Alþýðublaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 5
17. júní Í944 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Alþingishúsið í Reykjavík Það var fullbyggt árið 1881 og hefur alþingi alla tíð síðan haldið þar fundi sína. stæðismálið. En loforðið var þó haldið og efnt til þings í Reykja- vík í júlí 1851. Þing þetta kölluðu Islendingar þjóðfund. Hinn langi frestur varð til þess, að íslendingar gátu undir- búið þjóðfundinn vandlega, en hins vegar var þess engin von að stjórnin myndi fallast á þær kröfur, sem gerðar yrðu þar, þar eð afturhaldið hafði sigrað bylt- inguna í allri Evrópu, a. m. k. að nokkru leyti. Frumvarp það, er stjórnin lagði fyrir þjóðfundinn og gekk út á að innlima ísland í Danmörku, sýndi strax að sam- komulag var óhugsanlegt. ís- lendingar voru sammála um að krefjast víðtæks sjálfstæðis og komu fram með frumvarp, sem var í fullu sámræmi við skoðan- ir Jóns Sigurðssonar á réttar- stöðu landsins. Konungsfulltrúi svaraði því með að slíta fundin- um, en allir hinir þjóðkjörnu fulltrúar íslendinga mótmæltu, sem frægt er orðið. Þó að Islendingar fengju ekki kröfum sínum framgengt að þessu sinni, máttu þeir una vel við málalokin. Island var ekki innlimað í Danmörku, heldur var konungur einvaldur í land- inu og alþingi ráðgjafarþing hans. í því að leggja ísland ekki undir löggjafarvald þjóðþings Dana, fólst viðurkenning á því, að ísland hefði sérstöðu. En mál- ið var óleyst og íslendingar gátu beðið betri tíma. Það var mikils- vert, er Jón Sigurðsson' kom því til leiðár árið 1854, að verzlunin var gefin frjáls við allar þjóðir. Islendingar gátu nú farið að stofna til viðskipta við aðrar þjóðir en Dani og gera sig óháða þeim að því leyti. ATÍMABILINU frá þjóð- fundinum fram til 1874 voru gerðar margar tilraunir til að leysa sjálfstæðismál íslands, en engin þeirra bar árangur. A þessum erfiðu tímum var Jón Sigurðsson leiðtogi íslendinga og vann af öllum mætti að því að efla hag landsmanna. Framfarir voru miklar og áhrif íslendinga sjálfra á stjórn landsins fóru vaxandi. Fyrir atbeina Jóns Sig- urðssonar urðu dönsk stjórnar- völd tilleiðanleg til að aðskilja fjárhag íslands og Danmerkur. En það eitt út af fyrir síg, að Is- land fengi sérstakan fjárhag og alþingi fengi fjárforræði, var geysistórt spor í áttina til sjálf- stæðis. Á árunum 1865 til 1874 voru gerðar margar tilraunir til að ná samkomulagi bæði um fjárhagsmálið og stjórnarskipun- armálið. En enginn árangur náðist og danska þingið samdi hin illræmdu stöðulög, þar sem svo var um mælt, að ísland væri óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sérstökum landsréttindum þó og fjárhag. Stöðulögin og aðrar aðgerðir danskra stjórnarvalda, er hnigu í sömu átt, urðu til þess að þjappa íslendingum betur saman um réttindi sín en áður. Alþingi felldi stöðulögin og taldi danska þinginu óheimilt að setja lög um stjómarfarslega stöðu Is- lands. 