Alþýðublaðið - 01.08.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.08.1944, Blaðsíða 4
2 ALI»YÐUBLAÐ1P M^judagur 1. ágúst 1944 Útgefandi: Alþýðuflokkuriun. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. ölfusárbrúín. ÞAÐ hefir slegið verulegum óhug' á menn við þau tíðindi, að Ölfusárbrúin sé nú orðin svo af sér gengin, að umferð um hana sé engan veginn hættu SLaus. Samgöniguleiðin um Ölf- usárbrú er eina leiðin milli héfuðstaðarins og hins þéttbýla' og frjósama Suðurláglendis. Dagleg umferð um brúna er því geysimikil. Áin er hins veg ar slíkur farartálmi, að vandséð er hvernig farið yrði að því að halda uppi samgöngum milli Reykjavíkur og héraðanna aust an fjalls, ef ekki væri til stað- ar brú á Ölfusá. * Að sjálfsögðu Mandast eng- um hugur um það, hver nauð- , syn er á því að hafa örugga brú á Ölfusá. En ef menn vildu leita nokkurs rökstuðnings fyrir þeirri skoðun, nægir að benda á það, að Ölfusá var fyrsta stóx'a vatnsfallið, sem íslend- ingar réðust í að hrúa, þegar þeir 'höfðu fengið fjárforræði og framfaraviðleitnin tók að færast í au'kana. Allar aðstæð- ur voru slíkar, að það mun ekki hafa þótt orka tvímælis, að þennan farartálma bæri að yf- irstíga fyrstan, enda þótt þörf- in kallaði að, hvert sem litið var. Og þessar aðstæður eru ó- breyttar enn í dag. Hvergi á landinu er slík þörf á greiðum og öruggum samgöngum sem mili höfuðstaðarihs og stærsta byggilegs landsvæðis, sem hér á landi er að finna. Ölfusáin er örðugasti farartálminn á þess- ari leið. Þess vegna má ekki láta undir höfuð leggjast að brúa ána að nýju hið allra bráð asta. Á það var bent hér að fram- an, að Ölfusá væri fyrsta stóra • vainsfallið, sem Isllendingar hefðu lagt í að brúa, þegar þeir tóku verulega að sinna því mikla nauðsynjamáli að greiða fyrir samgöngunum um landið. Og þetta verk var af hendi leyst á þá lund, að því má vel á loft halda. Aðalhvatamaður brúar- smíðinnar-, hinn þjóðkunni at- hafnamaður Tryggvi Gunnars- son, framkvsémdi verkið sjálf- ur, og var hann þ'ó ekki lærður mannvirkjafræðingur. Og þetta verk lofar vissulega meistar- ann. Brúin hefir verið aðdáan- lega traust smíði. Þegar Tryggvi Gunnarsson hóf brúarsmíðina voru klyfjahestar notaðir til allra flutninga. Allir vita um þær breytingar, sem orðið hafa á flutningum siðan. Og þeir sem kunnugir eru, vita líka, hve al- veg óvenjuleg umferð hefir ver ið um brúna hin síðari ár. Á það við um hvorttveggja: þunga fararíækjanna og fjölda þeirra. Ending og þol brúarinnar er því alveg frábært, þegar miðað er við þær aðstæður, sem voru, þegar hún var reist. Það verður væntanlega ekki beðið með það að reisa nýja brú á Ölfusá, þangað til stór- slys hefir opnað augu manna fyrir nauðsyn þess. Og þess er Benedikt. S. Gröndal: Stjóraskipun Bandaríkjasina: Sllórnarskráin irá 17 CAMBiRIDCE, Mass, U,S.A. ÞAÐ er sagt, að hver einasti 'Ameríkumaður sé fús til að berjast og láta líf sitt í söl- urnar fyrir stjórnarskrá Banda- ríkjanna, en tiltöltáega fáir þeirra ihafi nokkra hugmynd um, hvað þessi stjórnarskrá er. Það er töluverður sannleikur í þessum orðuim. Þeir kunna ekki stjórnarskrána utan að eins og faðirvorið. Þeir vita ekki einu sinni nákvæmlega um hvað hún er. En ég hygg að næstum hver einasti Ameríkumaður ihafi ein- hverjar óljósar hugmyndir um þessa gömlu stjórnarskrá, hug- myndir um að það sé hún, sem hefir veitt þeirn og tryggt þeim hið