Alþýðublaðið - 29.07.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.07.1944, Blaðsíða 7
Laugardagur 29. Júlí 1944 AL*»YÐUBLAPI1> ..7 Bœrinn í da Næturlæknir er í Læknavarð- stofuni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Næturakstur annast Bifröst, sími 1S08. ÚTVARPI3: 1:5.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.00 Fréttir. 20.30 Hljómplötur: Tríó op. 70, nr. 5, eftir Beethoven. 20.45 Ólafsvaka Færeyingafélags- ins: a) Erindi (Peter Wige- lund. b) Einsöngur (frú Herborg á Heygum Sigurðs- son. c) Ávarp til Færeyinga. d) Söngur. 21.50 Fréttir. 22.00 Einleikur á munnliörpu Ernst Schikler): Gömul og ný danslög. Frh. af 2. sföu. Lárus kom til Bandaríkjanna 12. júní s.l. með ísl. skipi. — Fyrst fór hann til Virginia bátastöðvarinnar, en síðan til Oregon Inlet. Þaðan mun hann fara til Cape Hatters og síðan til Macon í Georgia, þar sem hann dvelur sem starfsmaður Waterway Patrol Radio Air- Medical nit. Allt uppihald hans mun ísl. ríkisstjórnin greiða. Lárus mun nema þar allar al- mennar aðferðir við björgun úr sjávarháska. Lárus sagði í viðtali, að ísl. ríkið væri hlutlaust, en ekki þjóðin sjálf. Hann taldi hana mjög hatramma í garð Þjóð- verja. Hann sagði, að íslend- ingar flyttu 1/4 miljón tonn af fiski út til Bretlands og að ís- 'lendingar hefðu nú misst um 10% af togaraflota sínum og fiskisjómönnum fyrir aðgerðir Þjóðverja. (Skv. fregn frávUppl,- skrifst. Bandaríkiastjórnar í Rvík). HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. sfjórnárinnar London, bænda- flokkurinn og jafnaðarmenn, mru í andstöðu við pólsku einveldis- stjórnina og voru fjölmennustu flokkar Póilands. Allar fregnir benda líka til þess, að Pólverjar standi örugglega að baki þeirri stjórn og kommúnisminn héfir allt af átt lítinn jarðveg hjá þeim og þó allar helzt, þegar ho.num er þröngvað upp á þá af erlendu stór veldi. Það sást m. a. á því, að Rúss ar höfðu flutt mörg hundruð þús- und Pólverja, sem bjuggu í hér- uðunum, er þeir tóku 1939, til Sí- bíríu og annarra fjarlægra staða Rússlands. Meðal Bandamanna hefir við- urkenning Rússa á leppstjórninni í Póllandi skapað mikinn chug. Núverandi styrjöld hófst vegna þess, að Pólverjar vildu ekki beygja sig undir erlent ok. Getur ekki ný tilraun til að kúga Pól- verja orðið undirrót nýrrar styrj aldar? • Þessi framkoma Rússa virðist marka þá stefnu, að þeir þoli ekki frjálsar, óháðar stjórnir í nágranna ríkjum sínum. Þeir vilja, að þær séu Rússum háðar. Fleiri vanda- mál í ííkingu við þetta geta því skapast næstu mánuðina.“ Já, þaö er skaði — ekki satt? — að viö skulum vera svo fjarri þessum „verndurum srháþjóö- anna“, eins og Þjóðviljinn hefir kallað Rússland Stalins, að geta ekki orðið svipaðrar verndar og náðar aðnjótandi og Pólverjar? Gísði Jénsson I DAG verður til moldar bor-. * inn í Hafnarfirði. Gísli Jóns- son fyrrum hafnsögumaður. Hann andaðist 21. þ. m. eftir all langa og erfiða sjúkdóms- iegu. Gísli Jónsson var fæddur í Hafnarfirði 6. júní 1863, og þar ól hann allan aldur sinn, á sama blettinum, í rúma átta tugi ára, Foreldrar hans voru Margrét Kristjánsdóttir og Jón Guð- mundsson hafnsögumaður. Þeir, sem nú eru á uppvaxt- arárum og jafnvel miðaldra þekkja aðeins af afspurn kjör og aðbúnað, er unglingar frá alþýðuheimilum áttu við að búa fyrir og, um síðustu aldamót. í stað skólabekkjanna. urðu margir unglingar, sem ól- ust upp við