Alþýðublaðið - 29.07.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.07.1944, Blaðsíða 2
a ALÞYfWBLAgiÐ Laugardagur 29. Jiíií 1944 Álefruð eirtafla frá Vesfur-íslendingum fil beimaþfóðarinn- ar. AfSíend f©rsete Is- lancls af Kiciiard B@ck í gær. GÆRKVELDI færði pró- fessor Richard Beck for seía Islands, Sveini Björns- syni, áletraða eirtöflu að gjöf til íslenzku þjóðarinnar frá Þjóðræknisfélagi íslendinga í Vesturheimi í tilefni af stofn un lýðveldisins. K©fst á meS fíu daga ferSaiagi um NiorfSurland ®g ¥@sfurlaiida —-— Sfðar fer hann til Vestmannaeyja og Aust- urlands og sesnast um Suðurland. --------------~ SAMKVÆMT tilkynningu, sem gefin var út í gær hefir Fbrseti íslands ákveðið að ferðast um landið næstu 10 daga. Að því loknu mun hann dvelja hér í Reykjavík nokkra daga, en fer síðan að forfallalausu tii Vestmannaeyja og Aust fjarða. Hér er um opinbera heimsókn að ræða. Verður ritari forsetans, Pétur Eggerz í fylgd með honum. Á töflunni er mynd af vík- ingaskipi, og ártölin 930 og 1944 og þetta letrað: „íslendingar í Vesturheimi samfagna heima- þjóðinni í tilefni af endurreisn hins íslenzka lýðveldis 17. júní 1944.“ Guð blessi ísland. „Vér höldum allir hópinn þótt hafið skilji lönd.“ (Innsigli Þjóðræknisfélags ís- lendinga í Vesturheimi.) Viðstaddir athöfn þessa voru forsætisráðherra, dr. Björn Þórðarson og utanríkismála- ráðherra, Vilhjálmur Þór. Forseti þakkaði gjöfina í nafni þjóðarinnar og kvaðst viss um, að tekið yrði við henni í xneð sama vinarhug og hún væri gefin. Bað hann dr. Beck að bera kveðjur sínar og allrar þjóðarinnar til Þjóðræknisfé- lagsins og íslendinga Vestan hafs, og óskaði honum farar- heilla heim. í gærkvöldi höfðu utanr-íkis- málaráðherra, Vilhjálmur Þór, og kona hans, boð inni fyrir prófessor Richard Beck, og voru forseti ■ Islands og forsæt- isráðherra meðal gestanna. Dómkir'kjan. Messa kl. 11 á morgun, séra Garðar Svarsson. Alþýðublaðið sneri sér í gær til Guðmundar Sveinssonar framkvæmdarstj óra sýningarinn ar, sem vinnur í sumar að und- irbúningi hennar, og spurðist fyrir um undirbúning sýning- arinnar og um fyrirkomulag það, sem á sýningunni muni verða. ,,Um fyrirkomulag sjálfrar sýningarinnar, er ekki gott að segja ennþá, enda ekki fullráð- ið“, segir Guðmundur. „Eins og sakir standa er verið að vinna að undirbúningi hennar, með skýrslu söfnunum og fleiri gögn ym sem snerti þessi mál“. — Hverjir standa fyrir sýn- mgunni? ,.Það eru nokkur félagakerfi, Forsetinn byrjar ferðalag ♦ sitt á morgun, 30. julí, og ferð- ast hann þann dag um Bbrgar- fjarðar- og Mýrasýslur' með viðdvöl á Akranesi og í Borg- arnesi. Daginn eftir fer forset- inn um Dalasýslu með viðdvöl í Búðardal. 1. ágúst fer hann um Húnavatnssýslu með við- dvöl á Blönduósi, 2, ágúst um ■; Skagafjörð með viðdvöl á Sauðárkróki,'3. ágúst um Þing- eyjarsýslu með viðdvöl á Húsa- vík, 4. ágúst kemur hann á Akureyri og dvelur þar um nóítina, 5. ágúst verður hann á Siglufirði, 6. ágúst árdegis verður hann á Hólmavík og sama dag síðdegis á ísafirði, 7. ágúst verður hann á Patreks- friði og 8. ágúst í Stykkis- hólmi. Eftir 2—-3 daga dvöl hér í höfuðstaðnum ætlar forsetinn að forfallalausu að fara til Vestmannaeyja og þaðan til Austfjarða, en því næst mun hann heimsækja nærsýslurnar á Suðurlandi. Forsetinn fer, eins og til- kynningin ber með sér, til Norðurlandsins í bifreið, en tekur varðskipið Ægi síðan á Akureyri og- fer