Alþýðublaðið - 10.05.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.05.1944, Blaðsíða 5
Miðvikndagur 10. maí 1944, AUÞYBUBLAÖ5P Um þjóðaratkvæðagreiðsluna — ávörp og hótanir —. Minnismerki um Grím geitskó — Símalán — og greiðslur fyrir það. H ERFORINGJARÁÐIÐ veSur uppi. Það hefur ekki ein- ungis lagt undir sig Hótel Heklu, pá miklu og glæsilegu höll, heldur hefur þaS nú gert innrás í út- varpiS og rásar þar nú um salar- kynni og ruglar allri dagskránni, svo að hlustendur sitja höggdofa og gleyma næstum því þeim sjálf- sagða hlut, að skrúfa fyrir. í ALVÖRU TALAÐ: Ætlar nefndin sem stjómar undirbún- ingi þjóðaratkvæðagreiðslunnar að drepa áhugann í fólki? Ætlar hún að gera þessa helgu athöfn okkar hlægilega? Hvaðan hefur hún það vald, sem hún beitir í málflutningi sínum? Er ekki hægt að reka áróðurinn fyrir mikilli þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni og jákvæðum úrslitum henn- ar á virðulegri hátt og haldbetri? Ég fullyrði það, að þessi sífelldi ávarpaflutningur nefndarinnar í útvarpið hefur nú orðið öfug áhrif við það ,sem ætlazt er til. HINS VEGAR er nauðsynlegt og sjálfsagt að hvetja fólk til þess að mæta sem einn maður við at- kvæðagreiðsluna — og heppileg- ast hefði verið, að margir menn hefðu unnið að þessu, en svona læti, ávarp — ávarp — ávarp — dag eftir dag er óþolandi og einsk- isvirði fyrir málefnið. Nefndinni mun þó ekki ganga nema gott eitt til, en hún misskilur áreiðanlega ólrrifin af áróðrinum. Það er ekki sama hvernig áróður er rekinn. SVO VIL ÉG minnast á eitt at- riði í þessu sambandi. Foi’maður nefndarinnar talaði á sunnudag- inn. Hann var með dulbilnar hót- anir í garð fólks. Heldur hann að slíkt og þvílíkt beri árangur hér ó íslandi? Ég er hræddur um ekk*. Ég get alveg fullvissað formann- , inn um það, að það er mikill á- hugi hjá fólki um að mæta við kjörborðið og greiða atkvæði. Ég hygg, að ekki þýði að vera með neinar dulbúnar hótanir eða yfir- leitt þennan skrítna, taumlausa en árangurslitla áróður. Fólkið mætir — og það greiðir atkvæði — ef það verður iþá ekki búið að setja það í illt skap með heimskulegri framkomu. GAMALL ÞULUR leggur til í bréfi til mín, að þegar lýðveldið verði stofnað, þá verði reist minn- ísmerki að Högbergi af Grími geitskó. Telur hann að þetta mundi jafnframt geta orðið minn- ismerki að Lögbergi um Grím Ég býst ekki við að hægt sé að hafa slíkt minnismerki tilbúið éður en lýðveldið verður stofnað, svo að ekki verður hægt að af- hjúpa það þá, en vel mætti á- kveða að gera slíkt minnismerki, þó að það yrði ekki reist fyrr en síðar. „HERVÖR“ SKRIFAR: „Viltu nú ekki gera svo vel að koma þeirri fyrirspum til landssíma- stjóra, hvort þeir, sem eru svo heppnir að hafa fengið síma, hafi leyfi til að hækka símagjöld úr 10 aurum í 25 aura?“ „MJÓLKURBÚÐIR verða oftast athvarf mitt með að fá simaafnot, til þess að gera ekki átroðning á kunningjunum. Nú er það ekki svo að skilja, að ég þurfi eða geri mikið að símanotkun, og kannske af því, að síminn er ekki við hendina, en þó kemur það fyrir, að mér kemur það mjög vel að fá að hringja. Hjá mér hafa þær ástæður verið, að ég hef orðið að sitja heima nálega í allan vetur yfir veiku barni, en í mjólk- urbúð hef ég náttúrlega orðið að fara á hverjum degi, og meðan mjólkureklan var, upp í 8—10 ferðir á dag, stundum árangurs- laust, því ekki var hægt að grípa til símans heima hjá sér.