Alþýðublaðið - 27.04.1944, Page 7

Alþýðublaðið - 27.04.1944, Page 7
jGhtöt: Fímmtndagur 27. apríl 1944. ÍBasrhruiM dag. Næturlæknir er í Læknavarö- stofunni, sími 5030. Næturv'örður er í Laugavegs- apóteki. : • Næturakstur annast „Hreyfill“, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukénnsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 1. fl. 19.25 Hljómplötur: Söngdansar. 19.45 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.20 Útvarpshlj ómsveitin (Þór- . arinn Guðmundsson stjórn- ar): a) „Morgunm, miðdegi, og lcvöld í Vín“, forleikur eftir Suppé. b) „Morgen- blátter“, vals eftir Strauss. e) Indverskur söngur eftir Dvorak. d) Mars eftir Heinecke. 20.50 Frá útlöndum (Axel Thor- steinsson). 21Í10 Hljómplötur: Lög leikin á cello. 21.15. Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (Björn Sigfús- son). 21.40 Hljómplötur: íslenzk söng- lög. 21.45 Fréttir. Barnaspítalasjóður Hringsins. . . Gjafir: Frá Alþýðuhúsinu h.f. kr. 2000.00, frá hr. Valdimar Bjöms- syni (borgun fyrir útvarpserindi í bamatíma), kr. 100.00, frá frú Hansínu Eiríksdóttur, kr. 1000.00. Minningargjafir: Frú Kristínu V. Jacobsen, frá Hjalta Jónssyni og frú, kr. 1000.0, frk. Maríu í. Ein- arsdóttir, frá ónefndum, kr. 1000.00 Áheit: Frá frú Þórönnu og Þ. J. Sigurðssyni, Jkr. 1000.00, frá vand- ræðamanni, kr. 10.00, frá Bjarfi, kr. 15.00 og frá Kristjömu Áma- dóttur, kr. 25.00. Sumargjafir: Frá frú Helgu Claessen, kr. 1000.00, frá: frú Sigþrúði Guðjónsdóttur, Flókagötu 33, kr. 1000.00. Alls kr. ,8.150.00. Kærar þakkir til gefenda Stjórn. Hrihgsins Upplýsingastöð (Þingstúku Reykjavíkur er opin í dag kl. 6—8 í Templaráhöllinni Fríkirkjuveg 11. Vangamyndir af Jóni Sigurðssyni forseta fást nú hér í bænum. Em þær búnar til úr gipsi. Samkvæmt auglýsingu hér í blaðinu í dag fást myndir þessar í Penslinum, Laugavegi 4. Þetta er MacArthur hers- höfðingi, sem stjórnað hefir sigursælum aðgerðum banda manna á Suðvestur-Kyrra- hafi að undanförnu, meðal annars landgöngu banda- manna á þrem stöðum á Nýju (xuineu. á Goðafoss 'i og druknar. ISÍÐUSTU uíanför Goðafoss vildi það slys til að báts- manninn á skipinu, Ólaf Guð- mundsson, Þvervegi 40 hér tí bænum, tók út og drukknaði hann. J 19. þ. m. um kl. 8 að morgAi var veður niokkuð slæmt svo afð sjór gekk yfir skipið. Við það tók út björgunarbáí af bátaþil- fari, en hann hékk þó á taiig og var ýmist fyrir utan skipið eða inn á því, eftir því hvemig það valt. Ólafur var fyrir björg unarstarfinu. Reyndi hann að riá til bátsins en báturinn kastað- ist á hann svo að hann hrökk útbyrðis og náðist hann ekki. 15 minútum síðar sást Ólafúr á floti skammt frá og virtist þá örendur. Var reynt að há honum, en hann hvarf áður én það tækist. Ólafur Guðmundsson var tæpra 35 ára gamall, giftur Ög átti þrjú böm. Bazar í Góðfemplara- húsinu á morgun. BAZAR verður opinn frá kl. 3 á morgun í Góðtempl- arahúsinu. —< Það er kvenfélag Alþýðuflokksins, sem heldur þennan bazar og hafa félags- konumar lengi undirbúið