Alþýðublaðið - 10.05.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.05.1944, Blaðsíða 4
4 alþtðublaðið Miðvikudagur 10. mal 1044. flíj)ij$nblaðtð Mtstjórl: StBÍán Pétursson. Slmar ritstjórnar: 4901 og 4902. SUtstjórn og aígreiösla i Al- öýöuhúsinu víð Hverfisgötu. Otgefandi: Alþýðnflokkurinn. Símar afgreiftslu: 4900 og 4906. Verð f lausasölu 40 aiu:a. Alþýðuprentsmiðjan h.t Síðari grein Haralds Guðmundssonar: / • Sjúkratryggingarnar Sænskar raddir nm sjáiMæðismðlið. ÞAÐ gat að sjálfsögðu ekki hjá því farið, að ýms er- lend hlöð gerðu undirbúning lýðveldisstofnunarinnar hér á landi að umtalsefni, eftir að kon ungur hafði sent forsætisráð- herra og íslenzku þjóðinni boð- skap sinn og hann verið birtur erlendis. Og sízt var við því að búast að blöð annars staðar á Norðurlöndum gætu leitt mál- ið með öllu hjá sér eftir það. Hingað hafa nú líka borizt um- mæli nokkurra sænskra blaða um hina fyrirhuguðu lýðveldis- stofnun hér á landi og orðsend- ingu konungs í tilefni af henni. Er þar nokkur undrun látin í Ijós yfir því kappi, sem þeim virðist hér vera lagt á það, að ganga formlega frá skilnaðin- um við Danmörku og breytingu stjórnarformsins meðan eins er ástatt og nú er; en því minni á- stæðu telja þau til þess fyrir okkur, að þau sjálf eru þeirrar skoðunar, að við myndum fá allar okkar óskir í sjálfstæðis- málinu uppfylltar að undan- gengnum viðræðum við Dani, og eitt blaðanna fullyrðir meira að segja, að konungur sé reiðu- búinn til þess að segja af sér konungdómi hér á landi, ef þannig væri á málinu haldið. En auk þess, að hin sænsku blöð harma það, að við skulum ekki feafa tekið það tillit til konungs og hinnar dönsku bræðráþjóðar okkar, sem við hefði mátt bú- ast á þessum tímum, láta þau í ljós alvarlegan ótta við þær af- leiðingar, sem skilnaður okkar við Danmörku og stofnun ]ýð- veldis á íslandi á þessari stundu geti haft fyrir norræna sam- vinnu í framtíðinni. Þrátt fyrir allt, sem þessi um- mæli hinna sænsku blaða kunna að hafa til síns máls, fer ekki hjá því, að okkur íslendingum finnist ýmiskonar misskilnings gæta í þeim, sem æskilegt væri, að takast mætti að eyða. Um sjálfan skilnaðínn við Danmörku, þ. e. niðurfellingu dansk-íslenzka sambandslaga- sáttmálans frá 1918, er það að segja, að ekki einu sinni konung ur hefir í orðsendingu sinni hreyft neinum andmælum gegn honum, enda ekki af neinum lengur í efa dregið, að við sé- um þar í okkar góða rétti og höfum, með því að fresta þjóð- aratkvæðagreiðslunni til 20. þ. m., til hins ýtrasta haldið okk- ur að uppsagnarákvæðum sam- bandslagasáttmálans sjálfs. Hitt er máske éðlilegra, að hin fyrirhugaða breyting stjórnar- formsins hér á landi, stofnun lýðveldisins, valdi nokkrum mis skilningi á erlendum vettvangi eftir mótmæli konungs. Eitt hinna sænsku blaða telur, að eftir þau hljóti slíkt skref af okkar hálfu að vera stjórnar- skrárbrot. En það er af ókunn- ugleika sagt. Eftir þá stjórnar- skrárbreytingu, sem hér var gerð 1942, höfum við fullkomna stjórnarfarslega heimild til þess að breyta stjórnarforminu úr konungdæmi í lýðveldi, hvað AKVÆÐUNUM um greiðslu fyrir sjúkrahúsvist, var breytt mjög verulega um síð- ustu áramót. Til þess tíma greiddu samlögin ekki fyrir lengri spítalavist en 26 eða 32 vikur á ári. Nú ber samlögun- um að greiða vist á sjúkrahúsi, sem þau hafa samið við, vegna flestra sjúkdóma, allan þann tíma, sem sjúklingurinn dvelur jþar af nauðsyn og sam- kvæmt fyrirmælum