Alþýðublaðið - 01.08.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.08.1944, Blaðsíða 6
AIJfrTOUBLAÐjÐ 1. ágúfit 1944 Tveir sendiherrar. Andrei Gromyko, sendiherra Rússa, og Lord Halifax, sendi- herra Brefa, í Washington, á leið til utanríkismálaráðuneyt- isins til fundar við Cordell Hull. Fivnmtugtir: Valdimar Sigurðsson. Oskemmtilegur rekkjunautur Prh. af 5. síöu. hinn dofna fót minn og réðst þegar í stað á félaga minn, sem vaknaði af bragði og kunni þessu atferli mínu í meira lagi illa. Eg var enn mállaus af ótta, en benti á óargadýrið, sem nú var einmitt að hverfa út um gluggann. Höggormurinn var nær tveggja metra langur, og mér heyrðist ég heyra hljóð, er minnti helzt á glamur. Félagi minn þaut á fætur og kveikti ljósið. Eg strauk hinn dofna fót minn og fylgdist með honum út að glugganum. En þá var höggormurinn horfinn, og hvergi var lífvera sjáanleg. Mánaskiþifi Ivsti \ húáiljðina til hægri, en vinstra rnegin var Meðfram gervolíu glstihúsínu hafði verið komið fyrir palli jafnháum glugganum. Mér ■ sýndist ég sjá eitthvað hreyfast í myrkrinu úti á pallinum, en var ekki fullviss þess, að svo væri. Félagi minn hló að mér og t'aídi, að mig hefði dreymt þetta. Raunar hafði honum sjálfum sýnst hann sjá högg- orm úti við gluggann, en taldi að þar hefði veriö um að ræða sefjun af mínum völdum. — Þegar ég tók að jafna mig, fór ég sjálfur að trúa því, að hann befði satt að mæla, og ég hefði komizt í kynni við martröð en ekki raunverulegan og lifandi höggorm. Báðir hinir gestirnir höfðu nú vaknað, og annar þeirra, lágvaxinn maður og hold- grannur, sem ég vissi ekki, ’.verrar þjóðar var, spurði á bjagaðri ensku, hvað á seyði væri. Eg sagði honum söguna af höggorminum. „Já, hann, svaraði maðurinn og glotti viðurstyggilega. — „Hann er meinlaus eins og köttur. Þetta er taminn högg- ormur, sem veitingakonan okk ár á, og hún ann honum eins og væri hann augasteinn hennar. Hann hefur aúðvitað strokið út frá henni og farið í skemmtiför. Þess eru svo sem dæmin um hann. Hann er óskaðlegur í fyllsta máta.“ Þeir þremenningarnir hlógu allir dátt að mér. En mér var ekki hlátur í hug. Það, sem fyrir mig hafði borið, var jafn áþreifanlegt og jafn- ' framt uggvænlegt eins og hefði höggormur þessi verið mann- skætt óargadýr. Eftir þetta var ég hræddur við alla höggorma langa hríð. Það var því ekki undarlegt, þótt mér brygði í brún, er ég gekk út á götuna morguninn eftir að loknum snæðingi, þeg- ar höggormur þessi féll allt í einu fyrir fætur mér. Hann lá þar grafkyr í roti eftir fallið. Eg opnaði dyrnar og kallaði á veitingakonuna. Henni varð hverft við, þegar hún sá högg- orminn sinn liggja þarna hreyf- ingarlausan, ef til vill dauðan. Hún tók hann í faðm sér og gasldi við hann eins og væri hún með kettling handa milli qg bar hann inn í húsið. Eg _ vonaði, að höggormurinn hefði beðið bana af fallinu af efri hæðinni. En því var ekki að fagna. Eg sá hann oft eftir þetta við hina beztu heilsu. Hann hringaði sig þá um hné veitingakonunnar, háls eða handleggi, er hún sat við prjóna sína bak við skenki- borðið. En ég gat ekki varizt þeirri hugsun, að hér væri um að ræðá meira en lítið furðu- legt húsdýr. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. það lýsa sér í bættu heilsufari al- þjóðar. Það þarf því að koma upp nokkr um hraðfrystihúsum í þeim hverf- um og sveitum, sem bezt eru fall in til garðræktar og auka þar garð ræktunina eins og hægt er. Síðan má flytja vöruna frysta á mark- aðinn eftir hentugleikum.“ Allt eru þetta vissulega orð í tíma töluð. Framtíð landbún- aðarins er undir því komin, að framleiðsluháttum hans verði breytt verulega og þeir sam- hæfðir nýjum tíma og nýjum kröfum. Skátabókin fyrri hluti er komin út í auk- inni og breyttri útgáfu. TJtgefandi er Bandalag ísl. skáta. Fjallar bók- in aðallega um almennu skátapróf- in og flytur ýmsar myndir og teikn ingar. ÞANN 22. f. m. átti Valdi- mar Sigurðssön fimmtíu ára afmæli. Eg var þá ekki í bænum og gat því ekki óskað honum persónulega til ham- ingju. En við þessi tímamót í lífi hans, rifjuðust upp fyrir mér margar góðar endurminn- ingar frá samstarfi við hann. Ég hef kynnzt og starfað með mörgum ágætum mönnum, en mest og lengst með verka- mönnum. Það er nú ekki venja, að persónulega sé mikið.um þá ritað, þó að þeir eigi einhverja merkisdaga. Segi ég það ekki öðrum fremur en sjálfum mér til ámrrdis. En til þessa liggja ýmsar ástæður, m. a. þær, að þeir hafa látið öðrum fremur lítið yfir sér, og þeirra merkis- dagar því ekki á allra vitund. Annars áttu þessar línur að vera um Valdimar. Hann má heita innfæddur Reykvíkingur. Kom hingað til bæjarins sex ára, og hefur átt hér heima. síðan. Eg kynntist Valdimar ungum fyrst í félagslegri starf- semi, en síðar nánara og meir og þá í sambandi við störf hans. Valdimar lærði skósmíða iðn, en hvarf fíjótt frá því og tók að stunda daglaunavinnu. Á árunum 1915—1916 vann hann með mér, ásamt hópi ungra og vaskra drengja. Eg minnist þeirra hinna með á- nægju. Það var skemmtilegt að vinna með ungum, dugandi mönnum. Engum þeirra vil ég gera rangt til eða mismeta. En ég tel mig ekki gera það, þótt ég telji, að Valdimar hafi ver- ið þar í fremstu röð, sem stárfs maður. Og í stundvísi og skyldu rækni og trúmennsku, tók honum enginp fram, þó telja mætti hóp þennan einvalalið. Þetta voru glaðlyndir og góðir félagar og var Valdimar þar enginn eftirbátur. Síðar fékk ég tækifæri til að reyna störf Valdimars á fleiri sviðum. Með an ég hafði umsjón Templara- hússins með höndum var Valdi- mar þar húsvörður, og bjó í húsinu. Seinna Var hann við dyragæzlu og umsjón við Iðnó, eftir að ég tók við því til um- sjónar. Við bæði þessi störf, og þó alveg sérstaklega við það fyrrnefnda, reyndi mjög á festu og samviskusemi hans. Á því byggðist það, að hægt væri að halda uppi góðri reglu. Og Valdimar reyndist því vaxinn. Hann var til þess, sem annarra starfa, nógu ákveðinn og skyldurækinn. Það var, og er líklega enn, reynt ýmsum ráð- um að beita til þess, að komast inn í samkomuhúsin, þó að- göngumiða vanti. Stundum hef- ur verið talið hægt að hafa aura upp úr hjálpsemi í þeim efnum. En það voru engin þau ráð til, sem gátu fengið Valdi- mar til að bregðast skyldu sinni. Jafnhliða því, sem hann starfaði við Templarahúsið, vann