Alþýðublaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 10
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 17. júní 1944 um, heldur einnig frelsi þegn- anna í löndunum sjálfum. Oll söguleg, menningarleg og ætt- emisleg rök hníga því í þá átt, að íslenzka lýðveldið eigi að hafa sem nánast og mest samstarf við hin Norðurlandaríkin. Þaðan stafar okkur engin hætta á yfir- gangi né ofbeldi og engin þjóð- ernisleg vandkvæði. Og einmitt þegar Island er að öllu léyti jafn rétthár aðili hinum Norðurlönd- unum, er aukin ástæða til þess, að knýta vináttu- og samstarfs- böindin fastar en nokkru sinni fyrr. Sterkar stjórnmálalegar á- stæður valda því einnig, að ís- lenzka lýðveldinu væri affara- sælast, til verndar frelsi og fé- lagslegum þroska, að bindast föstum samtökum við hin Norð- urlöndin. Það er þó ekki tíma- bært enn að ræða né bollaleggja ýtarlega um samstarf eða sam- band Norðurlanda. En þeir tímar eru vissulega ekki langt undan, þegar þau nauðsynlegu sjálfstæð- is-, hagkvæmda- og menningar- mál krefjast úrlausnar. Og þá verður mikils um vert að íslenzka lýðveldið skilji og kunni rétt að meta sinn vitjunartíma. En einangrað samstarf við hin Norðurlöndin er að sjálfsögðu al- gerlega ófullnægjandi Islandi. Lega landsins, viðskiptaþörf, ör- yggi og reynsla yfirstandandi styrjaldartíma hlýtur einnig að beina hugum íslendinga til hinna engilsaxnesku stór- velda og merkilegu lýðræðis- ríkja, er nú heyja harða, og fyrir ísland, eins og all- ar aðrar frelsiselskandi smá- þjó^ir, örlagaríka orustu. Sam- hugur og skilningur þessara stór- velda, til beggja handa við ís- land og sitt hvoru megin við At- lantshafið, er okkur næsta nauð- synlegur. Hinn öflugi floti þeirra er lýðveldinu nauðsynleg vörn gegn hugsanlegum ágangi ann- arra, og til verndar fullu sjálf- stæði. Og reynsla sú, er íslenzka þjóðin hefur fengið, bæði af sam- skiptum við Bretland og Banda- ríkin í styrjöldinni og í sam- bandi við stofnun lýðveldisins, bendir og óhikað í þá átt, að þessi lýðræðisríki vilji fullkomlega viðurkenna frelsi okkar og unna okkur fulls sjálfstæðis. Öryggi íslenzka lýðveldisins er ekki lítið imdir því komið, bæði í stjórn- málum og viðskiptamálum, að þessi tvö stórveldi virði og viður- kenni í verki sjálfstæði og lífsskil- yrði hins unga lýðveldis. Og við getum einnig með réttmætu stolti bent á það, að við höfum lánað land okkar af fúsum vilja til nauðsynlegra athafna þessara þjóða í frelsisstyrjöld þeirra. Að henni lokinni viljum við eiga land okkar sjálfir, en með fullri vin- \ semd og viðurkenningu við hin ágætu engilsaxnesku stórveldi. En við viljum um leið vera þátt- takendur, af okkar litla mætti, í öryggismálum eftirstríðsáranna, sem fullkomlega sjálfstætt ríki, en njóta öryggis og góðra við- skipta Engilsaxa. Þetta verða hin merkilegustu sjálfstæðisverkefnin út á við fyrir lýðveldið ísland. P N viðfangsefnin, er blasa við ■*-J lýðveldinu nýja, eru ekki ein- göngu út á við, þó þar sé án efa um einn mikilsverðasta þáttinn að ræða. Inn á við eru verkefnin ó- teljandi, er ótvírætt krefjast úr- lausnar, ef lýðveldið á ekki að kafna undir nafni, heldur vinna sér traust og álit og aukna umhyggju þegnanna. Fyrsta lýðveldisstj órnarskráin ber öll einkenni ófullkomleikans, enda var hún aðeins fyrirhuguð til bráðabirgða. Er það því við- fangsefni, er að kallar hið allra bráðasta, að búa lýðveldinu nýja, fullkomna og stórhuga stjórnar- skrá. Þar verður að tryggja þegn- unum hin fullkomnustu mann- réttindi, rétt til vinnu fyrir alla vinnufæra menn, rétt til nauð- synlegrar menntunar, rétt til jafnra áhrifa og íhlutunar um op- inber málefni, öryggi gegn að- steðjandi vandkvæðum, sjúk- dómum, slysum, örorku og elli, fullkomið málfrelsi, trúfrelsi og ritfrelsi — yfirleitt rétt til að lifa frjálsu menningarlífi og öryggi gegn skorti og þjóðfélagslegtt ranglæti. Frelsi lýðveldisins út á við er aðeins fægður en fánýtur skjöld- ur, ef á skortir frelsi og öryggi inn á við. Og einmitt á þessum tímum, þar sem öldur einræðis og einhæfni hafa flætt yfir löndin, er hinu unga íslenzka lýðveldi flestu fremur nauðsynlegt að tryggja rétt þegnanna til frelsis og jafnréttis, Hin ískyggilegustu fyrirbæri hafa skotið upp kolíin- um í íslenzku þjóðlífi, og það jafnvel í sambandi við stofnun lýðveldisins, þar sem kostað hef- ur verið kapps um að kveða nið- ur með valdi frjálsar skoðanir og meina mönnum máls, er öðrum augum líta á málefni heldur