Alþýðublaðið - 27.04.1944, Side 6
\$
Á myndinni .sjást frú George C. Marshall (til vinstri) og' frú
Mark W. Clark, kona yfirmanns alls Bandaríikjahersins og
kona yfirhershöfðingja 5. hersins á Ítalíu, á samkomu í
New York, sem haldin var til að hvetja til þátttöku í fjórðá
stríðsláninu. Þær eru að gæða sér á hnetum, sem öllum voru
gefnar eftir að þeir höfðu skrifað sig fyrir hinu nýja stríðs-
láni
Skélamál Frakblands.
Tundurspillir og kafbátur.
Frh. af 4 síðji
éftir sem áður. Aðalstuðnings-
tmaður Falloux-laganna, Thiers,
óttaðist líka jafnaðarstefnuna.
Hann taldi, iþegar öllu var á botn
in hvolft, hyggilegast að kirkjan
an hefði eftirlit með skólunum,
af því að ihún 'boðaði mönnum
hina réttu lífsspeki: „Maðurinn
er í heiminn borinn til að þjást.“
Á stjórnarárum Napoleons
III. héldust yfirráð kaþólsku
kirkjunnar yfir skólunum. Keis
arinn lét, eins og Petain mar-
skálkur, alla prófessora og kenn
ara sverja sér hollustueið. Marg
ir neituðu því t. d. Taine og
Michelet, eh þeim var þá vikið
frá. Yfirmönnum kirkjunnar
var fengið vald til að skipa
barnakennara og einnig að reka
þá frá störfum. Frjálslyndur
ráðherra, hinn ixiikli sagnfræð-
ingur, Victor Duruy, kom þó til
leiðar ýmsum veigamiklum end
urbótum. Hann gekkst fyrir því,
áð stofnaðir voru barnaskólar
fyrir telpur, og að við mennta-
skólana voru stofnaðar nýjar
deildir, þar sem forntungurnar,
latína og gríska, voru ekki
kenndar, en í þess stað aukin
kennsla í náttúruvísindum.
Eftir fall Napoleon III. hafði
kirkjan enn um hríð ráð skól-
anna í hendi sér. Þá voru stofn-
aðir hinir svonefndu „frjálsu"
háskólar, sem hefðu verið rétt-
ar nefndir kaþólskir háskólar.
Þeir eru enn til *í París (Kaþ-
ólska stofnunin), Lyons, Lille,
Augiers og Toulose. Þeir
höfðu ekki prófréttindi á sitt
eindæmi eins og háskólar ríkis-
ins, en prófnefndir voru settar
á laggirnar skipaðar bæði pró-
fessorum frá ríkisháskólunum
og prófessorum hinna kaþólsku
skóla. Þetta var síðasti sigur
kirkjunnar þar til í júní 1940.
Því leitaðist hún við að koma
lýðveldinu á kné í bandalagi við
konungssinna, en lýðveldissinn
ar báru sigur af hólmi. Arangur
þess sigurs var sá, að opinber-
um menntastofnunum var veitt
hið fyllsta frelsi sem auðið var,
án þess að háskólakerfi Napo-
leons væri algjörlega sundrað.
Þessar endurbætur voru verk
mikils manns, Jules Ferry.
Hann kom á skólaskipan lýð-
veldisins á árunum 1879—82.
Meginreglúrnar í þeirri skóla-
skipan voru þessar: algjört skoð
anafrelsi skyldi ríkja í kennslu
og uppeldi, og því skyldu ríkis-
skólarnir leystir undan öllum
yfirráðum kaþólsku kirkjunnar,
klerkastéttin skyldi ekki hafa
neinn fulltrúa í háskólaráðum
eða prófnefndum, uppfræðsla í
trúarbrögðum í barnaskólun-
um yrði engu eftirliti háð; hið
eina skilyrði, sem barnakenn-
ara skyldi sett, væri, að hann
hefði lokið kennaraprófi, en
ekki að hann skyldi skipaður í
starfið af biskupi. Jules Ferry
setti á stofn barnaskóla í hverjú
þorpi. Skólaskylda var leidd í
lög og engra skólagjalda kraf-
izt. Ekki var skólunum gert að
skyldu að annast, trúarbragða-
fræðslu. Hann setti einnig á
stofn framhaldsskóla, sem urðu
vísirinn að iðnskólunum, þar
sem unglingum úr alþýðustétt
gafst færi á að stunda nám. í
hverju umdæmi kom hann á fót
kennaraskóla, og loks stofnaði
hann menntaskóla fyrir stúlM
ur. Öll þessi fyrirmæli sættu
harðri gagnrýni af hálfu klerka
stéttarinnar, sem „háði stríð um
barnssálina“ gegn skólum
„gUðleysingjanna“. En skólar
þesslr urðu sigursælir, og lands
lýðurinn tók þeim sæmilega, úr
því að öllum var eftir sem áður
iheimilt að senda börn sín í
kaþólska skóla.