hann hjá „Sameinaða“ — aðallega við pakkhússtörf. Þetta voru ósamstæð störf. En verkstjórinn, G. Nielsen, sem lengst var þar verkstjóri og umsjónarmaður og margir þekktu að góðu, kunni vel að meta störf Valdimars. Nóg sönn- un fyrir áliti hans á honum var það, að hann fól honum oft umsjón og verkstjórn, þeg- ar hann þurfti slíkrar aðstoðar við, sem oft var, og árum kam- an vann Valdimar við hlið Nielsen. Það lætur að líkum, þegar um annan eins starfs- og atorkumanna sem Valdknar var, er að ræða, að það hafi verið honum ærin raun, að missa heilsuna, og hindrast frá störfum árum saman, og reynd- ar um ófyrirsjáanlegan tíma, ef til vill ævilangt, frá þeim 'n Bandaríkjanna Frh. á 4. síðu. nauðsynlegt ér að hafa slíkan rétt til þess að úrskurða, hvernig skilja beri eitt eða annað í stjórnarskránni, því að í henni er ekki séð fyrir eistök- um málum nema að litlu leyti, og svo hafa breyttar aðstæður breytt viðhorf í för með sér. Það er því ekki einkennilegt, að það er ein mesta virðingar- staða Bandaríkjanna að vera einn af ,gömlu mönnunum níu‘ eins og dómarar réttarins eru oft kallaðir. Stjórnarskráin er aðeins í 7 köflum. En við hana hafa verið gerðar 21 breytingar. Það er erfitt að breyta stjórnarskránni því að ekki aðeins þarf sam- þykki þingsins, heldur og % af hinum 48 ríkjum landsins að auki. Það er því ekki hægt fyr- ir hvaða þing sem er (og mörg þeirra fá skrýtnar flugur í höf- uðið) að breýta grundvallarlög- um landsins. Fyrstu tíu breytingartillögur eða réttara sagt viðbætur við stjórnarskrána eru hin svokalj- aða réttindaskrá eða „Bill of Rights.“ Þar' er borgurum landsins lofað trúfrelsi, rit- frelsi, málfrelsi, lögsókn til dóma o. fl. Koma þar fram flest þau réttindi, sem borgarar landa eiga heimtingu á, þarna sem fyrr löngu áður en slíkt kom fram annars staðar. Það kostaði baráttu að fá stjórnarskrána samþykkta og Bandaríkjamenn líta alls ekki á hana sem hin tíu boðorð, ó- breytanleg eða óbætanleg. Þeir hafa að vísu gert þá skissu að margra hyggju að breyta ekki stjórnarskránni lítillega í sam- ræmi við breytta tíma og breyttar aðstæður. En þeim er þetta mörgum hverjum ljóst og margar tillögur um stjór- breytingar hafa komið fram. í augum almúgamannsins, er þó þetta skjal, sem hann Veit svo líttið um, næstum heillagt. Og það er ekki einkennilegt, að það skuli vera það, því að stjórnarskráiri hefur reynzt fram úr öllum vonum vel: og Bandaríkin hafa vaxið og dafn- að undir henni. Þeir byggðu betur en þeir vissu af, spek- ingarnir 1787. störfum, sem hann var van- astur að vinna, og öruggur um lífisstarf við. Þessa raun hef- ur hann mátt þola, því hann fékk lömunarveiki á því stigi, að hann hefur ekki fengið þann bata, sem til þurfti, að hann gæti stundað svo erfið störf, sem hann áður stundaði. Og raunir hans voru ekki þar með búnar, því aðra raun, sem var sjúkdóminum, ef til vill litlu léttari, varð hann að þola, þeg- ar batinn loks var kominn vel á veg. Það er því víst, að Valdi- mar hefir þunft á þeim eigin- leikum að halda, sem til þess þurfa, að bera sjúkdóma og raunir með karlmennsku, og mér sýnist honum hafa tekizt það furðu vel, eins