Alþýðublaðið - 29.07.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.07.1944, Blaðsíða 4
I I ALfeL¥®UBLAÐBÐ Guðmundur G. Hagalín: Richard Beck prófessor og starf hans vestan hafs. 4 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. , Alþýðuprentsmiðjan h.f. Svar Eimskipa- félagsins. AÐ þótti að vonum. tölu- verðum tíðindum sæta, þegar farmgjðld í Ameríkusigl- ingum voru allt í einu lækkuð um hér um bil helming, eða, nánar, 45%, í fyrrahluta maí- mánaðar og samtímis spurðist, að Eimskipafélag íslands hefði á árinu, sem leið, grætt hvorki meira né minna en 24 milljónir króna. Menn spurðu, hvernig það hefði getað viðgengizt, að farmgjöldunum hefði, þrátt fyrir svo æfintýralegan gróða, verið haldið óbreyttum mán- uðum saman eftir að það hlaut að vera kunnugt, að minnsta kosti stjórn Eimskipafélagsins, hve óverjandi það var að taka svo há flutningsgjöld af að- fluttum vörum samtímis því, að allt var að sligast hér inn- anlands af verðbólgu og dýr- tíð. * Vikum saman fékkst engin skýring á þessu, en eðlilega beindist gagnrýni manna að viðskiptaráði, sem á að vaka yfir farmgjöldunum eins og öðru verðlagi; menn vildu ekki trúa því, að því hefði getað verið ókunnugt um hinn mikla gróða Eimskipafélagsins, og lá því nærri, að kenna því um þessa óstjórn. En svo kom greinargerð við- skiptaráðs fyrir drættinum á lækkun farmgjaldanna, og var hann þar afsakaður með því, að umbeðnar upplýsingar um afkomu Eimskipafélagsins hefðu ekki fengizt frá stjórn þess, og tilraunir jafnvel verið gerðar til þess að villa við- skiptaráð um hag þess. Hafa þyngri ásakanir ekki í annan tíma verið bornar á stjórn Eimskipafélagsins; enda blöskr- aði flestum, þegar þessi grein- argerð viðskiptaráðsins var birt. En þegar þar við bættist, að stjórn Eimskipafélagsins samdi við innflytjendur um að skila aftur þó ekki væri nema tæpri milljón af hinum mikla gróða sínum, þá þótti mönnum það þó benda ótvírætt til þess, að samvizka hennar væri í þessu mláli ekki sem allra bezt. * r En' nú hefir stjórn Eimskipa- félagsins birt svar yið greinar- gerð viðskipfaráðs. Ber hún þar af sér allar sakir, fyrst og fremst með því, að ekki hafi fyrr en seint og síðar meir verið liægt að gefa fullnægj- andi upplýsingar um afkomu felagsins með því að nokkur iiluti af reikningshaldi þess sé vestan hafs; en auk þess er reynt að þagga niður alla gagnrýni á hinum háu farm- gjöldum og gróða félagsins með því, að félaginu sé það nauðsynlegt, að fá að græða til þess að geta endurnýjað skipa- stól sinn, en farmgjöldin séu hins vegar ekki nema svo lít- ill liður í útreikningi vísitöl- Framhald á 6. síðu. EGAR nú fjöldi manns, já, sjálfsagt þorri allra Is- lendinga, hefir hlýtt á pró- fessor Richard Beck í útvarp eða á rriannamótum, þykir mér trúlegt, að ýmsir vilji ‘vita meira um hann sjálfan en þeir vita nú — og um starf hans í þágu íslenzkrar menn- ingar í Vesturheimi. Richard Beck er fæddur hinn 9. júní árið 1897, að Svínaskálastekk í Reyðarfirði. Þar eystra eru tvær kunnar ' ættir af tiltölulega nýjum er- lendum uppruna, önnur kom- in af dönskum manni, sem Beck hét, en hin af enskum, og hét sá Long. #Af Becks-ætt- inni var Þórólfur skipstjóri á Sterling og síðan Esju, en af Longs-ætt eru kunnastir. þeir bræður Ríkarður Jónsson myndhöggvari og myndskeri, Finnur