Alþýðublaðið - 10.05.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.05.1944, Blaðsíða 6
ftLbYÖUBUÐm Miðvikndagur 10. maí 1944,- Tveir skæruliðar frá Júgóslavíu Það eru stúlkur, sem særst hafa í bardögunum við setulið Þjóðverja og njóta nú hjukrunar og hvíldar hjá Bretum suður á eynni Malta. Hann lék á Frh. af 5. sí&u. og við settumst aftur. Næst lá fyrir að opna annan hinna tveggja glugga. Það var ekki auðvélt, en mér tófcst það með því að taka k allri þolinmæði minni. Ég mældi út hraða lestar innar í einni sjónhending og á- kvað að stökkva út úr henni eft- ir að hún hefði lagt af stað frá stöðinni en áður en hún hefði náð.. f ullum hraða. Klukkan var um eitt. Lestin var á þrjátíu og fimm kílómetra hraða. Ég smeygði handjárn- unúm af úlnliðnum og fól þau í hægra lófa mínum, svo að yörð urinn skyldi ekki veita því afo hygli, að ég væri kominn úr hle|fcjunum, .Svo -gpeip ég.í hjll- una,- yfir sæíi mínu og varpaði mér út um mjóan gluggann. 'Ég snejist í lþftinú og- fcpm ;niður fór margar veltur, reis á fætur og hljóp eins nálægt lestinni og hægt var til þess að verða ekki fyrir skothríð Þjóðverjanna. Ég hljóþ eins hratt og ég gat, en gat ekki að því gert, að ég datt þrem eða f jórum sinnum, því að ég var hungraður og illa á mig kominn. En svo bar leiti milli min og lestarinnar, til allrar hamingju fyrir mig. * BRÁTT NAM lestin staðar með ýskri og skrölti og ég hugöist forða mér burtu. En fæt unir vildu ekki hlýðnast mér. Ég sá götuslóð,sembugðaðistupp að lítilli brú handan járnbraut- arinnar. Ég var lafmóður, þegar ég komst þangað, og leit við. Lestin hafði nú numið staðar, og þrír Þjóðverjar voru á hæl- um mér. Ég hafði ekki krafta til þess að stökkva yfir runna, og ég féll til jarðar. Ég sá strax, að mérryrði veitt eftirtekt, ef ég fylgdi þjóðveginum, fór því yfir hann og varpaði mér niður í þétt an runna, sem þar voru. Mér var Öllum lokði. Ég gat hvorki hlaupið né gengið, en samt hafði ég vit á því að ýta burtu hrísl- um, sem líkami minn hafði bælt og ég lá þarna og flatmagaði mig. Mér fannst eins og hjarta mitt væri hætt að slá. Síðan náði ég andanum og horfði. á það. sem fram fór. ÞARNA komu þeir, með jskammbyssur í höndum sér. Ég sá andlit þeirra og vissi, f áð' ég yrði ékki handtekinn lif- 1 apdi. Ég ákvað að selja líf mitt sem dýrmætustu verði.EinnÞjóð verj'inn gekk skammt fíá mér án þess að sjá mig. Tveir aðrir Þjóðverjanna voru að leita ör- skammt frá. Lestin hélt áfram efitir tíu mínútur, en Þjóðverj- arnir þrír urðu eftir. Tvær klukkustundir liðu, og tveir Þjóðverjanna voru örþreyttir og sátu á brú una tvö hundruð metra frá mér. Ég ákvað að færa mig til. Mér tókst það með því að skríða. Ég þurfti að skríða um þrjátíu metra á berangri. Ef einhver Þjóðverjanna hefði snú ið sér við, myndi hann hafa séð mig. Síðan komst ég í skjól við limgerði og hélt svo áfram ferð- inni. Ég fór yfir þjóðveginnogsá bónda og konu hans vinna úti á afcri. Ég spurði, hvar ég gæti leitáð hælis, því að Gestapo- menn væru á hælum mér. Mað- urinn benti í átt til skógar. „Þangað getur þú farið, þar ertu óhultur“. Og í þessum franska skógi vissi ég, að þeir myndu ekki finna mig. Ég var eins og