Alþýðublaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 12
ALÞYÐUBLAÐIÐ 17. júní 1944 GuðmuHdur G. Hagalfn: íslenzk menning á tímamótum Háskóli Islands í Þessi bygging, sem þolir samjöfnuð við myndarlegustu háskólabyggingar erlendis, var fullgerð 1941. ísland dragið þið aldrei þó yfir þrjú hundruð mílna sjó út í Danmörk. SVO kvað Benedikt Sveinbjarn- arson Gröndal fyrir nokkrum áratugum, og víst er um það, að ísland mun ekki beinlínis verða dregið í eina eða aðra átt, en hitt er annað: Það hefur reynzt fært — og mun ennþá lengra verða komizt í þeim efnum — að gera fjarlægðirnar svo að segja að engu. Þess vegna hefur Island ó- beinlínis ekki þokazt, heldur flutzt óðfluga nær meginlandi Ev- rópu og ennfremur Ameríku, síðan Gröndal kvað þau vísuorð, sem prentuð eru hér á undan. Fyrir styrjöldina, sem nú fer helgreipum stáls og elds um mik- inn hluta veraldar, var þegar svo komið, að fjarlægða gætti minna en nokkurru sinni áður, og í verzlunar- og atvinnumálum reyndist þetta mjög örlagaþrung- ið. Skipulagslaus framleiðsla og samkeppni þjóða á milli um markaði sýndi sig að vera mjög háskaleg og alls ekki mögulegt fyrir þjóðirnar að hlíta slíku. Þá var það, að þær tóku yfirleitt upp þá stefnu, að búa sem mest að sínu. En þær þjóðir eru ekki ýkja- margár, sem geta verið sjálfum sér nógar, og ástandið í viðskipta- málunum varð beinlínis óviðun- andi. Nú mun það vera þannig, að flestir hafi komizt að þeirri niðurstöðu jafnvel meðal hinna mestu og voldugustu þjóða, að fyrsta skilyrðið fyrir viðskipta- legu- og fjármálalegu öryggi eftir styrjöldina sé það, að alheims- framleiðslan verði að allmiklu leyti skipulögð og mörkuðum út- hlutað af alþjóðlegu valdi. Hitt er annað mál, hvort svo skynsam- legar tiltektir verða ofan á, þegar allt kemur til alls, hvort skamm- sýni einstakra auðsambanda í hinum sigrandi ríkjum eða ríkja- samböndum hugsa ekki sem svo: Nú er um að gera fyrir okkur, að maka krókinn á kostnað hinna, sem minna mega sín og hallloka hafa farið í hildarleiknum — eða hvort ekki kynni að vera eins og vottur af tortryggni milli þeirra, sem nú telja sig vini. En hvað sem verður, þá er það eitt víst, að fá- um þjóðum eða engum er það frekar áríðandi en okkur Islend- ingum, að skynsamleg stefna verði upp tekin í alþjóðaviðskipt- um eftir styrjöldina, þar sem við höfum mjög einhliða útflutnings- vörur og þurfum að kaupa inn geipimikið af nauðsynjum okkar, ef við eigum að lifa menningar- lífi. Um þessi mál ráðum við í raun- inni engu sjálfir, en það eru önn- ur mál, sem okkur varða miklu og við getum haft í hendi okkar, hvernig með verður farið. Það eru . . . það eru, segi ég, menn- ingarmálin. Hversu skal fara um hina gömlu, tignu og stórveldum samboðnu menningu, erfðir, sem eru okkur aðalsmerki meðal þjóðanna — og hvernig um þá menningarlegu nýsköpun ,sem er stórum merkilegri og virðulegri en vænta mætti með svo lítiIJi þjóð, sem við erum? Þó að margt fari nú með okkur Islendingum öðruvísi en skyn- samlegt megi teljast og skaplegt, þá höfum við á síðustu áratugum lyft grettistökum á fjölmörgum sviðum. A sviði framkvæmda í þágu þjóðarheildarinnar í ýmsum verklegum efnum, á sviði