sjávarsíðuna á þeim tímum, að taka sæti á þóftum árabúðanría og oft inn- an fermingaraldurs. Það var þeirra einasti skóli. Þann skóla sótti Gísli heitinn ungur að aldri. Hann byrjaði snemma að róa á fiskimið með föður sínum á opnum árabát. Þá lærði hann að fara vel með fisk og vanda þá vöru, og Gísli lærði einnig rösk vinnubrögð, er síðar urðu eftirsótt og öðrum til fyrir? rnyndar. Gísli heitinn vár fiskimats- maður í Hafnarfirði í meira en fimmtíu ár, og yfirfiskimats- maður mörg siðari árin. Arið 1889 missti Gísli föður sinn, og var þá 25 ára að aldri. Var honum falið hafnsögu- mannsstarfið og gegndi Gísli því síðan sleitulaust til 1920 eða í rúm 30 ár. Störf hafnsögu mannsins í Hafnarfirði voru engin aukvisastörf fyrr á tím- um, meðan hafnsögumaðurinn hafði aðeins yfir að ráða smá- kænu og varð einn að fara út á opið haf í náttmyrkrum og vonsku veðrum til þess að leið- beina ókunnum skipum, er biðu leiðsagnar langt undan landi. Gísli Jónsson var karlmenni að vallarsýn og í allri framgöngu. Hann var þvi vel þeim vanda vaxinn að vera hafnsögumaður, enda óx hann við hverja raun o.g tókst ætíð giftusamlega. Hann 'hlaut alls staðar góðan vitnisburð sem afbragðs hafn- sögumaður. Jafnframt hafnsögumanns- störfum var Gísli vitavörður í Hafnarfirði frá 1910 til 1930. í hafnarnefnd kaupstaðarins sat hann 1910—1012. Þegar Gísli lét af störfum í þágu bæjarfélagsins 1930 og var þá 67 ára gamall, sótti hann heim hafnarnefnd Hafnarfjarð- ar og íærði honum skrautritað ávarp með þakklæti og viður- kenningu fyrir dugnað og trú- mennsku við störf þau, er hann hafði leyst af höndum í þágu bæjarfélagsins. Gísli heitinn var mikill af- kasfamaður við vinnu, glöggur og réttsýnn. Eins og fyrr segir, var hann eftirsóttur framar öðrum til fiskimats, ekki ein- göngu í Hafnarfirði heldur og sóttust Reykvíkingar eftir vinnu brögðum hans. Dugnaði Gísla og kappi fylgdi frábær sam- vizkusemi og sky'ldurækni, samfara sífelldri umhugsun um að gera rétt og gera vel hvað eina, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var alltaf heill í störfum og hugsun og hispurslaus við hvern sem í hlut átti. En kærast var Gísla þó að starfa fyrir kirkjuna. Henni unni hann mikils, og mat kirkj- una eins og heimili sitt. Lengi kom hann þangað daglega til eftirlits og allar guðsbióuustur sótti hann meðan heilsa leyfði. Hann átti sæti í sóknarnefnd frá 1909 tíl dánardægurs og var meðhjálpari þriggja sóknar- presta í Garðasókn. Gísli var kvæntur Hallgerði Torfadóttur. Hún andaðist 1937. Hallgerður var góð kona og glaðlynd. Hún var alúðleg í framkomu og ætíð hjálpfús, þegar til hennar var leitað. Gísli og Hallgerður voru sam hent í búskap og var heimili ’ þeirra með miklum myndar- brag og ávalilt opið gesturn og gangandi. Þau eignuðust þrjú börn, sem öll eru búsett í Hafnar- íirði, mesta dugnaðar- og mynd- arfólk. Margrét, gift Júlíusi Sigurðssyni skipstjóra, Jón úi- gerðarmaður og Torfi verr- stjóri. Á heimili Torfa og konu hans, Ingileifar Sigurðardóttur, dvaldi Gísli síðustu ár æfi sinn- ar og naut þar góðrar um- hyggju og aðhlynningar. í dag kveðja Hafnfirð^ Gísla Jónsson og þakka vináttu hans og samveru. A. B. BlndbKltanálasýn- Þeir, sem hafa í hyggju að gjörast fastir áskrif- endur að Alþýðublaðinu, ættu að gjöra það nú þegar, því meðan að upplagið endist, fá þeir ókeypis iÞJéSliátit&arfoiað Alfsýt&ufolat&sisis Frh. af 2. síðu. „Tilgangur