Alþýðublaðið - 10.05.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.05.1944, Blaðsíða 3
Miðvikndagm* 10. maí 1944. Dólgslegar árásir Rússa r|» ■ Veruleg auknlng inn- an sænska AlþýSu- sambandsins árið 1943 SAMKVÆMT skýrslum Al- þýðusambandsins sænska hefir féiagatala sænsku verka- lýðsfélaganna aukizt um 15700 árið 1943. Nemur tala meðlima þeirra nú alls 1038800. Skipt- ist félagatala þessi á 8214 ein- stök félög ©g 46 félagasam- bönd. 170000 meðlima þeirra eru konur. Af meðlimatöiu ýmissa hínna sænsku verkalýðsfélaga má glöggt ráða erfiðleika þá, sem Svíar eiga við að stríða á vettvangi iðnaðar og fjármálá. Þannig hefir tala þeirra verka- manna, sem vinna að pappírs- gerð, leðuriðju og skógerð hrapað niður í svo að segja ekki neitt. — Svipaða sögu er að segja um sjómannafélögin, því að félagatala þeirra hefir minnkað um nær fjörutíu prósent. Aukningin reynist verða mest meðal námuverka- manna, og félagasamband þeirra er enn langfjölmenn- asta sambandið innan Alþýðu- sambandsins, enda telur það 200000 innan yébanda sinna. Brígzla þeim um að vera nazislísk Sviar og Bretar vísa þesssim árásaim á sam- tök finnska verkalýflins á **» VEKKALÝÐSFÉLÖGIN á Finnlandi hafa orðið fyrir furðulegum árásum í Moskva að undanförnu. Er þeim brígzlað um að þau séu nazistiskur félagsskapur. Árásir þessar hafa vakið mikla athýgli einkum á Englandi og í Svíþjóð. Sænsk blöð hafa gert mál þetta að umræðuefni, svo og August Lindberg forseti sænska Alþýðusambands- og Ragnar Casparsson ritstjóri og vísa eindregið á bug og hrekja lið fyrir lið hinnar fjarstæðu árásir áróðursmanna sovétstjórnarinnar á finnsku verkalýðsfélögin. ' : ♦ Árásir þessar hafa vakið mikla athygli og verðskuldaða gremju innan brezku verkalýðsfélág- anna, og komast brezk blöð þannig að orði, að fátt sé fjarr sanni en verkalýðsfélögin á Finnlandi séu nazistisk og geti enginn með rökum efazt um það, að þau séu lýðræðissinnað ur félagsskapur.' Sænsku blöðin fara hinum hörðustu orðum um hinar hvatvíslegu árásir Rússa. Þau komast þannig að orði,að hver sá maður, sem kunnugur sé viðhorfunum á Finnlandi hljóti að fordæma hana, því að verkalýðsfélögin finnsku hafi slegið órjúfanlega skjaldborg um frelsið, lýðræðið og hugsjón ir jafnaðarstefnunnar. Sænska blaðið Morgon-Tidningen hefir leitað umsagna áhrifamanna sænsku verkalýðsfélaganna í til efni hinna rússnesku árása á finnsku verkalýðsfélögin. •— August liindberg, forseti sænska Alþýðusambandsins kvaðst ekki undra það, þótt árásir þessar hafi vakið athygli innan verka- lýðsfélaganna á Bretlandi, því að sannleikurinn sé sá, að það mætti alveg eins saka verkalýðs félögin brezku um það, að þau væru nazistiskur félagsskapur, eins dg finnsku verkalýðsfélög- in. Bretum er það eins kunnugt og Svíum, að finnsku verkalýðs félögin hafa slegið skjaldborg um frelsið, lýðræðið og hug- sjónir j afnaðarstefnunnar. Lind berg kveðst hafa haft náin sam- bönd við finnska Alþýðusam- bandið og einstök verkalýðsfé- lög þar á landi eftir að styrjöld- in kom til sögu og átt margar viðræður við finnska verklýðs- leiðtoga. Hann sat meðal