at- vinnu- og fjármálalífs og í skyn- samlegri löggjöf um félagsmál hefur okkur fleygt svo fram, án allrar einræðislegrar þvingunar, að furðu gegnir, þar sem við nú stöndum nærri hinum fremstu lýðræðislegu menningarþjóðum, þó að þarna væri svo til rústir, þá er við fengum fjármálalegt og Þangað til varð Háskóli íslands, verzlunarlegt sjálfstæði. Á sviði menningarmála, fræðslu, bók- mennta og lista hefur okkur þannig farnazt, að fyllilega er á- stæða til að ætla, að við séum því vaxnir, að gera hvort tveggja í senn: halda í horfi á þeim sviðum, þar sem við höfum að varðveita eðlar menningarerfðir — og skapa nýtt, þar sem áður var auðn og tóm — eða svo til. Um hin fjárhagslegu og at- vinnulegu mál og horfur um þau er mér ekki að þessu sinni neitt hlutverk ætlað á þeim vettvangi, þar sem þetta greinarkorn kemur fram, og nú mun ég því snúa mér eingöngu að menningarmálunum. EGAR TALAÐ er yim íslenzka endurreisn, þá er vanalega vikið nokkuð að Eggerti Ólafs- syni, en síðan að Baldvini Einars- syni og þó einkum Fjölnismönn- um, og svo er Jón forseti Sigurðs- son vanalega einangraður sem en hann var stofnaður vorið húsakynnum Alþingishússins. allsvaldandi hetja hinnar stjórn- málalegu baráttu. Þetta er allt frekar fljótfærnislegt og heimsku- legt. Gegnum allar þrengingar og þrautir geymdi hin íslenzka þjóð lítt skerta og ómeidda þörf sína til andlegra starfa, og hún hélt sambandi sínu við fortíðina ó- rofnu. Hitt er rétt og satt, að þá er úti í hinni miklu veröld verða straumhvörf í stjórnmálum og menningarmálum skapast Is- lendingum þegar möguleiki til þess, þrátt fyrir smæð sína sem þjóðar, að neyta sín til aukins vegs íslenzkri menningu og við- reisn. En það er ekki rétt að drepa á Eggert og stökkva síðan yfir elfu margra áratuga til Baldvins, Bjarna og Fjölnismanna. Eggert var ekki mikill listamaður, en víst er um það, að hann kunni skil þeirrar stefnu, sem dugað hefuf okkur bezt: þeirrar, að örva til trúar á land og þjóð með gamlar menningarerfðir að grundvelli, en 1911, að hafast við í ófullkomnum hafa hliðsjón af hverju því, sem gerist með erlendum þjóðum. En ég hygg, að mjög hafi verið van- metinn hlutur Magnúsar Steph- ensen í íslenzkri viðreisn, þess manns, sem ekkert mannlegt var óviðkomandi og taldi íslendingum ekki sæma að láta neitt það gott fram hjá sér fara, sem erlendis þótti athyglisvert og til umbóta og menningar líklegt. En fyrst og fremst hefur verið vanmetið starf annars manns í þágu íslenzkrar þjóðar. Sá maður er Jón skáld og prestur Þorláksson frá Selárdal í Arnarfirði. Þýðingar Jóns á Paradísarmissi Miltons og Messí- asarkvæði Klopstocks eru furðu- verk, furðuverk, sem sýna okkur glögglega, hvers virði er hið lif- andi samband við íslenzkar forn- bókmenntir. Þeir, sem athuga frumortan kveðskap Jóns Þor- lákssonar, sjá það gjörla, að Jón hefur verið óvenju lipurt skáld, orðsnjallt og skemmtilegt á sinn- ar tíðar mælikvarða. En í hinuns frumortu kvæðum sínum er hann enginn brautryðjandi, enginn tímamótamaður. Hins vegar sjá- um við fljótlega, þá er við athug- um þýðingar hans á stórvirkjum þeim, sem ég nefndi hér að fram- an, að þar hefir honum ekki virzt