Alþýðublaðið - 21.05.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.05.1944, Blaðsíða 3
ðnmiagiu 21. omú 1244. AU»TOUBm«IP_____________________________» "R/S' ENN biðu með óþreyju “^-•*• þess, er verða vildi á Ítalíu, er hinir þrautreyndu hermenn Alexanders og Clarks hófu sóknina á dögun um. Að vísu er enn of snemmt að spá neinu um úr- slitin, enda þótt líklegt megi telja, að Þjóðverjar muni fara halloka á þedm vígstöðvum eins og annars staðar í þess- ari styrjöld, þegár öll kurl koma.til grafar. Það er eink- um tvennt, sem vakið hefir athygli í fréttum frá Ítalíu undanfarna daga: Yfirburðir bandamanna í lofti og vask- leg frammistaða Frakka, sern' hafa hrakið Þjóðverja úr einu virkinu í annað. SÁ, SEM stjómar hinum þýzku hersveitum á. Ítalíu er Kess- elring marskálkur. Það er eft irtektarvert, að Kesselring þessi er flugmarskálkur. Mætti því ætla, að Þjóðverj- ar myndu leggja allt kapp á að hafa sem öflugast fluglið þar syðra, en svo undarlega bregður við, að bandamenn fara í mörg hundruð árásar- ferðir á degi hverjum, en það þykir tíðindum sæta, ef þýzk flugvél sést á lofti. Það er ofðið nær daglegur viðburð- ur, að stórhópar brezkra og amerískra flugvéla sjást yfir olíusvæðum Rúmeníu og iðn aðarborgum Austurríkis,, en svipa hinna herteknu landa, steypiiflugtvélamar þýzku, mega heita úr sögunni, að minnsta kosti, eru þær aðeins svipur hjá sjón. VARLA géta yfirburðir banda- manna stafað af því, að flug vélaframleiðsla Þjóðverja sé með öllu lömuð. Sennilegri er sú skýring, að þeir þori ekki að flytja of margar flugvélar frá Vestur-Evrópu suður á bóginn af ótta við innrásina, sem sífellt vofir yfir. Herför in á Ítalíu getur tæpast talizt tii þeirra hernaðaraðgerða, sem beinlínis verða til þess að koma Þjóðverjum á lmé, En hún hefir mikla þýðingu, þar sem hún bindur mikinn herafla Þjóðverja, sem ella yrði beitt annars staðar. HLUTUR FRAKKA í ítaHustyr j öldinni er hinn glæsilegasti og sannast nú það, sem oft hefir verið sagt, að fáir standa þeim á sporði í her- mennsku, ef þeir hafa dug- andi foringja. Frakkar, sem berjast á Ítalíu eru lausir undan áhrifum Lavals og annarra svikara, þeir berjast fyrir því, að endurheimta frelsi lands síAs, það er þeim hvatning og nokkur skýring á hreysti þeirra að undan- förnu. Þeir vilja hleypa hreinu lofti inn í skuggaleg híbýli Vichy-mannanna, þeir vilja losa Frakkland, föður- land frelsisins úr viðjum villi mennsku og kúgunar. Það er andinn frá 1789, sem nú læt- ur á sér bæra. ÞAÐ ER siguróðuririin franski frá þeirn tfma, er frelsi Frakk lands og álfunnar allrar var í veði, sem nú hljómar hæst á bitóðtvöllum ítaMu. Það er hann, fyrst og freanst, sem «1 . : Él ■ ' :xwwxwt: wMm Mynd þessi má heita táknræn fyrir þann undirbúning, sem nú á sér stað á Bretlandseyjum í sambandi við fyrirhugaða innrás bandamanna- úr vestri. Hér sjást fallhlífarhersveitir svífa til jarðar á æfingum, en þær munu eiga að taka mikinn þátt í hernaðaraðgerðum þagar þar að kemur. Þá sjást og svifflugur, sem mikið verður beitt til