með því til Hólmavíkur og síðan vestur og suðuf um land hingað. Hann fer og á varðskipinu Ægi til Vestmannaeyja og Austfjarða. Þetta er fyrsta opinbert ferða- lag forseta íslands um landið. sem efna til sýningarinnar: fyrst og fremst góðtemplarareglan, ennfremur í. S. í., Ungmenna- fólag Reylcjavíkur og Samband bindindisfélaga í skcluro.. En í sýningarnefnd eru þeir, Pétur Sigurðsson, sem er formaður nefndarinnar, Gísli Sigurbjörns son, gjaldkeri og Jón Gunn- laugsson ritari. Á undanförnum árum hefir samvinna félaga þeirra, sem hafa bindindismál á5 stefnuskrá sinni farið mjög í vöxt, ög hef- ir Einingin, málgagn bindindis- hreyfingarinnar átt drjúgan bátt í því“. — Aðal tilgangur sýningar- innar? Frh. á 7. síðu. Cðrdell Hul! aiendir IfíorTliors helliaósk- ir Bandarikjaþiiigs bundnar í svart leður ORDELL HULL,, utanrík- isriiálaráðherra Banda- ríkjanna, afhenti nýlega Thor Thors, sendiherra íslands í Washington, afrit af frumvarpi Bandaríkjaþings, um sendingu heillaóska til íslenzku þjóðar- innar í tilefni af stofnun lýð- veldisins. Hull komst svo að orði: ,,Eg álít, herra sendiherra, að frum varp þetta sé ágætt dæmi um tilfinningar okkar Bandaríkja- manna gagnvart lýðveldisstofn uninni, og það gleður mig, að afhenda yður það.“ Thor Thors svaraði á þessa leið: „Eg votta yður, herra ráðherra, þakklæti mitt. Þetta skjal mun verða mikils metið af alþirigi og íslenzku þjóð- inni.“ Þessi athöfn fór fram í einka- skrifstofu Hull ráðherra í ut- anríkisráðuneytisbyggingunni. Viðstaddir voru myndatöku- menn og margar myndir tekn- ar. Afritið af frumvarpinu er innbundið í svart leður. Frumvarpið hljóðar þannig: „Með því að íslenzka þjóðin hefur með frjálsu þjóðarat- kvæði dagana 20. til 23. maí 194^4 samþykkt með yfirgnæf- J andi atkvæðamun stjórnar- , skrárf rumvarp, sem alþingi hefur afgreitt og ráð gerir fyr- ir stofnun lýðveldisstjórnar- ’ forms, og með því að lýðveldið ísland verður formlega stofnað 17. júní, ályktar öldungaráðið, að fengnu samþykki fulltrúa-' deildar, að bandaríkjaþing flytji hér með alþingi íslend- inga, elzta þjóðþingi veraldar, hamingjuóskir í tilefni af stofnun lýðveldisins ísiand og bjóði velkomið lýðveldið ísland/ yngsta íýðveldið í flokki frjálsra þjóðá.“ Sáffasemjarí ræðir við Eðju ð§ F.í.l. SÁTTASEMJARI, Jónatan Hallvarðsson sakadómari, hefir að undanförnu reynt að koma á sættum milli Iðju og Félags ísl. iðnrekenda, en eins og kunnugt er hefir Iðja sagt upp samningum. Engar sættir hafa tekizt ennþá, en sáttaum- ræðum verður haldið áfram. Á a$ sýna ástandið í áfenggsmáSunum með síSastliHiií tuttugu ár„ SAMTÖK nokkurra félaga, sem hafa bindindismál á stefnuskrá sinni, hafa nú í undirbúningi athyglisverða sýningu, sem halda á hér í Reykjavík á hausti.komanda. Er það bindindismálasýning, sem á að sýna hvar við íslendingar erum staddir á braut bindindismálanna og þróun þeirra. se Ungur Islendingur kynnir sér björgun úr sjávarháska í Bandaríkjunum. Veriisr þar í 2 ár att tilhlutun ríkis= st|érnarÍBi?iar. T ÁRUS EGGERTSSON, 23 ára gamall íslendingur, meðlimur Slysavarnafélags ís- lands, er nú sem stendur stadd- ur í Oregon Inlet, North Caro- lina í Bandaríkjunum, í björg- unarbátastöð U.S. Cost Guard (strandvarna Bandaríkjanna), til þess að fylgjast með björg- unaraðferðum strandvarna- manna. íslenzka ríkiástjórnin hefur séð til þess, að Lárus dveljist 2 ár í Bandaríkjunum, til þess að athuga