Alþýðublaðið - 05.09.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.09.1944, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐiP i*ri®judagair 5. septemtór 1944. Horgunblaðið fals- aði greinina úr New York Tintes. Felldi niSur úr henni viðurkenn- ingarorðin um ut- anríkismálaráð- herrann! ÞAÐ vakti mikla athygli á sunnudaginn að Morgun- blaðið feldi niður úr grein „New York Times“ nokkur athyglis- verðustu ummælin í tilefni af heimsókn forseta fslands og ut- anríkismálaráðherra hans vest- anhafs. Hið ameríska stórblað • tók upp í grein sína hin skorin- orðu ummæli utanríkismála- ráðherrans um sjálfstæðisvilja íslenzku þjóðarinnar, — að hún ætlaði sér að eiga land sitt allt — og án erlendrar íhlutunar. En því næst sagði blaðið: „Þannig eiga lýðveldis- menn að <ala. Eykur það virð ingu vora fyrir hinum merku og virðulegu gestum.“ Þessum ummælum „New York Times“ stingur Morgun- blaðið undir stól, lesendur þess mega ekki fá að sjá þau! Held- ur vill það falsa stórathyglis- verða og vinsamlega grein er- lends stórblaðs í okkar garð, en að íslenzka þjóðin fái að vita, að utanríkismálaráðherrann hafi gert henni sóma með framkomu sinni — og að það hafi verið viðurkennt erlendis. í sambandi við þetta skak þess getið, að ,,Þjóðviljinú“ stakk greininni allri undir stól — og minntist ekki á hana einu orði í sunnudagsblaði sínu. DýrtíðaHagafrumvarp stjórnarinnar; Hið gamla irá 1943 f aðal Það á aö skera niður dýrtíðaruppbótina á kaup verkalýðsins. , Fjárframlögin úr ríkissjóði eiga að halda á- fram til að halda niðri afurðaverðinu. Og skattur að leggjast á eignaaukningu síðustu ára. H IÐ NÝJA, BOÐAÖA DÝRTÍÐARLAGAFRUMVARP STJÓRNARINNAR hefir nú verið lagt fyrir alþingi viku fyrr en við var búizt, því uð það hafði verið sent þing- flokkuniun til athugunar og beðið um álit þeirra fyrir 10. september, en enginn þeirra hafði enn sent svar í gær. r i I frumvarpinu er gert ráð fyrir verulegri skerðingu á dýrtíðaruppbótinni á allt kaupgjald í landinu þannig, að hún nemi framvegis ekki nema 90% þeirrar hækkunar sem orð- in er á vísitölunni og skuli yfirleitt engin dýrtíðaruppbót greidd með hærri vísitölu en 270 stig! Jafnframt er gert ráð fyrir, að fjárframlögin úr ríkissjóði haldi áfram til þess að halda núverandi útsöluverði landbúnaðarafurða óbreyttu. en afurðaverðið, sem bændur fá, verði ekki nema 90%, af þeirri landbúnaðarvísitölu, sem gengur í gildi 15. september og er 9,46 stigum hærri en siðastliðið haust. Þá er og gert ráð fyrir nýjnm skatti, á eignaaukningn, sem orðið hefir á árunum 1940 ,til 1943 og nemur 50 þúsund krónum samtals eða þar yfir, og skal hann lagður í sérstakan atvihnu- tryggingarsjóð, sem alþingi eitt megi ráðstafa með lögum um at- vinnutryggingar. Má segja, að frumvaxpi þessu syipi mjög til þeirra tillagna, sem áður Ihafa komið fram til dýrtíðarráðstafana atf háltfu stjórn- arinnar, en lítinn byr fengið. Endurskoöun stjórnarskrárinnar: Þingsályktunaftillaga Alþýðuflokksins á dagskrá í sameinuðu þingi í gær Umræðum var frestað að lokinni framsögu- ræöu Stefáns Jóhanns Stefánssonar. ÞINGSALYKTUNARTILLAGA Alþýðuflokksins um : framkvæmd á gagngerðri endurskoðun á stjórnskipun arlögunum, sem borin var fram á þingin í sumar, en fékkst þá ekki rædd, var til fyrri umræðu í sameinuðu þingi í gær, og fylgdi Stef án Johann Stefánsson henni úr hlaði. Eins og menn muna gengur tillaga þessi út á það, að fjölga skuli um 10 rnenn í nefnd þeirri sem á að undirbúa og gera tillög um framtíðarstjórnskipun ur arlög fyrir lýðveldið ísland. Skulu þessir 10 menn vera skip aðir af hæstarétti og valdir með 'hliðsjón af þekkingu þeirra