Alþýðublaðið - 24.08.1944, Side 6

Alþýðublaðið - 24.08.1944, Side 6
«LÍ9TÐUBl^:r Fimmtudagur 24. águst S944 Frá höfninni í Le Havre Mynd þessi er af höfninni í Le Havre í Frakklandi og var birt í tilefni þess, er Dwight D. Eisenhower gaf út tilkynningu um það að hersveitir bandamanna 'hefðu gengið þar á land. málefnum og vér óskum fslandi farsældar og velmegunar. Hin siríSandi Danmörk Frh. af 5. siöu Christmas Möllers, en ágengni og áukin afskipti Þjóðverja af málum Danmerkur færði brátt dönsku þjóðinni heim sanninn um það, að landar hennar í Lundúnum fluttu satt mál og rétt, og að 'hún hlaut að grípa til þeirra vopna, sem hendi voru næst. Hins vegar hafk hvorki hinir útlægu Danir né Danir heima fyrir viljað hverfa að því ráði að veita danska ráðinu víð tækara vald og endi skipn leggja það sem útlæga ríkis- stjóm Danmerkur. Jafnvel straumhvörfin, er áttu sér stað hinn 29. ágúst, þegar Þjóðverj- ar fangelsuðu konunginn og bönnuðu ríkisstjórnina og þing ið, hafa ekki verið talin nægi- legt tilefni til þess að horfið yrði að þessu ráði. Hins vegar munu þau ummæli Per Möllers hafa* við rök að styðjast, að talið verði nauðsynlegt að mynda útlæga danska stjórn, ef danskir föðurlandssvikarar skyldu mynda ríkisstjórn eins og raun' heifur á orðið í Noregi. En þess hefur lítt orðið vart, að þýzku valdhafarnir legðu sig fram um það að styðja danska - föðurlandssvikara til valda, og ef til vill orsakast. sú tregða þeirra eigi hvað sízt af því, að foringjaefnunurn mun ekki vera fyrir að fara meðal dönsku nazistanna. En þó kunna önnur viðhorf að korna til sögu, er valdi því, að talið verói nauð syn til þess bera, að Danmörk eigi sér fulltrúa erlandis, sem , hafi heimild til þess að. taka á- kvarðanir í nafni þióðar sinn- ar, er máli skipti. Ef til vill verða tilmæli Ohristmas ivTöll- ers um það, að .bandamenn veiti Dönum tækifæri til þess að eiga hlut í viðreisnarstarfinu eftir stríð til þess. Nauðsyn brýtur lög svo sem álkunna er. Enda þótt Kristján konungur sé fangi og löglega forfallaður frá því að segja Þjóðverjum stríð á hendur, sem er þó efalaust ótvíræður vilji hans og þjóðar hans, kann svo að fara áður en úrslit stríðsins verða ráðin, að að hin stríðandi Danmörk eign- ist stríðsstjórn erlendis, sem skipi 'bekk með ríkisstjórnum hinna sameinuðu þjóða. Chicago Frh. aí 4. síöu hefi ekki getað bolað Sun burt. Stúdent einn kallaði Marshall Field „Ragnar í Smára Chica- go“ af því að hann er kaupsýslu rnaður mikill og styður listir og frjálslyndi. Meðal hinna mörgu borgara Chicago, sem eru ek'ki eins hræddir við glæpamenn og sum ir virtust stundum vera heima er þeir töluðu um Chicago, eru allmargir íslendingar. Fyrstan iþeirra heimsótti ég konsúl Árna Helgason, sem er forstjóri fyrir stórri verksmiðju hér í borg. Heima hjá honum bar bona hans fram kaffi og jóla- köku og afbrágðsgott skyr, sem hún býr til sjálf. Skyr hafði ég ekki fengið síðan ég fór að heim an, svo að það var vel þegið, en mér varð hugsað heim til þess, hversu margar húsmæður í Reykjavík gætu gert eins gott skyr og þessi kona, sem er fædd og_ uppaldin í Norður-Dakota. íslendingar 1 Chicago hafa með sér félagssamtök góð. Að- alfélag þeirra er Vísir, en for- maður hans er Sigurður Árna- son, trésmiður, sem