En stjórnmálabaráttan átti
enn eftir að láta til sín taka í
skólamálunum. Ferry hafði lok
að skólum Jesúítanna, og 1904,
eftir Dreyfus-málaferlin, lokaði
Combes öðrum kennslustofnun-
um munka og nunna. Margt
þessa fólks lagði leið sína til
nágrannalandanna, en sumt bjó
sig á leikmanna vísu og hélt
starfi sínu áfram.
Á síðustu árum þriðja lýðveld
isins voru gerðar stórfelldar ráð
stafanir til þess að endurbæta
skólaskipanina:
í fyrsta lagi var dregið úr
hinni ríku miðstjórn, sem hald-
izt hafði frá Napoleonstímun-
um. í lok ntjáhdu aldar hafði
r íkisháskólanum, sem voru 17 að
tölu í Frakklandi og Algier,
veriö veitt mjög aukið sjálf-
ræði. Þeir höfðu sérstakan fjár
hag, hver deild kaus sér forseta
(decanus), háskólaráð var skip-
að prófessorum, námsefni var
ekki framan alls staðar hið sama
en var lagað eftir þörfum lands
hlutanna.
I öðru lagi var reynt að sam-
ræma námsefnið kröfum tím-
ans, kennsla í náttúruvísindum
og hagnýtum greinum aukin,
iðnskólar settir á stofn og lík-
amsrækt efld.
í þriðja lagi. Stjórnmálamenn
lýðveldisins stefndu ætíð að því
að gera hugsjónir lýðræðisins
(Trh. «f 5. sí5u.)
Finder Carl Banks, sem jafnað-
arlega var hæglátur og háttprúð
ur, hvatti félaga sína sem kröft
uglegast til þess að ganga millf
bols og höfuðs á Þjóðverjunum.
Richard W. Wenz fann hvergi
lykilinn að klefanum, þar sem
skotvopnin og skotfærin
voru geymd. — Hann
tók þá það ráð að brjóta upp
hurðina til þess. að geta náð í
byssur handa félögum sínum.
Allir gengu sem vasklegast fram
í orrustunni. Þegar einhver
Þjóðverjanna birtist sýn á þil-
fari kafbátsins, var hann þegar
í stað hæfður skoti.
David F. Southwick, sem stóð
úti við borðstokk tundurspillis-
ins, sá Þjóðverja hlaupa út
úr turninum áleiðis að einni
byssunni. Hann þreif hníf sinn
úr slíðrum og skutlaði honum
í áttina til Þjóðverjans. Hnífur-
inn hæfði manninn í kviðinn,
og Þjóðverjinn féll fyrir borð.
Walter C. Kurz þreif sprengju-
hylki í hönd sér og beið þess,
að einhver kafbátsmannanna
kæmi út úr turninum. Þegar af
því varð, kastaði hann sprengju
hylkinu að honum með þeim
árangri, að maðurinn féll í haf-
ið. Edward N. Malaney hélt
uppi linnulausri skothríð úr
skammbyssu sinni.
Það hafði verið næsta örðugt
að koma vélbyssunum við, en
eigi að síður héldu skyttur
þeirra að minnsta kosti sumar
hverjar uppi harðfengilegri skot
hríð. Christopher Columbus
Shepard, sem var blökkumaður,
fannst ekki skotfæri borin til sín
eins greiðlega og hann vildi.
Hann hljóp því sjálfur eftir
þeim og fór margar ferðir, sem
hann taldi engan vegirm eftir
sér. Viðureign þessi stóð yfir í
tíu mínútur. Þá urðu skipin
laus hvort við annað.
Að minnsta kosti þrjátíu og
fimm menn höfðu fallið af á-
höfn kafbátsins. Enginn hafði
fallið af áhöfn tundurspillisins,
en nú bárust þau boð, að leki
vræri kominn í vélarúminu. r—
Það var þó fárviðrið en ekki
Þjóðverjarnir, sem því hafði
valdið. Kafbáturinn varðist á-
föllum hafgangsins mun betur
en tundurspillirinn sem við ,var
að búast, því að hann var byggð
ur með hliðsjón af því að verj-
ast miklum þrýstingi, er hann
væri í kafi,
Sjórinn í vélarúminu hækkaði
óðum, unz hann náði mönnum
þeim, er þar voru, að beltis-
stað. Þegar skipið tók dýfur,
hreif sjórinn allt það með sér,
sem laust var í vélarúminu. —
Brátt var illmögulegt að hafast
við þar niðri. Morrison R.
