Alþýðublaðið - 21.05.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.05.1944, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLADiD Sunnudagiim 21. maí 1944. Þáffakan f þjóSaratkvæðagreiðslunni MZNDIN er sýnishörn af töflum, sem hafðar verða til sýnis víðsvegar um bæinn. Þær eru til þeiss ætlaðar að gefa heildaryfirlit yfir kjörsókn í einstöíkuim kjördæmum. Út frá hringnum í miðju, sem umlykur ísland og hefir áletrunina „Lýðtveldiisklosningarnar 20.— 23. maí 1944“ stafar geislum í allar áttir, en við ytri enda geislanna eru nöfn einstakra kjördæma í réttri röð. Á milli geiíslannia eru reitir með fjórum þverstrikum. Geislarnir eriu til þess gerðir að lita þá jafnóðum og koisningu miðar áfram, þannig að byrjað er að lita innst og litað úteftir, éftir því sem kjörsókn vex. Hringurinn utan við „Lýðveldiskosningarnar 20.—23. maí 1944“ táknar 50%. Fyrsta þverstrik- ið 60%, annað þverstrikið 70% og þannig áfram 80% og 90%, en hringurinn innan við nöfn kjör- dæmanna táknar 100% þátttöku. Byrjað verður að lita geislana þegar kjörsókn í ein'hverju kjördæm- inu er komin upp fyrir 50% og geislarnir lengjast svo smómsaman eftir því sem kjörsókninni mið- ar áfram, og markmiðið ætti að vera, að allir geislarnir nái út að 100% hxingnum. 'Eftir kosningarnar ber lengd hinna einstöku geisla vitni um það, hve kjörsókn hefir verið mik il hlutfallslega í einstökum kjördæmum. Helgi Sigurðisison verkfræðingur gerði þennan urppdrátt. Samktnnlagið í vegavinnonDi. fUþ4»«»U»i» (Utvtlóri: Stofán Pétnnmn. Bímar rltstjómar: 4901 og 4902. Ritatjóm og afgreiðsla 1 Al- þýöuhúsinu við Hveriisgötu. Otgefandi: AlþýSuflokkurlun. Shnar afgrelSslu: 4900 og 4909. VerO I lauMsölu 49 aura. AlþýðuprentsmlOJ an h.t Samkomolagsleiðio giftodrýgst. MEÐ samningunum, sem gerðir voru á uppstign- ingardag milli Alþýðusam- bands íslands og ríkisstjórnar- innar um kaup og kjör vega- vinnumanna, hefir loksins feng- izt lausn á vegavinnudeilunni, sem verkamenn ættu að geta vel við unað. Ekki sízt vegna þess, að í áratugi hefir staðið hörð barátta um kaup þessara verka- manna, og þeir alltaf verið af- skiptir. Hafa engir, eða að minnsta kosti sárafáir, einstak- ir atvinnurekendur nú á síðari árum sýnt jafnmikla stirfni í samningum við verkamenn og ríkisvaldið nær alltaf þegar rætt hefir verið um kaup vega- vinnumanna. Þessu hefir meðal annars valdið sú staðreynd, að þessir menn hafa mjög margir ekki haft nein samtök, en sótt þessa vinnu úr ýmsum áttum, án þess að eiga nokkra bak- hjarla, sem vernduðu rétt þeirra. Baráttan um kaup þessara verkamanna hefir oft verið mjög hörð, enda hefir ríkis- valdið þá oft verið stutt til andspyrnu gegn verkamönnun- um af íhaldssinnuðum og þröngsýnum hreppstjórum og oddvitum heima í héraði, sem með því að hafa þótzt vera að gæta hagsmuna skattborgar- anna, sem hafa lagt fram fé til sýsluvega á móti ríkinu. Með samningunum nú var brotin á bak aftur sú viðleitni ríkisstjórnarinnar, að setja vegavinnumenn í nokkurs kon- ar annan flokk verkamanna. Það ætlaði hún að gera með því að koma í veg fyrir það að þeir nytu þeirra umbóta á kaupi og kjörum, sem verka- lýðsfélög hafa getað knúið fram síðan í fyrra. Þess vegna lagði Alþýðusambandið svo ríka áherzlu á nokkra breyt- ingu kaupgjaldssvæðanna og um það stóð aðaldeilan. Þá hefir nú ríkisstjórnin við- urkennt Alþýðusambandið með skriflegum samningum sem fullgildan samningsaðila fyrir hönd vegavinnumanna og er það mikils virði. Maður skyldi hafa ætlað, að eftir að vinnu- löggjöfin