samlags- læknis. Undantekning frá þess- ari reglu eru þó þeir, sem veikj- ast af alvarlegum langvinnum sjúkdómum. Fyrir þá greiðir samlagið ekki nema 5 vikna sjúkrahúsvist og aðeins í fyrsta skipti, sem þeir veikjast af þeim sjúkdómi. Hið sama gildir um sjúkdóma og ellihrörnun gamalmenna. Um þessi atriði verða settar nánari reglur. Hér er því um mjög mikilsverða aukningu sjúkrahjálpar að ræða, sem getur kostað samlög mikið fé. En samtímis því, sem ákvæð- um alþýðutryggingalaganna um sjúkrahúsvist var breytt, var og lögum um ríkisfram- færslu sjúkra manna og ör- kumla breytt á þann hátt, að bráðabirgðaákvæði laganna um takmörkun á greiðslum vegna annarra langverandi virkra sjúkdóma en berklaveiki holds- veiki o. s. frv., var felt niður Koma því ákvæði laganna um framfærslu þeirra, sem haldn- ir eru öðrum langvarandi sjúk- dómum, til framkvæmda að því er snertir slíka sjúklinga á sama hátt og verið hefir til þessa um berklais júklinga. Ríkiss j óður greiðir % kostnaðar islíkra sjúkl inga, en weitarsjóður Vs, nema um sé að ræða menn sem eru svo vel efnum búnir að þess sé eigi talið þörf. Ef þessi breyting hefði ekki verið gerð á ríkisframfærslu- lögunum, hefði verið mjög erf- itt að fella niður takmörkun á greiðslu samlaganna vegna sjúkrahúsvistar. (Sú grein ríkis- framfærslulaganna, sem um þetta fjallar, hljóðar þannig: „Nú hefir sjúklingur veriS úr- skurðaðuir styrkhæfur samkv. 1. þessum, og á hann þá rétt á styrk úr ríkissjóði til greiðslu % kostn- aðar við nauðsynlega og hæfilega langa dvöld á sjúkrahúsi eða hæli við hans hæfi, svo og alla viðeig- | andi aðhlynningu þar, (þar með talin nauðsynleg læknishjálp og lyf), enda sé um að ræða sjúkra- hús eða hæli, sem ríkið rekur eða hefir samið við. 1. málsgr. 4, gr. Viðbótin: „Nú nýtur sjúklingur styrks úr ríkissjóði skv. 1. máls- gr. þessarar greinar, og skal þá framfærslusveit hans greiða 1/5 hluta kostnaðarins. Ög í reglugerð, sem heilbrigð ismálaráðuneytið hefir gefið út fyrir nokkru, er upptalning á því hverjir sjúkdómar skuli teljast alvarlegri, langvinnari, virkir sjúkdómar). IV. Fæðingarstyrkur. Skylt er samlaginu að greiða sængurkonum fæðingarstyrk, eigi lægri en 40 kr, að viðbættri verðlagsuppbót. Ennfremur er samlaginu skylt að greiða dval- arkostnað sængurkvenna á sjúkrahúsi eða fæðingarstofn- un, sem það hefir samið við, ef samlagslæknir telur það nauð- synlegt vegna heilsu konu eða barns, eða af öðrum knýjandi ástæðum, enda greiðist þá ekki fæðingarstyrkur. Röntgenmyndir. Röntgenmyndir og röntgen- skoðun skal samlag greiða að Ví skv. taxta er heilbrigðisstjórnin setur. Þá eru upptalin í höfuðatrið- um þau lágmarksfríðindi, sem öllum samlögum er skylt að veita samlagsmönnum og börn- um þeirra. Til þess að geta full- nægt þessum ákvæðum þurfa samlögin að semja við lækna, lyfsala og sjúkrahús og skal leita staðfestingar Tryggingar- stofnunarinnar á slíkum samn- ingum, Ef samningar ekki nást við þessa aðila, er sam- lagi heimilt að greiða læknis- hjálp, lyf, sjúkrahúsvist og annan sjúkrakostnað eftir regl- um, sem Tryggingastagnunin setur, jafnvel þótt slík greiðsla nægi ekki til að standa straum af kostnaðinum öllum. Þetta ákvæði her að telja eins konar varúðarráðstöfun, til þess að samlög séu eigi fyrirfram skyldug til að greiða jafnan hvað sem krafizt er, þótt hvorki væri gætt hófs né sanngirni. ViðhótarfríSindi. Auk þeirra lágmarksfríðinda, sem ég hefi drepið á, er hverju samlagi heimilt að ákveða í sam þyktum sínum víðtækari sjúkra hjálp, þ. e. að tryggingin skuli taka til fleiri atriða en þar eru talin, svo sem greiðslur til sér- fræðinga, fulla greiðslu til hvaða lækriis sem er, þegar um 'slys eða bráða sjúkdóma er að ræða, læknisaðgerðir hjá öðrum en samlagslækni, styrk upp í út- sem konungur segir. Hitt er svo annað mál, að víst hefðum við íslendingar viljað skilja við hinn aldurlinigna og æruverða konung í fullu bróðerni og því óskað þess að hann legði niður konúngdóm hjá okkur af frjáls- um vilja, þegar sambandinu við Danmörku er slitið. Það hafa líka margir íslendingar verið að vona; en þær vonir hafa óneit- anlega kulnað mikið við hinn ó- vænta boðskap konungs. Með bezta vilja getum við íslending- ar ekki lesið neitt út úr honum í þá átt, að konungur væri reiðu búinn til að segja af sér síðar, ef breytingu stjórnarformsins yrði nú frestað, og því er okk- ur lítt skiljanlegt, á hverju eitt hinna sænsku blaða byggir slíka fullyrðingu sína. * En þó að crkkur íslendingum finnist þannig gæta mikils mis- skilnings í þeim blaðaummæl- um hjá bræðraþjóð okkar í Sví- þjóð, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni, þá tekur ckkur það sárast, að um tryggð okkar við norræna samvinnu skuli vera efast, eða það gefið í skyn, að skilnaðurinn við Danmörku og lýðveldistofnunin hér á landi hljóti að vekja beizkju í okkar garð hjá bræðraþjóðunum. Svo mjög finnum við til þess, hvað við eigum sögulegum og menn- ingarlegum tengslum við þær að þakka, og svo oft höfum við látið í ljós einlægan vilja okk- ar til þess, að endurnýja þau tengsl eftir stríðið og vera á- fram einn bróðirinn í hinni nor- rænu þjóðafjölskyldu, að við teldum okkur gert mjög rangt til, ef skilnaðurinn við Dan- mörku og stofnun lýðveldis hér á landi yrði látin valda nokkr- um vandkvæðum í norrænni samvinnu í framtíðinni. Þvert á móti höfum við vænzt þess, að geta sem algerlega sjálfstæð þjóð orðið ennþá virkari þátt- takandi í henni, svipað og Norð- menn eftir skilnað sinn við Svía < 1905. Og við trúum því ekki, að okkur verði af bræðraþi ú*- ’ - ” m ekki sýndur sami skilningur og Norðmönnum þá. fararkostnað, kostnað við lækn- isvitjanir og hjúkrun utan sjúkrahúsa o. fl. Að sjálfsögðu verða samlags- stjórnir að gera sér grein fyr- ir því, hvern kostnað slík við- bótarfríðindi baka samlaginu og taka jiann til greina við á- kvörðun iðgjaldanna. Ennfremur er samlögum heim ilt að ákveða í samþykktum sínum dagpeningatryggingu fyr ir samlagsmenn, sem verða ó- vinnufærir vegna veikinda. \ Dagpeningatryggingu er örð- ugt að koma við nema í kaup- stöðum og hinum stærri kaup- túnum, þar sem læknir getur fylgst með heilsufari og vinnu- getu hinna tryggðu. í strjálbýli verður ávallt örðugt að koma henni við, enda hennar mest þörf þar, sem samlagsmenn vinna fyrir ákveðið kaup. Öll samlögin, sem nú starfa, hafa ákveðið að greiða læknis- hjálp vegna slysa og bráðra sjúkdóma að fullu. í þessu sam- bandi skal á það bent, að ef um atvinnuslys er að ræða, sem slysatryggingunni ber að bæta, endurgreiðir hún að sjálfsögðu kostnaðinn. Ennfremur skal vak in athygli á því, að sé annar að- ili bótaskyldur, t. d. bílatrygg- ingin, ef um bílslys er að ræða, ber samlögunum að ganga eftir endurgreiðslu þaðan. Ýms samlög greiða sérfræð- ingahjálp að einhverju leyti, og flest sveitasamlögin taka þátt í greiðslu kostnaðar við hjúkrun utan sjiúkrahúsa og við læknis- sen^, birtast eíga í