og annað. Valdimar Sigurðsson á marga góða kunningja, sem kunna að meta störf hans, og eru hqn- um þakklátir fyrir þau og fýr- ir einlægni hans og drengskap. Eg tel mig einn. þeirra, og ég óska honum allra heilla á ó- komnum tímum. Og sér í lagi þess, að hann fái það góða heilsu, að hans ágætu starfs- kraftar fái notið sín við einhver störf, sem við hans hæfi eru. Því af slíkum starfsmönnum sem Valdimar var, er aldrei nóg. Felix Guðmundsson. Kaffibollar, Djupir diskar, Steikarföt, Kartöfluföt, Sósukönnur, Kaffikönnur o. fl. Héðinshöfði h.f. Aðalstræti 6 B. — Sími 4958 KnaftspymuBTió! Reykjavíkur: T7' nattspyrnumót Reykjavík- ur — Reykjavíkurmótið — eins og það er venjulega nefnt, hófst s 1. fimmtudags- kvöld með leik miÉi Vals og Víkings. Fóru leikar svo, að Val ur gerði 3 mörk, en sigraði með 2:1. Knattspyrnumót Reykjavík- ur er annað merkasta mót í knattspyrnu hér á landi. Væri því ekki ástæðulaust að mót þetta væri sett með nokkurrí viðhöfn, eða með líku sniði og Knattspyrnumót íslands i sum ar, en því var ekki að fagna að þessu sinni. Um kl. 8.30 hlupu keppend- ur Vals og Víkings inn á leik- vanginn, fylktu liði til leiks og mótið hófst þar með. Eftir leik þessara sömu félaga á íslandsmótinu að dæma, munu flestir hafa búist við fjörugum og skemmtilegum leik nú, en þessi leikur vaa* livergi nærri eins góður og leik urinn í vor og virtist það ljóst að æfingar frá því á íslands- mótinu hafa ekki verið um of. Þess má þó þegar geta, að Val- ur hafði ekki þeirri sömu p'óðu og annáluðu vörn sinni á að skipa í þessum leik og undan- farið, nýr v. bakv. kom nú í Frímanns og v. útv. var einnig nýr maður sem kom í stað An- tons, enda sá á því að vörnin var hvergi nærri eins örugg og hún átti að sér. Þægileg gola var, sem stóð beint á mark. Kaus Víkingur að leika með golunni. Valsmenn hófu þegar sókn, sem þó ekkí leiddi til neinna viðburða, þó nærri lægi, vegna staðsetning- argalla bakvarða Víkings. Aft- ur nær Valur góðri sókn, sem. þó virtist ekki beint hættuleg, og aftur bregzt bakvörðum Víkings bogalistin í staðsetn- ingu, með þeim afléiðingúm, að v. útfrh. Vals, Ellert fær hina ákjósanlegustu aðstöðu fyrir opnu marki, enda skorar hann næsta auðveldlega, fékk mark- vörður Víkings, sem er hinn snjallasti, eins og kunnugt er, ekki aðgert, 1:0 fyrir Val. Við þetta færðist fjör mikið í Víkingana og ihugðust þeir að jafna metin snarlega ,en þó mark Vals væri æði oft ,í ihættu, tókst þeim ekki að skora, en oít skall hurð nærri hælurn, eins og t. d. þegar Ingi Pális., sem er brúðsnjall leikmaður, skaut marki Vals föstu skoti, hnitmið- uðu, niður við jörð og í bláhorn- ið, en Hermann var á verði og með því að varpa sér með eld- ingarhraða endilöngum, tókst bonum að góma knöttinn. Var þetta frábærilega vel gert, ihvort tveggja, skotið og vörnin. Nœrri lá við slysamanki hjá Val með þeim hætti, að v. bakv. hyggst að gefa markverði knött inn, en það var svo ónákvæmt — að nærri lá við að markverði tækist ekki að handsama hann. Þegar 'háMIeikur var rúmlega hálfnaður, tókst Víking að kvitta það þannig: Miðframv.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.