var sett, myndi reyn- ast auðveldara fyrir verkalýðs- samtökin að fá sig viðurkennd og geta með friði og samkvæmt . föstum reglum barizt fyrir kjarabótum til handa verka- lýðnum. Þetta hefir og orðið raunin á gagnvart öllum ein- stökum atvinnurekendum; en því er ekki hægt að neita, að sjálf ríkisstjórnin virðist eftir sem áður hafa haft furðu lítinn skilning á þýðingu og hlutverki þessarar löggjafar, og kom þetta berlega fram í hinni nýafstöðnu deilu, þar sem ríkisstjórnin reynir að hafa kjarabætur af þeim vwi-q. mönnum, sem hjá henni vinna, reynir að draga lausn deilunn- ar á langinn með því að leita ekki til sáttasemjara fyrr en í síðustu lög og fer svo loks fram með málaferlum og lögsóknum gegn allsherjarsamtökunum. Það situr sízt á ríkisstjórn- HÉR FARA á eftir samn- ingar þeir, sem undirrit- aðir voru á uppstigningardag um kaup og kjör verkamanna í vegavinnu: Samningur milli vegamála- stjóra og Alþýðusambands ís- lands um kaup og kjör við vega- og brúargerðir. 1. gr. Um kaup og kjör verka manna hjá vegagerð ríkisins fer á félagssvæðum verkalýðsfé- laganna eftir núgildandi viður- kenndum taxta eða samningi þess verkalýðsfélags innan sömu sýslu, sem næst er vinnustað, þó með takmörkum þeirra á- kvæða, sem felast í samningi þessum og meðfylgjandi skrá um kjarasvæði. 2. gr. Sé ekki hægt að vinna sökum óveðurs, heila daga eða hluta úr dögum, skal greiddur þriðjungur tímakaups, sé ekki öðru vísi um samið af viðkom- andi verkalýðsfélagi. 3. gr. Verkamenn skulu njóta inni að beita verkalýðssamtök- in í landinu harðræði, þó að þeim beri að sjálfsögðu að fara að lögum í starfsemi sinni, og það munu þau sjálf hafa talið sig gera í þessu tilfelli, þó að dómstóllinn segði annað. Það mun vera í fyrsta skipti allra hlunninda, sem verið hafa, svo sem: a) ókeypis flutninga á öllum nauðsynjavörum, ókeypis mat- reiðslu, matreiðsluáhöld, kol, olíu, skýli og rúmstæði. b) kaffihlé verður eins og venju'lega hefir verið í vega- vinnu, sé ekki öðru vísi um samið af viðkomandi verkalýðs félagi. c) þar sem svo hagar til, að verkamenn eru búsettir í næsta kauptúni eða nágrenni við vinnustaðinn skal greitt fyrir þeim um ókeypis flutning að og frá heimilum þeirra um helg- ar, en þar sem vegagerðin hefir ekki nægan bílakost til slíkra flutninga, er eigi skylt að leigja sérstaka bíla til þeirra nema um aðra hvora helgi. d) þar sem svo hagar til, að verkamenn fara til heimila sinna að afloknu dagsverki, skal tryggður flutningur til kaup- túns, þeim sem þar eiga heima, en aðrir verkamenn fá flutning nú í hinni löngu og hörðu bar- áttusögu vegavinnumanna, sem þeir njóta algerlega sömu kjara og aðrir verkamenn., Þetta er og aðrir verkamenn samkvæmt því samkomulagi, sem gert hefir verið. Er það í sjálfu sér ekki lítill sigur fyrir þá. ** eftir því sem hentar, eftir aðal- leið að endastöð. Skal önnur ferðin falla inn í vinnutíma, sé ekki öðru vísi um samið af við- komandi verkalýðsfélagi. Verka mönnum' sé séð fyrir skýlum til að matast í og drekka kaffi. e) þar sem um stóra viðlegu- flokka er að ræða (12—14 manns) skal greidd af vegafé hæfileg leiga fyrir útvarpstæki til afnota fyrir vinnuflokka að hálfu móti verkamönnum, ef meirihluti verkamanna óskar þess. 4. gr. Þar sem unnið er svo langt frá heimilum verka- manna, að eigi þykir henta að þeir hverfi daglega til heimila sinna, skal á tímabilinu frá 1. maí til 30. september unnin 48 stunda vinnuvika á 5 dögum, sé þess óskað af meirihluta verkamanna viðkomandi vinnu- hóps. Laugardagur og sunnu- dagur séu þá fríir, og skal verkamönnum tryggð heimferð á föstudagskvöldum, þeim .að kosnaðarlausu, sbr. þó 3. gr. c. Þegar sérstaklega stendur á getur verkstjóri þó ákveðið, að unnið skuli alla virka daga einstakrar viku, enda sé það þá samþykkt af meirihluta verka- manna viðkomandi vinnuhóps. 