Alþýðublaðið - 04.05.1944, Síða 7

Alþýðublaðið - 04.05.1944, Síða 7
Fimmtudagur 4. maí 1944 ' Næturlæknir er í Læknavarð- Stofunni, sími 5030. : Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 1. fl. 19.25 Hljómplötur: Söngdansar. 19.45 Lesin dagskrá næstu viku. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórar- : inn Guðmundsson stjórnar): a) Forleikur að „Ali Baba“ eftir Cherubini. b) Laga- flokkur úr „Elverhöj" eftir Kuhlau. c) Rússneskur dans. eftir Tschaikowsky. d) Flug mannamars eftir Gottfred Madsen. 20.50 Frá útlöndum( Bjöm Franz- son). 21.10 Hljómplöttur: Lög leikin á , cello. 21.15 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (Björn Sigfús- son). 21.40 Hljómplötur: Létt sönglög. 21.50 Fréttir. Aff gefnu tilefni vil ég taka það fram, að um- mæli þau, sem höfð voru eftir mér í Alþýðublaðinu hinn 29. apríl sl., eru ekki alls kostar rétt. Eg sagði ekki við blaðamanninn, að fjöldi kvæða, sem bárust dómnefndinni, væru með „miklum snilldarbrag." Komst ég þannig að orði, að ali- mörg kvæðanna væru snotur eða laglega ort. Símon Jóh. Ágústsson. Viffskiptaskráin, 7. árgangur, kom út í gær. Skrá- in er að þessu sinni nokkuð auk- in. Bætt hefir verið við fasteigna- mati Hafnarfjarðar — lóða- og húsamati — og sömuleiðis upp- drætti af Hafnarfjarðarkaupstað. Útgefandi Viðskiptaskrárinnar er Steindórsprent. Ritstjórnina ann- ast Steindór Gunnarsson. Verð hókarinnar er að þessu simii kr. 30,00. Ævisap Bjarna Frh. af 2. síðu. lags oq ríkis. Landnáma kallar Ingólf frægastan „allra land- námsmanna, því að hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyrstur landið.“ Með sömu rökum má telja Bjarna Pálsson merkastan allra ísl. lækna, þvi að hann var hér fyrstur læknir í læknislausu landi.“ Bjarni Pálsson er tvímæla- laust í röð mætustu sona ís- lenzku þjóðarinnar. Hann va_r mikill baráttumaður og ævi- starf hans hefur borið mikinn og góðan ávöxt. Er það vel, að minningu hans skuli vera sómi sýndur. 447 Siiii greitt ai- kvæði Htan kjörsiaðar ígær KLUKKAN níu í gærkveldi höfðu alls 447 manns greítt atkvæði hjá^ borgarfó- getanum í Reykjavík í utan- kj örstaðaratkvæðagreiðslunni um skilnaðinn við Dani og lýðveldisstofnunina. Af þeim, sem þá höfðu greitt atkvæði, voru 330 utanbæjarmenn, en 117 búsettir Reykvíkingar. Rcifveita fyrir Ausffirði Frh. af 2. síða Kílówattstundin kostar þannig með 4000—5000 stunda notkun á ári 12.1—15.1 eyri. (í greinargerðinni hér á eftir verður alltaf átt við 4—5000 stunda notkun á ári, þegar reiknað er út hvað kílówatt- stundin kostar). Sé reiknað með að allt efni verði helmingi ódýrara, þegar verkið verður framkyæmt, en vinnukostnaður einum fjórða hluta minni,' verðiur kostnaður- inn: Virkjanir kr. 2.710.000 Aðalorkuflutnings- línur — 3.560.000 Aðalspennistöðvar — 375.000 Dreifing orkunnar — 3.230.000 Kr. 9.875.000 Árlegur reksturskostnaður, fyrning og stofnfjárkostnaður 9V2%. Árskílówattið kostar kr. 375.00. Kílówattstundin kostar 7.5— 9.4 aurar. Gert er ráð fyrir, að virkjuð verði Gilsárvötn, með því að stíflá frárennsli þeirra (Bessa- staðaá o. fl.) í rúmlega 600 m. hæð (628 m.) og leiða vatnið í pípu úr Eyrrselsvatni niður í stöð hjá Egilsstöðum í Fljóts- dal (sfrutt ufran við bæinn). Að- rennslissvæðið er talið 75—80 