á stjórnskipunarfræði og þekk- ingu þeirra og kunnugleika á högum, þörfum-og óskum sem flestra í landinu. Stefán Jóhann Stefánsson minnti á það í framsöguræðu sinni, að á hinni 70 ára gömlu stjórnarskrá íslands, hefði aldrei farið fram nein heildar- endurskoðun, enda þótt henni Ihefði niokkrum sinnu'm verið breytt. Iiins vegar væri hún til komin með þeim hætti, sem ó- venjulegur væri fyrir frjálsar þjóðir. Hún hefði verið „gefin“ íslenzku þjóðinni af konungi við þá, heldur hefði hún verið sniðin eftir grundvallarlögunum dönsku. Breytingar á stjórnar- skránni hefði ávallt lotið að einstökum atriðum hennar. Henni hefði verið breytt vegna flutnings stjórnarinnar inn • í landið, þegar konum var veitt ur kosningaréttur, sambandslög in tóku gildi og vegna breyt- inga á kjördæmaskipuninni. Þrátt fyrir þetta væri „beina- grindin11 sú sama og 1874, og væri ólíklegt, að Islendingar vildu öllu lengur búa við stjórn arskrá, sem væri tilkomin með þessum hætti. Taldi framsögu maður því, að fullyrða mætti, að þörf væri á endurskoðun stjórnarskrárinnar, enda væri því slegið föstu með samþykkt alþingis 8. sept. 1942. Framsögumaður kvað það vera almerinan vilja þjóðarinn ar að þessari endurskoðun yrði, en ekki sett fyrir frumkvæði I hraðað svo sem verða mætti og íslendinga sjálfra né í samráði 1 FT<h 3 7 slSn Frumvarpið heitir „frumvarp til laga um ráðstafanir vegna dýrtíðar o. fl.“ og er svohljóð- andi: Um verðlag landbún- aðarvara og vísitölu 1. gr. Frá 15. september 1944 skulu landbúnaðarafurðir verð lagðar á þann hátt, að reiknað sé aðeins með 90% af landbún- aðarvísitölu, sem í gildi kemur þann dag, samkvæmt útreikn- ingi Hagstofunnar. Ríkisstjórninni er heimilað, með ’framlagi úr ríkissjóði til 31. desem'ber 1944, að halda ó- breyttu verðlagi á landbúnað- arvörum, eins og það var 1. sept. 1944. 2. gr. Engin dýrtíðaruppbót skal greidd með hærri vísitölu en 270 stig. 3. gr.^Frá byrjun næsta mán aðar eftir gildistöku laga þess- ara, skulu laun eða kaup fyrir hvaða starf sem vera skal, eða annað sem dýrtíðarupþbót hefir verið greidd af, reiknuð með aðeins 95 % af gildandi fram- færsluvísitölu, þó aldrei af hærri vísitölu en 270 stig, sbr. 2. gr. Næsta mánuð á eftir skal reiknað með 90 % af gildandi vísitölu og þar til öðru vísi kann að verða ákveðið. Brot gegn þessu varðar sektum. 4. gr. Fari framfærsluvísital an yfir 270 stig, skal verð land- búnaðarafurða til framleiðenda lækka í sömu hlutföllum og dýr tíðaruppbót skerðist vegna há- marksbindingar vísitölu í sam- 'bandi við kaupgreiðslur, sibr. 2. gr. ' 5. gr. Engin dýrtíðarunobót “ & 7. OBm. talan hskkar um 9.46 slig ÍS. þ.m. O AMKVÆMT fyrirmælum fjármálaráðherra hefir Hagstofa íslands safnað gögn um þeini, er nauðsynleg eru til þess, að ákveðin verði land búnaðarvísitala í ár sam- kvæmt reglum þeim, sem landbúnaðarvísitölunefndin í fyrra (sex manna nefndin) varð ásátt um. Hagstofan hefir nú unnið Úr þessum gögnum og hækk- ar ‘landbúnaðarvísitalan sam- kvæmt útreikningi hennar um 9,46 stig 15. þ. m. Forsefinn fer í SuSur landsferð sína um > næslu helgi. P ORSETI ÍSLANDS fer í för um sýslumar austanfjalls, sem frestað var vegna vestur- fararinnar ,um næstu helgi. í næstu viku heimsækir hann svo Suðurnes og Hafnárfjörð. 