Alþýðublaðið - 01.08.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.08.1944, Blaðsíða 3
Þiiipéwir 1. áugúsá, li>44 ALÞYÐUBLAPIÐ 09 . framvegis yfir ísland Áæilun amerísks flugfélags. PENNSYLVANÍUFLUG- FÉLAGHE) í Ameríku hef- ir nú birt áætlanir um flug- 'samgöngur við aðrar heimsálf- ur eftir stríðið. Er þar gert ráð fyrir því, að til Austur-Asíu verði flog)in norðurleiðin yfir Alaska og Sibiríu, og til Evrópu einnig norðurleiðin, um Ný- fundnaland, Grænland og ís- land. Verkfall ?ið höfnina í Osio. Innrásarherinn lætur fil skarar skríða: Þepr senda áffi karföftur þaðan fil Þýzkalands. "E5 REGNIR, sem borizt hafa fr*á Noregi, herma, að fyrir háifum mánuði hafi verka menn við höfnina í Oslo gert fyrirvaralaust verkfall, þegar þeim var skipað að flytja 1900 smálestir af kartöflum um borð í skip, sem áttu að fara með þær til Þýzkalands. Kartöfluskortur hefir lengi verið mjög tiífinnanlegur í Noregi, svo mikill, að kartöflur hafa yfirleitt ekki verið fáan- legar í Osló síðustu tvo mán- uði, og er því skiljanlegt, að verkamennirnir, gripu til sinna ráða, þegar þeir sáu að flytja átti kartöflur úr landi til Þýzka lands. Þjóðverjar urðu að láta rússneska stríðsfanga skipa kartöflunum um borð. Ekki er þess getið, að þeir hafi þorað að grípa til neinna refsiráð- stafana við norsku hafnarverka mennina. (Samkvæmt fregn frá skrifstofu norska blaðafulltrú- ans í Reykjavík.) Bteiakomingur á vig- sföðvumim sunnan v)S Fíorenz. Harnandi vörn Þjóðverja. ANDAMENN mæta nú harðnandi vörn Þjóðverja á Ítalíuvígstöðvunum, sunnan og vestan við Florenz og beita Þjóðverjar þar hiniun frægu Tigrisskriðdrekum sínum fyrir sig. Þrátt fyrir þetta miðar Ný- Sjálendingum hægt og hægt á- fram sunnan við borgina og Indverjum 'vestan við hana. Georg Bretakonungur var á vígstöðvunum í gær og fylgdist með sókninni í aðalbækistöð Alexanders hershöfðingja. Fyrsfa sfórsókn bandamanna f Normandie bourgslíaga og Bretagneskaga. Aysturvígstöðvarnar s lóku MHau sunnan við Riga í gær og lokuðu undanhaldslei Þjóð- verja frá Eisftandi og Leiflandi. Ijr ERSVEITIE RÚSSA, sem sótt hafa fram til Varsjá R®®^®l SffirðUf ®ðd frá Bialystok og Brest-Litovsk, undir forystu Rokoss- ovskis, hafa nú náð að sameinast og slegið hálfhring um Varsjá að austan, um það bil 16 km. vegarlengd frá borg- inni. Norðar á vígstöðvunum, milli Grodno og Kaunas brauzt hinn sigursæli her Tscherniakovskis í gær í gegnum víglínu Þjóðverja á um 200 km. breiðu svæði og nálgast óðfluga landamæri Austur-Prússlands; á hann á þessu svæði aðeins 30 km. vegarlengd ófarna þangað. Enn norðar á vígstöðvunum, norður í Lettlandi, tóku Rúss ar, imdir forystu Bagramians, í gær hina þýðingarmiklu járn- brautarmiðstöð Mitau (Jelgava) um 35 km. sunnan við Riga og lokuðu þar með til fulls undanhaldsleið þýzka hersins í Lett- land og Eistlandi með því að allar jámbrautir þaðan til Aust- ur-Prússlandi liggja um Mitau. Þó að hersveitir Rússa séu nú í Lithauen komhar vestur fyrir Kaunas, atla leið til Mar- iampol, eftir því sem frá