1869—1870 var Þjóðvina- félagið stofnað fyrir forgöngu Jóns Sigurðssonar. í Danmörku ríkti rammasta afturhald og var vonlaust að kröfur íslendinga um fulla stjórnarbót næðu fram að ganga. Fyrir frumkvæði Jóns Sigurðssonar og Þjóðvinafélags- ins samdi þingið 1873 frumv. til stjórnarskipunarlaga fyrir ís- land, en þar sem ósýnt þótti að stjórnin samþykkti það frum- varp, var samin varatillaga um að biðja konung um að gefa landinu stjórnarskrá árið eftir í tilefni af 1000 ára afmæli byggð- ar landsins. Dönsku stjórninni var farið að leiðast að deila við íslendinga og vildi gjarnan fá einhverja lausn á málinu. íslendingar gátu geng- ið inn á að konungur sem ein- valdsherra landsins gæfi þeim stjórnarskrá af náð sinni. Það kom danska ríkinu ekkert við, en var einkamál konungs og hinna íslenzku þegna hans. Kon- ungur gaf stjórnarskrána 5. jan. 1874. Alþingi fékk löggjafarvald og fjárforræði, en æðsti embætt- ismaður landsins og hinn eigin- legi handhafi framkvæmdar- valdsins var ábyrgðarlaus gagn- vart alþingi; einn af dönsku ráð- herrunum fór með íslandsmál og æðsti dómstóll landsins var sem áður hæstiréttur í Kaupmanna- höfn. íslendingum var það auðvitað Ijóst að hér var einungis að ræða um bráðabirgðalausn á sjálf- stæðismálinu. En þessi lausn var sú eina hugsanlega á þeim tíma. Stjórnarskrá þessi má því teljast mikið spor í áttina, einkum var það mikilsvert að alþingi fékk fjárforræði. Hið fyrsta alþingi, er samdi fjárlög, bar gæfu til að veita Jóni Sigurðssyni heiðurs- laun, 3000 krónur á ári. Má það teljast mikil rausn, ef tekið er tillit til verðgildis peninganna á þeim tímum, fátæktar landsins og varfærni þingsins um fjárveit- ingar. ALLT frá fjórða og fimmta tug 19. aldar, er íslendingar hófu sjálfstæðisbaráttuna, og fram í byrjun 20. aldar var bændastéttin brjóstfylking sjálf- stæðisbaráttunnar. Hún var hinn óhagganlegi bakhjarl Jóns Sig- urðssonar. Embættisman nb stétt- in var sem heild deigari, og kaup- menn, sem' einir höfðu yfir nokkru fjármagni að ráða, voru flestir danskir eða háðir dönsku fjármagni, og því fjandsamlegir öllum frelsiskröfum þjóðarinnar. Á dögum hinnar dönsku einok- unar urðu bændur erkifjendur kaupmanna, og svo langminnug var íslenzka alþýðan misgerða þeirra, að fjandskapurinn fyrnt- ist lítt fyrr en ísland var orðið fullvalda ríki. Af tveggja og hálfrar aldar reynslu hafði hún lært, að flest illt stafaði frá Danskinum, og framkoma margra hinna dönsku kaup- manna, er voru einvaldir yfir verzluninni á ýmsum höfnum á landinu fram á 20. öld, var ekki á þá lund, að hún breytti hug- myndum manna um kaupmenn- ina eða hugarþeli þeirra gagn- vart þeim. Bændurnir gerðu sér og grein fyrir því, að hin póli- tísku átök voru í raun og veru eitt og hið sama og baráttan gegn kúgun kaupmanna. Áður en stórútgerðin kom til sögunnar var bændastéttin langfjölmenn- asta stétt í landinu, og mátti telja að á henni byggðist afkoma allra landsmanna. Andstæðingar henn ar, kaupmennirnir, er voru full- trúar hins danska fjármagns í landinu og hinnar dönsku yfir- drottnunar í stjórnmálunum, börðust svo lengi sem unnt var með öllum ráðum fyrir valdi sínu og viðgangi á Islandi. Á síðara hluta 19. aldar fóru bænd- ur að hefjast handa um að taka verzlunina í sínar eigin hendur og stofna til viðskiptasambanda utan Danmerkur. Verzlunarfélög og samvinnufélög voru stofnuð í þeim tilgangi. Þessar hagsmuna- mótsetningar, þar sem megin- þorri allrar þióðarinnar, heil- steypt stétt, stöð í beinni hags- munamótsetningu við danskt fjármagn og pólitískt vald, voru orsökin til þess að íslendingar stóðu svo vel saman í frelsisbar- áttu sinni og bápu gæfu til að hlíta forystu Jóns Sigurðssonar í heilan mannsaldur. Meðan Jón Sigurðsson lifði voru breyting- arnar á atvinnuvegum lands- manna mjög hægar, og þegar hann dó (1879) bar bændastétt- in enn ægishjálm yfir aðrar stéttir í landinu. Lát hans olli því ekki neinni riðlun í liði hans. Benedikt Sveinsson sýslumaður í Þingeyj arsýslu tók við forystu flokks hans og stefnan hélzt óbreytt. RIÐ 1881 hóf Benedikt og fylgismenn hans baráttu fyrir endurskoðun stjórnarskrár- innar, og nýtt stjórnlagafrum- varp var samið, er gekk út á að stjórnin skyldi flutt inn í landið og ráðgjafar skyldu bera ábyrgð fyrir alþingi. Fjögur frumvörp á þessum grundvelli voru sam- þykkt á alþingi á árunum 1885 til 1894, er> öll fengu þau blá- kaldar staðfestingarsynjanir kon- ungs og stjórnar. Um þessar mundir sat hin svonefnda Estrup stjórn að völdum í Damnörku, en hún var illræmd fyrir aftur- hala, og meiri hluti dönsku þjóðarinnar var henni andvígur. Eftir þessar tilraunir þótti sýnt að konungur og stjórn myndi ekki hvika frá stefnu sinni gcgn- vart íslendingum þólt haldið yrði áfram að samþykkja stjórn- arskrárfrumvörp á sama grund- velli. Var þá vahn sú leið að fara bónarveg að stjórninni, og þings- ályktun var samin, þar sem Annáll sjálfslæðisbarátfunnar 1831: Tilskipunin um ráðgefandi þing í Danmörku. 1832: Baldvin Einarsson krefst sérstaks ráðgefandi þings á íslandi. 1835: Fjölnir byrjar að koma út: „Vér viljum hafa alþing á Þingvelli.“ 1841: Ný félagsrit byrja að koma út. 1843: Tilskipunin um endurreisn alþingis sem ráðgefandi þings í Reykjavík. 1845: Hið endurreista alþing kemur saman í fyrsta sinn. 1848: Afsal einveldisins í Danmörku. Jón Sigurðsson krefst sérstakrar stjórnarskrár og fullkominnar sjálfstjómar fyrir ísland. 1851: Þjóðfundurinn í Reykjavík: „Vér mótmælum allir!“ 1871: Stöðulögin: „ísland óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sérstökum landsréttindum.“ 1874: Stjómarskráin: Alþingi fær löggjafarvald og fjárforræði; danskur ráðherra fyrir ísland í Kaupmannahöfn án á- byrgðar fyrir alþingi. 1885: Stjómarskrárfrumvarp Benedikts Sveinssonar: Baráttan fyrir innlendri ráðherrastjóm, heimastjóm, hefst á ný. 1903: Heimastjórnin og þingræðið sigrar: Innlend ráðherra- stjórn með ábyrgð fyrir alþingi í Reykjavík. 1904: Hannes Hafstein skipaður fyrsti innlendi ráðherrann. 1908: Sambandsmálið tekið upp: Millilandanefndin og „upp- kastið.“ 1915: Tilskipunin uin íslenzka fánann. 1918: Sambandslögin: „ísland frjálst og fullvalda ríki í sambandi við Danmörku um einn og sama konung og samning þann er felst í þessum lögum.“ Sambandsslit heimil með þriggja ára fyrirvara eftir 25 ár. 1928: Allir flokkar alþingis boða uppsögn sambandslagasátt- málans strax og heimilt sé. 1937: Alþingi ítrekar yfirlýsinguna frá 1928 um fyrirhugaða uppsögn sambandslagasáttmálans. 1940: Danmörk og ísland hemmnin: Alþingi tekur kommgs- valdið og utanríkismálin í sínar hendur „að svo stöddu.“ 1941: Uppsögn sambandslagasáttmálans: Alþingi boðar að hann verði ekki endumýjaður og að lýðveldi verði stofnað strax og formíeg sambandsslit hafa farið fram. Sveinn Björnsson kosinn rikisstjóri til bráðabirgða. 1944: Sambandsslit og stofnun lýðveldis á íslandi. inn á þing. Hann var búsettur í Kaupmannahöfn og varð árið 1890 dósent við háskólann þar. Valtýr var hinn mesti áhuga- maður um efnalegar framfarir þjóðarinnar, vildi t. d. láta leggja járnbrautir og koma __ á tíðum gufuskipaferðum milli ís- lands og Englands. Hann vildi umfram allt fá lausn á stjórnar- deiluuni við Dani og beina hug- um landsmanna að framfaramál- um landsins. Árið 1894 lét Estrup af völd- um í Danmörku, en ráðgjafi sá, er farið hafði með íslandsmál Tveir fyrstu íslenzku ráðherrarnir HANNES HAFSTEIN, sem jafnframt var forustumaður heimast j órnarf lokksins. skorað var á stjórnina að hlut- azt til um að ísland fengi iim- lenda stjórn, en stjórnin neitaði að verða við þeirri áskorun. Um þessar mundir hóf Valtýr Guðmundsson þátttöku í stjórn- málum. Árið 1894 var hann kos- BJÖRN JÓNSSON, sem var forustumaður gamla s j álfstæð isf lokksins. alla hans stjómartíð (Nelle- mann) átti sæti í hinni nýju stjórn og fór með íslandsmálin enn um tveggja ára skeið. En þá tók við af honum maður að nafni Rump, og stjórnin fór nú að linast í andstöðunni gegn ís- lendingum. Árið 1897 lagði Val- týr Guðmundsson nýtt stjórn- lagafrmnvarp fyrir alþingi, en það frumvarp hafði hann samið í Danmörku í samráði við Rump ráðgjafa. Samkvæmt því átti ís- landsráðherrann að eiga sæti á alþingi og bera ábyrgð fyrir því, en átti að vera búsettur í Dan- mörku. Eftir harðar deilur í þinginu var frumvarpið fellt með litlum atkvæðamun. En flokkaskipting varð um stefnu Valtýs, er kölluð var Valtýskan. Hófst nú deila um allt land milli Valtýinga og þeirra, er hafna vildu Valtýskunni. Margir af mikilhæfustu mönn- um á Islandi fylgdu Valtý, t. d. Björn Jónsson, Skúli Thorodd- sen, Einar Hjörleifsson og Þor- steinn Erlingsson. Aftur á móti var Einar Benediktsson ákafur andstæðingur hans. Allir bjugg- ust við að stjórnin myndi rjúfa þingið, og er sennilegt að ef svo hefði farið, hefði stefna Valtýs unnið glæsilegan sigur. En þegar til kom vildi stjórnin ekki veita íslendingum neina stjórnarbót og rauf ekki þingið. Næstu kosningar til alþingis fóru fram árið 1900 og var þá rimman um Valtýskuna afar hörð. Fóru svo leikar, að helm- ingur hinna þjóðkjörnu þing- manna taldist til flokks Valtýs, en sjálfur var hann endurkos- inn í Vestmannaeyjum, án þess að neinn byði sig fram á móti honum. Á þinginu 1901 flutti Valtýr nýtt frumvarp til stjórnarlaga. í höfuðatriðunum var / það hið sama og frumvarpið 1897, en þó fyllra og að ýmsu leyti betra. Andstæðingar frumvarpsins nefndu sig heimastjórnarmenn og settu fram kröfu um að ráð- herrann yrði búsettur í Reykja- vík. Frumvarp Valtýs náði þó fram að ganga, en með sára litlum atkvæðamun. Hann hafði áður aflað sér upplýsinga um afstöðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.