Alþýðublaðið - 02.06.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.06.1944, Blaðsíða 2
Ö 2 z rsf5es*s» .-.it*aj $ e. ,.&agaaiagL Pyrsto Msmæðrakenaararmr, AtskPifáðir'hÍr Fyrstu ihiúsmæðrakennararnir, sem útskrifast íhér ásamt skóla- stjóra sínum. Talið írá vinistri. Fremri röð: Salóme Gísladóttir, Helga Kristjánsdlóttir, Helga Sigurðardóttir, skólastjóri, (Þórunn HaÆstein, Þorgerður Þorvarðardóttir. AJftari röð (frá vinstri): Halldóra JEggertsdúttir, Ágústa Guðmundsdóttir, Vigdás Jónsdótt- ir, Signíður Jónsdióttir, Guðbjörg Bgrgs og Guðný Frímannsdóttir. <Sjá grein um uppsögn ihúsmæðrakennaraskólans á öðrum stað í iblaðinu á dag. Ásfand Tjarnarinnar rætt í bæj- ff r - I gæ RannsókBi vert&isr geró á möguleikum á dýpkun hennar ®g hreinsun . > TW| IKIÐ var rætt um Tjörn ■* inaoggamlakirkjugarð inn við Aðalstræti á bæjar- stjórnarfundi, sem haldinn var í gær. Gunnar Thoroddsen hóf um- ræSur um Tjömina og lýsti út- liti hennar og ásigkomulagi svo vel, að jafnvel fýluna úr þess- ari „prýði Reykjavíkur“ lagði um fundarsalinn, sem er á efstu hæð Eimskipafélagshússins. Hann og fleiri, sem til máls tóku, víttu það harðlega, að vatninu skyldi nú í 2 sumur hafa verið hleypt úr Tjörninni. Var þó talin nokkur afsökun fyrir því, að það var gert í fyrra, þar sem verið var að leggja sorpræsi í götur þar í grennd, en bæjarfulltrúar töldu ekkert réttlæta það að vatninu skuli hafa verið hlevpt úr henni í vor. Ástæðurnar voru taldar þær, að verið væri að leggja hitaveituna í Tjarnar- götu, og svo, að verið væri að grafa fyrir húsgrunni við göt- una. Jón Axel Pétursson sagði, að ekki hefði verið talið nauðsyn- legt að hleypa vatninu úr Tjörninni um árið, þegar kjall- arinn undir Iðnó var dýpkaður — og hann spurði, hvernig far- ið yrði að, þegar byggð væru stórhýsi á hafnarbakkanum. Samkvæmt þessari aðferð við Tjörnina, liti helzt út fyrir, að ekki yrði hægt að byggja hús á hafnarbakkanum nema með því að tæma Faxaflóa. (!!!) Gunnar Thoroddsen flutti eftirfarandi tillögur, sem sam- þykktaxt voru í einu hljóði: „Bæjarstjóm áiyktar að Tjömin skuli ekki tæmd né j vatni hleypí úr henni svo • nokkru nemi, án þess að sér- I stök brýn nauðsyn krefji að ' dómi bæjarráðs að þá sem skemmstan tífna hverju sinni.“ „Bæjarstjóm ályktar að fela bæjarráði að látá fram J Fth. á 7. fftða. Samþykk um aö veifta ný leyf i, ósam W VIKMYNDAHÚSIN og veiting kvikmynda- rekstursleyfa voru til um- ræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. Fyrir fundinum lá tillaga sú, sem borgarstjóri bar fram á fundi bæjarráðs 12. maí s.l., en hún var svo hljóðandi: „Bæjarstjórn Reykjavíkur mun veita leyfi til reksturs kvikmyndahúsa hér í bær»’m hverjum þeim, sem fullnægja eftirgreindum skilyrðum: 1. Hefir skv. landlögum leyfi til atvinnureksturs hér á lándi. 2. Hefir húsnæði, sem að dómi bæjarstjórnar og annarra réttra stjórnarvalda, er td hæft, að hafa þar kvikmynda- sýningar fyrir almenning. 3. Samþykkir að greiða í bæjarsjóð fast gjald af hverju sæti í sýningarsal, svo sem það verður ákveðið af bæjarstjórn á hverjum tíma.“ Haraldur Guðmundss. kvaðst árétta þá skoðun Alþýðuflokks- ins, að bærinn ætti að taka rekstur kvikmyndahúsa í bæn- um í sínar hendur, en þar sem það fengist ekki samþykkt, teldi flokkurinn rétt að sam- þykkja tillögu, sem’ að rriestu væri samhljóða tillögu borgar- stjórn. Þó vildi hann setja fleiri skilyrði fyrir leyfisveit- ingúm. Bar: Haraldur fram eft- irfarandi viðbótartillögu við til-: lögu bórgarstjóra: „Leyfin veit- ist aðeins til ákveðins tíma, et eigi sé lengri en 20 ár. Þó falla leyfin niður fyrr, ef bæjar- stjórn samþykkir að taka í sín- ar hendur kvikmyndasýningar í bænum, enda hafi þá bæjar- ALhY®yjBL4®JM Föstudagur 2. júní 1944.. ems og Ákveðíð að leifa stuðnings ríkisstiórnarinnar SbúÖiniar veröa í steinsteyptym samfeld- um bygging^m GAMALT og nýtt baráttumál Alþýðuflokksins sigraði á fundi bæjarstjórnar í gærkveldi. Bæjarstjórnin sam- þykkti með samhljóða atkvæðxnn að beita sér fyrir því að byggðar yrðu 100 eins og tveggja herbergja íbúðir í bænum. Mál þetta <hefir hvað eftir annað verið borið fram í bæj- arstjóm af Alþýðuflokknum t. d. í vetur við samningu fjár- hagsáætlunarinnar en var vísað til byggmgarmálanefndar og síðast um leið og samþykkt var útsvarshækkunin en fékkst þá ekki samþykkt. Fyrir alliöngu var skipuð fimim manna byggingarmála- nefnd af bæjarstjórn. Voru í benni fulltrúar allra flo-kka. Nefndin hefir fyrir nokkru skil að ítarlegu áliti og bar fram í þtví eftirfarandi tillögu: „Nefndin lítur svo á, að bænum beri nauðsyn til að hafa ávallt nokkurt húsnæði handa fólki því, er stendur á götunni, ef svo má segja og ekki er sjálft þess umkomið að útvega sér húsnæði, og leggur því til, að bærinn láti á næstunni reisa um 100 í- búðir 1 og 2ja herbergja á- samt sjálfsögðum þægindum, svo sem eldhúsi, salerni með steypuhaði, svölum, þvotta- og þurrkhúsi og nægilegum geymslum, í sambyggðum 3ja hæða húsum, og leiga út þess ar íbúðir. Auk þess telur nefndin æskilegt, að bærinn aðstoðaði efnalitla einstakl- inga í húsnæðisvandræðun- um til að byggja íhúðarhús, með því að útvega þeim hag- feldari lán en nú tíðkast, ef þeir geta sjálfir lagt fram á kveðinn t. d. V/—V3 hluta byggingarkostnaðar, enda verði tryggilega frá því geng ið að slík hús geti ekki gengið kaupum og sölum kvaðar- laust. Einnig gæti komið til mála að bærinn gengist fyrir stofnun hyggingafélaga á svip uðum grundvelli og hér var lýst, eða aðstoða starfandi byggingarfélög til að halda byggingarstarfsemi sinni á- fram. Með tilliti til byggingar- kostnaðar telur nefndin mun hagkvæmara fyrir bæinn að byggja varanleg íbúðarhús, en að byggja bráðahirgðahús, sem samkvæmt útreikningi mundu kosta allt að % af verði varanlegra húsa. Verði hafizt handa um byggingu samhyggðra 3ja hæða húsa, vill nefndin henda á lóðir við Skúlagötu, austur af Mjölnisvegi, sem heppileg an stað.“ Á fundinum í gærkveldi, stjórn rétt og skyldu til að kaupa sýningartækin fyrir maL vérð og fasteignir, sem nota þárf til kvikmyndasýninganna fyrir verð, er miðist við aö eign ir þessar befðu verið afskrifaS- ar á 20 árum.“ Borgarstjóri óskaði eftir því að maliriú ýrði vísað til bæjar- ráðs afíur — og var það gert. ræddu þeir um þetta mál, Jón Axel Péturason, Sigfús Sigur- hjartarson og Jakob Möller. Þeir mínntust allir á hið hörmu- lega ástand sem ríkir í húsnæð- ismálum Reykjavíkur, og sagði Jón til dæmis, að það væri ekki aðeins siðferðileg skylda bæjarstjórnar, að hefjast handa gegn þessu ægilega böli, heldur væri það og heilbrigðismál og að tillaga byggingamálanefndar yrði samþykkt að viðbættri eftirfarandi tillögu: „Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að skora á alþingi, -að leggja fram fé til bygginga þessara að jöfnu við bæinn, enda verði þær þá sam- eign ríkis og bæjar.“ Jakob Möller bar fram eftirfarandi brey tingartillögu: „Bæjarstjóm samþykkir að beita sér fyrir því að byggS- ar verði alls 100 eins og tveggja herbergja íbúðir úr steynsteypu í sambyggðum byggingum og felur hæjar- ráði að hef ja undirbúning að framkvæmdum. — Jafn- framt felur bæjarsíjóm hæj- arráði að leita eftir þátttöku ríkisins í þessum og öðrxan framkvæmdum, er bæjar- stjóm kann að gera til úr- lausnar húsnæðisvandræðim- un hér í bænum.“ Frh. ó 7. síðu. Key hersihöf ðingi. Key hershöfðingi Fær heiSursmerkiS Merif". ,The Legion of T ILKYNNT var í aðal- bækistöðvum Banda- ríkjahersins hér í gær, að- Roosevelt forseti hefði sæmt William S. Key hershöfð- ingja, yfirmann Bandaríkja- hersins á íslandi, heiðurs- merkinu „The Legion of Mer it<£. Var hann sæmdur þessu virð- ingarmerki fyrir frábært starf er hann var yfirmaður allrár amerísku herlögregluniiar í Ev- rópu frá 29. október 1942 til 29. maí 1943. Samræmdi hers- höfðinginn starf hinna einstökn deilda lögreglunnar, og vann mjög að aukinni menntun lög- reglumanna. Þá annaðist hannt meðferð og flutning mörg þús- und herfanga. P*rh. á 7. síðu. n ,Wasiiisigt@ii 11 m síkilrsaftíiM: Vinátía og góðviiji U. S. Á. fyfgja li í Frá utanníkiismiálaráSu- neytinu hefir blaðinu bor izt eftirfarandi: 11 TlSHINGTON Post“ birti * » 31. maí ritstjórnargrein undir fyrirsögninni „Velkom ið ísland“. Segir svo 1 greininni: „íslenzka þjóðin getur litið um öxl yfir lýðræðissögu sem er meira en 2V2 öld eldri en „Magna Gharta“ (rétt.imdaskrá Breta). Fulltrúasarnkoma þeirra, alþingi, var stofnað fyrir meira en 1000 árum. Það var því í samræmi við sögu þeirra að Ihift ir frelsisunnandi fbúar, lands- iris ákváðu að gera ekki endan- lega ákvörðun um stjórnmála- lgga framtíð íslands fyrr en þjóð inni hefði verið gefið tækifæri til að greiða þjóðaratkvæði. Sér stakíega var það lagt fyrir þjóð- ina hvort rjufa ætti hin fornu ibond^ við Dani eða fara eigin leið ir sem sjálfstætt lýðveldi. í rauninni hefir ísland verið fullkomlega sjálfstætt ríki síð- an 1918, og hafa einu tengslin við Dani verið þau, að konun,gur Dana hefir jafnframt verið kon ungur íslands — persónusam- band —. Finnland hafði svipao sam- band á ýrrusum tímum við Svf- þjóð og Rússland. Noregur hafði líkt samband við Svíþjóð áður en hann öðlaöist sjálfstæði, og meðal meðlima brezku þjóðar- innar byggjast tengslin á sam- eiginlegum konungi. Eftir að nazistar höfðu lagt undir sig Danmörku 1,940, sámlþykkti al- þim,gi að lýsa yíir saTnlbandsslit- um við Danmörku og taka í síu ar hendur konungisvaldið. ís- lenzka íþjóðin er nú í iþann veg- inn að stiíga loka.skrefið með yfir gnæfandi meiri hluta atkvæða. Lýsí verður yfir stofnun ís- lenzk lýðveldis. Vinátta og góðvilji systurlýðveldisinS, iíandaríkjanna, fylgja ís- íenzku þjóðinni í ákvörðun- um hennar.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.