ferkm. Háspennulínan liggur út Fljófrsdal yfir Lagarfljót (Jökulsá) á móts við Skriðu- klaustur, út með Leginum að austanverðu út undir Mjóanes. Þar greinist línan. Önnur grein- in liggur suður Skriðdal, Þóru- dal og Þórdalsheiði til Reykjar fjarðar. Greinist hún þar í suð- ur-álmu, sem liggur austur með Reyðarfirði sunnanverð- um, um Staðarskarð, vestur með Fáskrúðsfirði að Búðum, en norðurálman liggur út með Reyðarfirði norðanverðum fyr- ir Eskifjarðarbotn, um Odds- skarð til ’ Neskaupsstaðar í Norðfirði. Frá Mjóanesi liggur önnur aðalgreinin norður með Lagarfljóti að Egilsstöðum á Völlum. Þaðan liggur álma yf- ir Fjarðarheiði til Seyðisfjarð- ar, en önnur lína liggur frá Egilsstöðum 'beina leið út að Eiðum. Til þess að fyrsta fram- kvæmdin geti orðið heppilegur grundvöllur fyrir framtíðar- aukningar, yrði heppilegast að byggja iínurnar til Reyðar- fjarðar og Egilsstaða á Völlum, 60 þús. volta í stað 30 þús. volta og væri þá strax hægt að flytja sem svarar 1000 wöttum á mann eftir þeim (í stað 500). Aukinn stofnkostnaður vegna þess myndi verða um 1 miljón og 80 þús. kr., en 670 þús. kr. reikn- að með lægra verðinu. Þannig yrði lítilsháttar hækkun á kíló- wattstundinni eða með hærra verðinu (12.7—16.2 aurar, en reiknað með lægra verðinu 8— 10 aurar kílówattstundin. Sé hins vegar gert ráð fyrir raforku 1000 wöttum á mann verður ný virkjun í Gilsárvötn- um 7700 hestöfl og lcostar árs- kílówattið þá kr. 436.00 miðað við núverandi verðlag, en kíló- wattstundin 8.7—10.9 aura. Reiknað með lægri verðunum kostar árskílówattið samkvæmt þe.ssri áætlun kr. 267.0:0, en kílówattstundin 5.4—6.7 aura. Sé hins vegar um stærstu virkjun og rnestu fyrirhugaða dreifingu að ræða á raforku til almenningsþarfa á Austur- landi (miðað við 1000 wött á mann) verður mannf jöldinn sem raforku frá virkjuninni er ætl- * að að ná til fyrst um sinn: í kauptúnum: Mannfjöldi Þórshöfn 313 Höfn 1 Bakkafirði 50 Vopnafjörður 250 Bakkagerði 142 Seyðisfjörður 850 Norðfjörður 1082 Eskifjörður 708 Reyðarf jörður 365 Fáskrúðsfjörður 591 Stöðvrfj. (St.hreppur) 188 Djúpivogur og nágr. 270 eða samtals 4809 manns. Mannfjöldi í sveitum: Svalbarðshreppur 137 Sauðaneshreppur • 130 Skeggjastaðahreppur 170 Vopnafjarðarhreppur 320 Hlíðarhreppur 100 Tunguhreppur 110 Fellahreppur 60 Fljófrsdalishreppur 150 Hjaltastaðahreppur 130 Borgarfjrðarhreppur 100 Seyðisfjiarðarhreþpur 100 Eiðahreppur 180 Vallahreppur 210 SkriðudalEhreppur 80 Norðfjarðarhreppur 200 Helgustaðahreppur 60 Roy ðarf j arðailhreppur 110 Fáskrúðsfjarðarhr. 294 Breiðdalshreppur 250 Beruneshreppur 100 2991 eða samtals 7800 manns. Er gert ráð fyrir nýrri virkj- un við Egilsstaði í Fljótsdal (Gilsárvötn) 12400 hestöfl en að raforkan verði 1000 wött á mann eða alls 7800 kílówött. Reiknað með núverandi verð- lagi kostar árskílówattið 458 krónur, en kídówattastundin 9.2—11.5 aura. Sé reiknað með helmingi lægra efniskosínaði en einum fjórða minni vinnu- kostnaði, er áætlað að árskíló- wattið muni kosta 280 krónur, en kílówattstundin 5.5—7 au. Háspennulínan 'liggur frá virkj- uninni við Egilsstaði út Fljóts dal yfir Lagarfljót (Jökulsá) á móts við iSkriðublaustur, út með Leginum austanverðum út undir Mjóanes. Þar greinist línan. Ónnur greinin liggur suður