Alþýðublaðið - 29.07.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.07.1944, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. Júlí 1944 ALÞYÐUBLAÐIÐ » Bréf frá bónda og fræðabul um mál, sem ekki má gleym- ast og ekki mim gleymast — Húsmóðir skrifar sorp- hreinsunarstúdentum nokkur orð. ASMUNDUR HELGASON er gamall bóndi og fræðaþulur. Hann hefur skrifað margt í blöð og erindi hafa verið flutt eftir hann í útvarpið, sem hafa þótt. fróðleg og skemmtileg. Hann hef1- ið, eða réttara sagt alls elikert gefið sig að dægurmálum. Það er oft gott, sem gamlir kveða, og undanfárið hefur Ásmundur ver- íð upp á fjöllum, sem hann kallar svo, og þaðan sendir hann mér eftirfarandi bréf. Hann segist skrifa af því að hann geti ekki orða bundist: , „LISTA SKÁLDIÐ GÓÐA“ Jón- as Hallgrímsson, kvað um hið ný- endurreista alþingi 1843: „Báglega tókst með alþing enn na ha, na ha, na ha, Þar eru tómir dauðir menn na ha, na ha, na ha.“ „ÞAÐ ER sannfæring mín, að ef Jónas hefði fengið leyfi til að koma frá þeim stöðum, þar sem hann nú „starfar meira guðs um geim“, til þess að mæta á þing- fundi á Þingvelli 17. júní s. 1. þegar al'þingismenn áttu að kjósa hinn fyrsta lýðveldisforseta ís- lands, fyrir eitt ár, en 3/10 þeirra eða 15 þingmenn skiluðu auðum seðlum, hefði honum fundist til- efni að gefa þeim napurt háð- kvæði fyrir þá framistöðu. „OG HVERNIG myndi Jóni Sig- urðssyni forseta, Benedikt Sveins syni, bæði þeim eldri og yngri, á- samt fleiri góðum drengjum, sem fremstir stóðu í sjáflstæðisbarátt- unni, hafa þótt það, að þegar loks eftir margra ára harða baráttu, við' útlent drottnunarvald og inn- lent faturhald var búið að fá við- urkennt fullt sjálfstæði Isladns og ákveða þar lýðræðisstjórn framveg is, með forseta, þá væri alþingi íslendinga þannig 'sett að 15 þing- menn treystu sér ekki til að nefa nokkurn mann í landinu, sem gæti með forsetavald farið í eitt ár, og skiluðu því auðum atkvæðaseðl- um sínum?“ „HVAÐ HEFÐI lýðveldistofnun- inni liðið ef kjósendur hefðu hlut- fallslega farið eins að? Það var bæði í ræðu og riti, eins og alveg rétt var, að láta nú ekki bregðast, að sækja vel kjörfundi og nota at- kvæðarétt sinn þannig, að greiða báðum spurningunum jákvætt at- kvæði. Frá mínum bæjardyrum séð, var varla hægt að búast við betri útkomu, því það eru alstaðar til menn sem jafnan láta sig vanta þegar um almenn samátök er að ræða. Ýmist fyrir það, að svo virð- ist, sem þeir telji sig hafna yfir það, að vera eins og fjíöldinn, eða þá að þeir eru innst í hjarta sínú á móti málinu, þó þeir þori ekki að láta það koma opinberlega fram.“ „MÉR FANNST kjósendur und- antekningarlaust, allstaðar á land inu, skila svo góðri útkomu í full- veldiskosningunum, að þeir ættu fullan rétt á því, að fulltrúar þeirrar á alþingi, gerðu skyldu sína, í því að tilnefna þann mann í forsetastöðuna sem hver treysti bezt. Þar eð þingmenn gátu ekki komið sér saman um, að kjósa sama manninn allir til eins árs, sem þó hefði verið það ákjósanleg asta fyrir þjóðar heildina(út á við. En við því var varla að búast „eft ir öðrum sólarmerkjum“. Að skila auðum seðlum við þetta lang þráða tækifæri er því það sama og að gefa kjósendum sínum langt nef og segja við þá. „Við meinuðum aldrei neitt með þessu fullveldis- skrafi okkar.“ „ÞAÐ ER spá mín, að þegar ís- lendingar halda aldarafmæli lýð- veldisstofunarinnar, hvort sem það verður á Þingvöllum eða í Reykjavík. Þá þyki auðu seðlarn ir sem komu fram við fosetakjörið 17 .júní 1944 á ÞingvÖllum svart- ur blettur á þeirri hátíðlegu sam- komu sem okkur eldri mönnun- um verður alltaf sem heilög. Ég harma það, að þ'etta skyldi fara svona. En það má ekki gleymast.