herflutninga. Churchill forsætis- ráðherra og Dwight D. Eisenhower yfirhershöfðingi bandamanna voru viðstaddir æfingarnar. Ð ANDAMENN hafa gert •“-^ skæða árás á hafnarborg- ina Soerabaya á Java. Sam- kvæmt fregnum frá London í gærkveldi voru þetta um 100 flugvélar frá flugvélaskipum, sem árás gerðu. Auk þess fóru Liberator-flugvélar frá Ástralíu til árása á borgina. Tókst að koma sprengjum á skip, sem lágu á höfninni, en 21 japönsk flugvél var skotin niður. Banda- menn misstu ekki nema 3 flug- vélar í árásunum. Tekið er fram í London, að hér sé um að ræða samræmdar hernaðaraðgerðir þeirra Mount- battens lávarðar, MacArthurs og Nimitz flotaforingja og megi vænta fleiri slíkra átaka á næstunni. NN hefir komið til átaka •®-‘á á Ermarsundi. í gærmorg- un réðust brezk smáherskip á þýzk skip skammt undan Erm- arsundseyjum, Guernsey Jersey og sökktu einum þýzkum togara. gerir það að verkum að Frakk ar, afkomendur mannanna frá 1789, hrekja nú af hönd- um sér imnráisarlýðnn frá Potsdam. Kjörorðin um frelsi, jafnrétti og bræðra- lag eiga ekki heima með þeim, sem byggja á „ný- skipan Evrópu“, en þau búa í hjörtum þeirra, sem rnú leggja allt í sölurnar á orr- u&tuvöllunum á ítaMu. ’Þjóðverjar búaii iil vamar við pontisku fenin L®ftárásir á Spezia, Gjenosa ©§ Livorno SÓKN bandamanna á Ítalíu er nú í algleymingi, að því er fréttir hermdu í gærkvöldi. Heraveitir úr 5. hernum, sem sækja fram milli Liri-ár og til strandar, hafa rekið fleyga í Adolf Hitlerlínuna svonefndu og fá Þjóðverjar ekki að gert. Þjóðverjar búast til varnar, að því er sagt er, við ponti'sku fenin, en þar eru góð varnarskilyrði Hyggjast þeir þannig geta varið fylkingararm sinn, sem er í mikilli hættu. Amerískar hersveitir sem búnar eru skriðdrekum og öi'lugum vélakosti sækja fram eftir Appia-veginum fornfræga. Ýmis- legt bendir til þess, að upplausn sé ríkjandi í. sumum her- deildum Þjóðverja. ,Meðal annars er þess getið, að úrvals- herdeild Þjóðverja, úr svonefndri Panzergrenadierdeild hafi tekið til fótanna, er hún átti í í Liridalnum sækir 8. herinn fram og hófst sókn hans þegar eftir að Cassino gekk úr greip- um Þjóðverja. Þýzkar fallhlífa- hersveitir berjast þarna, en þeim var dreift í skæðum bar- dögum. Stórskotalið 8. hersins hélt uppi mikilli skothríð á stöðvar Þjóðverja, áður en fót- gonguliðar sótu fram. Varð lít- ið um viðnám af hálfu Þjóð- verja. Er þess sérstaklega getið í fréttum, að mikið sé barizt um bæinn Ponte Corvo, en þar hafa Þjóðverjar komið sé ramm lega fyrir Fáar ábyggilegar fregnir hafa borizt af pólsku hersveitunum, sem þama berj- ast, en lausafregnir lierma, að þeim verði vel ágengt og hrökkvi Þjóðverjar undan. Bandamenn vinna að því að gera við vegi og brýr að baki víglínunni, sem skemmzt hafa í átökunum að undanfömu. Beita þeir öllum nýtízku tækj- um amerískum, svo sem skurð- gröfum og öðrum tækjum, sem sérstaklega eru til þess gerð. Er bardaga við Bandaríkjamenn. talið, að sókn bandamanna verði braðari, er þeir koma samgöngu leiðum sínum í lag. Herskip bandamanna