ann- ars þing Alþýðusambandsins finnska í fyrra. Hann kemst þannig að orði, að hann hafi þar sannfærzt um það, að einhugur- inn og tryggðin við hinar fornu hugsjónir hafi aldrei verið meiri innan finnsku verkalýðs- félaganna en einmitt nú. Ragn- ar Casparsson ritstjóri kemst þannig að orði, að það sé hinn , mesti ódrengskapur og hin hvat víslegasta getsök að bendla finnsku verkalýðfélögin við naz- isma, því að hugsjónir finnsku verkalýðsfélaganna séu hinar sömu og samherja þeirra á Bret- landi og hinum Norðurlöndun- um og muni ávallt verða. Hann vísar því á bug. sem fjarstæðu að það hafí nokkru breytt viðhorfunum innan f ipnsku vérkalýðsfélaganna, þótt það hafi orðið hlutskipti finnsku Norskir dúdentar í Englándi. O RÉTTIR frá Lundúnum skýra frá því, að norskir stúdentar, sem tóku próf í Eng- landi, hafi verið innritaðir í há- skóla í gær. Hákon konungur og Ólafur ríkisarfi voru við- staddir athöfn þessa. Holst of- ursti, sem kom hingað til ís- lands árið 1942 stjórnaði athöfn þessari, en A. H- Winsnes pró- fessor ávarpaði hina nýju stú- denta. Hann minnti á það í ræðu sinni, að háskólinn í Osló væri nú lokaður og rektor hans, prófessorar og hundruð stúdent anna í þýzkum fangabúðum. Flestir hinna nýju stúdenta mættu í herbúningum, þar eð flestir þeirra ,starfa í norska hernum. Áður en athöfn ,þess- ari lauk 'heilsaði konungurinn og ríkisaríinn hverjum einstök- um og óskaði honum til ham- ingju. Það eru rakettubyssur — og á myndinni sést, þegar verið er að skjóta af þeim. Það er ekki eins árennilegt fyrir flugvélar Hitlers að ráðast á England nú, varið af þeim, eins og á hið varnarlitla land sumarið og haustið 1940. Barizf í návígi í úfhverfum Sevasfopol í»jó$verjar segja nú atí borgin sé ekki Sengasr fiernaíSariega ijýHingarmikiS fyrir slg. iyf IKLIIl bardagar eru nú háðir við Sevastopol, hina • þýðingarmiklu rússnesku flotahöfn á Krímskaga. Rússar hafa rofið yztu víggirðingar Þjóðverja, og er nú bar- liðs síns frá Sevastopol til Rúmeníu sem mest og er talið frá því, að Þjóðverjar freisti bess að hraða brottflutningum liðs síns frá Ssvastopol til Rúnieníu sem mest og er talið að þeir hafi framið miltil Ispjöll í borginni... . Fréttir beggja aðila í gær báru það með sér, að megin- orrustan um Sevastopol er þeg- ar. hafin. Eins og greint var frá í fréttum í gær hafa Rússar rof- ið yztu víggirðingar Þjóðverja við borgina, og eru nú háðir blöðugir návígiisibardagar í út- hverfum hennar. Er talið, að tjón sé þegar mikið orðið í borg- inni, því að Þjóðverjár granda jafnan öllum þeim mannvirkj- um, sem þeir annars mega, áður en þeir hörfa úr aðseturstöðum sínum og einnig hafa Rússar haldið upp harðfengilegri loft- sókn gegn Sevastopol að undan- förnu. Sumar fréttir láta þess getið, að Þjóðverjar hraði nú sem mest þeir mega brottflutningum liðs síns frá Seva'stopol yfir til Rúmeníu. Þeir eiga þó örðugt um vik í þeim efnum, því að Svartahaf.sfloti Rússa og flug- her vinnur þeim mifcið grand. Fi’óttaritarar í Moskva láta þess getið, að Rússar tefli flughern- um mjög fram í átökunum við þjóðarinnar að veita Þjóðverj- um