana.
„LJÓÐELSKUR" skrifar: „í Al-
þbl. s.l. laugardag sá ég, að 78
hafa ort hátíðaljóðin miklu — og
serat dómnefndinni. Ég og einn
kunningi minn fórum að telja
saman þau ljóðskáld, sem við
þekktum, öll, sem við mundum
eftir að komið hefðu frá sér rím-
uðu máli í bók eða pésum — allt
frá hinum stærstu spámönnum nú-
lifandi, og niður í þá lágsigldustu.
Og sjá! Við fundum 27. í»á era
eftir 51 skáld, sem keppa til verð-
launa hinn 17. júní og fæstir eða
engir hafa áður heyrt né kuranað
að meta.“
„SEGIÐ ÞÍÐ NÚ, að þingið —
17. júnímeranimir hafi ekkert af-
rekað. Fimmtíu og eitt skáld hafa
þeir hreinlega uppvakið frá dauð-
um, auk allra, sem lífsanda drógu
fyrir þann tíma og mikils mátti
af værata í þessu efni. Svo djúp er
hrifningin, að jafnvel ómálgir tala
þ. e. í ljóðum.“
„VONA ÉG að þú, Hannes
minn, ýtir heldur á eftir því, að
þessir 78 ljóðaflokkar eða verða-
launaljóð verði þjóðinni birt á
prenti. Ætti dómnefndin að gefa
þau út í skrautútgáfu, á ríkisins
kostnað auðvitað, og gefa þing-
mönnum sitt eintakið hverjum. En
sennilega eru og allmargir þeirra
í hópi hinna 50. En hvað sem öllu
líður, á hinu eigum við kröfu, sem
ekki yrkjum, en borgum allt
gildið og það er að fá að heyra
þessi 78 verðlaunaljóð hinna 78„
er uppæstust fyrir afrek 17.-júni-
mannanna.“
TAKTU Á BETUR, GÓÐI!
Kvæðin urðu 103 að tölu. Mörg
kvæði bárust utan af landi og
nefndin tók þau gild, sem báru
það með sér, að þau höfðu verið
látin í póst áður en hinn tilskildi
frestur var útnmninn.
Hannes á horninu.
UNGLINGA
vantar okkar í nokkur hverfi frá næstu mánaðamótum.
HÁTT KAUP
Alþýðubiaðið. — Sími 4900.
AUGLÝSIÐ í ÁLÞÝÐUBLADINU