eru enn sem fyrr athafnasöm. Hafa þau skotið af fallbyssum sínum á ýmis strandvii’ki Þjóðverja að baki aðalvíglínunni. Þá hafa flugmenn banda- manna látið mjög til sín taka undangengið dægur. Meðal annars var varpað sprengjum á samgönguleiðir Þjóðverja, járn- brautarmannvirki og annað, sem Þjóðverjum er gagnlegt í vörn þeirra. Skæðar árásir voru gerðar á hafnarborgirnar Spe- zia, Genúa og Livorno. Borgin Gaeta á vesturströndinni er nú á valdi bandamanna. Yfirleitt benda allar fregnir undanfarinn sólarhring til þess, að Þjóðverjar hafi ekki bol- magn til þess að standast sam- stillta sókn bandamanna, en hins vegar er búizt við því, að sóknin verði ekki tiltakanlega hröð^ Innrásin yfírvofandl: Leiðbeiningum útvarp aS iil herteknu landanna ¥ UNDUNAÚTVARPIÐ skýrði frá því í gær, að menn í herteknu löndunum skyldu leggja hlustirnar við því sem einn af herforingjum Eis- enhowers hefði að segja í brezka útvarpið um þessar mundir. Foringi þessi flutti ávarp í gær til hinna herteknu þjóða, þar sem hann hvatti menn til þess að vera viðbúnir innrásinni, og var ávarp hans endurtekið á mörgum tungumálum Evrópu. Sagði foringi þessi, að banda- menn reiddu sig á aðstoð al- mennings í herteknu löndunum. Han bað menn að vera þoHn- móða, en gefa nánar gætur að framferði Þjóðverja, hvar þeir liæmu fyrir landsprengj um, gildrum ýmiskonar og öðru, sem máli skiptir, þegar innrás- in verður gerð. Hann lauk máli sínu með því að segja, að þegar þar að kæmi myndi Eisenhower sjálfur á- varpa herteknu þjóðir Evrópu. í gær var ráðizf á Parfs og Reims ¥ . GÆR fóru margar amerísk * ar Liberatorflugvélar og flugvirki til árása á ýmsar stöðv ar í Frakklandi. Aðalárásirnar voru gerðar á flugvelli við Par- í sog Reims. 2 sprengjuflugvél- ar og 5 orrustuflugvélar, sem þeim voru til verndar, týndust í árásunum. 2 þýzkar flugvélar voru skotnar niður í loftbardög um. Marauder- og Havoc-flugvélar margar. saman, gerðu einnig á- rásir á ýmsa staði í Frakklandi og Niðurlöndum. í fyrrinótt gerðu brezkar sprengjuflugbél- ar harða hríð að ýmsum borg- um í Frakklandi, meðal annars á Orleans, Tours og Boulogne. í Boulogne var gífurleg spreng- ing, og miklir eldar komu up. Það voru hinar stóru Halifax- og Lancaster-flugvélar, sem þessar árásir gerðu. Tundur- dufl voru lögð á siglingaleiðir Þjóðverja. 7 flugvélar týndust í öllum þessu árásum. Sir Jchn Dill teiisrs- dokior í iðgum SIR JOHN DILL marskálk- ur, sem er hernaðarerind- reki Breta í Bandaríkjunum, var gerður að heiðursdoktor í lögum við Princetonháskóla. Við það tækifæri skýrði Sir John frá því, að Bretar myndu senda háskólanum stein úr rúst- um neðri málsstofunnar brezku, sem varð mjög hart úti í loft- árásum Þjóðverja, eins og menn muna. Sir John Dill var áð- ur yfirmaður herforingjaráðs Breta, en hefir nú um skeið ver- ið vestra og átt sæti x hinu sameiginlega herráði Breta og Bandaríkjamanna og setið marga fundi með MarshaH hershöfðingja og öðrum ráða- mönnum Bandaríkjahersins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.