Alþýðublaðið - 01.08.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.08.1944, Blaðsíða 5
Þrtðjuðagur 1. ágúst 1844 ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 Menn muna ekki eftir slíkum hitum — „Það fraus sam an vetur og sumar“ — Veikindi og hitar. — Ricliard Beck kveður og fer heim, vestur um loftin blá — FYRIR NOKKRU gengu mestu hitar hér á Suðurlandi, sem utenn muna eftir. Bændur um sjö- tugt, sem ég hef hitt, segjast aldrei hafa vitað jafn mikinn hita og hið sama segja gamlir menn hér í bæn um. Einn daginn sá ég að brekk- urnar á Arnarhóli voru orðnar gul ar — eins og þær væru að komast í flag. Ég spurði Gísla gamla, sem gætir hólsins eins og sjáaldur auga síns hverju þetta sætti. Hann svar aði að grasið brynni svona af því að ekki væri hægt að vökva það. FÓLK. VEIKTIST. í þessum miklu hitum — og var til dæmis flutt hingað til bæjarins veikt af sumargistihúsum. Það er víst líka óhætt að segja að við íslendingar kunnum ekki að lifa í svona mikl- um hitum. Við erum ekki vanir slíku góðgæti. Fólk kann sér ekki hóf þegar slíkir hitar eru. Mér datt í hug að nauðsynlegt væri að gefa út á einhvern hátt leiðbein- ingar til fólks um það hvernig það ætti að haga sér í mikilli sól og miklum hitum. FÓLK skaðbrenndist í hitunum og það varð veikt í höfði. Sumt fólk svaf í hitanum og sólinni og vaknaði ringlað og veikt. Svona er allt. Jafn vel mestu dásemdir lífsins er hægt að misnota. Að lík- indum koma ekki svona miklir hit ar aftur í sumar, en fólk ætti að gæta hófs og muna það vel til dæmis af sofa ekki úti í brennandi sólarhita. GÖMUL KONA sagði við mig núna einn daginn: „Mikið er taless- uð tíðin góð. Ég vissi þetta líka um sumarmálin. Tíðin hlaut að verða svona. Það fraus saman sum ar og Vetur.“ Einhvern tíma hafði ég heyrt þetta. Vel má vera að við getum um sumarmálin sagt það fyrir hvernig sumarið muni verða. En margir eru þó spádómarnir — og allir rætast þeir — líkast til . . . RICHARD BECK, fulltrúi Vest- ur- íslendinga á þjóðhátíðinni er nú farinn eða er að fara heim vestur um loftið (Maður hættir alveg að segja vestur um haf) eft- ir tveggja mánaða dvöl hér á landi. Hann var góður og vinsæll gestur hér, enda hygg ég að hann hafi orðið áþreifanlega var við þann vina- og bróðurhug sem við ber- um til landa okkar vestra. Ric- hard Beck hafði nóg að gera hér meðan hann dvaldi hér, enda vildi hann sannarlega nota hverja mín- útu sem allra bezt. HANN KVADDI þjóðina í út- varpinu á sunnudagskvöld og ég hygg áð fleirum hafi fundist eins og mér, að hann með orðum sín- um skapaði allt í einu hátíð með þjóðinni þetta kvöld, svo innileg og glæsileg voru orð hans og svo áhrifamikil ræða hans. Ég hygg að hann hafi þessar mínútur snort ið hjarta hvers einasta íslendings. Hann mun og hafa túlkað tilfinn- ingar þeirra mörgu, sem dveljast fjarri ættjörðinni og við hér heima hljótum að fyllast djúpri lotningu fyrir slíkri ást til landsins okkar allra. ÉG VIL MINNA á eitt í ræðu Becks. Hann sagðist undrast þær stórkostlegu framfarir sem orðið hefðu hér á landi á öllum sviðum síðan 1930. Það er gott að láta góðan gest segja sér þetta — því að sannleikurinn er sá ,að við vilj um í þreyjufullri eftirvæntingu ' okkar gleyma því sem við höf- um gert. En það á líka að vera okkur hvatning til þess að halda áfram á þeirri braut — svo að hér geti skapazt sem glæsilegust menn ing og þjóðin geti lifað við hin beztu kjör. Hannes á horninu. Unglinga vantar okkur nú þegar tiB að bera út í nokkur hverfi í bænum. Hátt kaup. Alþýðublaðið. — Sími 4900. ÞAKKLÆTI. EG SENDI YKKUR ÖLLUM vinum mínum og skyld- fólki kæra kveðjumína,ogþakka af alhug gjafir og skeyti mér sent á 75 ára afmæli mínu. Lifið öll heil. , Björn Jónsson, Bárugötu 30 A. Bezl að auglýsa í Alþýðublaðinu. Leynivopn Hitlers: Svifsprengjan. Fátt hefur vakiö meira umtal síðustu vikurnar, en leynivopn Hitlers — svifsprengjurnar, eða mannlausu flugvélarnar, sem þær eru stundum kallaðar, sem daglega er látið rigna yfir Suð- ur-England, aðallega London, og hafa gert mikið tjón. í rauninni eru þetta tundurskeyti, sem skotið er frá íErmarsundsströnd Frakklands og ekki geta breytt stefnu, en springa þegar þau koma niður, eða eru hitt af loftvarnabyssum á leiðinni. Hér á myndinni sést eitt þeirra á leið- inni, í næturmyrkrinu, en allt í kring sjást kúlur úr loftvarnabyssum og kastljósum Breta. ____ Oskemmtilegur rekkjunautur GEIEIN ÞESSÍ fjallar um næturævintýri sænsks sjó- manns í Rio de Janeiro, höfuðborg