Alþýðublaðið - 21.05.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.05.1944, Blaðsíða 2
fit.ÞYÐUBLAÐIÐ StumudLagiiut 21. mai 1944. Þjóðaralkvæðagreiðslan: 44 af Vfsitalaa 270 stig! KAUPLAGSNEFND og hagstofan hafa nú reikn að út vísitölu framfærslu- kostnaðarins 1. maí og reynd- ist hún vera 270 stig — 4 stig um hærri en 1. apríl. Þessi hækktm vísitölunnar stafar aðallega af hækkim smjörverðsins. 10 milljóna króna lántaka ríkissjóðs Skuldabréf ti! 7—20 ára seld meS úlboði og án úiboSs Q AMKVÆMT lögum frá 15. desember 1943 var ríkis- stjórninni heimilað að taka lán handa ríkissjóði, allt að 10 mill- jónum króna til greiðslu á er- lendum skuldum ríkissjóðs. Heimild þessi hefir nú verið notuð að fuilu, með því að ráð- stafað hefir verið sölu á skulda- bréfum ríkissjóðs fyrir 10 mill- jónir króna og eru ársvextir 3 ¥2 % en tímalengd bréfanna er sem hér segir: Kr. 4.000.000 til 7 ára. Kr. 3.000.000 til 10 ára. Kr. 3.000.000 til 20 ára. Sjö ára skuldabréfin voru öll seld með opinberu útboði, en hin bréfin hafa verið seld án út- boðs. Öll bréfin voru seld á nafnverð. eitt alkvæði i aærkvel Hlutfallslega mun meiri þáfftaka f kaupstöðun ðg í einslökum svettahreppum greWu allir aikvæði í gær! I GÆRKVELDI eítir fyrsta dag þj óSaratkvœðagreiðslunn- ar höfðu 11.934 greitt atkvæði í Reykjavík. Það eru ekki nema 44% þeirra, sem á kjörskrá eru — og eru þó meðtaldir, þeir, sem greiddu atkvæði fyrirfram. Kjörsóknin í hinum kaupstöðimum var mun meiri, að Akureyri einni undantek- inni, þar sem hún var 41,3%, í Hafnarfirði 46,5%, á ísafirði 48,9%, í Vestmannaeyjum 58,3%, og á Siglufirði 66,7%. Langbezt virðist kjörsóknin hafa verið víðsvegar út um sveit- ir landsins. í einstökum hreppum greiddu þegar í gær allir at- kvæði, sem á kjörskrá voru. 1 kauptúnum virðist kjörsóknin hafa orðið mest á Sauðárkróki — 95%. Eftirtaldir hreppar hafa lok- ið kosningu með 100% þátt- töku: Öngulsstaðahreppur, Eyja- fjarðarsýslu. Grafningur, Árnesssýslu. Klofningshreppur, Dalasvslu. Sandvíkurhreppur, Árness. Hörðudalshreppur, Dsdar'”slu. Haukadálshreppur. Dí'lr'”'Hu. Hvammshreppur, Dalasýslu. Svalbarðsstrandarhr. Suður- Þingey j arsýslu. sismar 30 ferðlr um lnelgar @g 12 smmarleyfisferöir Ferðafélag ÍSLANDS efnir, eins og vénjulega, til ferðar á Snæfellsnes um hvítasunnuna, og er það þriðja ferð félagsins á þessu sumri. Fyrstu ferð sína fór það á sunudagínn var, en þá var farið á Hengil, og á uppstigningardag var farið um Reykjanes. í sumar munu ferðir félags- ins verða mun fleiri' en áður hefir verið, þar sem áhugi fólks fýrir ferðalögum fer mjög í vöxt. Einnig á fólk. nú betar með að taka þátt í lengri ferð- um Ferðafélagsins fyrir hin nýju orlofslög. Álcveðið er að 12 sumarleyf- isferðir verði farnar og 30 helgaferðir, en endanleg ferða- áætlun verður ekki ákveðin fyrr en um n. k. mánaðamót. Þó er fyrsta sumarleyfisferðin ákveðin, og verður hún farin að Mývatni, Dettifossi og Ásbyrgi. Farið verður af stað 1. júní og stendur ferðin í 8 daga. Þá eru tvær ferðir ráðnar vestur í Barðastrandasýslu, önnur 1. júlí og hin í ágúst. Hvor þeirra ferða stendur yfir í 7 daga. Enn fremur er ráðgerð ferð um miðjan júlí úr Þjórsárdal um Arnarfell hið mikla og Kerl- ingarfjöll, cg síðast í júlí er á- kveðin ferð á Kjöl, verða það vikuferðir. Þá eru ákveðnar tvær Öræfaferðir í síðari hluta júlí, verða það 10 daga ferðir. Hugmyndin er að ganga á Ör- æfajökul í þessum leiðangri. Þá verða farnar tvær ferðir aust- ur á Síðu í ágústmánuði, standa þær yfir í 4 daga hvor. Þá hefur verið ákveðið að fara með