Alþýðublaðið - 05.09.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.09.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞÝPUBLAPIf) Þriðjudagur 5. september 1944. p.v')tij5nbUM5 Ötgefandi: Alþýðuflokkúrinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4*'Ci og 4902. Símar afer_iðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Fagnrt sfcal tala... ÞAÐ eru þungar álhyggjur, sem sækja að forystumönn um kommúnista þes.sa dagana út aif framtíð iands og þjóðar. Lengi hafa þessir landsfeður þolað hugraun fyrir aðgerðar- leysi og isundrung þingsins. En nú fiá þeir ekki lengur orða bund izt. „Hvað gerir alþingi?11 spyr ÞjóðvMjinn í fyrradag í tiiefni ai því, að 'það er nú aftur sezt á rökstóla. „Alþýða manna bíð- ur þess nú bæði með eftirtvænt- ingu og fevíða . . .“ „t>að,“ bætir í»jóðviljinn við, ,ysem er að geraist með þeirri' stjórnarstefnu, er nú ríkir, eða stefnuleysi og aðgerðaleysi, er það, að verið er að sleppa tæki- færunum — og með áframhaldi þessa stjómarfars er komið út í atvinnulieysi, harðvítugar og langvarandi vinnudeilur og öng þveiti láður en menn vita af. Annaðhvort koma fulltrúar allra stétta og flokka á alþingi sér saman >um að nota þessi tæki færi . . . eða alþýðan meiri hluti þjóðarinntar, verður að reyna þetta ein og rannsaka með nýj- um kosningum>, hvort ekki sé grundlvöllur fyrir slíka stjórn.“ Svo mörg eru þau landsföður legu orð Þjóðiviljans, ❖ En miáski einhverj um verði á að spyrja: >Síðan hvemær bera kommúnistar slíka umhyggju fyrir velferð og einingu þjóð- arinnar? Áttu þeir'ekki kost á því, þegar fyrir tveimur árum, að nota „tækifærið“ í stað þess að „sleppa“ því, með því að taka þá, ásamt Alþýðuflokknum og Framsóknaitflokknum, þátt í myndun vinstri stjórnar í land inu til að þjóðnýta stríðsgróð- ann, efla. atvinnuvegina og tryggja hinu vinnandi fólki viðunandi lífskjör að stríðinu loknu? Og neítuðu þeir þá ekki, þnátt fyrir gefin loforð >frammi fyrir kjósendum fyrir síðustu kosningar, að vera með í mynd un íslíkrar stjómar? Voru það ekki einmitt forsprakkar komím únista, sem þá stungu í staðinn upp á þvi, að þájverandi rfkis- stjóri yrði beðinn að skipa utan þmgsstjórn og héldu þar með í ístaðið fyrir þá menn, sem nú sitja í stjórnarráðánu? Og hver ber því ábyrgðina á þeirri „stjórnarstefnu því „stefnu- leysi, og aðgerðaleysi“, sem nú ríkir og Þjóðviljinn er að fár- ast um, nema forsprakkar kommúnista sjálfir? * En nú þykjast kommúnistar vilja beita sér “fyrir fjögurra flófeka istjórn, sem sagt nýrri þjóðlstjórn, sem iþó væntanlega yrði undir íörystu stærsta ffljokksÍTLS, Sjálfstæðisflokksins! SMkri! þjóðstjórn á nú að vera bezt til þess trúandi, að nota tækifærin og tryggja rétt alþýð unnar í landinu! Það hefði eitt- hivað verið sagt í Þjóðviljanum ef Alþýðuflokkurinn hefði gert sig ls(Vo beran að svikum við gefiin loforð frammi fyrir kjós- endum. Eða teliur Þjóðiviljinn móske nú, að hinir tíu þing- menn kommúnista hafi umboð Þorvaldur Árnason: Ræðan á Skólavörðuholtinu EG ætla ekki að fara að taka upp hanzkan fyrir síra Sig- urbjörn Einarsson, þó að ég með nokkrum línum svari prófessor Dungal. Mér finnst ýmistlegt í bréfi prófessorsins óeðlilega rökrangt og barnalegt, og andinn and- stæður góðu málefni. Það sem hneykslar mest pró- fessorinn, að því er virtist, eru tilfærð orð síra Sigurbjörns, þar sem hann heitir þeim, sem vinni gegn kirkju Krists, að þeir verði að svara fyrir það á sín- um tíma, og þess heitir prestur- inn í guðsnafni. En prófessorinn er ekki ná- kvæmari en það, að þessi fáu tilvitnuðu orð eru rangt með farin. Síra Sigurbjörn segir: „Ég legg ekki alla andstöðumenn þessa máls að líku. En þeir, sem hafa beitt sér o. s. frv.