en ofsafullar valdaklíkur. Einræðis- „ismarnir“ eiga ekki annað en skaðvænlég erindi til íslenzka lýðveldisins. Islenzka þjóðfélagið er lítið og fáskipað. Ef vel á að vera, á í um- gjörð lýðveldisins að umskapa það á þann veg, eftir því, sem mannlegur máttur nær til, að öll- um geti liðið vel, og þeir orðið frjálsir þegnar og menntaðir. Lýð- veldið þarf að verða þjóðarheim- ili, þar sem þess sé vandlega gætt, að enginn sé hafður útundan, að allir eigi sinn rétt til þess að lifa og starfa, en hafi um leið ríkar skyldur til samfélagsins. Á þessu þjóðarheimili verða að sjálfsögðu til mismunandi atvinnustéttir, mismunandi störf og strit. Verka- menn, sjómenn, bændur, verzlun- armenn, sýslunarmenn, embættis- menn, kennarar, listamenn, rit- höfundar, svo nokkuð sé nefnt af þeim stéttum, er ekkert þjóðfé- lag má án vera — hljóta alltaf að verða til í hverju menningar- þjóðfélagi. Og sérhver er mikill á sínum stað, ef hann gegnir skyldum sínum, en hver atvinnu- stétt á ekki síður fullan rétt til þess að lifa menningarlífi, rétt til öryggis og frjálsra athafna, sem öðrum er ekki til meins, rétt til þess að láta í ljós skoðanir sínar og vilja og hafa áhrif á stjórn og skipun landsmálanna. Og til þess, að svo megi verða, þarf án efa að gerbreyta og skipuleggja atvinnuhætti og umráð fram- leiðslutækjanna. En um leið eiga allar atvinnustéttirnar að vera þess vel minnugar, að þær eru á einu þjóðarheimili, þar sem á að ríkja jafnrétti, frelsi og bræðralag. Þannig þarf og á lýðveldið ís- land að verða, ef því á vel að vegna. Að því vill Alþýðuflokkur- inn vinna. 0<><><><>0<><><><><><><><><><><><><><><^0<><^i><><><><><><><^><><<><><<><<><<><<><><<><><><><><><^^ VERÐLAUNAKVÆÐI ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFNDAR íslendingaljóð 17. júní 1944 EFTIR JOHANNES UR KÖTLUM T AND míns föður, landið mitt, ^ laugað bláum straumi: eilíft vakir auglit þitt ofar tímans glaumi. Þetta auglit elskum vér, — ævi vor á jörðu hér brot af þínu bergi er, , blik af þínum draumi. Hvíslað var um hulduland hinzt í vesturblænum: hvítan jökul, svartan sand, söng í hlíðum grænum. Yttu þá á unnarslóð Austmenn, vermdir frelsisglóð, fundu ey og urðu þjóð úti í gullnum sænum. Síðan hafa hetjur átt heima í þessu landi, ýmist borið arfinn hátt eða varizt grandi. Hér að þreyja hjartað kaus, hvort sem jörðin brann eða fraus, — flaug þá stundum fjaðralaus feðra vorra ándi. Þegar svalt við Sökkvabekk sveitin dauðamóða, kvað í myrkri um kross og hlekk kraftaskáldið hljóða. Bak við sára bænarskrá bylti sér hin forna þrá, þar til eldinn sóttu um sjá synir vorsins góða. Nú skal söngur hjartahlýr hljóma af þúsund munnum, þégar frelsisþeyrinn dýr þýtur í fjalli og runnum. Nú skal fögur friðartíð fánann hefja ár og síð, varpa nýjum ljóma á lýð < landsins, sem vér unnum. Hvort sem krýnist þessi þjóð þyrnum eða rósum, hennar sögur, hennar ljóð, hennar líf vér kjósum. Ein á hörpu íss og báls aldaslag síns guðamáls æ hún leiki ung og frjáls undir norðurljósúm. Aðeins vandaðar, erlendar vörur Veröiö hvergi lægra Sendum r I póstkröfu Skóbúð Reykjavíkur, Aðalstræti 8 . Sími 3775 %2*>>0<><><><S>0<x>00<l>0<<>00<i>0<><i>0<i>0<>00000^^ 0000>yi><><>0<30<!>0<>0<>00<<l>0<><>>0<>00<>0<>00<^^ x«XX>«<XX> <><<><><><<<><><<><><><<><><><<><<><><><><<><><><<><<<><<<><<><><><><cxc><X><XXÍ><xí>OCxc> Gangið í Iðunarskóm Dagskrá II. landmóts ísl. Stú- denta 18. júní 1944. Tjarnarbíó. Kl. 10 árd. Forseti setur mótið. 1. Próf. Ólafur Lárusson: Um þátttöku ísl. mennta- manna í frelsisbaráttu íslendinga. 2. Stofnun bandalags ísl. stúdenta. Málshefjandi: Páll S. Pálsson, formaður stúdentaráðs háskólans. 3. Sjálfstæði íslands og af- staða þess til annarra landa. Málshefjandi: Ás- geir Ásgeirsson alþm. Fundarhlé til þátttöku í skrúðgöngunni. Kl. 4 sd. 4. Viðnám við erlend- um áhrifum. Málshefj- andi: Gylfi Þ. Gíslason, dósent. 5. Skólamál og menntun stúdenta. Málshefjandi: Próf. Ágúst H. Bjarnason 19. júní Kl. 4 síðd. Framhaldsumræður, ef þörf gerist. Skilnaðarhóf. Þeir, sem festa kaup á vélum tala ávallt fyrst við okkur Yélasalan h.f. Hafnarhúsinu . Sími 5401 <<><<><<><<<<><<<><<><><<<><><<><><<<><<><<<<<><><<><><>0000<><><><><><>00<><>0 >0<<<<<<<<<<<<<>00<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<><<<<<<<<& +00<<Q<<0<<<<<<<<<<0<<<<<{ <<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<0^^ C £í CCí v'V <«« '♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.