listmálari og Karl læknir. Báðar þessar ættir standa að prófessor Beck-, á- samt mörgum íslenzkum ætt- liðum dugandi bænda og sjó- sóknara. Beck fluttist ungur með for- eldrum sínum að Litlu-Breiðu- vík í Reyðarfirði og ólst þar upp, en foreldrar hans voru Hans Kjartan Beek óðals bóndi og kona hans, Vigfúsína Vigfúsdóttir. Hans Kjartan Beck lézt 190,7, en frú Vigfús- ína er enn á lífi og á heima í Winnipeg í Manitobafylki í Canada. Richard Beck vandist snemma sveitavinnu og sjó- ferðum, en naut þó barna- kennslu, eins og hún var yfir- leitt þarna eystra. Síðan stund- aði hann róðra og kunni þeim störfum vel, varð formaður 18 ára og hélt áfram því starfi á skólaárum sínum — frá því er skóla lauk á vorin og þangað til námið kallaði að á ný að haustinu. Sigurður Vigfússon hét maður. Hann var móðurbróðir Richards Beck. Hann hafði snemma verið bókhneigður. Hann hafði farið til Ameríku, en komið aftur eftir allmörg ár og stofnað einkaskóla á Eskifirði. Hann var mjög vel að sér í íslenzkri tungu ,cg bókmenntum, en einnig í ensku og enskum bókmenntum og amerískum, og margt hafði hann lesið af bókmenntum annarra þjóða. Hann vissi og skil á hinum margvíslegustu hlutum, og hann þótti ágætur kennari. Hjá honum nam Beck undir gagnfræðapróf. Sigurður vakti mikinn áhuga hjá Beck fyrir skáldskap íslendinga og Ameríkumanna og svo fyrir bókmenntum almennt. Sigurð- ur fór síðar til Ameríku á nýj- an leik, og hann dó vestan hafs fyrir allmörgum árum. Beck lauk gagnfræðaprófi á Akureyri vorið 1918, og um haustið settist hann í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Hann reyndist hinn mesti námsmaður og tók ágætt próf, og voru honum veitt verðlaun fyrir framfarir, ástundun og siðprýði. Hann gaf sér þó tíma ; til þess að taka margvíslegan og mikinn þátt í starfi Góð- templarareglunnar þennan vet- ur. Fimmta og sjötta bekk las íhann utan sikóla á einum vetri, og tók hann hátt stúdentspróf vorið 1920. / Næsta vetur var hann einka- kennari á Eskifirði, en um sumarið 1921 fór hann til Am- eríku og var um veturinn kennari í íslenzku í Winnipeg á vegum Þjóðræknisfélagsins, en bjó sig jafnframt undir framhaldsnám. Haustið 1922 fluttist hann til Bandaríkjanna og stundaði nám við hinn al- kunna Córnell-háskóla í fþöku í New-York ríki, þar sem Halldór Hermannsson, hinn ágæti, íslenzki fræðimaður er prófessor. Meistarapróf í ís- lenzku tók hann 1924 og einn- ig í enskum fræðum, en dr. phil. varð hann við Cornell- háskóla 1926. Fjallaði doktors- ritgerð hans um þýðingar Jóns skálds Þorlákssonar úr ensku, og hafa kaflar úr henni verið birtir í amerískum ’fræðirit- um. Rómar Beck það mjög, hve leiðsögn prófessors Hall- dórs Hermannssonar hafi reynzt sér vel, enda hafi hún verið veitt af mikilli alúð. Auk þess, sem er skyldunám í þeim greinum, sem Beck tók próf í við Cornell-háskóla, lagði hann allmikla stund á fornensku og las meðal annars Bjólfskviðu mjög vandlega. Á hinum fjórum árum há- skólavistar sinnar vann Beck fyrir sér jafnframt náminu við ýmis störf, en fékk þó námsstyrki og námsverðlaun. Hann tók allmikinn þátt í safnaðarstarfsemi lútersku kirkjunnar, og yalinn var hann forustumaður erléndra stúdenta, er stunduðu nám við háskólann. Haustið 1926 varð Beck pró- fessor í enskum fræðum og samanburðarbókmenntum við