ferðafélagi Akureyrar á Herðubreið og Öskju. í byrj- un ágúst mun svo önnur ferð verða farin á Snæfellsnes og stendur hún yfir í 7 eða 8 daga. Um flestar helgar verða svo ferðir farnar. í garðimim í fyrrinóff FYRRI nótt tóku nokkrir ná- ungar upp þann leik að aka bifreið um Hljómskálagarðinn. Óku þeir fram og aftur um garð inn, en enduðu „lstitúrinn“ með því að aka fram af Tjarnarbakk anum og niður í Tjörnina. Til þess að komast út úr bifreiðinni þar sem hún lá á kafi í leðjunni urðu þeir að brjótast út um rúðu. \ Er illt til þesis að vita að Hljómiskálagarðurinn skuli ekki vera girtur eða grindverkinu við Sóleyjargötu komið upp þó*t vaífa mól sé fivort það mundi standa fyrir áreitni slíkra spell- virkja, sem þeirra er óku um garðinn í fyrrinótt. Ljósavatnshreppur, Suður- Þingeyjarsýslu. Tjörneshreppur, Suð"'r-f1ing- eyjarsýslu. Fjallahreppur, Norður-Þing- eyjarsýslu. Það skal tekið fram, að þó að kjörsóknin þennan fyrsta dag þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi orðið svona misjöfn, þá verð"r ekkert af henni ráðið um end- anlega þátttöku í atkvæða- greiðslunni, því að kunnutft er, að í sumum kjördæmum hefur öll áherzla verið lögð á það, að ljúka atkvæðagreiðslunni þegar á fyrsta degi, en annars staðar hefur verið gert ráð fyrir því, að aðalkjörsóknin yrði í dag. Reykvíkingar höfðu verið mjög hvattir til þess að greiða at- kvæði þegar á fyrsta degi — en kjörsóknin varð vonum minni. Verða þeir að herða róðurinn í dag, ef þeir vilja ekki láta það á sarr’'v standi ekki aðeins strjálbýlum sveitum, heldur og hinum kaup- stöðunum langt að baki í áhuf?a fyrir þessu helgasta máli þjóð- ariimar. 78,1177 á kjörskrá ú öllsa lanslftsiu. Yfir 39 þúsand ffi landgræðslusjóðs Æ FYtRSTA degi f jársöfnun arinnar til Landgræðslu sjóðs íslands söfnuðust sam- tals rúmiega 30 þúsund kr., þar af 10 þúsund kr. frá Olíu verzlun íslands. Söfnunin heldur áfram næstu daga. Afgreiðslustúlkur i brauða- og mjélkur búSum fá itjara- ÖLLU LANDINU eru, eins og áður hefir verið frá* skýrt, samtals 76.277 kjósend- ur. Til frekari glöggvunar fyrir lesendur blaðsins, skulu hér birtar kjörskrártölur hvers kjördæmis: Reykjavík 27139 Hafnarfjörður 2411 Borgarfjarðarsýsla 1976 Mýrasýsla 1144 Snæfellsness- og Hnappadalssýsla 1845 Dalasýsla 887 Barðastrandarsýsla 1810 Vestur-ísafjarðarsýsla 1233 ísafjörður 1560 Norður-ísafjarðarsýsla’ 1483 Strandasýsla 1127 Vestur-Húnavatnssýsla 896 Austur-Ilúnavatnssýsla 1260 Skagafjarðarsýsla 2330 Siglufjörður 1679 Eyjafjarðarsýsla 3234 Akureyri 3506 Suður-Þingeyjarsýsla 2384 Norður-Þingeyjarsýsla 1007 Seyðisfjörður 497 Suður-Múlasýsla 2896 Norður-Múlasýsla 1600 Samksmulag í fyirrakvöld SAMNIN G AUMLEITANIR hafa undanfarið staðið yf ir milli ASB, félags afgreiðslu- stúlkna í brauða- og mjólkur- sölubúðum, annarsvegar og Bakarameistarafélags Reykja- víkur og Alþýðubrauðgerðarinn ar h. f. hins vegar. Vinnustöðv- un hafði verið ákveðin í gær- morgun. Samningar tókust í fyrrakvöld. Helztu atriði samningsins eru þau, að greiddir veikindadagar eru 45 á ári, uppsagnarfrestur 1 —3 mánuðir eftir starfsaldri, greiðsla fyrir helgidagavinnu. Þá er og það nýmæli í þessum samningum, að nú er í fyrsta skipti samið fyrir- áðstqðarstúlk ur í brauðgerðarhúsum. Kaup afsreiðslustúlkna, serp vinna allanWaginn og aðstoðar- stúlkna er sem hér segir: Fyrstu 3 mán. kr. 205.00 á mán. Næstu 3 mán. kr. 220.00 á mán. Eftir 6 mán. kr. 235.00 á mán. Efb'r 12 mán. kr. 2255.00 á mán. Eftir 18 mán. kr. 270.00 á mán. Eftir 24 mán. kr. 280.00 á mán. Eftir 36 mán. 290.00 á mán. Auk