starfsaðferðir U. S. Cost Guard við björgun úr sjávarháska, en að þeim tíma liðnum, mun hann snúa aftur heim, til þess að aðstoða við umbætur á björgunarstöðvum við strendur íslands. Frh. á 7. síðu. Sögusýningin opin í dag og á morgun frá klukkan 1--1Ö. OÖGUSÝNINGIN verður op- ^ in fyrir almenning í Menntaskólanum í dag og á morgun frá kl. 1—10, háða dagana. Mun þetta fagnaðarefni þeim, sem ekki höfðu séð sýninguna um síðustu helgi, er henni var lokað, og þarf ekki að efa, að aðsókn verði mikil að þessari merku sýningu þessa tvo daga, sem eru allra síðustu forvöð, til þess að sjá hana. Járniðnaðarmenn segja upp samning- um. FELAG járniðnaðarmanna hélt fund í fyrrakvöld og ræddi meðal annars. um upp- sögn samninga félagsins við atvinnurekendur. Var sam- þykkt að umræðum loknum að segja ssHsewg&gunum upp með mánaðaV ^rirvara frá og með 3. september n.k. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Gyða Óskarsdóttir, Framnesveg 26a og Aðalsteinn Gíslason, Guðrúnargötu 2. rengjameisíaramót ISi hefst í s- dag á Iþróitavellinum i¥iargir du^legir cSreBigir, s@m mikils má af vænta9 taka þátt f mótimi. T DAG hef'st á íþróttavellin ^ um drengjameistaramót í. S. í. og líkur því annað kvöld. Á þessu móti munu' koma fram ýmsir efnilegir íþrótta- menn, sem búast má við að síð ar láti til sín taka á íþrótta- móturii hér. Keppt verður í eftirtöldum í- þróttagreinum í þéssu drengja- meistaramóti: 100 m. hlaupi, 400 m. hlaupi, langstökki, há- stökki, stangarstökki, þrí- stökki, kúluvarpi, spjótkasti, 110 m. grindahlaupi og 4x10 m. hlaupi. I langstökki má gera ráð fyrir harðri keppni milli drengjamethafans Halldórs Sigurgeirssonar, Braga Frið- rikssonar, Þorkels Jóhannes- sonar, F.H., Halldórs Lárus- sonar, Afturelding, og Ólafs Ólafssonar, ÚÍA. í hástökkinu keppa m. a. Hafnfirðingarnir Þorkell Jó- hannesson og Árni Gunnlaugs- son, Ólafur Ólafsson og Halldór Lárusson, en það ér sá hinn sami, er gat sér beztan orðstír á sundmóti í vetur. í stangarstökki má telja lík- legt, að Þorkell Jóhannesson bæti drengjamet sitt, þ. e. a. s., ef hann hefur ekki þreytt sig um of áður í öðrum keppnum í mótinu. í 100 m. hlaupi keppa m. a.: Bragi Frið., KR, sem vann 80 m. á drengjamóti Ármanns, Halld. Sigurgeirssón, Á., sem var þar annar. Nú kemur einn- ig til keppninnar ungur Aust- firðingur, Ólafur Ólafsson, ÚÍA, sem ef til vill gétur orð- ið Reykvíkingum hættulegur keppinautur. , í 400 m. hlaupinu eigast m. a. við Óskar Jónsson, ÍR., Páll Halldórsson, KR og Magnús Þórarinsson, Á. í 1500 m. hlaupi og 300,0 m. hlaupi verður það ÍR-ingurinn Óskar Jónsson, sem glímir við drengjamet sín. Þar keppir og Gunnar Gísláson, Á. Keppendur í kúluvarpi og kringlukasti eru m. a. Bragi Friðriksson, sem að öllu for- íallalausu vinnur þær keppnir, Vilhjálmur Vilhjálmsson, KR. sem var annar í báðum þessum greinum á drengjamóti Ár- manns og Ásbjörn Sigurjóns- son frá Alafossi, Á. í spjótkasti keppa Ásbjörn Sigurjón^son, sem vann þá grein á Ármanns-drengjamót- inu, Bragi Friðriksson, KR o. fl. í þrístökki skulu nefndir, Þorkell Jóhannesson, Magnús Þórarinsson, Á. og Björn Vil- mundarson, KR. í grindahlaupi 110 m. og 4 xlOO m. hlaupi er ómögulegt að segja neitt um úrslit. Gamla Bíó sýnir y kvöld kl. 7 og 9 mynd sem nefnist Skautarevyan, aðal hlutverkin leika Ellen Drew, Jerry Colona og Richad Denning.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.