“ „ÉG VERÐ AÐ KALLA ÞAÐ ósvífni sem stúlkan svaraði fyrir „þeirra“ hönd. Mér varð á að spyrja hvort afnotagjald fyrir síma hefði verið hækkað núna ný- lega. Hún kvað nei við, en bætti við, að „þeir“ hefðu tilkynnt sér það, til þess að síminn yrði minna notaður, svo „þeir“ gætu náð sambandi við búðirnar þegar „þeir“ þyrftu. Ég spurði „hvort þeir“ hefðu leyfx til þess frá lands símastjóra, þar sem engin hækkxm hefði orðið,“ og við það mörg á biðlista með síma hjá honum. Svarið var „þeir“ hafa líklega leyfi til að selja samtöl í sínum eigin síma eins og „þeim“ þókn- ast, og verði „þeim“ bannað það lána „þeir“ engum síma. Greið svör, ekki satt?“ „MÉR DETTUR EKKI í HUG, að það hvarfli ekki eitthvað í hug þinn við þessu, en ef ég ætti að skrifa það allt, sem mér datt í hug, um þessar tvær einokunar- stofnanir, yrði það 'svo langt, að þú mundir óðara kasta bréfinu í hina illræmdu bréfakörfu. Ég vil þó bæta því við, að þó ég skrifi um mínar heimilisástæður, þá get ég mér þess til, að víðar geti verið líkt ákomið. Það er heldur ekki eingöngu af nísku, sem ég tala um þetta, heldur vissan fyrir ó- réttlætinu, og að nokkru leyti kúgunin í því.“ Hannes á horninu. til afgreiðslumanna Alþýðublaðsins úti á landi. Vinsamlegast gjörið sem fyrst skil fyrir 1. árs- fjórðung blaðsins. Afþýðablaðtð. - Sími 4900 Mriftarsími Alþýðublaðsiits er 4900. Vesúvíusargosið. VesiSvmsangosið mikla á dögunum var stórikiostleg sýn fyrir borgarbúa í Napoli, eins og þessi mynd sýnir. Þeir voru líka nægilega langt í burtu til þess að þurfa ekki að óttast hraun- flóðið. En fyrir þá, sem bjuggu í þorpunum undir hlíðurn fjallsins, var sjónin öllu ægilegri og uggvænlegri, enda varð fólk, að flýja mörg þeirra. Borgin, sem sést á myndinni, er Napoli. ék á Sestapo AÐ VAR í fangelsi, sem ég lærði, hvað hungur væri. Fyrst í stað fannst mér matar- skömmtunin vera lítt þolanlpg, en brátt fór ég að telja tímana milli máltíða. Þetta verður ein- hvers konar ástríða. Mig dreymdi alltaf um dós af Nest- lés dósamjólk. Um kl. 6 um morguninn voru okkur færðar krúsirnar tvær. í annarri var einhvers konar vökvi af óljósum uppruna, en í hinni bragðlaust grænmeti hálfgerður óþverri. Við söfnuð- umst umhverfis þetta og sérhver ok.kar fékk snarf í málið, sem honum var útlhlutað. Hver mað- ur fór aftúr í horn sitt og reyndi að treina sér mataribitann eins lengi og unnt var. Sáðan vor- um við lausir við þá viðbjóðs- legu tilfinningu að vera innan- tcmir og illa á okkur komnir. En það stóð ekki nema eina eða tvær klukkustundir. Okkur varð léttara ií skapi og okkur datt jafnvel í hug að skiptast á orð- um. En bnátt fórum við að ganga fram og aftur og gáfum hverir öðrum olnibogaskot. Þar sem ég gekk fram og aftur, fann ég oft til draumóra. Mér tókst að loka augunum fyrir hinum skugga- legu og raunalegu andlitum fé- ^aga minna. Ég hugsaði um þá, sem ég elskaði og bölvaði getuleysi mínu. Um átta-leytið var slökkt á ljóstýrunni og okkur var stökkt, í fullkomið myrkur. Við reynd- um að breiða utan um okkur á þann veg, að við héldum, að ekki kæmist á oíkkur óværðin. Þessar fangelsisnætur! Ég hekri ennþá stunurnar og andvörpin í félögum mínum. Ég mundi ekki vera viss um, að þessar stun ur væru niðurbældur ekki. Sum ir voru eirðarlausir í bælinu og bölvuðu kakalökkunum og lús- unum. Aðrir þutu upp og gengu fram og aftur í myrkrinu, unz þeir voru orðnir örþreyttir og lögðust fyrir á fletum sínum. Allir vorum við dauðskelkað- ir við að heyra um hánótt, að Gestapo-mennirnir í hinum svörtu einkennisbúningum sín- um myndu snúa hinum gríð- arstóra lykli í hurðinni okkar. Þá rukum við á fætur, fáránlegir í tötrum okkar, sem oft voru blóði storknir eftir síðustu rann sókn. Enn við reyndum að bera okkur sem mennilegast og horf- ast í augu við óvinina. Sá, sem |T^j,IiEÍN þessi, sem er eftir franskan flugforingja og hér er þýdd úr World Di- gest, f jallar um flótta höfund- ‘ar