5. gr. Á Vatnsskarði, Öxna- dalsheiði frá Öxnadalsárbrú að Silfrastöðum, Þorskafjarðar- 1 heiði og Jökuldalsheiði er heim ilt að vinna allt að 60 stundir á viku, með venjulegu dag- vinnukaupi, enda sé meirihluti vinnuhóps því samþykkur. 6. gr. Þar sem í sambandi við notkun stórvirkra vinnuvéla þykir nauðsynlegt að vinna í vöktum, skal grunnkaup vera 15% hærra miðað við 8 stunda vaktavinnu. 7. gr. Lágmarkskaup og kjör fyrir bifreiðar séu samkvæmt núgildandi samningi eða við- urkenndum taxta þess bifreiða- stjórafélags, sem starfandi er á kjarasvæðinu. Á kjarasvæð- um þar sem engin bifreiðastjóra félög eru starfandi og engir samningar eru til um kaup fyr- ir bifreiðar, skal kaupið vera sem hér segir: Fyrir bifreiðar með véllyft- um kr. 18 pr. klst. Fyrir aðrar bifreiðar kr. 15 pr. klst. enda flytji þær minnst 2—2Vá tonna hlass. Fyrir flutning á verkafólki til og frá vinnu um helgar skal bifreiðum greitt sem svarar tímakaupi fyrir aðra leiðina. Þar sem um óvenjulega langan eða erfiðan akstur bifreiða er að ræða, daglega um lengri tíma,. skal sérstaklega semja um auka greiðslu þegar sýnt er orðið, hvað sanngjarnt er í því efni. 8. gr. Samningur þessi gildir frá og með undirskriftardegi til 1. maí 1945. Hann er uppsegj- anlegur með lVá mánaðar fyr- irvara. Sé honum ekki sagt upp framlengist hann um 12 mánuði í senn með sama upp- sagnarfresti. Sá aðili, sem samningnum segir upp, skal áður en tvær vikur eru liðnar af uppsagnar- fresti leggja fram við hinn aðil- ann skriflegar tillögur að nýj- um samningi og skulu viðræður þá hefjast milli aðilanna um nýja samningagerð. 9. gr. Samningur þessi er gerður í tveim samhljóða ein- tökum og heldur hvor aðili sínu. Reykjavík, 18. maí 1944. Skipting kaup- og kjarasvæða skv. samningum um kaup og kjör við vega- og brúagerðir. 1) í Kjósarsýslu greiðist kr. 2,45 á klst. 2) I Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu greiðist kr. 2,10 á klst. að undanskildu Borgarnesskaup- svæði. 3) Borgarnesskaupsvæði nær yfir Borgarneshrepp, greiðist 2,45 á klst. 4) Stykkishólmskaupsvæði nær yfir Helgafel’lssveit, greið- ist kr. 2,10 á klst. 5) Grundarfjarðarkaupsvæðí nær yfir Eyrarsveit, greiðist kr. 1,90 á klst. 6) Ólafsvíkurkaupsvæði nær frá Ólafsvíkurklifi að Fróðá, greiðist kr. 1,75 á klst. 7) Hellissandskaupsvæði nær frá Gufuskálum að Ingjalds- hóli, greiðist kr. 1,65 á klst. 8) LSnæfellsness- og Hnappa dalssýslu utan. kaupsvæða Stykkishólms, Ólafsvíkur og Hellissands greiðist kr. 1,90 á klst. 9) í Dalasýslu greiðist kr. 1,90 á klst. 10) Patreksfjarðarkaupsvæði nær út að Sveinseyri og suður yfir. Kleifaheiði, greiðist kr. 2,00 á klst. vestur að sýslumörkum og yfir Hálfdán, greiðist kr. 2,00 á klst. ' 12) í Barðastrandarsýslu ut- an kaupsvæðis Bíldudals og Patreksfjarðar greiðist kr. 1,90 á klst. 13) ísafjarðarkaupsvæði nær út að Hnífsdal, inn að Kirkju- bóli og vestur yfir Breíðdals- heiði, greiðist kr. 2,10 á klst. 14) í ísafjarðarsýslu utan ísafjafðarkaupsvæðis greiðist kr. 1,90 á klst. 15) Hólmavíkurkaupsvæði nær yfir Hrófbergshrepp, greið ist kr. 2,00 á klst. 16) Drangsneskaupsvæði nær yfir Kaldrananeshrepn. greið- Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.