1 fréttatilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu, sem blaðinu barzt í gærkveldi, segir svq um þetta fyrirhugaða ferðalag for- setans: i Forséti íslands fer í heimsókn til Víkur í Mýrdal laugardag- inn 9. þ. m. Sunnudaginn 10. þ. m. heimsækir hann Rangárvall ar- og Árnessýslu. í næstu viku mun hann heim sækja Gullbringusýslu, Kjósar sýslu og Hafnarfjörð. t fylgd með forseta verður forsetaritari. Leikmfimihús Miðbæjarskólans. Bæjarráð hefur fyrir sitt leyti samþykkti að fela húsameistara bæjarins, að byggja hæð ofan á leikfimihús Miðbæjarskólans. Er ætlað að hafa >þar lækningastofur og aðra starfsemi skólastjórnar- innar, en ekki kennslustofur. Ríkisstjórnin leggur fram: Fmmvarp um framboð og kjör . r forseta Islands RÍKISSTJÓRNIN • lagði í gær fram á alþingi frum- varp til laga um framboð og kjör forseta íslands og er frv. í heild á þessa leið: „1. gr. Við kjör íorseta skal fara eftir gildandi kjörskrám yfir alþingiskjósendur. 2. gr. Undirkjörstjórnir og yfirkjörstjórnir eru hinar sömu og við alþingiskosningar, en auk þessara kjörstjórna hef- ur hæstiréttur þau störf með höndum, sem segir í.lögum þess- um. 3. gr. Forsætisráðherra á- kveður hverju sinni hvern dag í júní eða júlímánuði forseta- kjör fer fram og auglýsir kjör.- daginn í útvarpi og Lögbirtinga blaðinu eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir kjördag, og til- tekur jafnframt tölu meðmæl- enda forsetaefnis úr landsfjórð- ungi hverjum. 4. gr. Framboðum til forseta- kjörs skal skila í hendur dóms- málaráðuneytinu, ásamt sam- þykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að þei r séu á kjörskrá, eigi síðar en 5 vik- um fyrir kjördag, og auglýsir dómsmálaráðuneytið, með sama hætti og segir í 3. gr., innan viku hverjir séu í kjöri til for- setaembættis, en afgreiðir til hæstaréttar öll áðurnefnd skjöl. 5. gr. Dómsmálaráðuneytið sér um gerð og prentun kjörseðla og sendingu þeirra til yfirkjör- stjórna, sem síðan annast fram- sending þeirra til undirkjör- stjórna með sama hætti og kjör- seðla til alþingiskosninga. 6. gr. Um kosningaathöfnina sjálfa, sem og úndirbúning hennar, atkvæðagreiðslu utan kjörstaða og á kjörstað, fer að öllu leyti samkvæmt lögum um 7. gr. Nú deyr forsetaefni áð- kosningar til Álþingis. ur en kosning fer fram, en eft- ir að framboðsfrestur er lið- inn, og má þá annað forsetaefni gefa kost á sér í stað hins, ef fullur helmingur meðmælenda hins látna eru meðal meðmæl- enda hans. Annars úrskurðar hæstiréttur um það, hvort fresta þarf kosn- ingu végna andláts forsétaefn- is og undirbúa kosningu af nýju. 8. gr. Kjörstjórnir nota sömu gerðabækur og við alþingis- kosningar, en hæstiréttur notar sérstaka gerðabók um þessi efni. 9. gr. Að lokinni kosningu senda undirkjörstjórnir odd- vita yfirkjörstjórnar tafarlaust atkvæðakassana og ónotaða og ónotaða og ónýtta kjörseðla í þeim umbúðum, og segir í lög- um um alþingiskosningar. Á áður auglýstum stað og stund opnar yfirkjörstjórn atkvæða- kassana og fer síðan talning at- kvæða fram með sama hætti og segir í lögum um kosningar til Alþingis, svo og um það, hvort kjörseðill telst gildur eða ekki, og um meðferð ágreinings- seðla. 10. gr. Að lokinni talningu atkvæða sendir yfirkjörstjórn hæstarétti eftirrit af gerðabók sinni ásamt þeim kjörseðlum, sem ágreinjngur hefur verið um. 11. gr. Þegar hæstiréttur hef- ur fengið í hendur eftirrit gerða • bóka állra yfirkjörstjórna og ágreiningsseðla, boðar hann for- setaefni til fundar, þar sem hann úrskurðar um gildi á- greiningsseðlanna, lýsir úrslit- um kosninganna og gefur út kjörbréf handa því forsetaefni, sem hæstri atkvæðatölu hefur náð. 12. gr. Nú hefur aðeins einn maður verið í kjöri til forseta- embættis, og gefur hæstiréttur út kjörbréf handa honum þeg- ar að liðnum framboðsfresti. 13. gr. Staðfest eftirrit af kjörbréfi forseta sendir hæsti- réttur forsætisráðherra og for- seta sameinaðs Alþingis, 14. gr. Ákvæði 134.. gr. og Frh. á 7. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.