sýningarinnar er fyrst og fremst sá að kryfja til mergjar bindindismálin ems og þau nú liggja fyrir, og finna út hvernig þjóðin er stödd í þess- um efnum. Bein afleiðing þessa er sú að mikið af undirbúnings- tímanum undir sjálfa sýning- una, fer í það að leita uppi °kríf stofur, sem gefið geta skýrslur um þessi mál. T. d. fáum við skýrslur frá sakadómaraskrif- stofunni varðandi ýms lögreglu mál í sambandi við áfengisbrot o. fl. Þá frá Hagstofunni, sem fær skýrslur allsstaðar að af landinu, ennfremur öflum við o.kkur skýrslur um innflutning og sölu áfengis á hverjum lúna. Úr þessum og ýmsum öðrum skýrslun. vinnum við svo og sjá um hvernig ástandið er á hverj um tíma, en tími sá sem lagður verður til grundvallar þessum athugunum, eru síðastliðin 20 ár. Við tökum t. d. til athugun- ar hve margir hafi verið sekt- aðir fyrir áfengisbrot á hverj- um stað og hverjum tíma, og hvernig þeir greiðnast. eftir stétt um og hver rneðal aldur er, a hverjum tíma og hverjum stað. Eftir þessum skýrslum sjáum við svó hverjar breytingarnar verða, til góðs eða ills á hverj- um tíma. Einnig sjáum við hvort bruggun áfengis og smygl hefir aukizt eða minnkað við breytt- ar löggjafir í áfengismálum landsins. Þessar niðurstöður munu svo meðal annars koma fram á sýningunni, ýmist í töl- um táknmyndum eða öðru slíku. Þá kemur að þætti heilsu- fræðinnar. Þar er aftur erfiöara fyrir um heimildarsöínun, þar sem áfengissjúkdóma eru iðu- lega samfara- öðrum sjúkdóm- um og þvi erfitt að greina á milli þess hvor sjúkdómurinn hefir leitt til ófarnaðar, nema þegar um beinann dauða af á- fengiseitrun er að ræða, þó verð ur þessum lið gerð þau skil, sem hægt verður að koma við, og verður aðallega útfærður í myndum“. — Fyfsta sporið í þessa átt? „Það er óhætt að segja að svo sé, í þessum efnum hefir svo að segja verið ónumið land hjá okkur. Það hefir mikið ver- ið rætt um bindindismál, en sannleikurinn verður að liggja fyrir og hreinar og óvéferigjan- legar staðreyndir að liggja að baki. Þetta er aðeins byrjun, sem síðar er hægt að auka við, en einmitt það starf, sem unnið er nú að við undirbúning bind- indissýningarinnar er grundvöll urinn undir sanna mynd af jjess um málum með þjóðinni. Þetta hugsum við okkur sem aðra (hlið sýningarinnar, hin verður sú að sýna þróun bind- indismálanna í landinu á und- angengnum árum. Sýningar sem þessi eru al- gengar erlendís þar sem bind- indisstarfsemin hefir ílátið mik- ið til sína taka og hafa þær gef- ist vel. Sýningunni sjálfri eins og hún kemur til með að líta át, er ekki gott að lýsa, því að hún verður algerlega sérstæð við aðrar sýningar, sem hér hafa verið haldnar. Við höfum feng- ið nokkra málara til þess að út- færa fyrir okkur myndir, enn- fremur verða ef til vill líkön, eða mótaðar myndir, sem eiga að tákna ýms atriði í sambandi við þessi mál“. — Hvenær kóm þessi hug- mynd fram? „I fyrravor var haldinn fund ur í Menntaskólanum, og þang- að var boðið fulltrúum frá áður töldum félagssköpum; var þá raunar annað mál, sem ræða átti um, en á þessum fundi kom þessi sýningaruppástunga fyrst fram, og síðan hefir hún verið á döfinni, og verður nú vonandi leidd í framkvæmd í byrjun nóvember í haust, þegar skól- arnir eru almennt seztir á lagg- irnar í bænum og er í ráði að sýningin standi i 8—10 daga. Ennfremur getur komið til mála, að einhverjir hlutar sýn- ingarinnar, að minnsta kosti, verði sýndir