Brasilíu,í en hann vaknaði við það um miðja nótt, að höggormur hafði skriðið upp í rekkjuna til hans. Manninum varð að vonum hverft við, en þó ægði honum eigi sú hætta, sem hann hugði, þar eð höggormurinn var ekki eins skaðlegur og ætla hefði mátt. En allir munu getá gert sér í hugarlund, að þetta hafi verið óskemmtilegt ævintýri. Greinin er þýdd úr sænsku sjómannablaði eg heitir höfundur hennar Allan Sáfström. EG ‘hafði gengið af skipinu í Rio de Janeiro ásamt einum félaga mínum. Sama dag réð- umst við til vistar í innflytj- endagistihúsi. Það var lítið tveggja hæða hornhús og stóð við götu skammt frá höfninni. Konan, sem rak gistihús þetta, var frönsk að ætt, lág vexti og feit. En viðurgerningurinn var þar engan veginn lofsverður, þótt gistihúseigandinn væri franskur. * Við fengum inni í herbergi ásamt tveimur öðrum innflytj- endum. Gistihús þetta virtist um flest áþekkt svo mörgum öðrum sjómannaheimilum. En það, sem fyrir mig bar fyrstu nóttina, er ég dvaldist þar, olli því, að ég mun aldrei gleyma þessu gistihúsi. Við komum seint heim um kvöldið. Hinir gestirnir voru þegar gengnir til náða. Við tók- um strax að hátta og fórum eins hljóðlega og okkur var framast auðið til þess að raska ekki svefnró félaga okkar. Her- bergið var rúmgott, og þar hafði verið fyrir komið fjórum rekkjum og nokkrum stólum. Gluggi, er var opinn og hið svala næturloft streymdi inn um, vissi út að götunni, sem var mannlaus og hljóðlát um þetta leyti sólarhrings. Þegar ég hafði komið pen- ingum mínum fyrir undir koddanum, lagðist ég fyrir, teygði úr mér og féll í væran og sælan svefn. Ég veit ekki, hvað ég muni hafa sofið lengi, þegar ég vákn- aði við það, að eitthvað þrýstist að brjósti mér. Bjart mánaskin skein inn um gluggann og oIJ því, að ég komst þegar í stað að raun um það, hvað hafði raskað svefnró minni. Mér til ólýsanlegrar skelf- ingar, sá ég, að stór höggorm- ur hafði hringað sig um brjóst mér. Höggormurinn var álíka digur og úlnliðurinn á mér, og hausinn á honum var álíka stór og hænuegg. Þegar ég vaknaði, hef ég ef til vill hreyft mig eitthvað, því að hann sneri hausnum leiftur- snöggt að mér og glennti upp ginið þannig, að klofin tungan gein yfir höfði mér. Eg starði sem höggaofa væri í hin hvössu augu dýrsins. Eg gat ekki hrært legg eða lið. Og það fór vissilega vel á því, þar eð óargadýrið hefði efalaust höggvið tönn sinni 1 mig, ef ég hefði hreyft mig hið minnsta. Kaldur sviti spratt fram á enni mér og streymdi niður vanga mína. Eg hugði í fyrstu, að mig væri að dreyma. Gat annað hugsazt? Raunar hafði ég heyrt þess getið, að það væri mikið um höggorma í Brasiliu, en ég hafði' ávallt haldið, að þeir héldu sig úti á sléttunum, uppi í fjöllunum eða inni í frumskógunum. Eg hafði aldrei heyrt þess getið, að þeir væru á kreiki inni í borgunum og sænguðu hjá fólki um nætur. Hver mínútan leið af ann- arri, og hver þeirra virtist óra- tími. Höggormurinn starði á mig vöhulum augum, og klof- in tunga hans iðaði ógnandi fram og aftur. Mér varð það ljóst,. að hér var ekki um draum að ræða, h.eldur hinn á- þreifanlegasta veruleika. Eg varð umfram allt að liggja grafkyrr. Líf mitt var undir því komið, hvort mér myndi auðnast að þrauka, unz höggormurinn þreyttist á sam- félagi sínu við mig og hefði sig á brott. En mér varð um ,það hugsað, hvort hann myndi ekki kveðja mig með því að höggva eiturtönninni í mig og tjá mér þannig þakkir sínar fyrir næturgreiðann. Eg áræddi ekki að hrópa á félaga minn, sem svaf í næsta rúmi. Það gat orðið til þess, að mér væri bráður bani búinn. Eg var sannfærður um það, að óargadýrið myndi bana mér þegar í stað, ef ég gæfi hið minnsta hljóð frá mér. Eg lá því grafkyrr og starði vökulum augum á höggorminn. En hvað myndi ég geta legið þannig lengi? Mig verkjaði í bakið, og annar fotur minn gerðist dofinn. Eg myndi að lokum neyðast til þess að hreyfa mig, og þá.. . . Mér er það ráðgáta, að ég skyldi ekki úerða gráhærður þessa nótt. Eg hélt, að hún ætlaði aldrei að líða og högg- ormurinn aldrei að hafa sig á brott. En þegar ég var í þann veginn að örmagnast og gefast upp, lokaði höggormurinn gin- inu, svo að því var líkast, að „ hann hlægi að mér, skreið niður á gólíið og tók stefnu í áttina til gluggans. Það var líkast því, að ég hefði verið hálfdauður og fyndi nú líf fær ast um líkama minn að nýju. Ég spratt fram úr rúminu án Iþess að hugsa hið minnsta um Framhalds á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.