Alþýðublaðið - 10.05.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.05.1944, Blaðsíða 8
AjUÞYÐUBt-AOIÐ MiðvíkndagtU’ 10. maí 1944= -33 TJ ARNARBIOSSS fæfur Reveille wlth Beverly Ann Miller Frank Sinatra Mills-hræður Hljómsveitir Bob Crosbys, Freddie Slacks, Duke Elling tons og Count Basies sýnd kl. 5, 7 og 9. I AÐVÖRUN EINU SINNI löngu áður en andlitsfarði varð álmennt not- aður hér í hæ og ráptuðrur þekktust, bjó hér fyrirmyndar kona, sem af flestum var kölluð Gudda fína. Góðviðrisdag nokkurn í júlí- mánuði kom Gudda skeiðandi niður Laugaveginn, máluð og skreytt með/andlitsfarða, sem mest mátti verða.. Hún var klædd grænum kjól og bar nokkuð undir handlegg, sem líktist nýtízku rápskjóðu. Allt útlit Guddu vakti strax eftirtekt borgaranna, og þegar hún var komin niður að lækn- um, tóku menn eftir því, að við bak hennar var fest með streng allmikið pappaspjald. Á það var letrað: „Almenningur veiti því eftirtekt, að öll efri hæðin er nýmáluð.“ * * * LÉT EKKI BJÓÐA SÉR ALLT GUDDA FÍNA kom einu sinni út úr skóverzlun með miklu fasi og handaslætti. Msetti hún þá einni kunningja- konu sinni og segir við hana: ,,Skárri eru það nú Bavian- amir þama í skóbúðinni. Ég kom þar inn og bað um gula skósvertu, en þeir hlógu og héldu víst að ég væri að gera gabb að sér, en svoleiðis trakt- eringar lætur mín persóna ekki bjóða sér.“ * * TIL LESENDANNA SENDIÐ „Heyrt og séð“, skrítlur og skopsögur til birt- ingar. NYJA í straumi Örlaganna vita thvar Flori er. Ella mættí svo fara, að þeir fengju mig til að segja frtá iþví. Maður veit aJbdrei, fivað maður kann að vera sterkur eða veikur fyrir, er á reynir. Þegar 'hún sagði þetta, gladdi það mig einnig, að óg hafði ek'ki haift tækifæri til að segja henni, að Flori væri á leið til móður sinnar. Henni var miklu betra að þola áhyggjurnar og óvissuna en að vita Iþað rétta. Ég þorði ekki einu sinni að spyrja hana um heimilisfang móður hans, sem ég átti að senda peningana. Eftir að Klara var farin heim til að 'gefa Renate kvöldverð, skálmaði ég aftur og fram um herbergið, reykti hvern vindl- ingin á fætur öðrum og braut heilann um Iþað, hvernig ég ætti að fara að iþví að lauma Klöru út úr landinu fyrir föstudaginn. Ef hennár hefði ekki verið gætt hingað til, þá var ég þess þó full viss, að nú væru njósnarar á hælum hennar. Klukkan fjögur tók ég inn svefnlyf, því að mér var vel ljóst, að á engu var mér | jafn mikil nauðsyn og hvíld, ef< ég ætti að vera vaxin þeim vanda, sem nú steðjaði að. Þeg- ar ég var vakin með símahring- ingu um áttaleytið, fannst mér eins og mörg þykk ullarteppi væri vafin utan um höfuðið á mér. —- Já-----sagði ég ihálfbrost- inni röddu og vætti skraufþurr- ar varirnar með tungunni, sem bögglaðist í munninum á mér eins ög bómullartuska. — Það er ég, Milky------var sagt í símanum. — Vakti ég þig? — Gerir ekkert, svaraði ég. — Hvernig líður þér, Milky? — O, ágætlega. En þér? — Ágætlega líka. — Það er fyrirtak. Mig lang- aði bara til að bjóða þér góðan dag. —- Það var afleit hugmynd. En þekka þér samt fyrir. Góðan dag. — Ég saknaði þín á föstudag- inn. Ég var að hugsa um, hvort þú myndir geta náð þér í vagn í dag og iheimótt mig. — Ég býst ekki við því, Milky. Ég hefi mjög áríðandi störfum að gegna. _x — Er nokkuð m'eira áríðandi en að heimsækja sjúkan son þinn? — Gerðu þér ekki neinar grill ur út af þessu.'