út á landi, á helztu kaupstöðunum, þó ekki sé hægt að fullyrða um það nú“. ÆskulýHur í éfsðtta Ffh, af 5 sí6u bræðralag. En leggið ekki trúnað á slík orð. Samhygð og skilningur allra þjóða er ekki til. Það hlýtur ávallt þannig að vera, að til verði þjóðir, sem séu drottnendur og þjóðir, sem séu þrælar. Hvers vegna þá ekki að stefna. Hvers vegna teljast til þeirra þjóða, sem veiöi drottnendur? Ef vilji okkar er nógu staðfastur og einbeittur, mun sigurinn verða okkar. Skrafið um fórnfýsi er einber bábilja. Okkur er eigin- girni í blóð borin. En það pr til tvenns -konar eigingirni. Góð og heilbrigð eigingirni annars vegar og ill og óheil- brigð eigingirni hins vegar. Hin illa eigingirni er sú, sem miðar að því að efla hag manns persónulega. Hin góð? eigingirni er sú, sem miðar að því að efla hag þjóðar sinnar. Þess vegna er sú eigingirni til heilla og þakkarverð, er miðar að því að treysta og efla hag Þýzkalands, hins nazistiska þjóðfélags okkar. Það er víta- verð eigingirni að taka land af öðrum og nytja það í þágu manns persónulega. En það er skylda okkar að taka lönd af öðrum og nytja þau í þágu þýzku þjóðarinnar. Það er heilbrigð og lofsverð eigin- girni. Þið verðið að leggja áherzlu á það að forðast sam- vizkubit og barnaskap. Það getur verið heilög skylda ykk- ar að beita grimmd og harð- ýðgi, ef það horfir til heilla fyrir Þýzkaland. Þetta er síð- asta tækifærið til þess að gera Þýzkaland að heimsveldi. Og það er hlutverk þýzkrar æsku að búa sig sem vendilegast undir það hið mikla starf, sem til þess þarf, að því takmarki verði náð.“ Þetta gerðist árið 1935. Ég tél og vel á iþví fara að skírskota hér til samræðu, sem ég átti við einn af leið- togum æskulýðsfylkingar Hitl- ers árið 1938, þegar Gyðinga- ofsóknirnar voru efst á dag- skrá. Drengirnir og stúlkurn- ar í æskulýðsfylkingunni héldu út á strætin árla morguns og köstuðu steinum inn í brenn- andi samkomuhús Gyðinganna, sem eldri bræður þeirra í S.A.- og S.S.-sveitupum höfðu borið eld að. Þau höfðu og yndi af því að fara inn í verzlanir Gyðinga og eyðileggja allt það, sem hinir eldri bræður þeirra höfðu ekki getað haft á brott með sér. Ég sá nokkra drengi, sem enginn mun hafa verið eldri en þrettán ára, leika sér að því að eyðileggja slaghörp- ur úr hljóðfæraverzlun Gyð- ings nokkurs að Alt Moábit, sem er verkamannahverfi í Berlín. Ég spurði æskulýðsleið- togann, hvort hann teldi ekki hættulegt að leyfa unga fólk- inu að fást við þessa iðju. „Haldið þér,“ sagði ég og, „að það sé hægt að banna börnum að brjóta rautt og grænt gler, ef þeim hefir verið kennt að brjóta hvítt gler?“ „Nei, satt er það,“ svaraði hann. „En ég get ekki séð neitt athugavert við það, þótt unga fólkið skemmti sér við það að brjóta gler. Það verður til þess, að vekja því baráttuhug og framtakssemi.“ * ETTA um baráttuhuginn og framtakssemina lýsir vel hinum þýzka anda. En þar með er ekki sagan öll. Nazist- arnir hafa eigi aðeins kennt æskulýð Þýzkalands að brjóta gler og iðka hermennsku. Þeir hafa og kennt honum manndráp og níðingsvenk, og vakið honum iilar hneigðir, sem erfitt verð- ur að uppræta, enda þótt margt ungt fólk í Þýzkalandi muni vera orðið þreytt á þýzka hern- um og nazistum. Þess er vert að minnast, að heróp þýzkrar æsku um fjórtán ára skeið hefir verið kvæði Baldurs von Sehirachs: Tak riffil í hönd!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.