í styrjöldinni. Finnsku verka lýðsfélögin eru skipulagður lýð- ræðisfélagsskapur. Markmið þeirra méð starfsemi sinni er hið sama og verkalýðsfélaga lýðræðisríkjanna, og þau gera sér. þess glögga grein, að einræð isstefnurnar eru svarnir óvinir siðmenningarinnar. Þau eru ahdstæð þeim og munu aldrei ganga þeim á hönd. Sevastopol og telja, að hlutur hans í hinum væntanlega sigri þeþrra muni verða mjög mikill. Fyrirlesari í Berlínarútvarp- inu hefir gert vopnaviðskiptin um Sevastopol að umræðuefni og gerði sér auðsýnilega far um að ibúa. þýzku þjóðina undir það, að Sevastopol myndi brátt ganga þýzka hernum úr greipum. Hann kvað víglínu Þjóðverja hafa færzt svo mjög vestur á bóginn að undanförnu, að Se- vastopol yrði hér eftir eigi talin hernaðarlega mikilvæg fyrir Þjóðverja. Þjóðverjar hafa held ur eigi dulið það, að mikilla tíð inda kynni að mega vænta frá Sevastopol áður en langt um liði, og urðu þeir fyrri til þess að tilkynna það, að Rássar hefðu rofið víggirðingar þeirra um borgina. Þjóðverjar munu telja mikla hættu á því, að liði þeirra í Sevastopol verði ekki undan- komu auðið, ef þeir fresta brott- flutningi þess og munu því leggja miikla áherzlu á það að flytja það yfir til Rúmeríu á sem skemmstum tíma. GHskt herEIS til Ítalíu. ¥ UNDÚNAFRÉTTIR í gær greindu frá því, að allmik- ið grískt lið, sem æft hefir ver- ið í Egiptalandi, hefði verið flutt til Ítalíu og myndi taká þar þátt í bardögum við hlið Ibahdamarma. Hersveitum hinna undirokuðu.þjóða f jölgar ávallt, Ráðtzí á stððvar Þjóð- rerja í Frakklaudi, Belgíu og luxemburg í gær. OlNNI mildu loftsókn banda manna gegn meginlandi Evrópu linnir hvergi. Var meg- inþunga hennar í gær og fyrri- nótt beint gegn stöðvum Þjóð- verja og samgönguleiðum á Frakklandi, Luxemburg og Belgíu. Osnabruck varð harð- ast úti allra þýzkra borga. Tjón varð mikið af völdum ár- ása þessara. Sprengiflugvélar þær, sem lögðu til atlögu við stöðvar Þjóðverja í Frakklandi; Belpíu og Luxembiurg voru um sjþl hundruð - - og fimmtí u talsins, og nutu þær verndar álíka margra orrustuflugvéla. Harð- ar árásir voru gerðar á Mons í Belgíu og Valenciennes á Frakklandi. Urðu þar mikil spjöll á járnbrautarstöðvum og ýmsum öðrum stöðvum, er hafa hernaðarlega þýðingu. — Mikil árás var og gerð á Osna- bruck í Þýzkalandi, en hún varð harðast úti allra þýzkra borga í fyrrinótt og gær. Minni árásir voru gerðar á Berlín og fleiri þýzkar borgir. Tíu flug- vélanna, sem lögðu til atlögu við Osnabruck áttu ekki aftur- kvæmt til stöðvá sinna. Loftsókn bandámanna á Ítalíu og við Miðjarðarhaf er og hörð sem fyrr og gjalda Þjóð- verjar mikil afhroð á þeim slóðum, enda þótt meginþunga loftsóknarinnar sé beint gegn Þýzkalandi sjálfu og stöðvum Þjóðverja á Frakklandi og Belgíu. Leggja bandamenn hvarvetna megináherzlu á að granda járnbrautum, flugvöll- um og öðrum slíkum mann- virkjum jafnframt því, eem þeir freista þess að lama fram- leiðslugetu og baráttuþrek þýzku þjóðárinnar heima fyrir. og taka þær mikinn og virkan þátt í baráttunni gegn ÞjóSverj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.