St. Olaf College í Northfield í Minnesotaríki, en St. Olaf College er stærsta mennta- stofnun Norðmanna í Vestur- heimi. Tveimur árum síðar varð Beck forseti enskudeild- ar Thiel Gollege í Pennsilvaníu, en haustið 1929 var hann kjör- inn prófessor í Norðurlanda- málum og Norðurlandabók- mepntum við ríkisháskólann í Grand Forks í Norður-Dakota, og því embætti hef ir hann gegnt síðan. Kennir hann norsku og íslenzku, en hins vegar flytur hann háskólafyr- irlestra um bókmenntir og sögu Norðurlandanna allra. Á undanförnum árum hafa all- margir nemendur stundað ÍS- lenzkunám við háskólann, enda er skólinn í námunda við hina fjölmennu íslendinga- byggð í Norður-Dakota, og hafa fleiri menn af íslenzkum ættum stundað nám við ríkis- háskólann í Grand Forks og lokið þar prófi heldur en við nokkurn annan háskóla í Bandaríkjunum. Háskólinn á stórt safn bóka á Norðurlanda- málum, og enn fremur mikið af bókum, sem fjalla um Norð- urlönd og bókmenntir þeirra. í safni þessu er talsvert af ís- lenzkum ritum, þó að svo hafi raunar verið ástandið á síðustu árum, að ástæður hafi verið ó- hagstæðar vexti safnsins og lítið bætzt við af íslenzkum bókum. Svo að segja ekkert af nýjustu ritum annarra þjóða á Norðurlöndum hefir safnið fem.ið þessi árin. A ik kennslustarfanna hefir Beck haft með höndum marg- vísleg störf, skrifað bækur og ritgerðir, haldið fjölda af fyr- irlestrum og haft mikil af- skipti af félagslífi — einkum íslendinga og Norðmanna, én Norðmenn eru afar fjölmennir í Norður-Dakota. Bækur sínar og ritgerðir hefir Beck ýmist skrifað á ís- lenzku, norsku eða ensku. Þrátt fyrir annir sínar hefir hann fengizt allmikið við ljóðagerð, er smekkvís, orð- hagur og rímleikinn og ávallt notalegur og mennilegur blær yfir ljóðum hans. Safn af ljóð- um eftir hann, Ljóðmál, kom út í Winnipeg árið 1929, en síðan hefir hann birt mörg kvæði í íslenzkum blöðum og tímaritum hér heima, en þó einkum vestan hafs. Hann hefir og ort allmargt ljóða á ensku og norsku, og nýlega var birt eftir hann í hinu merka bókmenntariti í Boston, Poet Lore, kvæði, sem heiíir Salute to Norway —• kveðja til Noregs, en það var flutt norsku krónprinshjónunum, þá er þau komu til Grand Forks, og hefir þetta kvæði verið birt í mörgum ritum vestra. Þór- hallur Bjarnason prentari gaf út í prýðilega vandaðri útgáfu árið 1930 Icelandic Lyrics, sem — eins og flestum mun kunnugt — er safn íslenzkra ljóða á ensku, og fylgir frum- textinn hverri þýðingu. Þýð- ingunum safnaði prófessor Beck og skrifaði inngang að bókinni og smágrein um hvern höfund. Hefir bók þessi orðið FREGNIN um hina komm- únistísku iLeppstjórn Rússa austur á Póllandi hefir áð vonum vakið mikla athygli um allan heim, einnig hér á landi. En það vekur líka nokkra athygli hér hjá okkur og er nokkuð öruggur vottur þess, hverndg litið er á málstað Rússa í því sem þar eystra er nú ver- ið að stofna til, að Þjóðviljinn hafði enn í gær ekki þorað að segja eitt einasta orð frá eigin brjósti um leppstjórnina. Aft- ur á móti skrifaði Tíminn í gær: „Jafnhliða og frelsisunnandi menn hafa fagnað því, að rúss- neski herinn heldur nú uppi sig- ursælli sókn gegn Þjóðverjum á austurvígstöðvunum og veldi naz ismans virðist nálgast fall sitt, hef ir það skapað nýjan óhug, að Rúss ar virðast ætla að setja á fót