Brown yfirvélstjóri bauð þá
undirmönnum sínum að hverfa
upp á þiljur. Sjálfur varð hann
eftir til þess að gera sitt bezta.
Kafbáturinn freistaði þess að
snúa sér iþannig, að hann gæti
skotið tundurskeytum að tund-
spillinum. En Borie gerði þá hið
sama og kom í veg fyrir allt
slíkt með því að fylgja kafbátn-
um fast eftir. Þegar þessu hafði
farið fram um hríð, ákvað Hut-
chins að freista þess að knýja
að- veruleika í skólamálunum.
Einn þeirra, M. Herriot, reyndi
að koma á fót sameiginlegum
skóla fyrir börn úr alþýðustétt
og miðstéttunum. Hann barðist
einnig fyrir því, að skólagjöld
menntaskólanna yrðu afnumin.
í fjórða lagi var gert risa-
átak til að koma á almennri
fræðslu í nýlendunum.
Vitaskuld var þetta hvergi
nærri fullkomið. Of stór hópur
barna komst hjá skyldunámi,
reyndust t. d. allmargir ungir
menn óskrifandi og jafnvel ó-
læsir, er þeir voru kvaddir til
herþjónustu. Háskólastúdentar
voru nærri eingöngu úr éfná-
stéttunum. ; Námsefni mennta-
skólanna var sums staðar með
úreltu sniði, uppeldi skapgerð-
fram úrslit. Hann lét slökkva
qII ljós og gerði ráð fyrir, að
kafbáturinn myndi þá freista
þess að laumast brott. — Sú
varð og raunin. Hutchins bauð
þá, að ljósin skyldu kveikt að
nýju. Kafbáturinn reyndist hafa
tekið stefnu í norðaustur og
hraða sér brott sem mest hann
mátti. Hutchins gaf þá fyrirskip
ún, er varð til þess, að sigur
fékkst í viðureigninni. Hann
bauð, að djúpsprengjum skyldi
varpað að kafbátnum.
Tundurspillirinn brunaði að
jkafbátnum, og djúpsprengjun-
um ringdi niður. Kafbáturinn
nam staðar og lét ekki að stjórn.
Þeir, sem voru á þilfari tundur-
ispillisins, kváðu minnstu hafa
paunað, að árekstur yrði á nýj-
án leik.
En einhvem veginn tókst þó
kafbátnum að halda för sinni
þfram. Hann minnti á spanskt
naut, sem lætur sér ekki til hug
ar koma að gefast upp, þótt það
sé ofurliði borið. Áhöfn hans
freistaði þess meira að segja
ennþá að halda uppi skothríð
gegn Borie. En skyndilega varð
turn kafbátsins fyrir skoti með
þeim afleiðingum, að hann
hrökkrfyrir borð með stjórnvöl
og öðru tilheyrandi. Sjórinn
streymdi inn í kafbátinn, og
'hann lyftist upp að framan.
Hann sökk í djúpið og tættist
sundur af völdum sprenginga
í sama mund. Orrustan hafði
staðið yfir í eina klukkustund
log fjórar mínútur.
I En nú var Borie í mikilli
hættu. Aðeins ein vél skipsins
ivar í gangi. Það rak fyrir stormi
fog straumi. Hutchins freistaði
; þess að ná til annarra tundur-
spilla, er voru skammt undan,
en allar slíkar tilraunir voru fyr
jir gýg unnar. Hann gaf þá skip- .
'un um, að akkerum, keðjum,
skotfærum, tundurskeytum,
djúpsprengjum, vélbyssum og
öðrum slíkum hlutum skyldi
varpað fýrir borð til þess áð
létta skipið.
Loks rann dagur. Það myndi
taka flugvélar flugvélamóður-
skips tundurspillanna alllangan
tíma að finna Borie. Talstöð
skipsins var óstarfhæf. Þá var
það ráð tekið að gefa neyðar-
merki. Ein flugvélin, sem send
hafði verið á vettvang, sá það
og fann skipið.
Annar tundurspillir kom svo
á vettvang um hádegisbilið.
