Alþýðublaðið - 21.05.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.05.1944, Blaðsíða 6
ALÞYPUBLABIÐ Smmpdagian £1. ntí 1944. KAUPTAXTI Samkvæmt ókvörðun félagsfundar í Þvottakvennafé- laginu „Freyja“, 9. maí 1944, fejlur kauptaxti sá er aug- lýstur var 14. okt. 1942 um tímavinnu við hverskonar þvott úr gildi 25. maí 1944. Jafnframt var samþykkt að frá og með 25. maí 1944 skuli eftirfarandi kauptaxti gilda fyrir félags- konur, sem vinna að hverskonar þvottum og hreingerningu í tímavinnu: Dagvinnna frá kl. 8 f. h. til kl. 5 e. h. greiðist með kr. 1,70 pr klst. Eftirvinna frá kl. 5—8 e. h. greiðist með 50% álagi á dagkaup. Nætur- og helgidagavinna frá kl. 8 e. til h. vinnu- byrjunar næsta dag greiðist með 100% álagi á dagkaup. Kaup þetta greiðist með fullu vísitöluálagi samkvæmt dýrtíðarvísitölu kauplagsnefndar, miðað við vísitölu þá sem birt er í mánuðinum á undan þeim mánuði sem greitt er fyrir. Um kaffi- og matartíma fer eftir reglum þeim er gilda um almenna verkamannavinnnu. Að öðru leyti gilda fyrri venjur að því' er snertir kaup og kjör. Samkvæmt framanrituðu er engri félagskonu heimilt að vinna að þvottum eða hreingerningum í tímavinnu frá og með 25. maí n. k. nema samkvæmt taxta þessum, þar til öðruvísi verður ákveðið. Reykjavík, 17. maí 1944 STJÓRNIN arnir Frh. a1 4. síðu ist kr. 1,70 á klst. 17) Djúpavíkurkaupsvæði nær yfir sveitina umhverfis Reykjafjörð norður til Árness, greiðist kr. 2,10 á klst. 18) í Strandasýslu utan kaupsvæða Hólmavíkur, Djúpa víkur og Drangsness greiðist kr. 1,90 á klst. 19) Hvammstangakaupsvæði nær yfir Vestur-Húnavatns- sýslu, greiðist kr. 1,90 á klst. 20) Blönduósskaupsvæði nær yfir Austur-Húnavatnssýslu nema kaupsvæði Skagastrand- ar, greiðist kr. 2,10 á klst. 21) Skagastrandarkaupsvæði nær inn að Laxá, út á Skaga og austur að sýslumörkum Skaga- fjarðarsýslu, greiðist kr. 1,85 á klst. 22) Sauðárkrókskaupsvæði nær yfir Sauðárkrókshrepp, greiðist kr. 2,20 á klst. 23) í Skagafjarðarsýslu utan kaupsvæðis Sauðárkróks, greið ist kr. 2,10 á klst. 24) Akureyrarkaupsvæði nær að sýslumótum hjá Veigastöð- um, inn að vegamótum Lauga- landsvegar hjá Kaupangi og inn á vegamót Eyjafjarðar- brautar við Hólmaveg að sýslu- mótum við Grjótá og út að ytri takmörkum Arnarneshrepps, greiðist kr. 2,10 á klst. 25) í Eyjafjarðarsýslu utan Akureyrarkaupsvæðis greiðist kr. 1,90 á klst. 26) Svalbarðsstrandarkaup- svæði nær yfir Svalbarðs strandarhrepp, greiðist kr. 2,10 á klst. 27) Raufarhafnarkaupsvæði nær yfir allan Presthólahrepp, greiðist kr. 2,10 á klst. 28) Þórshafnarkaupsvæði nær yfir Sauðaneshrepp, greið- ist kr. 1,80 á klst. 29) í Þingeyjarsýslum utan kaupsvæða Svalbarðsstrandar, Raufarhafnar og Þórshafnar greiðist kr. 1,90 á klst. 30) í Múlasýslum og Austur- Skaptafellssýslum greiðist kr. 1,90 á klst. að undanskildum Seyðisfjarðarkaupstað. 31) Seyðisfjarðarkaupsvæði nái yfir félagssvæði verkalýðs- félags i Seyðisfjarðar og Fjarð- arheiði að Norðurbrún, kr. 2,30. 