Ég skýri þetta fyr ir þér næst þegar við sjáumst. — Gætirðu þá komið á morg- un? — í guðanna bænum hagaðu þér ekki eins og óþolinmóður elskhugi. Hvað er eiginlega að þér? — O, það er nú ekki beinlínis neitt að mér. En þó hafa komiö fyrir ofurlítil óþægindi hei í Alpenhof. — Hefirðu átt í útistöðum við lækninn? Eða befir hann komið illa fram við þig? spurði ég og reyndi í skyndi að gera mér í hugarlund þau vandræði, er lík legust væri að gætu að garði bor ið í Alpenhof. — Ekki neitt af því tagi. En ég er ekki í Alpenhof núna. Ég hefi verið í Sfemmering-hóteli í nótt. Ég vonaðist til, að þú mynd ir sækja mig þangað. — Ég hrásti höfuðið til þess að reyna að losa mig við þessa skynvillu. — Talaðu svolítið greiriilegar, Milky, sagði ég. — Ég er ekki vel upplögð til að ráða gesta- þrautir fyrir morgunverð. — Ég er einmitt að reyna að skýra málið fyrir þér. Þeir komu í gær og fluttu dr. Konrad brott. Hjúkrunarkonurnar fóru strax á mánudaginn. En gamli mað- urinn og einn aðstoðarmaður héldu öllu í horfinu. En nú er hann farinn fyrir fullt og allt. — Hverjir tóku hann? Og hvert fóru þeir með hann? hróp- aði ég. • — Ertu ekki dálítið skilnings- sljó, góða, sagði Mikael blíð- lega. Þeir fluttu hann brott. Þeir, þú veizt. Bara þeir. Það er tilgangslítið að vera í læknis- lausu sjúkrahúsi, er ekki svo? Auk þess kom fólk frá þorpinu í gærkvöldi og braut allt og bramlaði í rannsóknarstofunni. Hið ágæta Tubocolin 287 er víst ekki lengur til. Seinna kom svo upp eldur í byggingunni, og þess végna fórum við á'Semmering- ‘hótel um miðja nótt. Þetta voru ekki neinir smávegis viðburðir fyrir okkur blindingjana. — Ó, Milky — — var það eina, sem ég gat sagt yfir þess- um ljótu fréttum. — Ó, Milky — — — Já, mamma. Þetta er strembið. Konrad gamli er að víoU ljótasti og viðurstyggileg- asti Gyðingur, er nokkru sinni hefir verið uppi, erhannvannnú einhvern veginn á við kynningu. Ég var kominn á þá skoðun, að hann væri eini maðurinn, sem væri þess megnugur að gera mig góðan aftur. Jæja, það er nú bú ið að vera. Ætlarðu að koma í bíl og sækja mig? — Mikael, sagði ég mjög ör- vilnuð. — Ég verð að vera í borginni í dag. Heldurðu ekki að þú gætir fengið þér bíl á leigu — eða komið með jám- brautarlest? — Ég reyni það, ef ég verð að gera það, sagði hann. — En ég er hræddur við það. Ég er orðinn svo stirðbusalegur og ve- sæll upp á síðkastið. Ég er allt- af dauðhræddur við að lenda í einhverjum vandræðum. Gæt- irðu ekki sent Bummerl eftir mér? — Nei, það er einmitt það, sem ég ekki get. Ég get ekki Hefndin bíðiúr böð- ulsins. KÍNA („Hangmen also Die“I (CHINA) Brian Donlevy Anna Lee. ALAN LADD Sýnd kl. 6,30 og 9 Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Loretta Young 9 Sýning M. 5 Willian* Bendix. Apamaðurinn Sýnd kl. 5, 7 og ð („Dr. Renaulfs Secret“) Börn innan 16 ára fá ekki Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. aðgang. sent Bummerl, hrópaði ég í sím ann, til þess að reyna að berja niður óttann, sem þessi orð Mik aels vöktu hjá mér. Það varð á homum skilið, að hann iriyndi aldrei framar hafa kjark í sér til að ganga einn. — Það eru dálítil vandræði á seiði hér líka, sagði ég. — Allt í lagi, allt í lagi. Það er engin ástæða til fyrir þig að æsa sig upp út af því. Þú gætir Bummerl — gættu hennar vel, móðir, hlustaðu á mig — og ég mun gæta mín. Mikael kom að aflíðandi há- degi og reyndi að láta líta svo út, sem hann væri vel á sig kom inn. Hann var hins vegar mjög vesældarlegur útlits og hitinn var 37.9 stig. Ég lét hann þegar í stað hátta og bað hótellækn- inn að senda til okkar sérfræð- ing í augnasjúkdómum. Það var bersýnilegt, að það hlaut að hafa slæm eftirköst, að tilraunum dr. ME&AL BLAiVIANNA EFTIR PEDERSEN-SEJEBBO í bjarma sólarinnar, er óðum rýfur rökkurhjúpinn, sjá þeir, að það sem þeir hugðu vera gras eða kjarr, er þistla- 'kennd, grálit jurt, er þekur sandinn framundan þeim. — Það er vonlítið, að við finnum vatn hér, segja Kali- ano og Búatýra svo að segja einum rómi. Rödd þeirra vitnar um vonleysi, er orkar mjög á hina hvítu vini vora. Þau höfðu þá ekki tæmt bikar þjáninganna enn í botn. Þetta lamar hinn nývakta áhuga þeirra félaga mjög, sér í lagi bó Pál. Um stund er bonum skapi næst að leggja það til, að þau leggist öll fyrir, þar sem þau séu komin, og bíði dauða síns. Til hvers er að berjast, þegar baráttan er vonlaus? Og þó, og þó hljóta þeir að finna vatn, því að hversu mjög sem gróðurinn er fátæklegur, hlýtur hann að þarfnast einhvers vatns. Þar sem einhver gróður vex, hlýtur eitt- hvert vatn að vera fyrir hendi. Og þeir félagar ákváðu að leita meðal þistlanna. Vatnið er auðvitað helzt að hafa þar, sem þistlarnir eru stærstir, og þangað er ferð þeirra félaga heitið. Ferðin sækist þeim félögum seint. Þistlarnir skera hör- und þeirra við sérhvert fótmál, svo að þá logverkjar í opna kvikuna. Þeir eru næstum því viðþolslausir af kvölum. Væri ekki mun skynsamlegra að leggjast fyrir og bíða dauðans? Páll fær loks ekki orða bundizt léngur, en tjáir Wilson, er reikar náfölur við hlið hans, skoðun sína. En þegar Páll endurtekur orð sín og Hjálmar samsinnir honum, svarar Wilsön með því einu að benda fram fyrir sig. YNDA' IAGA KATA: „Það þýðir ekki Örn. Fólk, eins og við tvö getum ekiki notið (híimingjuiheillrar ævi á einni stundu.“ ÖRN: „Ég — ég skil þig ekki, Kata . . .“ KATA: „Það er ekki erfitt að skilja þetta. Við verðum að skiljast éftir einn dag — og ef til vill sjiáumst við aldrei aftur —þetta er ekki ástin . . .“ ÖRN: „Kata mín, 'hlustaðu á mig. Þetta er ekki rétt hjá þér.“ KATA: „Nei, við skulum slíta iþessari vináttu. áður en verra hlýzt af þessum barnaleik.11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.