Hutchins gerði sér jafnvel von
pm, að unnt myndi að bjarga
Borie. En hann sannfærðist þó
brátt um það, að slíks myndi
enginn kostur. Tunduspillirinn,
sem komið hafði á vettvang,
átti þess engan kost að leggjast
að hinu sökkvandi skipi. Áhöfn
þess varð því að kasta sér í sjó-
inn og halda sér uppi á hvers
konar rekaldi, unz henni hefði
verið 'bjargað.
Sjórinn var ískaldur, og tutt-
ugu og sjö menn af áhöfninni
létust áður en björgun yrði við
komið.
Hutchins yfirgaf skip sitt síðast
ur allra. Hann gekk um vistar-
verur þess með ljósker í hendi
og sannfærðist um það, að eng-
inn hefði orðið eftir. Því næst
Fimjmtudagur 27. apríl 1944.
Kvenveski
nýjar gerðir.
H. TOFT.
Skólavörðust. 5. Sími 1035.
gekk hann aftur upp á þiljur
og hafði oiTustufána skips síns
meðferðis. Hann klifraði upp á
öldustokkinn og kastaði sér í
hafið.
Skömmu síðar hafði honum
verið bjargað um borð í tund-
urspillinn, sem fyrr um getur.
Hann stóð á stjórnpalli hans og
sá skip sitt lyftast upp að fram-
an og því næst síga hægt og
virðulega í djúp hafsins.
Sigrar Rnssa.
Frh. á 6. síðu.
EN ÞÁ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ,
sem líka hefir haft ómetan-
lega þýðingu í orrustunumí á
austurvígstöðvunum, en það
er aðstoð Bandarikjamanna
við Rússa, samkvæmt láns-
og leigulögunum. Má til
dæmis geta þess, samkvæmt
opinberum skýrslum, að á
27 mánuðum fengu Rússar
7800 flugvélar frá Banda-
ríkjunum, 4700 skriðdreka,
170 000 vörubifreiðar, 35 000
smábíla (Jeeps) og 25 000
farartæki annarra tegunda.
Þá fengu Rússar 177 000 smá
lestir af skotfærum, 2 250,000
smálestir matvæla, 6 milljón-
ir para af stígvélum, ógrynni
kornvara allskonar, 1 350 000
smálestir af aluminíum, feiki
smálestir af aluminíum, feiki
legar birgðir af benzíni, á-
höldúm til olíuhreinsunar og
alls konar vélar og verkfær-
um. Námu sendingar þessar
í dollurum yfir 4200 milljón-
um.
AÐ ÞVÍ ER BEST VERÐUR
VITAÐ, hafa hergögn
Bandaríkjanna reynst mjög
vel á austurvígstöðvunum og
eiga vafalaust mikinn þátt í
sigursælum h ernaðaraðgerð-
um Rússa. Það var miklum
erfiðleikum bundið fyrir
bandamenn að koma vörum
þessum á vettvang. En samt
tókst það. Þrátt fyrir sífelld-
ar árásir kafbáta og flugvéla
voru flutt ógrynni hergagna
og annaxra nauðsynja til
Murmansk, og nutu flutn-
ingaskipin þar vemdar
brezkra, amerískra og ann-
arra herskipa bandamanna.
Mikið var flutt til hafna við
Persaflóa og þaðan með járn
brautum og bifreiðum til
Kákasus og Suður-Rússlands.
arinnar var vanrækt og nem-
endum íþyngt með gagnslaus-
um fræðatíningi.
Síðan Petain-stjórnin settist
að völdum, hefir kaþólska kirkj
an náð sér niðri á andstæðing-
um sínum. Skólar hennar hafa
aldrei fyrr notið styrks frá rík- j
inu, og ef trúarbragðafræðsla er I
ekki veitt í barnaskólunum ,
verða kennararnir að tilkynna [
það prestunum og taka til stað
bg stund, er sú kennsla geti far
ið fram.
Frelsi verða skólar vorir að
öðlast að nýju. Vandamál
kaþólsku skólanna verður að
leysa í eitt skipti fyrir öll —
vitaskuld á grundvelli frelsis,
en ekki óskorðaðs sjálfræðis
þeim til handa.
ENN HALDA birgðaskipin á-
fram að flytja flugvélar og
skriðdreka til Rússlands og
á þessu ári er ekki ósennilegt,
að skriðdrekar, smíðaðir í
Bandaríkjunum, mannaðir
rússneskum hermönnum,
muni birtast við borgarhlið
þýzkra borga, samtímis því
að hersveitir Eisenhowers
sækja inn í Þýzkaland úr
vestri.
tásít&kíktkt
Úfbreððið WMIaffið.
ktkíkáváefkíkiMúfekiteh: