Alþýðublaðið - 17.06.1944, Page 11

Alþýðublaðið - 17.06.1944, Page 11
17. ittfií 1944 ALt>fÐ5JBLÁÐíÐ U Ásgeir Ásgeirssjen: og 5amuinna Dorðurlanöa Norrænar hjúkrunarkonur á Þingvelli Sumarið 1939 var haldið norrænt hjúkrunarkvennamót í Reykjavík og sóttu það hundruð hjúkrunar-’ kvenna frá öllum Norðurlöndum. Við það tækifæri heimsóttu þær einnig hinn fornhelga sögustað okkar, Þingvöll. íslanö RISVAR SINNUM hefur nú samband okkar við Norður- lönd rofnað. Fyrst í Napoleons- styrjöldunum, öðru sinni í hinni fyrri heimsstyrjöld og nú í þriðja sinn þeirri voveiflegu styrjöld, er nú stendur yfir. Allt er þegar þrennt er, og ætla nú sumir, að öllu samstarfi sé nú lokið við Norðurlönd fyrir fullt og allt. Það vill svo til, að samningur Is- lendinga við Dani er útrunninn nú, þegar sambandslaust er af orsökum, sem hvorug þjóðin á sök á eða getur við ráðið. Þessa réttar neytum við nú sam- kvæmt nærfellt einróma ályktun þjóðarinnar, og af því flýtur heimflutningur hins æðsta valds, þannig að íslenzkur forseti kem- ur í stað konungs til frambúðar. En þó mikil tíðindi séu orðin, þá þarf annað og meira til að leiðir íslendinga, Dana og annarra Norðurlandaþjóða skilji um alla framtíð. Er mér nær að halda, að fullkomið jafnræði og sjálfstjórn sé eitt af skilyrðunum fyrir gagnkvæmum skilningi og sam- vinnu Islands og annarra Norð- urlanda. Það er langur aðdragandi þessara atburða og ætti ekkert að koma á óvart. Það er orðin löng vertíð síðan Jón Sigurðsson hóf róðurinn. Verzlunin var gerð frjáls, fjárhags og löggjafarvald var tekið í héndur Islendinga sjálfra, stjórnin gerð innlend og ábyrg fyrir alþingi og loks fengu íslendingar 1918 rétt til að slíta þjóða-sambandinu, ef þeir vildu það eindregið. Við hörmum það, að ástandið skyldi vera á þann veg í heiminum, á því ári, sem þessi réttur fellur sjálfkrafa í okkar skaut, að ekki er viðtals- fært, hvorki við konung né full- trúa hinnar dönsku þjóðar. En þar fyrir getum við ekki varpað fyrir borð ótvíræðum rétti. Og enn meir hörmum við það, að Danir eru nú herteknir af ofbeld- ismönnum, og búa við kúgun og pyntingar. En hinu verður ekki haldið fram, að við notum okk- ur á neinn hátt þessa aðstöðu, því frjálsir og óháðir gáfu þeir okkur þau fyrirheit, sem nú eru fallin í gjalddaga. Hugur okkar í garð Dana og óskir þeim til handa hafa aldei verið hlýrri, og við munum bíða með útrétta bróðurhönd, þar til hægt er að hnýta handabandið. Danir eru ein af gagnmerkustu þjóðum heims, en það gefur þeim engan óðalsrétt á íslandi, enda hafa þeir þegar fyrir löngu sleppt þeirri aðstöðu, sem gaf þeim arð- inn af verzlun íslendinga, kongs- jörðum og kirkjugóssi. Annarra hagsmuna höfðu þeir hér í raun- inni aldrei að gæta, en nú er það allt fyrir löngu af hendi látið og umsamið, og þar með öll ráð yf-. ir landi og þjóð. Afskekkt land, sem er sér um mál, sögu og menning á þann rétt ,sem við höfum nú sótt allan og vonandi kunnum með að fara. En þó okk- ur takist misjafnlega sjálfum,, þá er hverjum öðrum, sem er, enn síður treystandi. Um framtíðarskipti okkar við Dani fer líkrt og við aðrar Norð- urlandaþjóðir. Þær eru okkur skyldastar. Menning okkar og þeirra eru greinar á sama stofni. Félagsleg þróun og stjórnarfars- leg hefur verið með líkum hætti. Þær eru smáþjóðir eins og ^ið, þegar borið er saman við stór- veldi. Og það mun lengi haldast, að íslenzkir námsmenn leiti sér menntunar og framhaldsmennt- unar til Norðurlanda, og vænt- anlega munu fræðimenn af Norðurlöndum leita hingað í vax- andi mæli leiðbeiningar um upp- runa og eðli máls síns og menn- ingar. Norræn samvinna er ekki tóipt skálaglamm, þó torveldlega gangi að halda uppi landvörnum hver fyrir annan. í viðskiptum ætti norræn sam- vinna að geta aukist og margfald- azt, ef vel er á haldið. Við höf- um fiskafurðir, lýsi, kjöt og ull, en hin Norðurlöndin, skóga mikla, námureketur og iðn*ð og ætti vissulega með góðum vilja og tilstyrk stjórnarvalda að vera kleift að láta gagnkvæmar þarf- ir mætast. Það má hiklaust gera ráð fyrir þeirri breytingu á við- skiptaháttum upp úr þessu stríði, að framleiðslan og verzlunin mið- ist meir við að fullnægja þörf- um almennings og atvinnuveg- anna, og að þjóðir og ríkisstjórn- ir leiti meir eftir gagnkvæmum hagsmunum en ágreinings og á- rekstrarefnum, enda mun að öðr- um kosti illa farnast. Má í þessu sambandi minna á síldarlýsisþörf v Svía og nauðsyn á rafvirkjun í stórum stíl hér á landi. Einnig má minna á fiskiveiðar Norðmanna og íslendinga og nauðsynina á samvinnu í þeim efnum í staS samkeppni. Þama liggja mikil verkefni fyrir hendi, en þó skul- um við gera okkur ljóst, að Norð- urlandaþjóðirnar verða seint eða aldrei aðalkaupendur íslenzkra afurða. En það er hægt að tala um norræna samvinnu fyrr en svo væri komið. Norræn samvinna er að miklu leýti fólgin í góðri frændsemi: umgengni, fóstri, og liðsinni, þeg- ar hægt er að koma slíku við. Og mjög er það líklegt, að Norður- landaþjóðimar geti styrkt hver aðra í viðskiptum og samningum við stórþjóðimar, þegar því vopnaþingi er lokið, sem nú stendur yfir. En af norrænni samvinnu á ekki að heimta það, sem er ómögulegt. Við skulum gera okkur ljósan muninn á legu og allri aðstöðu, t. d. Finnlands og Islands. Ut í það skal ekki nánar farið hér, en slíkur að- stöðumunur getur ekki annað en leitt til nokkurs mismunar á hagsmunum og hugsunarhætti, þegar styrjöld geisar. En óþarft er okkur þar fyrir að dæma Finna harðar en Kári Ketil úr úr Mörk. Og ljóst má okkur verða af þeim samanhurði hversu vel okkar landi er í „sjó“ komið. Þó það liggi norðarlega og snerti heimsskautsbaug, þá liggur þó um það annar baugur, sem nær frá Kanada til Bandaríkjanna yfir til Englands, Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs og sem kalla mætti: verndarbaug lýð- ræðis og frelsis. Væntanlega verður með þessum þjóðum öll- um vinátta og samstarf, og hví skyldum við ekki geta haldið uppi við þær góðri vináttu og frjálsu samstarfi án þess að telja okkur með einni þeirra og móti annarri. Örlögin hafa skipað okkur þennan sess, og við megum sízt missa nokkura af okkar nán- ustu frændþjóðum úr hinni knýttu keðju. Vadstenahöll í Svíþjóð. Höllin Hindsgavl á Fjóni. Norrænu félögin, sem starfandi eru á öllum Norðurlöndum og vinna að aukinni norrænni samvinnu, hafa alls staðar utan íslands komið sér upp félagsheimilum, eða norrænum höllum. Hér ó landi er nú •innig ráðgert að reisa norræna höll, austur við Þingvallavatn. Hugsað vestur T7 ITT BROTaf íslands bergi hörðu í bjarma Vesturs rís. Það berg er auðþekkt allri jörðu, þess efni menning kýs. Ef einhver þrekraun á að vinna á upphaf sitt og styrk þau berglög minna, svo íslenzk nöfn og ættin hraust í álfu nýrri vekja traust. í raun og örbirgð ísland mændi á eftir mörgum hóp, ;sem vestræn óbyggð að sér hændi og ættland nýtt þeim skóp. En fregn um barna hreysti og hróður barst heim og gladdi ástartrygga móður. Nú veit hún bjart um vöggu og gröf og vor og sumur bak við höf. Á óskastund, sem upp er runnin um alfrjálst land og þjóð, skal minnzt á barna afrek unnin og ást — á Vesturslóð, á tryggð við móðurmálið góða, á mátt, er skapar virðing allra þjóða. Heill meiði þeim, sem ísland á. I álfu Leifs hann vaxa má. , HULDA.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.