frjáMynda stjórniarfyrir- komlag, sem þeir búa við, að hún hafi tryggt þeim frelsi og réttindi, sem margar aðrar þjóð ir eiga ekki við að búa, og loks, að þessi stjórnarskrá hafi vecið grundvölurinn, sem Bandaríkin eru byggð á. Og John Döe, eða hinn óbreytti Atmeríkumaður, er frekar ánægður með Bandaríkin sín eins og þau eru, enda þótt hann og nábúinn sjái hina og þessa igalla hér og þar. Um langt skeið lutu Banda- ríkin Bretaveldi og undu því alls ekki sem verst, enda var allur iþorri nýlendutmanna ætt- aður frá Bretlandiseyjum. Heima landið græddi á verzlun við ný- lendurnar og nýlendurnar græddu á verzlun við heimaland ið, ræktuðu tóbak og korn dg sikutu Indiána. En svo fóru Bretar að færa sig upp á skaft- ið. Þeir lentu í adls toonar stríð um og þurftu á fé að halda. Þeir fóru að tala utan að því við nýlendumenn, hvort þeir vildu ekki taka einhvem þátt í kostnaði við herinn, sem hafð ur yar í nýlendunum sjálfum. En Ameríkumenn voru ekki hrifnir iáf því og tóku öllum málaleitunum illa. Þá tóku að birtast „hans miajestets bífal- ingsmenn og prófessorar og höfðu bréf upp á það“. Og jafn framt því sem Bretar lcröfðust meira urðu nýlendumenn þrárri og andstaða þeirra jókst. End- irinn varð stríð, stríð, sem varð að freisisstríði Ámeríku. Með aðstoð Frakka tókst Bandarkjamönnum að reka Bretann af höhdum sér og þeir lýstu yfir frelsi sínu og fuiUu sjáHstæði. Fyrst gerðu 13 ríki með sér samband, en síðar var gerð stjórnarskrá fyrir landið. Þessi stjónarskrá var gerð á þjóðfundi. sem haldinn var í Philadelpihia 1787. Á þjóðfundi þessum voru rnargir af merk- ustu mönnum, sem Ameríka hefir átt, til dæmis Georg Washington, Benjamin Frank- lin, James Madison oig Alex- ander Hamilton.! En þrátt fyrir iþetta mannval, tók það margar vikur, áður en skráin var til- búin. Það er ekkert skemmti- verk að setja saman stjórnar- skrá, sem á ef tiil vlí að á- kvarða stjórnarfyrirbamulag heillar þjóðar um marga manns aldra, og þótti þeim Amieríku- mönnum viturlegt áð fela einni nefnd að leggja horn- steininn að svo mikiflild foygg- ingu. ' Það tók þá langan tíma, spekingana, en þeir igerðu það vel. Þeir þauíræddu hverja einustu grein, skipuðu sérstaba J FORSÉTAKJÖR er nú í aðsigi í Bandaríkjunum og margan mun í því sambandi fýsa, að fræðast nokkuð um stjómskipun hins mikla lýðveldis í Vesturheimi. Alþýðublaðinu hefur nýlega borizt greinaflokkur frá fc- fréttaritara sínum vestan hafs, Benedikt S. Gröndal, um það efni; og hirtist fyrsta grein hans, sem fjallar um sjálfa stjórnarskrána, í blaðinu í dag. nefnd till að gera tillögur um orðalag og gengu sem bezt þeir máttu frá öllu. Og horn- steinn þeirra hefir staðið vel, því að enn í dag er Bandaríkj- unum stjórnarð eftir þessari gömlu istjórnarskrá, sem er æðstu lög landsins. iStjórnarskrá iBandaríkjjanna byrjar á þessa leið: „Við, Bandaríkjamenn, setjum hér- með og fyrirskipum eftirfar- andi stjórnarskrá fyrir Banda- ríki Ameríku, til þess að koma á ful'lkomnara sambandsríki, koma á réttlæti, trygja jatfn- vægi innanlands, isjá tfyrir land vörnum, auka almenna veHerð og tryggja blessun frelsisins fyr ir sjáH okkur og niðja okfcar.“ Takið eftir, Iþað er ekki þing eðá nefnd eða tfundur, sem set ur stjórnarskrána, Iþað er þjóð- in, *„We, the people of teh United States . . .