32) Víkurkaupsvæði nær yfir Dyrhólahrepp og Hvamms- hrepp, greiðist kr. 2,10 á klst. 33) í Vestur-Skaptafellssýslu utan Víkúrkaupsvæðis greiðist kr. 1,90 á klst. 34) í Rangárvallasýslu greið- ist kr. 2,10 á klst. 35) í Árnessýslu greiðist kr. 2,10, nema Eyrarbakka og Ölf- ushreppi kr. 2,45. Reykjavík, 18. maí 1544. F. h. ríkisstjórnarinnar. Geir G. Zoega (sign.). F. h. Alþýðusambands Islands. Jón Sigurðsson (sign.). Jón Rafnsson (sign.). Hermann Guðmundss. (sign.). Kabareffsýning NÝLEGA HEFUR verið stofnuð hljómsveit, sem efnir til cabarett-sýningar. Með hljómsveitinni syngur „Tríó“, 3 ungar stúlkur: sópran, alt og millirödd, og syngja þær ýmist samany eða hver í sínu lagi. — Næstkomandi mánudag verður frumsýning hjá Músík-Cabar- ettinum í Gamla Bíó. Þar gefst bæjai’búum kostur á góðri skemmtun; yfir 20 skemmtiat- riði verða þar á boðstólum. Um leið og tríóið syngur, sýna stúlkurnar helztu spor í t. d. La Conga, og Jitterbug o. s. frv., enda þótt ekki sé um beina danssýningu að ræða, þar sem plássið er mjög takmarkað á leiksviðinu. Hinn velþekkti (kynnir) Gísli Sigurðsson, mun skemmta með söng og eftirhermum á meðan hljómsveitin tekur sér augna- blikshvíld og söngvarar skipta um smekklega búninga. H. Rasmus, píanóelikari, hef- ur raddsett öll lögin og séð um æfingar á hljómsv. og söng. Adolf Theódórsson, saxóphone- leikari verður stjómandi hljóm- sveitarinnar. Hallgr. Bachmann verður ljósameistari og Jón Alexandersson sér um mikro- fón og hljómmagnara, — Yfir- leitt er vandað til þessa Músiík- Cabaretts eins og mögulega er hægt hér í bæ. enda verður á- Frh. á 7. eiðií Sextugur á morgun: Guðmundur Jónasson, Hafnarfirði EINN VINSÆLASTI og um leið duglegasti verkstjór- inn í Hafnarfirði, Guðmundur Jónasson, verður sextugur á morgun, 22. maí. Guðmundur er fæddur að Stóru-Vatnsleysu, hér skammt fyrir sunnan Hafnarfjörð, og ólst þar upp fram undir tvítugt, en þá fluttist hann til Hafnar- fjarðar og hefir átt hér heima síðan. Fyrst um sinn stundaði hann almenna verkamanna- vinnu, en seinna verkstjórn, og hefir hún orðið hans aðalstarf að heita má óslitið síðan. Hann hafði ekki lengi dvalið í Hafnarfirði, er hann fór að láta málefni verkamanna til sín taka. Hann tók þátt í störfum Verkamannafélagsins Hlíf, frá upphafi, og átti í nokkur ár sa.-1 í stjóm þess. Ég man vel eftir honum á þeim árum, þó að alllangt sé umliðið eða full 30 ár, og þó að ég hafi þá aðeins verið barn að aldri. Hann kom þá nokkrum simium á heimili foreldra minna, og ræddi við þau um þessi áhugamál sín, og ég minn- ist enn í dag áhugans og sann- færingarinnar, er þau bar á góma. Hvort tveggja var svo augljóst, að það fór ekki fram hjá neinum, og ég býst við að ég beri þess menjar að veru- legu leyti en þann dag í dag. Síðar gekk Guðmundur Jón- asson í Alþýðuflokkinn, þegar hann var stofnaður, og, hefir verið einn allra ötulasti og á- kveðnasti stuðningsmaður hans, alla stund síðan. Hann hefir, eins og að líkum lætur, gegnt fyrir hann fjölmörgum trúnað- arstörfum, átt sæti í fulltrúa- ráði um langan aldur, bæjar- fulltrúi 1924—’30 og ’34—’38, í framfærslumálanefnd o. fl. o. fl. í ölum þessum störfum hefir hann komið fram sem sá góði drengur og mannkosta- maður, sem hann er, sem hvers manns vandræði vildi leysa. Á þetta kannske ekki hvað sízt við um störf hans í framfærslu- málanefnd, og áður í fátækra- nefnd. Lagði hann sig þar oft fram, svo að ekki varð betur gert, til að leysa vandkvæði þeirra, er þangað þurftu að leita, og margir munu þeir, sem minn- ast hans með þakklæti frá þeim dögum. Sama