hann undanfarið. . Mjög margir ágætir munir verða á bazarnum, barnafatnað- ur, kvenfatnaður og fjölda margt annað með góðu verði. Þær félagskonur, sem enn hafa ekki komið munum sínum til hverfisstjóranna eru iheðnar að gera það nú þegar, en þeir mun- ir skulu koma í Góðtemplara- húsið kl. 10—12 á morgun. Merfcí þjóðaralkvæðá- greiðslunnar. Frh. af 2. síðu. iskosninganna, er þeir beri kjör dagana, og ennfremur merki, sem notað verður, ásamt ís- lenzka fánanum, á þær bifreið- ar, seni verða í þjónustu lýð- veldiskosninganna. Þá hugsar landsnefndin sér að láta gera lítið merki, sem hverjum kjós- enda verður afhcnt um leið og hann greiðir atkvæði. Verður mælst til þess, að hann beri merkið alla kosningadagana. Með hliðsjón af þeirri hug- mynd landsnefndarinnar að géra tilraun til að sameiná hugi allra landsmanna, í tilefni end- urheimts lýðveldis, til sameig- inlegra átaka við að klæða landið, hefur merki þetta verið valið. Þessi þrjú litlu bjarkarblöð eiga að .minna menn á málefn- ið, þó að þau séu ekki, að lín- um né formi, rísandi baráttu- merki, eru þau væntanlega það táknræn, að merki þetta geti í framtíðinni orðið baráttumerki þeirra manna, er að því vinna, að skógur og annar nýgróður marki línur og form á landinu okkar. Nú er það svo að hlutirnir gera sig ekki sjálfir. Til að hrinda þessari hugsjón í fram- kvæmd þarf einhvern aðila, er getur beizlað þann kraft og á- huga, sem væntanlega býr með þjóðinni. Það vill svo vel til, að til er hér á landi félagsskapur, sem sýnt hefir það í verki, að hon- um er trúandi til að bera mál þetta fram til sigurs. Þessi fé- lagsskapur er Skógræktarfélág íslands...“ Formaður Skógræktarfélags Islands, Valtýr Stefánsson, rit- stjóri, og skógræktarstjóri, Há- kon Bjarnason, þökkuðu nefnd- inni þann skilning og velvilja x garð skógræktarmálanna, sem þessi ákvörðun hennar lýsti. TILKYN fil innflyfjenda Ýmsar vörutegundir, sem íslend flytur inn frá Banda- ríkjum Norður-Ameríku, eru nú háðar ákveðnum útflutn- ingskvóta þar. Kvótarnir eru ýmist bundnir við magn eða verðmæti og gilda fyrir einn ársfjórðung, hálft ár, eða eitt ár í einu. Sendiskrifstofa íslands í Washington mælir með beiðnum um útflutningsleyfi innan þeirra takmarka, sem kvótinn segir til um. Framvegis mun sendiráðsskrifstofan ekki geta mælt með slíkum beiðnum, nema fyrir liggi jafn- framt yfirlýsing um að gjaldeyris- og innflutningsleyfi sé fyrir hendi fyrir tilsvarandi upphæð eða vörumagni. Þegar innflytjendur gera kaup á vörum í Bandaríkj- unum, þurfa þeir því að tilkynna viðskiptafirmum sínum þar leyfisnúmer og upphæð eða vörumagn, ér leyfið gildir fyrir til þess að viðskiptafirmun geti látið þessar upplýs- ingar fylgja umsóknum um framleiðslu- og útflutningsleyfi, til skrifstofu sendiráðsins. Mun verða gengið ríkt eftir, að þessum fyrirmælum verði fylgt. Ef innflytjendur flytja inn vörur á ieyfi annara aðila, þarf framsal þeirra leyfa að hafa farið fram áður en fram- angreindar upplýsingar eru tilkynntar hinum erlendu að- ilum, og geta þá innflytjendur, þar sem þess gerist þörf, fengið framseld leyfi sameinuð í eitt. 26. apríl 1944. Orðin svona sfór! Þetta er nýjasta myndin af Shirley Temple, hinpi vinsælu kvikmyndastjörnu, sem byrjaði svo lítil að leika. Hér er hún í hvítum sportbúningi með baðmintonspaða á hnjánum. Viðskiptaráðið. Söfnunin iil hjápar dðnsku flótiafólki. Framhald af 2. síðu. öldinni lýkur er flóttamennirnir snúa heim — eiga þeir ekki að neinu að hverfa, þar sem greip- ar hafa verið látnar sópa um eignir þeirra. Telja danskir áhrifamenn í Stokkhólmi, sem jafnframt báðu sendifulltrúann fyrir inniieg- ustu kveðju og þakkir til ís- lenzlku þjóðarinnar, að ákaflega nauðsynlegt væri, ef íslending- ar gætu keypt ull og band fyr- ir íé sem þeir söfnuðu, því að nú væri allt slíkt næstum ófá- anlegt í Danmörku og vantaði þúsundir harna nærföt, sokka o. s.- frv. Telja þeir að þessi neyð fari vaxandi og nái há- marki í styrjaldarlokin. Nefndin hefir og ákveðið að fylgja þessari leiðbeiningu í verulegum atriðum — en þó sendir hún út til Svíþjóðar nú til frjálsrar ráðstöfunar meðal ibágstaddra Dana fyrstu 100 þúsund krónurnar. iNefndin ætlar að kaupa ull og band í stórum stíl í framtíð- inni og söfnunin mun standa fram á sumar.. Hefir hún til þessa gengið ágætlega, en nefnd in hefir þó ekki haldið uppi á- róðri fyrir henni, aðallega vegna harnasöfnunarinnar, sem nú er lokið. Heitir nefndin á alla góða ís- lendinga að leggja sem mest ifram — svo að gjöfin geti dreg- ið úr neyð bræðra okkar og vina og orðið sjálfum obkur til sóma. Verkfafl boðað í allri vegavinnu í maí. Frh. af 2. síðu. og notað þá síðan til þess að vinna við garða sína eða þess háttar. Þá skal ég geta þess að ef samningar takast verður kaup- gjaldssvæða skipting töluvert breytt frá því, sem hún var í fyrra. Er nauðsynlegt að gera þetta vegna breytinga, sem orð- ið hafa á kaupgjaldi síðan þá. Annars hafa samningar ekki tekizt enn sem komið er og hef- ur Alþýðusambandið því boðað ríkisstjórninni að verkamemx muni ekki mæta á vinnustöð- um sínum 3. maí að morgni, ef samkomulag næst ekki fyrir þann tíma.“ Ægir 2.—3. blað þessa érs er nýkom. ið. Efni þess er: Sjávarútvegurinn 1943, Frá fiskiþingiinu, Miðstöðv- ar fyrir framleiðslu sjávarafurða, Ofviðrið 12. febrúar. Úr sögu vest- firzkrar þilskipaútgerðar, Flyðru- veiðar á Breiðafirði fyrr og nú, og fjölda margar aðrar fróðlegar greinar. Skógræhtarfélagió Framhald af 2. síðu. Skógræktarfélagsins. Mun næsti aðalfundur Skógræktarfélagsins setja sjóðnum skipulagsskrá. Tvö verkefni eru sjóði þess- um ætluð: Skógrækt og land- græðsla. En það hefir mikla þýðingu fyrir gróðurfar lands- ins að græða eyðisanda og koma í veg fyrir uppblástur. Er því mikil nauðsyn að sinna því, ekki síður en skógræktinni sjálfri. Káupum tuskur Búsðapavigiinstofan Baidursgöfu 30. kimarfcjólaefni margar tegundir Unnur (homi Grettisgötu og Barónsstígs). Úfbreiöið ÁiþýÖubiaOiO.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.