“ Hér kem- ur strax fram aðaleinkenni amerísku stjórnarskrárinnar, sem var byltingarkenn á þeim tíma (1787), því að það er fólkið isern valdið hefir, og fólk ið ákveðið rétt sinn og kýs fiilltrúa til að verja" hann og stjórna landinu. Þessar hug- myndir eru sjálfsagðar í okkar augum, en þær voru nýj ar, byltingakenndar, Iþegar þær komu fram. En við skulum nú athuga nánar, hvernig stjórn- skipun Bandaríkjanna er í stór um dráttum samfcvæmt Iþessari stjórnarskrá. Áður en lengra er farið, er rétt að geta þeirrar grundiváll- arkenningar st jórnskipunar- fræðinnar, að stjórn eins lands er skipt í þrennt, löggjafarvald, dómsval og framkvæmdavald. Á ísllandi er lögjafarvald í 'hönduim tforseta- og alþignis, framkvæmdavald í höndum forisetta og rálherra haxxsi, en dómsvald í höndum dómstóla. I Bandaxíkjunum er iþetta í stórum dráttum * eins. En við nánari athugun á þessum þrem stofnunum, sjáum við fljótt muninn. Á íslandi kýs iþjóðin aiþingi, en sá iflokkur, eða þeir- flokkar iþingsins, sem meiri- hluta hatfa, mynda istjórn. Þjóð ,in kýs einnig forsetann. Síðan fer forsætisráðherra með fram kvæmdavaldið í umlboði hans. í Banidaríkjunum kýs þjóðxn iíka bæði þingið og forsetann, en síðan fer tforsetinn sjálfur með f r a mfcvæmd av ald i ð og sldpar stjórn, lóiháða þinginu. Samsvarar hann því Ibæði for- sætisráðherra og tforseta ís- lands. Bandaríkjamenn hötfðu lenigi verið undir stjórn Breta og þeim var illa við sterka stjórn, sem gæti ráðið otf mifclu. Þeim vár, rnehTÍiila ivið Gjorg 'III., sem að vísu var geggjaður mestan hluta ævi sinnar. Það var því fyrst og fremst tak- jafnframt að vænta, að nýja brúin á ánni verði ekki lakara mannvirki né svari verr kröf- um típjans en núverandi brú á ánni gérði, miðað við alílar að- stæður þá og nú. mark þeirra með stjórnar- skránni að tryggja hæfilega veika istjórn, sem engin hætta væri á að gerðist otf valdaffrek eða eánræðiskennid. Þeir létu því þjóðina kjósa íorsetann oig þingið sitt ií hvoru lagi, og for- setinn iá ekki einu sinni sæti á þingi. Hann getur, þegar eitt- Ixvað sérstakt ©r á seyði, fengið að lávarpa þingið, en imeira ekki. Ætlunin vair, ,að hvort um sig, þing og forseti sæu um að hitt yrði etoki of sterkt eða ágengt. Forsatinn hefir ýmsar aðferðir til þess að stoppa þing- ið, svo sem frestandi neitunar- vald (það þarf % atkvæði til að samþykkja frumvarp, sem hann neitar að undirskrifa og hefur endursent.) Aftur á móti hefur þingið ýmsar leiðir til þess að gæta forsetans, m. a. algert vald yfir fjármálum rík- isins og getur forsetinn varla eytt einum einasta dallar án samþykktar þingsins. Forsetinn, framkvæmdavald- ið, og þingið, löggjafarvaldið, eru þannig hvort öðru óháð í Bandaríkjunum. En við skulum nú líta á hæstarétt landsins, sem fer með dómsvaldið, ásamt lægri réttum. Stjórnarskrá Bandaríkjanna er lög, sem er yfir öll önnur lög sett. Ef svo vill til, að þing- ið samþykkir' lög, sem koma í bága við stjórnarskrána, getur hæstirétturinn einn úrskurðað þau ógild. Ef maður í Banda- ríkjunum er ákærður sam- kvæmt lögum nr. þetta eða hitt, og þann álítur þau brjóta í bága við stjórnarskrána, getur hann krafizt þess, að rétturinn endurskoði lögin. Ef rétturinn álítur, að ákværði hafi rétt fyr- ir sér, nemur hann lögin úr gildi. Það eru nær aðeins slík mál, sem hæstiréttur Banda- ríkjanna fjallar um, þar eð hann sker úr hvernig skilja beri hin- ar ýmsu greinar stjórnarskrár- innar. Forseti skipar dómara í hæstarétti, en þeir