óður af fögnuði yfir tilverunni, yfir því að hafa sloppið. Mér hafði tekizt að komast undan. Einhvern veginn tókst mér að draga fram lífið í nokkra mán- uði og vann hér og þar. Og nú er ég feginn því að vera aftur kominn í herbúning og vinna í þjónustu fiöðurlandsins. [ZlOjXD nxntmoo" „ESJA“ Austur um land til Siglufjarð- ar föstudaginn 12. þ. m. Flutn- ingi til hafna milli Langaness og Fáskrúðsfjarðar veitt mót- taka á morgun (fimmtudag). Pantaðir farseðlar sækist í dag. „ÆGBR“ Fer til Vestmannaeyja kl. 1.0 í kvöld. Tekur'póst og farþega. „FagrikSettúr" Vörumóttaka til Vestmanna- eyja eftir hádegi í dag. Frh. af 4, síðu. rétt fií styrks fyrr en 6 mánuð- ir eru liðnir frá því trygging þeirra og iðgjaldagreigsla hófst. sjúkrasamlög greiða ekki sjúkra kóstnað, sem öðrum aðilum er skylt að greiða, samkv. sótt- varnalögum eða öðrum einstök um lögum. Sjúkrahjálp utan samlags- svæðis. Ef samlagsmaður verður fyrir slysi eða veikist “og verður að leita læknis meðan hann er á ferðalagi eða dvelur utan sam- lagssvæðis síns, á hann rétt til • sjúkrastyrks frá samlagi sínu en þó eig hærri en ef hann hefði verið á samlagssvæðinu. Sérstakar reglur gilda um flutning samlagsmanna úr einu samlagi í annað og um greiðsl- ur, þegar sjúkratryggður máð- ur nýtur sjúkrahjálpar hjá öðru samlagi en hann er með- limur í. Missir réttinda. Ef samlagsmaður ekki greiðir iðgjald sitt skilvíslega missir hann rétt til sjúkrahjálpar. Séu mikil brögð að vanskilum verð- ur. hann að taka biðtímann að nýju til að öðlas réttindi á ný. Hver greiðir iðgjöldin? Aðalreglan er auðvitað sú, að hver samlagsmaður greiðir sjálf ur iðgjald sitt. Þó greiða útgerð- armenn iðgjöld lögskráðra skip verja, enda tekur samlagið á sig kostnað útgerðarmanna vegna veikinda skipverja skv. sjó- mannalögunum, að svo miklu ieyti, sem samþyktir samlags- ins ákveða. Iðnmeistarar greiða iðgjöld iðnnema skv. lögum um iðnnám. — Sveitarstjórnir gréiða iðgjöld þeirra manna, sem eru á föstu framfæri, og skulú setja reglur um greiðslur vegna manna, sem fyrir fátækt- ar sakir eigi geta greitt iðgjöld. Skylt er launagreiðendum að haldá eftir af kaupi fyrir iðgjöld um launþega og greiða sam- laginu ef það æskir þess. Iögjöldin. Iðgjöldin skuli ákveðin í sam þykktum hvers samlags, og ber að miða upphæð þeirra við það, að heildartekjur samlagsins nægi til að standa straum af skuldbindingum þess, þar með talin myndun nauðsynlegs vara sjóðs. Miklir erfiðleikar eru á því að sjá fyrir, hve há iðgjöldin þurfa að vera. Fer það mjög eftir ýmsum staðháttum og eft- ir því, hve mikil viðbótarfríð- indi samlagið veitir. Og eins og áður er sagt, eru iðgjöld sam- iaganna mjög misjöfn. Samkvæmt þeirri reynslu, sem fengin er, virðast iðgjöld í sveitum ekki mega vera lægri en 3 kr. á mánuði (36 kr. á ári), miðað við þau fríðindi, sem lög- in ákveða, og varla lægri en 5 kr ef um kauptún er að ræða, og er þá miðað við núverandi verðlag. — Ríkissjóður og hlutaðeigandi sveitarsjóður greiða hvor um sig styrk til sam j laga, sem nemur Vs (33 Vá %) greiddra iðgjalda, þó ekki yfir 12 kr. með verðlagsuppbót á ; ári, þ. e. miðað við núverandi j vísitölu rúmlega 30 kr. Sé því j iðgjaldið