fæddUr er og upp alinn í íBorganfirði eystra en ékki hefir verið á Æslandi í 40 ár. Þá hafa þeir faflfélag og þykja taflmenn góðir og loks hafa þeir með sér málfundafé- lag. Chicago er horg öfganna. Þar búa Pólverjar, Rússar, Þjóðverj ar og blökkumenn auk ótelj- andi annarra þjóða. Þar er fram leitt allt frá flugvélahreyflum j til skyrs. Þar eru aðalfundir stjórnmálaflokkanna haldnir og menn kosnir/til að berjast fyrir forsetastöðunni. Það er engin furða að Bismarck skyldi segja, að hann langaði til að fara til Ameríku til að sjá Chicago. Það er þess virði. V iSskiptamáiaráðuney tið heíir ákveðið að veittur verði 3ja kg. aukaskammtur af sykri tii sultugerðar handa hverjum manni. Sykur þennan mega verzlanir at- henda til 1. ototóber n. k. Lögleg innkaupsheimild fyrir þessu sykur magni, er stofnauki nr. 6 af nú- gildandi matvælaseðlí. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framhald af 4. síöu. Þjóðviljinn skrifaði m. a. á þessa leið: , jsland hefur samning við Bandaríkin um að þau hverfi á brott með allan sinn her héðan þegar stríðinu er lokið. íslendingar hafa treyst því að Bandaríkin héldu öll sín loforð gagnvart Islandi. Framangreind ummæli Connall- ys brjóta hins vegar þvert í bág við gefin loforð og samning Bandaríkjastjórnar. íslenzk stjórnarvöld verða tafar laust að fá það upplýst hvort um- mæli þessi eru sönn og hvort hér er raunverulega að ræða um stefnu Bandarfkjastjórnar, jafnframt því að þau geri Bandaríkjastjórn það ljóst í eitt skipti fyrir öll, að ís- lenzka þjóðin krefst þess að Banda ríkin haldi gefin loforð um að virða hlutleysi íslands. Það er engin éstæða til að leyna því, að nokkur kvíði hefur gripið almenning út af því að saman skuli fara Ameríkuför utanríkismála- ráðherrans og þessi kaldrifjaða yfirlýsing formanns utanríkismála nefndar öldungadeildar Bandaríkja þings. Menn spyrja: Hvað er að gerast? Hvað kemur út úr för Vil- hjálms Þórs? Við munúm'nú bíða nokkuð á- tekta og sjá hvað aðrir aðilar segja um þessi síðustu tíðindi, en um það erum við sánnfærðir að það sé vilji þjóðarinnar að gripið sé í taumana áður en það er orðið of seint.‘“ Þessi ummæli hins ameríska stjórnmálamanns koma áreiðan lega illa við íslendinga, enda er það rétt 'hermt hjá Mbl., að íslendingar 'hafa ekki vantreyst því, að stjórn Bandaríkjanna myndi í hvívetna halda þau lof orð, sem íslendingum hafa ver- ið gefin. Ummæli Tom Conn- ally gefa hins vegar til kynna, að í Bandaríkjúnum sé að minnsta kost; rætt allmikið um 'þessi mál um þessar mundir, og ýmsar hugmyndir uppi. Aðalfundur Læknafélags íslands. verður settur á morgun, föstudag 26. ágúst kl. 4 e. h. í Háskóla ís- lands. Arnaðaróskir amer- ískra áhrifamanna til lýðveldisins íslands T TILEFNI af stofnun Iýð- veldis á íslandi 17. júní s.l. fluttu ýmsir þingmenn og á- hrifamenn í Bandaríkjunum ræður, þar sem þeir fara vin- samiegum orðum um ísland og íslendinga og óska þjóðinni allra heilla í framtíðinni. Með- al ræðumanna var James V. Forrestall, flotamálaráðherra. Honum fórust meðal annars orð á þessa leið: Ég fagna því, að íslenzka þjóðin skuli hafa markað sér stefnu í framtíðinni í samræmi við þær hugsjónir, sem Banda- ríkin og hinar sameinuðu þjóðir berjast. nú fýrir. Um margra mánaða skeið