“ NEI, ÞAÐ MÁ EKKI gleymast. Hann vill það ekki þessi gamli bóndi, sem hefir tekið þátt í sjálf- stæðisbaráttunni í hálfa öld eða meira — og iþess vegna skrifar hann mér þetta bréf. „HÚSMÓÐIR“ skrifar mér á þessa leið: „Sú nýbreyttni hefir verið tekin upp að unnið er nótt og dag við sorphreinsunina. Um nætur munu ungir piltar, háskóla stúdentar, að því sem mér er sagt. vinna þessi störf, og er mér sagt, að þeir geri það vel og séu bráð- duglegir. En mig langar til að benda þeim á eitt, sem mjög mið- ur fer |í starfi þeirra. Þeir hafa svo hátt á næturnar að engu tali tekur. Þeir kallast á og æpa láta öllum illum látum.“ „ÞEIR VERÐA að gæta þess, að þó að þeir séu að vinna, og þyki gaman að því, að vera næstum því einvaldir í borginni, meðan hún sefur, þá er hvíldin hinum nauðsynleg um nætur og þeir verða að vinna og vaka á dag- inn. Ég vil því mælast til þess við þessa ágætu pilta að þeir fari eins hljóðlega um nætur og þeir mögulega geta. Ef þeir gera það ekki þá komum við konurnar ein- hverja nóttina út til þeirra og flengjum þá! Skilaðu þessu til þessara myndarlegu sorphreinsun- arstúdenta og ég yeit að þeir eru ,svo góðir og nærgætnir drengir, að þeir taka tillit til þess sem þú seg- ir.“ JÁ, ÉG GERI það hér með og vona að þeir sýni sig verðuga traustinu, sem til þeirra er borið — og svo er þetta með flenging- una! Það er víst bezt að vara sig, því að konur eru víst í ári úr- illar, ef þær fá ekki að sofa um nætur!“ ‘ Hannes á horninu. Sjófclæðagerð íslands h.f.r tilkynnir: Verksmiðjan verður lokuð 31. júlí til 12. ágúst n.k., að báðum dögum meðtöldum. Manfshafswciprinn. Þetta er eitt af hinurn miklu steinsteypuvirkjum Atlantshafsveggsins, sem Þjóðverjar hafa gumað svo mikið af, en ekki fékk þó hindrað, að bandamenn brytust á land í Normandie. — Virkið er eitt af þeim fyrstu, sem þaggað var niður í og bandamenn náðu á sitt vald á Nor- mandiéströndinni. ndum AÐ VERÐUR að teljast ** næsta táknrænt fyrir hinn þýzka anda, að Þjóðver.iar láta ; nú börn með ýmsu móti kom- { ast í kynni við það hvernig ' styrjöld sú er rekin, sem nú i geisar. Sér í lagi leggja vÞj6ð- j verjar mikla áherzilu á það, að brýna það fyrir börr"" hversu milcinn þátt fótgöngulið ið eigi í átökum hildarleiksins og vekja hrifni þeirra á þvi. Ög það er bezt hægt að sannfaerast um það, að Þjóðverjar gera mikið að því að hervæða hug- arfar barnanna, með því að 1 esa þýzk blöð og hlýða á mál hinna þýzku áróðursmanna. Þar er engin dul á það dregin, að Þjóð- verjar telji miklu skipta, að börnin beri af eiginraun skyn á það ,sem hernaðartilkynning- arnar greina frá. En þetta er svo sem ekki ný- tilkomið frá 'hálfu Þjóðverja. Æskulýðssveitir Hitlers, Pirripf im Dienst, er töldu innan vé- banda sinna drengi frá 6 til 10 ára, igiáfu út kennslubók í hernaði þegar nokkrum é fyrir stríð. Sex ára gamlir drengir voru látnir æfa sig með hliðsjón af hermennsku. Þeir voru látnir ganga nokkrar mil- ur' dag hvern, æfa skotfimi sína og varpa gervihandsprengj um. Og sannleikurinn var sá, að allar kennslubækur Þjóð- verja fyrir stríð voru samdar með hliðsjófi af væntanleffri hermennsku hinnar hó^ku i æsku. Og eftir að styrjöldin | kom til sögu, hefir enn meiri áherzla verið á þetta lögð en nokkru sinni hefir og haft mikinn áhuga á því að verða við þessum til- mælum stj órnarva ld? v' aðartiíkynningamar hafa ekki átt hvað minnstan þátt