þess fá þessar stúlkur bætt kíjup sitt með kr. 10.00 á mánuði vegna þvbtta á sloppum. Kaup afgreiðslustúlkna, sem vinna hálfan daginn er sem hér 'segir: Fyrstu 3 mán. kr. 150.00 á mán. Næstu 3 mán. kr. 160.00 á mán. Eftir 6 mán. kr. 175.00 á mán. Eftir 12 mán. kr. 190.00 á mán. Eftir 18 mán. kr. 200.00. Eftir 24 mán. kr. 210.00 á mán; Eftir 36 mán. kr. 215.00 á mán. Kaup þessara stúlkna er bætt með kr. 7.00 á mánuði vegna sloppaþvotts. Undanfarin ár bafa engir samningar verið um kaup og kjör afgreiðslustúlknanna. Full- yrða má, að með þessum samn- ingum hafi kaup þeirra verið bætt allverulega, auk þess sem kaup og kjör eru nú tryggð með samningum. Austur-Skaftafellssýsla 753 Vestur-Skaftafellssýsla 957 Vestmannaeyjar 2052 Rangárvallasýsla 1945 Árnessýsla 2999 Gullbr.- og Kjósarsýsla 3210 Nýtízku kvikmynda- og veHingahús opn- að á SelfoKi Þýðingarmikið fyrlrlæki fyrir skemmfanalíf ausfursveifanna M föstudaginn bauð stjórn Selfossbíó h. f., tíðinda- mönnum útvarps og blaða austur að Selfossi til að skoða bíó- og veitingahús, sem þar hefir verið reist, og er nú að byrja starfrækslu. / Er bygging þessi mjög snyrtileg utan að frá að sjá- og ekki síður þá inn er komið. Verður þarna rekið kvik- mynda- og veitingahús, sem fýilir kröfur tímans sem bezt má vera, enda hefir ekkert verið til sparað við stofnun þessa fyrirtækis. Sjlálfur bu'ósakirinn er 22 sinn um 11.80 metrar á stærð og rúm ar 330 manns í seeti, en Ieiksvið> ið er 5 sinnum 11.30 metrar. en undir því eru búninff.sher- bergi. Sýningarklefi kvikmynda hússins er 3 ¥2 sinnum 3 metrar. Verða þarna sýrudir auk fevik- mynda, sjónleikir, og ennfrem- ur verður biíósalufinn notaður fyrir samkomur, því hægt er að rýma stólunum til og rúmar sal urinn þannig borð og sæti fyrir 120 mann.s. Aðalveitingasalurinn er 6 simr um 18 metrar og eru þar borð og sæti fyrir 82 manns innan af þessum sal eru minni herbergij annað 4M> sinnum 5 metrar og eru þar borð og sœti fyrir 28 manrus, en hitt herbergið er 3 sinnum 6 metrar og eru þar borð fyrir 20 manns. Þessi her- bergi hugsa eigendur sér fyrir vþá, sem vilja vera útaf fyrir sig. Þar er t. d. hægt að halda smá fundi og þess háttar, þótt opið sé fyrir al'menning í sjólfu veit- ingahú'sinu. EldCiúsið er 24 fermetrar og uppþvottar herbergið 14 íer- metrar, er þarna öllu mjög smekklega og haganlega fyrir komið. Inn af eldihúsinu er her- bergi brytans, Ólaf,s Sigurðsson ar, fyrrum matsveins á Brúar- fossi. Forsalur hússins er 8 sinnum 15 metrar og er aðgöngumiða- salan þar. Inn. af forsalnum er skrifistolfa bíóistjóra, Daníels Bergmanns. Teikningu að húsinu gerðx Gunnlaugur Halldórsson, en Al- menna byggingafélagið sá um framkvæmdir verkisins, yfirsmið ur var Guðlmuindur Eiríksson. Teikningar að verkinu gerði Valgarð Tíhoroddisen rafmagns- stjóri í Hafnarfirði, en raflagn-- ir annaðist Jónas Guðimund'S'Son. Vélar útvegaði og setti upp Frið rik Jónsson, isýningarmenn eru Arnold Pétursison og Ágúst Jón- asison. Húsgögn eru gerð af Stál húisgögn í Reykjavík og Hirtl Hafliðasyni. Eru veitingasalirn Frh. á 7. síðu. FYRRINÓTT voru tvær rúður brotnar í skóverzl- un Lárusar G. Lúðvíkssonar í Bankastræti. Voru þetta stórar bogarúður sitt hvcrUm megin við inn- ganginn í verzlunina. Slíkar rúður eru nú nálega ófáanlegar og ákaflega dýrar þegar þær fást. Ekki er vitað með hverium hætti rúðurnar hafa brotnað og biður rannsóknarlögreglan fólk að gefa sig fram, ef einhver kynni að hafa verið áhorfandi að því hvernig brct:n atvikuð- ust.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.