hafa am- erísk herskip, sem hafa bæki- stöðvar á íslandi, fylgt amer- ískum herflutningaskipum til hafna hinna sameinuðu þjóða. Frá íslenkum höfnum hafa herskip okkar haldið uppi ár- angursríkri baráttu gegn þýzkum kafbátum á Norður-At- lantshafi. Ég met mikils hina vinsam- legu samvinnu íslenzku þjóð- arinnar og ameríska sjóhers- ins, sem nú hefur um stundar- sakir bækistöð á íslandi. Ég flyt lýðveldinu íslandi og ís- lenzku þjóðinni einlægar árn- aðaróskir mínar. Harold C. Hagen, þingmaður Minnesotafylkis, mælti á þessa leið: Um 35 þúsund manns af íslenzkum ættum búa nú í Bandaríkjunum og Kanada. Það er nær 30% af íbúum ís- lands, sem éru yfir 120 þús- undir. Verulegur hluti þeirra býr í mínu fylki, Minnesota. Þetta er næg ástæða til þess að sá hluti Bandaríkjanna fylg- ist af hjarta með íslenzkum Sol Bloom, þingmaður frá New York-fylki, minntist á þjóðaratkvæðagreiðsluna 20.— 23. maí og bar fram ályktun, þar sem Bandaríkjaþing flytur alþingi árnaðaróskir í tilefni af lýðveldissfofnuninni og býð- ur íslenzka lýðveldið velkomið sem yngsta lýðveldið í hópi hinna frjálsu þjóða. Bloom 4 þingmaður minntist einnig á frelsisást íslendinga, sem hefði lifað með þjóðinni um margar aldir. Hann sagði m. a.: ís- lenzka þjóðin er vel undir fullt sjálfstæði búin, er hún nú í dag (17. júní) stígur loka- sporið. Böndin milli Islands og Bandaríkjanna, sem eru forn, munu enn styrkjast, er það nú tekur sér stöðu meðál lýðvelda heimsins. Við Banda- ríkjamenn bjóðum ísland hjartanlega velkomið sem systurlýðveldi. Elbert D. Thomas, öldunga- deildarþingmaður frá Utah- fylki, gat þess, að fyrsta ís- lenzka nýlendan í Bandaríkj- unum var sett á stofn í Utah árið 1849 og íslendingar hefðu sýnt atörku, dugnað og heiðar- leik í hinu nýja föðurlandi. Loks minntist Thomas þing- maður á hinn ómetanlega skerf, sem íslendingar hefðu lagt til heimsbókmenntánna. William Langer, öldunga- deildarþingmaður frá Norður- Dakota, flutti íslendingum kveðjur frá íbúum fylkisins, en þar er margt manna af ís- lenzkum ættum, eins og kunn- ugt er. Hann lofaði íslendinga fyrir þrautseigju og dugnað og kvað þá hafa reynzt hinir nýt- ustu borgarar þar vestra. Dr. John W. Studebaker, sem er háttsettur maður í fræðslumálastjórn Bandaríkj- anna, gat þess, að nær 300 ís- lenzkir piltar og stúlkur stund- uðu nú nám í Bandaríkjunum, en á hinn bóginn hefðu amer- ískir hermenn á íslandi haft tækifæri til þess að sækja námskeið í Háskóla íslands. Hann kvaðst þess fullviss, að með aukinni þekkingu og auknum samskiptum myndi vináttuböndin styrkjast. Vatnspeyinisvilimi losnkni á Sjémannaskólann VITIInN, sem 'var á Vatns- geymisihæð, hefir nú verið fluttur í turn Sjómannaskóla- byggingarinjnar. í tilkynningu frá vitamálstjóra segir, að ljós (horn, ljóí magn og einkenni vit- ans, sé óbreytt frá því, seni var ið hefir, hinsvegar er staða hans ofurlítið önnur en láður var og hæð hans er nú 71 m. yfir sjó. Nú hefir verið kveikt á Pap- eyjarvita aftur en á honum hef- ir verið slökkt sökum bilunar frá 7. þ. m. Flutningur mun fonáðlega fara fram á Garðskagavita og verður siökkt 'á honum til 30 ágiúst. . Einingin 8. tölublað 2. árgangs er nýkom in út fjölbreytt að efni.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.