hversdagsleikinn fullnægja kröf- unum um fegurð og tign formsins. Hann finnur svo í íslenzkum gull- aldarbókmenntum það málfar, er honum virðist við eiga og brag- arhátt, sem fyrir sakir sinnar skrúðlausu tignar, hentar göfgu efni, einföldu og háleitu í senn. Og hin fögru orð og orðmyndir fann hann svo lifandi á tungu fólksins, mitt í þrengingum og niðurlægingu. Sannleikurinn er sá, að sumt í þessum þýðingum Jóns stendur fyllilega á sporði um yndisleik formsins flestu af því fegursta í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar, hvað þá annarra. Þetta sýnir það greinilega, að áð- ur en hin rómantíska stefna hef- ur hér nokkur áhrif, voru hér fyr- ir hendi skilyrðin til bók- menntalegrar og mállegrar reisn- ar, þá er persónuleg snilli, þekk- ing á fortíðinni og hennar göfgu menningarerfðum og næmleiki fyrir mikilleik hugsjóna og hugmynd andlegra stórmenna frá hinum verðandi öndveg- isþjóðum vestrænnar menn- ingar hjálpuðust að. Ég hygg„ að fáar geti meira hríf- andi myndir úr íslenzkri menn- ingarsögu en mynd séra Jóns. Þorlákssonar, þar sem hann, ald- urhniginn og líkamshrumur, sit- ur í hlóðareyk eldhússins á Bægisá, skrifandi á kné sér þýð- ingu eða frekar íslenzka túlkun á Paradísarmissi Jóns Miltons, hrif- inn undrafegurð edenslunda og skynjandi ógnir vítis — og haf- andi á tungu ilmríkust og unaðar- þrungnust orð íslenzkunnar framan úr heiðni og allt til hans daga. Hrífandi kallaði ég þessa mynd, og hrífandi er hún fyrir það, hve greinilega kemur þar í ljós hin furðulega og að menn gætu helzt haldið guðinnblásna hneigð íslenzku þjóðarinnar til andlegra afreka í krafti mörg hundruð ára því nær óviðjafnan- legra menningarerfða, en hún er ekki síðurátakanlegmyndinþessi. Þannig var komið þjóðarhögun- um, að þeir, sem áttu í sál sinni bjartast blys menningarlegrar göfgi og listrænnar sköpunar, voru eins konar kolbítar við hin- ar ömurlegu eldstór lágkúrulegra torfhýsa — fátæktarinnar og ein- angrunarinnar talandi tákn með þessari þjóð. Svo rík sem afrek Jóns Þor- lákssönar sýna voru hin menning- arlegu áhrif íslenzkrar fortíðar, svo lifandi sarnbandið við þá há- menningu, er birzt hafði í ís- lenzkum fornbókmenntum, að ís- lenzkum sveitaklerki, bláfátæk- um og af mörgum vanvirtum. reyndist fært að færa í alþýðleg- an, íslenzkan, en þó tignan bún- ing meistaraverk hinna göfugustu anda með erlendum stórþjóðum, og samtímis slíku starfi stóð svo klerkurinn í hinum hörðustu deilum við voldugasta mann landsins um þáu atriði, sem báð- um þótti geta valdið ekki litlu um framtíðarheill og gengi okkar Islendinga. EGAR síðan barst ný vakn- ing, felandi í sér jöfnum höndum boðskap frelsis og fræðslu, fegurðar og lífstrúar, þá mætti heita, að upp sprytti með kotþjóðinni, sem ekki var fjölmennari en íbúar einnar götu í Kaupinhöfn, eins og Knútur Berlín benti réttilega á og með góðum árangri gagnvart íhalds- sömum og skammsýnum Dönum, herskarar skeleggra foringjá Landsbókasafnið Landsbókasafnsbyggingin var fullbyggð 1907. En þar er ekki aðeins Landsbókasafnið til húsa, heldur og Þjóðskjalasafnið, Þjóðminjasafnið og Náttúrugripasafnið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.