sitja þar til þeir fara á eftirlaun eða segja af sér, svo að fáir forsetar geta skipað marga dómara og þannig haft áhrif á réttinn. Hæstiréttur hefur tekið margar ákvarðanir, sem eru í raun og veru jafn mikilvægar og stjórnarskráin sjálf. Það hefur komið á daginn, að Framhald á 6. síðu. SIÐASTA blaði Tímans eru 'birtir nokkrir kaflar úr út- varpserindum JÓb"---- Bjarnasonar vélfræðings um vélanotkun landbúnaðarins. Er þar drepið á ýmsa ónotaða möguleika í landbúnaðarfram- leiðslu með aukinni vélanotk- un. Um sykurrófnarækt segir Jóhannes á þessa leið: „Nýjungar í vélum munu gera oss fært að byrja margar nýjar iðngreinar. Má þar nefna sykuriðn að, sem eitt dæmi. Sykurrófur hafa verið reyndar hér lítilshátt- ar, sem mér. er kunnugt um og þrífast sæmilega. Jafnvel þó sum- arið reyndist of stutt, væri hægt að sá þeim í vermireiti snemma að vorinu, og planta þeim út þeg- ar farið er að sumra. Til eru vélar, sem planta út um 10.000 plöntum á klukkustund, og væri tiltölulega lítið verk að planta í heilan akur. Sykurrófnaræktin átti lengi erf- itt uppdráttar í samkeppninni við sykurreyrinn. Hann er framleidd- ur með ódýru eða nærri verðlausu vinnuafli svertingja og Indíána í hitabeltislöndunum. Vinnan við sykuriófurnar var mikil og vinnu launin hærri. Þau lönd, sem fram leiddu sykur úr rófum, urðu því að vernda hann með tollum gegn reyrsykrinum. En nú, 3—4 síðustu árin, hafa orðið geysimiklar framfarir í sýk- rófnarækt Bandaríkjanna. Ekki hafa aðeins verið fundnar upp vél- ar, sem annast svo að segja alla ræktun og uppskeru, svo vinnan er orðin hverfandi lítil, heldur hef ir fræunum verið breytt. Venju- lega koma 3—4 plöntur úr hverju fræhustri, svo grisjun var nauð- synleg, og var > það > geysimikil vinná. Nú hefir veriö fundið upp á- hald, sem klýfur hulstrið þannig úr hverju, og öll grisjun sparast. Að þessum öllum framförum og vélum athuguðum, tel ég það mjög að aldrei kemur nema ein planta líklegt, að við gætum framleitt sjálf allan þann sykur, sem við not um í landinu. Verksmiðjur þær, sem framleiða sykurinn úr rófum eru venjulega stórar, og jafnvel þær minnstu framleiða meira en okkar árlega neyzla nemur. En þetta er það mikið nauðsynjamál, að sjálfsagt er að nánari athugan- ir fari fram sem fyrst.“ Um aukna framleiðslu græn- metis farast Jóhannesi m. a. orð á þessa leið: „Niðursuða grænmetis og ávaxta hefir verið stór atvinnugrein víða erlendis. En þetta hefir breytzt mikið á síðari árum, síðan kæli- skápar og frystiklefar urðu al- mennings eign. Nýr stóriðnaður hefir risið upp, sem er frysting grænmetis og ávaxta. Með fryst- ingu er maturinn bæði hollari og bragðbetri og mikið útgengilegri vara. Frystun grænmetis hefir fleygt svo fram, að það er mikið að útrýma niðursoðnu gFænmeti. ÍMöguleikarnir fyrir íslenzka garðrækt eru því ótakmarkaðir. Á okkar stutta sumri gætum við framleitt nægilegt grænmeti til neyzlu allt árið. Koma þarf upp pökkunarstöðv- um, sém pakka og frysta grænmet ið í hæfilega stóra pakka til sölu beint úr frystihúsinu. Eru það mik il þægindi jafnt fyrir neytendur sem framleiðendur. Framleiðendur þurfa ekki að óttast að það, sem ekki selst á sumrin og haustin af grænmeti, skemmist og þurfi að kasta, því að það er fryst þangað til markaður er fyrir það. Hins vegar fær neytandinn hollt grænmeti allan ársins hring. Mun Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.