úr þýzkri fangalest brott úr greipum Gestapomanna. Lýsir greinin á athyglisverð- an hátt þrautum þeim, sem svo margir hafa orðið að Iíða í löndum þeim, sem nazistar hafa kúgað á liðnum árum. fyrir valinu varð í það og það skiptið, fylgdi Gestapomönnun- um út úr klefanum. Venjulega var hann fölur í andliti, en bar þess engin merki, að hann væri brotinn maður. • UM SVEFN var ekki að ræða. í rökkrinu töluðum við við manninn, sem Ihafði kvatt okk- ur. Síðar mátti heyra hróp og vein þeirra, sem verið var að berja til dauða. Ég hlustaði á þetta og hjartað barðist ákaft í brjósti mér og ég kreppti hnef ana í örvæntingu minni. Dráp- fýsnin altók mig. Ég hét sjálfum mér að hefna ykkar, þjáningar- bræðra minna, að hefna ykkar af köldu blóði og miskunnar- laust og ég man það heit mitt. Aftur heyrðist glamrið í lykl- unum óg ljósskíma féll inn í klef ann. Annað hvort var honum sparkað þangað eða barinn með riffilskefti. Eg minnist þess, að kvöld nokkurt var einum vina minna varpað inn í klefann. Honurn lá við yfirliði, en stóð upp brosti dauflega og sagði: — Við munum samt sem áður ráða niðurlögum þeirra. Við vor um vanir að aðstoða fórnardýr- in við að fara úr skyrtunum. Það var alltaf sama sjónin. Á baki þeirra mátti sjá breið og blóðug för eftir staf eða svipu. Læri þeirra voru purpurarauð eða blá, svo að þeir gátu ekki legið né staðið. Glóðaraugu og helmarin eyru voru talin minni háttar áverki. Og nóttin um- lukti okkur ógn og angist. Sömu andivörpin og stunurnar heyrð- ust. Ég reyndi að sofna og mér beppnaðist að loikum að hverfa svefninum á vald. Það var ómögulegt að komast á brott án utan að komandi hjálp ar. Nú var engin hjálp, sem ég gat vænzt, og þess vegna ákvað ég að brjótast á brott við fyrsta tækiifæri. Ég vonaði, að þeir myndu ekki setja mig í hand- járn, en því miður var ég lagður í hlekki brottfarardaginn við annan Frakka og fylgt af stór- um herflokki til járnbrautar- stöðyarinnar. Við vorum 40 sam an. Við vorum látnir í fyrsta vagninn í venjulegri farþega- lest. Tveir vagnar aðrir, sem í voru þýzkir hermenn, voru næst ir okkur. Félagi minn og ég sát- um gegnt eimreiðinni. * STRAX OG lestin lagði af stað hóf ég að reyna að losa mig með því að reka boginn prjón inn í lásinn á handjárn- unum. Þetta gerðist í viðurvist varkárs, þýzks hermanns, sem var á verði þar á ganginum. Vagninum var skipt í Æimm eða sex deildir og gátu hinir þýzku verðir séð hverju fram fór í hin um ýmsu deildum. Eiftir þrjá klukkutíma var ég orðinn úrkula vonar um, að mér myndi takast að opna lásinn á handjárnunum með prjónræfl inum. Ég var ibólginn um úln- liðina og rispaður á höndunum vegna þessara aðgerða. Ég tal- aði við vörðinn og bað hann að losa um ihandjárnin. Annað hvort var hann miskunnsamur eða honum stóð á sama, en hann stakk lyklinum í lásinn og á sama augnabliki tókst mér að losa um úlnliði mína. Síðan dró ég upp úr vasa mínum sápu- stykki, sem ég hafði geymt frá því augnabliki, sem ég frétti um það, að það ætti að flytja mig til.-----Ég sleikti og sápaði hönd mína, án Iþess að eftir því væri tekið. Ég man enn, hversu sárt það var. Ég sleikti aftur hönd miína og vissi mér til mik- illar gleði, að mér myndi tak- ast að komast úr bölvuðum handjárnunum. Ég bað félaga minn að rísa á fætur og hjálpa mér að taka niður hlut, sem ég hafði látið á hilluna fyrir ofan okkur. Hann varð við þeim til- mælum mínum. Þegar ég rétti upp hendurnar, var mér kleiffc að reikna nákvæmlega út fjar- lægðina og hreyfingarnar, sem ég þurfti að gera til þess að stökkva út um gluggann. Þýzki vörðurinn horfði alltaf á okkur, Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.