var skýrt síðast í gærkveldi, er exm barizt þar 'í borginni, eftir því sem frá var skýrt í Moskva í gær. Þar var sagt, að í Kaunas stæðu yfir harðir götubardag- ar við þýzkar hersveitir. Sunnan við Varsjá eru Rúss ar komnir vestur að Weichsel- fljóti á 150 km. breiðu svæði, eða frá Detolin og suður að hnénu þar sem Weichsel og San renna saman. En fljótið er Bandaríkjamenn kemnir suöur al lafa sdit fram 0® km. tveim sélarhrliigiim "13 REZKUR stríðsfréttaritari í Normandie hefir það eftir þýzkum liðsforingja, sem tekinn var til fanga, að Rommel marskálkur hefði nýlega særst svo alvarlega í loftárás á Lisieux, þar sem hann hafði bækistöð sína, að lítil líkindi væru til að hann væri lengur á lífi. Sagði liðsforinginn, að Rommel hefði verið meðvit- undarlaus í sex klukkustundir eftir að hann fékk áverkann. Engin staðfesting hefir feng- izt á þessari frétt. mjög breitt og ekki sjáanlegt af fréttum, að Rússum hafi enn tekizt að nú fótfestu á vestur- bakka þess. í Suður-Póllandi (Galizíu) halda Rússar viðstöðulítið á- fram sókn sinni restan við Przemysl og Jaroslaw YfiSTI HER Bandaríkja- manna, undir forystu Bradley hershöfðingja, sem tók Cherbourg, hefir haldið uppi stórsókn syðst á Cher- bourgskaganum um helgina, íyrstu virkilegu stórsókninni síðan innrásin var gerð. Þegar á laugardag tóku Bandaríkjamenn Coutances, en síðan hafa skriðdreka- sveitir þeirra brunað áfram og var tilkynnt í gær að þær hefðu tekið Granville á vest- t urströnd skagans og Avran- ches, sem er fyrir botni fló- ans, sem gengur inn á milli Cherbourgskaga og Bretagne skaga. Á sama tíma hafa þeir tekið um 4500 fanga og er tala þeirra Þjóðverja, sem gefizt hafa upp síðan sóknin hófst síðastliðinn þriðjudag þá orðin 10500. En norðan við Granville, á vestur- ströndinni, er allmikill þýzkur her hróaður inni, sem á sér engrar undankomu aúðið. Hafa .Bandarík jamenn sótt umi-50 kmv vegarlengd fram á þessu svæði á einum tveimur Wú: agBÍ.-: tqqilo .rí A ’ Átfstár'vá' víg’s'toðvunum verj ast Þjóðverjar enn af mikilli heipt gegn framsókn Banda- ríkjamanna, báðum megin ár- innar Vir, svo og á því svæði, sem skilur annan her Breta sunnan við Caen frá fyrsta her Bandaríkjamanna. Þeim hefir þó ekki tekizt að hindra að Bret ar rækju djúpan fleyg um 9. km, langan, inn í varnarlínu þeirra við Caumont, suðvestan við Caen og næðu þar hernað- arlega mjög þýðingarmikilli hæð á sitt vald. Eru líkur tald- ar til þess að öðrum her Breta takizt innan skamms að sam- einast vinstra fylkingararmi Bandarík j a hersins. Steypiflugvélar bandamanna elta hersveitir Þjóðverja á und anhaldinu og gera mikinn usla í liði þeirra. Þýzkar orrustu- flugvélar sáust varla yfir víg- stöðvunum í gær. l^TÝLEGA eignuðust þau Jan 1 ^ Kiepura, hinn frægi pólski söngvari, og Martha Eggerth, hin þekkta óperettusöngkona og kvikmyndastjarna, son, eft- ir margra ára bamlaust hjóna- band. Hnokkinn var skírður Jan Taddeusz eftir pólsku frelsishetjunni Taddeusz Kosc- ziusko.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.