hefir verið uppi á ten- ingnum við það verkafólk, sem hann hefir átt að hafa umsjón með, eftir að hann varð verk- stjóri. Honum hefir tekizt að umgangast það á þann hatt, sem bezt verður á kosið, þannig, að hann hefir áunnið sér hvort tveggja í senn, vinsemd þess og virðingu, og þó án þess að vinnn brögðin liðu við það, eða hallað væri á nokkurn hátt rétti þess, er unnið var fyrir, en hann hefir gegnt verkstjórastarfi fyr- ir ýmsa, sérstaklega við fisk- verkun, en um skeið einnig ver- ið aðalverkstjóri bæjarins. En Guðmundur hefir átt fleiri áhugamál um dagana. Hann hefir unnið mikið starf fyrir kirkjuna og átt lengi sæti í safnaðarstjórn. Bindindismál- in hafa líka jafnan verið hon- um hugleikin og í þeirra þágu hefir hann innt af höndum gott og mikið starf. Þegar lítið hefir verið hér urn atvinnu, hefir hann beitt sér fyrir skipakaup- um og útgerð ýmiss konar skipa, allt frá mótorbátum upp í tog- ara. En ávallt hefir mér fund- izt þar meir kenna áhuga fyrir því að skapa lífrænt starf, en gróðavonar hans sjálfs. Guðmundur er tvíkvæntur. Var fyrri kona hans María Halldórsdóttir frá Óttarstöðum, en hin síðari, Þorgerður Magnús dó++ír frá Nýjabæ, hér í Garða- hreppi. Guðmundur Jónasson. er mað ur glaður og reifur, og alltaf Guðmundur Jónasson. fullur af áhuga fyrir ýmsu því, sem hann ýmist hefir með hönd Um, eða hyggst að gera. Við, vinir hans og samstarfs- menn, óskum honum enn langs aldurs, og starfa fyrir sig og aðra, því að það vitum við að gleður hann mest, að geta unn- ið sér og öðrum til gagns. Emil Jónsson. ÞAÐ eru alltaf talsvert merki leg támaamót á ævi manna, þegar aldur er orðinn 50—60 eða 70 ár, en því merldlegri támamót eru það, þegar sá eða sú, er sextugur eða sextug verð ur, befir verið góður borgari í þjóðifélaginu í orðisins fyllstu merkingu. Einn góður og merkur sam- borgari okkar hér í Hafnarfirði, er sextugur á morgun; — Guð- mundur Jónasson, verkstjóri Vörðulstíg 3 hér í bæ. Það er ó- þarfi að kynna hann fyrir Hafn firðingum, hann er hverju manmsbarnd í þessurn bæ svo kunnur að í raun og veru eru þessar Mnur óþarfar til að vekja athygli á þes'sum tdmaskiptum ævi hans. Heldur vildi ég að línur þessar gætu flutt honum hugheilar ámaðaróiskir og þakk læti fyrir langa og góða viðkynn ingu. Þegar Guðmundur Jónasson kom hingað fyrir mörgum ár- um voru kjör almennings öll önnur en þau eru nú, engin sam tök um kaup, kjör eða réttindi vinnandi fólk's. Þá eins og nú voru menn er sóu hvar skórinn kreppti að, hvað gera þyrfti til þess að búa betur í haginn fyr ir þær stéttir þjóðfélagsins er óvÍEsasta áttu afktomu sína. Guðtmundur Jónas&on skipaöi sér fljótt í fylkingu þeirra, er töldu nauðsyn á skipulegum samtökum verkalýðsins hér í hæ og um mörg ár vann hann sem fulltrúi Alþýðuflobksins í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar og víð- ar að bættum hag og betri að- búð almenníngs hér í bænum. Og það er ábyggilega engin til- viljun að Guðmundur lenti þar í fiokki, sem hann hefir alltaf mjög einarðlega stanfað í og stutt, Alþýðuflokknum. Menn með Ííku hugarfari og Guðlmund ur finnst mér að hvergi geti skipað sér annars staðar í flokk. Guðmundur mun bomast að raun um það á morgun að marg ur Hafnffirðingurinn bæði karlar og konur, senda honum hlýjar