Aiþýðublaðínn, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar I Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöldi. Síml )06. vitjanir. Rétt er að geta þess, að réttur sjúkrasamlagsmeðlima til að fá styrki úr Læknisvitjanasjóðum. skv. lögum nr. 59 frá 1942, er i hinn sami og þeirra, sem ekki , eru sjúkratryggðir. Um þetta segir svo í nefndum lögum: Þess skal gætt, að samlags- menn sjúkrasamlaga innan læknislhéraðs séu eigi miður settir að því er tekur til aðstoð- ar sjóðsins en aðrir héraðsbúar. Biðtími. Til þesis að koma í veg fyrir að menn, sem þegar eru orðnir veikir, geti fengið greidda sjúkrahjálp t. d. langa sjúkra- húsvist, án þess áður að hafa greitt nokkuð til samlagsins, og til þess að það geti safnað nokkr um sjóði áður en greiðslur hefj- •ast, ákveða lögin, að samlags- menn skuli að jafnaði ekki eiga Frh. á 6. síðu. ISÍÐASTA tbl. Bóndans ræð- ir Egill í Sigtúnum um mála Iokin á flokksþingí Framsókn- arflokksins, sem nú er nýlega afstaðið. Egill ritar m. a. á þessa leið: „Ágreiningurinn innan Fram- sóknarflokksins, . . . er . . . sá, að J. J. og við ýmsir fleiri óskum borgaralegs samstarfs, teljum sam starf við kommúnista útilokað. En meiri hlutinn í blaðstjórn ,Tímans‘ og þingflokknum hafa viljað halda opmum leiðum til samstarfs við kommúnista, sérstaklega ef þeir bæta ráð sitt, eins og oft hefur komið fram í „Tímanum". Þessi sjánarmið réðu á flokksþinginu. Vegna þessara sjónarmiða var „Bóndinn“ bannfærður, að því er séð verður helzt fyrir þær sakir, að hann óskar samstarfs bænda og annarra borgara. Jónas Jónsson er felldur frá flokksformensku og penna hans bægt frá fyrir sömu sakir. Jörundur Brynjólfsson, margra ára þingforseti, og eini bóindinn í 15 manna miðstjórnar- hringnum innsta, felldur og vikið til hliðar fyrir Þórarni ritstjóra, sem o£t hefur nefnt kommúnista ásamt okkur Framsóknarmönnum „frjálslynda umbótamenn", og á þeim grundvelli hefur mælt einna eindregnast með samvinnu við þá. Eins og allir vita, 'varð því hin svonefnda „vinstri stefna“ ofan á í flokksþinginu ,og við því er vit- anlega ekki annað að segja en það, að við, sem samvinnu borgaralegu aflanna óskum, urðum í minni hluta, og þar sem leikur þessi fer fram að lýðraeðisreglum, látum við að sjálfsögðu við svo búið standa, en lifum í voninnl um, að meiri hlutinn öðlist sjónarmið minni hlutans, áður en það er um sein- an.“ Samkvæmt þessum ummæl- um Egils ætla þeir Jónas og hann að halda að sér höndum og bíða átekta fyrst um sinn. * Tíminn hefir ýmislegt að at- huga við blaðamennsku þá, sem Morgunblaðið rekur. Farast Tímanum orð í því sambandi m. a. á þessa leið: „Lýðræðinu og andlegu lífi þjóð arinnar stafar hætta úr ýmsum áttum. Sá háskinn er ekki minnst- ur, sem stafar af óvandaðri og heimskandi blaðamennsku, eins og þeirri, sem Mbl. rekur. Blöðin geta unnið stórvirki, ef þau vinna að uppfræðslu fólksins, rökræða mál- in og hjálpa mönnum til að hugsa. En þau geta líka gert hundruð og þúsundir manna heimskari, þegar þau vinna markvisst að því að blekkja þá og villa þeim sýn um staðreyndir." Þetta er fallega mælt og rétti- lega. Enhitt er annað mál, hvort Tíminn hefir alltaf verið trúr því hlutskipti, sem hann telur „hið betra hlutskiptið“ og legg- ur svo mikla og réttmæta á- herzlu á í framangreindum um- mælum. við afgreiðslustörf. Þarf að vera ábyggileg. Ennfremur aðra við eld- hússtörf. FEITINGASTOFAN Vesturgötu 45.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.