fíkriðdal, Þórudal og Þórdalsheiði til Reyðarfjarð- ar, greinist hún þar í suður- álmu, sem liggur um Stuðla- heiði til Búða í Fáskrúðsfirði, en norðurálman liggur út með Reyðarfirði norðanverðum fyr ir Eskifjarðarbotn til Eskifjarð ar og þaðan um Oddsskarð til Naskaupstaðar í Norðfirði. Frá Búðum í Fá'skrúðsfirði liggur línan út með Fáskrúðsfirði að sunnan, um Hafnarnes til Stöðvarfjarðar. Frá Stöðvar- firði meðfram ströndinni til Breiðdalsvíikur. Þaðan út með Breiðdalsvík að sunnanverðu inn með Berufirði að norðan yfir Berufjörð í sæstreng (neð- an við Fagrahvamm) að Teiga- tanga og loftlína þaðan, til Djúpavogs. Frá Mjóanesi ligg- ur önnur aðalgreinin norður með Lagarfljóti að 'Egilsstöð- um á Vö>rjum. Þaðan liggur álma yfir Fjarðafrheiði til Seyðisfjarðar, en önnur lína liggur frá Egilsstöðum beina leið út að Eiðum. Frá Eiðum liggur lína út að Hreimsstöð- um. Hliðarlína þaðan um Siandadal og fíiandaskarð til Borgarfjarðar og Bakkagerðis. Frá Hreimsstöðum liggur lína út að Lagarfljóti, þvert yfir Hróarstungu, yfir Jökulsá inn- an við fíileðbrjót út Jökulsár- hlíð, yfir Hellisheiði, vestur með Vopnafirði að sunnan til Vopnafjarðarkauptúns. Frá Vopnafirði 'liggur línan um Sandvíkurheiði til Bakkafjarð- ar. Þaðan innan við botna Mið- fjarðar og Finnafjarðar um Brekknaheiði til Þórshafnar. Sumarfagnaffur Breiðfirðingafélagsins verður haldinn í Listamannaskálanum föstudaginn 5. maí kr. 9. Skemmti atriði: Upplestur (Jón Thoraren- sen og Lárus Pálsson), leikþáttur, söngur og dans. Aðgöngumiðar verða seldir í verzluninni Grund- arstíg 2, rakarastofunni Ingólfs- stræti 3 og Hattabúð Reykjavíkur, Laugavegi 10. Maðurinn mirrn, faðir okkar og tengdafaðir, Daníel Bjarnason trésmiður, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 5. maí. Athöfnin hefst með húskveðju á heimili hans, Aðalbóli vi5 Þormóðsstaðaveg kl. 1. e. h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Jarðað verður í Fossvogi, Eiginkona, börn og tengdaböm. Hátíðahöldin við stofnun lýðvelésins Frh. af 2. síðu. að mannfjöldinn taki þátt í söng þjóðkórsins. Þá verður flutt a. m. k. ein ræða til minn- ingar um látna forvígismenn í sjálfstæðisbaráttunni, og ef til vill flytja skáld þarna kvæði sín. Þá fara fram fjölþættar íþróttasýningar. Taka þátt í þeim úrvalsflokkur 16 stúlkna, flokkur 200 karlmanna og úr- valsflokkur 16 karlmanna. Þarna lýkur einnig íslands- glímunni, sem byrjuð verður í Reykjavík. Er búizt við, að í glímunni á Þingvöllum taki þátt 6—8 glímumenn. Milli íþróttasýninganna verður skemmt með miklum söng. Er búizt við, að þessi þáttur há- tíðahaldanna standi til kl. 8 að kvöldi eða þar um bil. — Síðar verður e. t. v. dans stiginn, en þó ekki lengur en til kl. 12 á miðnætti. Hátíðahöldunum á Þingvöll- um verður útvarpað, og er gert ráð fyrir að þeim verði útvarp- að með hátölurum á almanna- færi í Reykjavík. Þá verða há- tíðahöldin kvikmynduð og tal- að orð tekið á hljómplötur. Verða þær síðan felídar inn í myndina, þegar frá henni verð- ur gengið til fullnustu. Síðari efagtarlnn. Sunnudaginn 18. júní er fyr- irhugað að hátíðahöldin haldi áfram í Reykjavík. Hefjast þau þar að j Ííkindum með stórri skrúðgöngu kl. IVi e. h., sem leggi á stað frá háskólan- um. Verður farið fram hjá al- þingishúsinu, þar