kveðjur og mun hann. þá ábyggi lega finna að hann hefir aflað sér vinsælda með ljúfmannlegri og yfirlætislausri framkomu sinni hér í þesisum bæ. Ég veit og með vissu að allir þeir mörgu sem unnið haffa undir verkstjórn Guðmundar, — en verkstjórn hefir hann lengst af haft á hendi — munu minnast með ánægju samverustundanna undanfarin ár. Þó mætti líka geta þess hér að Guomundur er góður bind- indismaður og hefir alla tíð lagt gott lið bindindismólunum, og í safnaðarstjóm hefir hann átt sæti um margra ára bil. Hefir hann og á báðum þessum svið- um átt sín hugðarefni, og hygg ég að samstarfsmenn hans þar, muni nú þakka honum samstarf- ið og óska að það megi vara sem lengst. Og þess vildi ég óska Guð- mundi Jónassyni tll handa, að óliðin æviár mættu verða hon um til velfarnaðar og að elli, sem alla heimsækir einhvern- tíma á langri líifisleið, væri nú óralangt undan landi. Heill sé þér sextugum á morg un Guðmundur Jónasson. Samborgari. Happdræl Frjáls- lynda safnaSarins EINS og flestir munu minn- ast, þá efndi Frjálslyndi söfnuðurinn til einhvers fyrsta happdrættis hér um bíl, og þótti rausnarlega af stað farið. — Nú hefir söfnuðurinn færzt í auk- ana og bætt sumarbústað við, þannig að nú er hvortveggja, bíll og sumarbústaður, í einum og sama drættinum, og því hvorttveggja fáanlegt fyrir einar 5 krónur, sem ekki er mikill peningur nú til dags. Gefandi sumarbústaðarins er ónafngreindur safnaðarmaður og annar hefir gefið bílinn. Bústaðurinn stendur á ljóm- andi fögrum stað við Elliðavatn aðeins örskot frá Reykjavík, nokkra mínútna ferð fyrir þann sem hreppir bílinn að auki, en hjá því verður sennilega ekki komizt, hreppi sá hinn sami bú staðinn. Þetta er eitthvað ágæt- asta tækifæri fyrir efnalitla til þess að veita sér hvortveggja í senn: ferðalög og sumardvöl. Bústaðurinn verður tilbúinn í lok júní, en 5. júlí ætlar göfnuð urinn að hafa lokið sölu happ- drættismiða og þá verður dreg- ið. Bíll sá, sem hér gefst tæki- færi til að eignast fyrir ca. kr. 2,50, er ekki alveg nýr, en lítið keyrður og hefir verið í einka- eign alla sína tíð. Fylgja honum 5 gúmmí, sém þætti út af fyrir sig góð eign í þeim miklu vand ræðum, sem hér eru með gúmmí og það svo að sumir bif- reiðarstjórar, sem leigubíl aka, telja sig verða að leggja bílum sínum á næstunni ef ekki ræt- ist úr. Er ekki að efa, ef tekið er til- lit til þess áhuga, sem safnaðar- meðlimir hafa áður sýnt við lík tækifæri, aði enginn Reykvík- ingur sleppur við að kaupa happdrættismðia þá, er hér um ræðir, enda hefir þeim oft ver- ið boðið upp á verra en bæði bíl og hús, þótt sumarbústaður sé, fyrir einar litlar 5 krónur. í. B. 5. Etirasf enn síorgjafir IÆR HÖFÐIN GLEGAR GJAFIR voru afhentar Sambandi íslenzkra berklasjúkl inga í gær af tveim fyrirtækj- um, sem ekki vilja láta nafns síns getið. Var önnur þeirra að upphæð 15 þúsund krónur og hin 10 þúsund krónur. Knaifspyrnumólin Fjórðaflokksmótið hefst í dag (sunnudag) kl. 9.30. Keppa fyrst ’ I. R. og Valur og síðan K. R. og Fram. Kl. 2. á sunnudag hefst 2. fl. mótið m.eð leik á milli K. R. og Fram. 3; fl. mlótið heldur áfram kl. 2. ó sunnudag og keppa þá Fram og I. R. og K. R. og Valur. Eru þetta seinustu leikir í 3. fl. mót inu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.