ákveðið t. d. 36 kr. á j ári, nemur ríkisstyrkur 12 kr. | og styrkur hreppsins öðrum 12 : kr. eða samtals 24 kr. Sé ið- gjaldið 60 kr., verður styrkur- inn 20 + 20 kr., eða 40 kr. Ég vil þó mjög eindregið ráða samlagsstjórnum til þess að ákveða iðgjöldin heldur of en van, einkum nú, þegar almenn- ingur hefir rýmri fjárráð en oft áður og meðan samlögin eru að safna nauðsynlegum varasjóð- um. Teldi ég því rétt að hafa ið gjöldin heldur hærri, t, d. 4 kr. í sveitum og 6 kr. í hinum stærri þorpum. Ef svo væri, ætti að vera hægt að veita nokkur við- foótar hlunnindi án verulegrar áhættu fyrir samlögin. Mér þykir líklegt, að ýmsum þyki þetta há upphæð, og 'skal því ekki neitað, en 48 kr. á ári er þó ekki nema rúmlega 90 aurar á viku. Fleira ber og á að líta í þessu sambandi. Hver legudagur á sjúkrahúsi kostar nú 15—20 kr., eða mánaðardvölin 500—600, auk þess gréiðist sumstaðar læknisaðgerð eða stundun sér- staklega í viðbót. Fyrir venju- legan botnlangaskurð greiðist nú Samkv. gjaldskrá héraðs- lækna 120 krónur og 40 krón- ur fyrir læknisstundun í 10 daga. En samkv. gjaldskrá L. R. kostar botnlangaskurður 300 kr. og sérfræðingum er heim ilt að bæta 50% við þá upp- hæð. Fyrir hvert viðtal á lækn- ingastofu héraðslækna skal greiða samkv. gjaldskrá þeirra 4 kr. og meira ef um rannsókn er að ræða. Samkv. taxta L. R. mega þeir taka fyrir viðtal á lækningastofu 13 kr. og sérfræð ingar .50% meira. Lyfjaverðið þekkja flestir eitthvað og vita hve mjög það hefir hækkað. Rétt er að geta þess, að sam- lögin greiða yfirleit.t ekki lækn- um samkvæmt þessum gjald- skrám. Flest sveitasamlögin hafa samið um nokkurn afslátt frá gjaldskrá héraðslækna, og í stærstu kaupstöðunum er víð- ast samið um ákveðið gjald á mánuði fýrir hvern samlags- mann fyrir heimilislæknisstöri, svo og um afslátt gjaldskrárinn ar fyrir meiri háttar læknisað- gerðir. Læknisvitjanir og sjúkra- flutningur einkum í strjálbýli, þar sem lengst er til læknis, er víða mjög tilfinnanlegur kostn aðarliður. Algengt er að ferða- kostnaður lækna sé 150—300 kr. hver vitjun, og 800 kr. er tryggingastofnuninni kunn- ugt um að læknisvitjun hafi kostað. Þótt Læknisvitjanasjóð- ur létti víða mjög undir í þessu efni, verður varla hjá því kom- izt í strjálbýli, að samlögin taki éinhvern hluta þessa kostnaðar á sig, þegar um bráða nauðsyn ér að ræða. Rétt er þó í byrjun, meðan samlögin eru að komast á legg, að fara gætilega í skuld- bindingar í þessu efni. Ég hefi vakið athygli á þess- um útgjöldum vegna þess, að mér finnst mjög eðlilegt, að margur spyrji sjálfan sig, þeg- ar til atkvæðagreiðslunnar kem ur: Borgar það sig fyrir mig að kaupá sjúkratryggingu? Ég ætla ekki að reyna að svára þessari spurningu. Það verður hver og einn að gera sjálfur. Ég vil aðeins minna á þetta: Enginn veit, hvenær slys eða sjúkdóma ber að höndum né hve langvarandi og kostnaðar- sama. Og fæstir fjölskyldu- menn, sem eiga fyrir börn- um að sjá, eiga litlar eða engar eignir og lifa á launum eða handafla, megna af eigin rammleik að standa undir kostn aði við langvarandi veikindi t. d. sjúkrahúsvist svo mánuðum skiptir, sjálfra þeirra eða fjöl- skyldu. Þess eru ófá dæmi, að