lepp- stjórn í Póllandi, líkt og Þjóðverj ar hafa gert í Noregi, Slóvakíu og víðar, en hafa að engu hina lög- legu stjórn Póllands í Lonodn, sem er viðurkennd af Bandamönnum og hefir alltaf verið það síðan stríðið hófst. Þykir mörgum að þessi framkoma Rússa spái .llu um það, að takast muni að skapa réttlátan og varanlegan frið að stríðinu loknu. Það, sem einkum virðist valda því í seinni tíð, að Rússar vilja ekki viðurkenna pólsku stjórnina í London, er sú afstaða hennar, að hún vill ekki viðurkenna landa mæri þau, sem Póllandi voru sett af Ribbentrop og Molotoff haustið 1939. Hins vegar hefir stjórnin ekki talið sig því fráhverfa, að landamæri Póllands og Rússlands verði breytt frá því, sem þau voru fyrir stríð, en hún hefi þó jafnan gert tilkall til borganna Lwow og Vilna, er samkvæmt Ribbentrops- Molotoffssamningnum eiga að heyra uíKtir Áússland. Lwow og Laugardagur 29. Júií 1944 áuglýsingar. sem birtast eiga í Aiþýðublaðiru, verða að vey* komr.ar til Augíýs- hiRaskriístofumaar i Alþýðuhúsint:, (gengið i•/__ frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 afi kv©ldi. Sími4906 vinsæl og er um það bil alveg uppseld. Árið 1935 kom út í Winnipeg Saga Hins íslenzka lúterska kirkjufélags í Vestur- heimi. Var þessi bók samin og gefin út í sambandi við 50 ára afmæli þessa íslenzka félags- skapar, og var höfundur henn- ar prófessor Beck. Þá var hann einn af höfundum The History of Scandinavian Lit- erature, Bókmenntasögu Norð- urlanda, sem gefin var út í New-York 1938. Skrifaði hanu þar um íslenzkar bókmenntir og skáidskap íslendinga í Vesturheimi, norsk-amerískar bókmenntir og enn fremur finnskar. Fékk bók þessi mjög Framhald á 6. síðu. Vilna eru nær alpólskar borgir og virðist álíka óréttmætt að leggja^ þær undir Rússland og t. d. Len- ingrad undir Finnland. Rússar viðurkenndu pólsku stjórnina í London nokkru eftir að Þjóðverjar réðust inn í Rúss- land, en þegar þeir sáu, að hún myndi standa allfast á rétti Pól- verja, gerðust þeir henni fráhverf- ir og í fyrravor gripu þeir tæki- færið til að rjúfa sambandið við hana, þegar stjórnin kom klaufa- lega fram í sambandi við scgu- burð Þjóðverja um dráp pólsku liðsforingjanna. Nokkru síðar var sett á laggirnar pólsk „frelsis- nefnd“, í Moskva og sérstakur her undir stjórn Berlings -hershöfð ingja. Þessari frelsisnefd veittu Rússar fulla viðurkennignu fyrir fáum dögum síðan og hafa falið henni alla borgaralega stjórn í þeim héruðum Póllands, sem lutu Þýzkalandi samkvæmt Ribben- trops-Molotoff samningunum 1939. Sjálfir hafa Rússar alla stjórn í þeim héruðum Póllands, scm þeir fengu samkvæmt saniningi þess- ' um. Rússar virðast ætla þessari nýju leppstjórn sinni í Pólland.i, að stað festa fyrir Pólverja hönd akvæði Ribbentrops-Molotoffssamningsins um landamæri Póllands og Rússlands, en í staðinn eiga Pól- verjar að fá Austur-Prússland og nokkur þýzk héruð. Rússar virðast þannig ætla að ráðstafa nokkrum hluta Þýzkalands, án samráðs vio Bandamenn. Nýja pólska leppstjórninn reyn ir mjög að hampa því, að pólska stjórnin í London sé aðeins arf- taki einræðisstj órnar þeirrar, sem fór með völd í Póllandi fyrir stríð ið og að hún hafi ekkert fylgi í Pól landi.' Sannleikurinn er sá, að helztu stuðningsflokkar pólsku Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.