í því að glæða þa.nn áhuga hennar og vilja. En það, sem breytzt hefir í þessum efnum, er það. að ' " fyrr kenndu Þjóðverjar æsku- lýð sínum hermennsku, en nú láta þeir æskulýð sinn taka þátt í vopnaviðskiptum. Og valdhafar Þýzkalands leggja alla áherzlu á það að haga REIN • ÞESSl, sem er efíir Helenu Heins- dorf og hér þýdd úr tíma- ritinu World Digest, fjallar um uppeldi nazista á þýzk- um æskulýð. Greinarhöfund- ur lýsir því skilmerkilega hvílíka áherzlu nazisíar hafa lagt á það að kenna þýzkri æsku þorparabrögð • sín, en jafnframt lætur hún þess getið, að margir þýzkir æskumenn muni nú orðið Þúsir til þess að snúá baki við hernum og nazistum. þannig uppeldi æskulýðsins, að hann haldi baráttunni áfram þótt öll sund virðist hafa lok- azt. Nazistar flytja þann boð- skap, að þeir hafi brotizt til valda, iþótt iþó sborti mjög þjálf- un og kennslu, er þeir telja nauðsynlega. Þó hafi þeim tek- izt að áiorka því, isem raun beri vitni. Nú hafi þeir þjálfað og kennt þýzkri æsku, og þess vegna megi vænta þess, að hún verði þeim mun skeleggari í baráttunni en feður þeirra, sem hún sé þeim betur úr 'garði gerð. Eigi alls fyrir löngu hafa ver- ið birtir í blöðúm bandamanna kaflar úr dagbók ungs þýzks hermanns, sem var áður fyrr félagi í æskulýðsfylkingu Hitl- ers, en var tekinn til fanga á vigvöllunum á Ítalíu í desem- bermánuði síðastliðnum. Kafl- inn frá 22. degi desembermán- uði hljóðar á bessa lund: „Ég hefir glatað öllu því, sem mér var dýrmætt fvrrum. Ég á nú aðeins eina tilfinningu eftir í sálu minni — hatrið á þýzka hernum. Ég mundi glaður skipa mér í sveit þeirra, er biða hruns Þýzkalands . . . Hvers vegna fæddist ég Þjóðverji? Mér finnst alltaf eins og ég sé þræll.“ M öNNUM kann að koma þetta undalega fyrir sjón- ir. En þegar nánar er að gætt er það vissulega lítt merkilegt, þótt hinir ungu þýsku hermenn ■séu teknir að þreytast í barátt- unni. Því veldur ef til vill eigi hvað sízt fullvissan um það, að barátta þeirra sé fyrir gýg unn- in. Þess eru mörg dæmin, að þýzkir hermenn hafi gengið bandamönnum á hönd af frjáls um vilja og jafnvel haft sam- tök með sér um slíkt. Það er þó ekki sönnun fyrir skjótri og algerri hugarfars- breytingu meðal þýzku þjóðar- innar. Það er sönnun þess, að hinir stríðandi æskumenn Þýzkalands eru haldhir ugg og vonleysi. Þeir vita, að styrjöld- in er þeim töpuð. En sú full- vissa verður svo til þess smám saman að vekja þeim hatur og hefndarhug þýzka hersins, sem hefir brugðizt trausti þeirra. En þrátt fyrir þetta, er það sannreynd, að þýzk æska dáir enn þýzka herinn og veitir hon um fulltingi sitt, enda hefir verið til þess ætlazt með þjálf- un þeirri og kennslu, sem henni hefir verið i té látin. * HAUSTIÐ 1935 gafst mér kostur á því að vera við- stödd fund æskulýðsfylkingar Hitlers. Ræðumaðurinn var mjög hátt settur foringi æsku- lýðsfylkingarinnar. Ég skrifaði hjá mér eftirfarandi atriði ræðu hans: „Ég veit, að það er erfitt fyrir unga drengi að læra her- mennsku í stað þess að una sér við leiki. En þetta er eina ráðið fyrir okkur til þess að geta lagt undir okkUr heim- inn og látið óskir okkar og drauma rætast. Við skulum gera okkur þess glögga grein, að ógnleg og hörð barátta mun hefjast pinhvern góðan veðurdag. Þá verðum við að vera viðbúnir. Og þegar við höfum gengið gegnum eldraun þéirrar baráttu, verður okkar mátturinn og dýrðin. Aðrar þjóðir skeggræða um samhygð og skilning allra þjóða og ei- lífan frið, um fórnfýsi og Frh. k 7. aíöu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.