heimili hefir farið á vonarvöl vegna veikinda, og ýmsir átt þung spor til fátækrastjórna af sömu ástæðum. Og jafnvel fyrir einhleypt fólk geta veikindin orðið mjög tilfinnanlegt fjár- hagslegt áfall. Dýr læknisað- gerð, löng sjúkrahúsvist og. engar tekjur, slíkt verður flest- um þungbært. Styrkur sveitar- félags og ríkiis er nú orðinn svo hár, % af iðgja'ldagreiðslu mamisins sjálfs, að verulegur hluti sjúkrahjálpar saralags- manna er greiddur af þessum aðilum, En hvernig Íítur þá málið út frá sjónarmiði sveitarstjórnar? Borgar sig fyrir hreþpinn að leggja fram styrk til samlags- Opinbert uppboð verður haldið við skrifstofu saka- dómará Fríkirkjuveg 11 mið- vikud. 17. þ. m. kl. 1 e. h. og verða þar seldir ýmsir óskila munir, reiðhjól, fatnaður, úr, veski, buddm-, o. m. fl., enn fremur dagstofuskápur, gólf- teppi og myndir. Greiðsla fari fram við hamarshögg. B©rgarfégetinsi I ReyBcJaviku 1 herbergi og eldhús við Elliðaár er til sölu. — Verð kr. 6000,00. Uppl. að Sand- Eelli, Blesagróf við Elliðaár. ins, sem nemur Vs af iðgjöldum samlagsmanna ? Víðast mun örðugt að segja um það með vissu, ef litið er á tölumar eingöngu, enda ber á fleira að líta. Þó má gera sér nokkra hugmynd um þetta, með því að setja upp dæmi, t. d. . 'þannig: Samlagsmenn eru 200 I hreppnum. Iðgjöld 36 kr. eða styrkur hreppsins 12 kr. sinn- um 200 = 2400 kr. á ári. Það lætur nærri , að svari til 4. mánaða sjúkrahúsvistar fyrir einn mann. Er ólíklegt að slík byrði geti fallið á hreppinn, ef þár er engin sjúkratrygging? En auk þess er þess að gæta, , að hagur hrepps 'sáns er hagur hreppsbúa í heild. Aukið öryggi þeirra, er aukið öryggi sarnfé- lags þeirra allra, sveitarfélags- ins. Enginn má skilja það, sem ég hef hér sagt, á þá leið, að ég telji, að sjúkratryggingum verði komið í fullkomið endan- legt horf, þótt samþykkt verði að stofna samlög í flestum eða öllum hreppum landsins. Tryggingarlöggjöfin verður sífellt að breytast með breytt- um tímum, ef hún á að ná til- gangi sínum. Og tímarnir breyt- ast stöðugt. Höfuðtilgangur alþýðutrygg- inga og opinberrar forsjár er, ; og hlýtur að verða, að vinna bug á öyggisleysinu og bölv- ijn þess, skortinum, og þar með afleiðingum hans — og óttan- um við hann. 1 Margt bendir í þá átt, að þessu marki verði bezt náð með því, að steypa hinum ýmsu greinum alþýðutrygginganna: slysa-, sjúkra-, elli- og örorku tryggingum saman í eitt heild- artryggingarkeríi, ásamt með tryggingum gegn atvinnuleysi. Því atvinnan, framleiðslustarf- semin, hlýtur að vera grund- völlur allra annarra trygginga. Vinnuaflið, starfsorkan, er dýrasta verðmæti hverrar þjóð ar. Hún má ekki ónotuð vera. Og hún má heldur ekki glatast að nauðsynjalausu, végna skorts á læknishjálp, sjúkra- húsvist og annarri umönnun, til verndar heilsu og starfs- kröftum þjóðarinnar. Sjúkrasamlögunum er ætlað að afstýra slíkum skorti og forða þjóðinni frá afleiðingum hans. Inn í fyrrihluta þessarar grein ar í blaðinu í gær hefir siæðst meinleg prentvilla. í kaflanum um lyf og umbúðir stóð: Öll nauðsynleg lyf skal greiða að % hlutum — en átti að vera: ! Önnur nauðsynleg lyf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.