sem gert er ráð fyrir að forsetinn standi á svölunum. Verður hann hyllt- ur af mannfjöldanum. Gangan staðnæmist fyrir framan stjórnarráðshúsið, en mannfjöldinn tekur sér stöðu í nærliggjandi götum og á Lækj- artorgi. Geta þarna safnazt saman þúsundir manna. Þegar gangan hefir numið staðar, flytur forseti íslands ræðu tii þjóðarinnar, sem bú- izt er við að taki a. m. k. 20 mínútur. Verða þetta aðalatriði hátíðahaldanna 18. júní. SaraBe|©ra«j«s* vlð l»Irag- toII o|j viðMnaður par. Með því að hátíðahöldin á Þingvöllum eiga aðeins að standa yfir í einn dag, og nefndin hefir haft nauman tíma til starfa, er ekki gert ráð fyrir víðtækum undirbúningi að fyrirgreiðslu vegna hátíða- gestanna, sem þangað sækja. Mat verður t. d. ekki hægt að fá þar keyptan þenna dag, og verður gistihúsið Valhölí að öllu leyti tekið til afnota fyrir alþingismenn og gtesti þingsins. Hins vegar er gert ráð fyrir, að almenningur eigi kost á að káupa á Þingvöllum kaffi, öl, gosdrykki, tóbak o. þ. u. 1. Nefndin vill því brýna fýrir því fólki, sem hátíðina sækir, að hafa með sér nesti að heim- an, brauðpakka og jafnvel kaffi. Nefndin gerir ráð fyrir, að teknir verði leigunámi með bráðabirgðalögum allir leigubílar, þar með taldir flutningabílar ,til að anna flutningaþörfinni til og frá Þingvöllum. Telur nefndin, að hægt muni verða að flytja um 15000 manns austur með því að fara 2 ferðir að morgninum. Fyrri ferðin yrði að vera hringferð. Gamli Þingvallaveg- urinn er ófær á 20 km. löngum kafla og óvíst með öllu, að hann verði endurbættur vegna hátíðarinnar. Yrði því að aka um Sogsfossa í heimleiðinni og tæki ferðin þá 3—4 klukku- stundir. Þá má og búast við því, að allmargir leigubílar verði ónothæfir vegna gúmmi- skorts. Nefndin gerir því ráð fyrir talsverðum flutningaörð- ugleikum og vill eindregið' mælast tij. þess, að þeir, sem þess eiga kost, og þá einkum ungt fólk, fari austur kvöldinu áður og gisti í tjöldum um nóttina. Verður ákveðinn sér- stakur tjaldstaður, þar sem fólk getur reist tjöld sín. Hátfðahold áti á landi Þjóðhátíðarnefndin hefir lagt til v.ið sýslunefndir og bæjar- stjórnir úti á landi, að þær efni til hátíðahalda 17. júní, hver í sínu umdæmi.. Hafa þegar ver- ið kosnar neíndir í flestum kaupstöðum landsins, og senni- lega víðar, til að undirbúa há- tíðahöld. Þjóðhátíðarnefndin hefir svo hugsað sér, að at- höfnin að Lögbergi verði felld inn í dagskrá hátíðahaldanna úti um land, þannig að hún verði sameiginleg öllum þeim, er þátt taka í hátíðahöldunum, hvar sem er á landinu. Meðal hátíðahalda úti á landi í tilefni af lýðveldisstofnuninni verða hátíðahöld að Hrafns- eyri, fæðingarstað Jóns Sig- urðssonar. Þjóðhátíðarnefndin vill engan veginn hvetja fólk úti um land til að sækja há- tíðahöldin að Þingvöllum. Hún getur ekkert verulegt gert til að greiða fyrir þvf fólki um húsaskjól og aðra aðhlynningu. Telur nefndin því ekki ráðlegt fyrir aðra en þá, sem eiga vísa fyrir- greiðslu vina eða vanda- manna í Reykjavík, að sækja hátíðlna á Þingvöll- um. Enda getur svo farið, Vegna veðurífúlyrða, að miklu minna verði úr henni en ætlað er. Mætti þá svo fara, að þangað yrði lítið að sækja, og alls ekkert annað en það, sem útvarpað verð- ur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.