“, Þessu litla „sem“ sleppir prófessaor- inn, en við það breytist meining in talsvert, því að „litlu orðin“ hafa oftast ekki minna gildi enn „stóru orðin“, og því ekki síður áríðandi, að hafa þau með. Þarna gerir prófessorinn sig strax sekan um ónákvæmni, en hann sem allt skoðar í smásjá, ætti að forðast slíkt. Þá skulum við stuttlega at- huga þetta „heit“ síra Sigur- björns. Það virðist sem prófess- orinn skilji það sem einhverja voðalega ógnun eða bannfær- ingu. Og af því að hann gefur það í guðs nafni, þá véfengir hann rétt síra Sigurbjörns til þess, að gefa slíkt heit, og heimt ar embættisskilríki. Þetta finnst mér ákaflega barnalegt. Heit er sama og loforð, það sjáum við oft, einkum í sam- settum orðum, eins og t. d. fyrir heit, drengskaparheit, hjúskap- arheit o. fl. Með öðrum orðum, síra Sigurbjörn lofar í nafni guðs, að áheyrendur hans, og aðrir, sem hér koma við sögu, verði að svara fyrir gerðir sín- ar, á sínum tíma. Ég er alveg sammála síra Sig urbirni. Við hljótum að verða að standa guði reikningsskap gerða okkar, ekki síður enn rík- isstjórninni, sem er húsbóndi okkar þriggja. Og embættisskilríkin, eru þau kannske ekki í lagi? Jú, vissu- lega. Vígðum presti er hreint og beint fyrirskipað að tala í nafni guðs, hann á ekki af préd- ikunarstóli að tala í nafni neins annars. Hann á að verða guðs fulltrúi hér á jörð, og prófessor inn veit vel, að fulltrúinn þarf að mæta í stað husbóndans, og lofa því, sem húsbóndinn ætlar að efna. Það væri full ástæða til að fara fleiri orðum, úm þetta at- riði, því að það er oft misskiln- ingur, röng túlkun, sem hindrar heilbrigða trúarskoðun og trú- arlíf, bæði hér og annarsstaðar, og því fer sehi fer. Forsetinn okkar ráðlagði okk ur íslendingum, áð lesa Fjall-, ræðuna daglega, og hann fór fram á það við blöoin, að þau birtu hana öðru hvoru, —- þetta var mjög viturlega og fallega mælt. Með því að tileinka okkur þann boðskap, sem þar birtist, er oss heitið sælu og velfarn- aði. Og ef við værum fullir af þeim anda, seih þar birtist og iðkum þær dyggðir, sem þar eru tilnefndar, hversu miklu betri værum við ekki, og allt okkar umhverfi. En það er ekki aðeins fjall- ræðan, sem væri oss hollur og góður lestur. Lesum Nýja testa menntið í heild, lesum Sýrak og önnur spakleg og göfgandi rit, en sleppum einhverju af rusl niu, sem úir og grúir af allt í kringum okkur. Það er sagt að Montgomery hershöfðingi, og fleiri slík mikil menni lesi ávalt í biblíunni áð- ur en til hvílu er gengið, og sæki þangað þrótt og styrk. Slíkt ættu sem flestir að gera. Einlægt trúarlíf og göfug sið gæðisbreytni hljóta að vera öruggusiu meðulin, til þess að skila manninum að því marki, sem honum ber að keppa að. Það er því ekki sama hvernig maðurinn breytir, það er því rétt hjá síra Sigurbirni, að hvert verk sem vér mennirnir óform- um og vinnum að, er annaðhvort gott eða illt, — hugsanir og orð koma hér einnig til greina, — aðeins mismunandi, efir því hve heilla- eða óheillaríkar afleiðing arnar verða. Og auðvitað gott og illt þeim, sem verkið vinnur, þó að þægindin eða óþægindin komi niður á öðrum. Jafnein- föld og auðskilin sannindi og þessi, ættu að vera ^ugljós, fyr- verandi rektor Háskólans og prófessor í merkri og umfangs- mikilli vísindagrein. Hitt er svo annað mál, að það ber ekki allt upp á sama daginn. Annars skil ég ekki vel hugs- anagang þeirra manna, sem haft geta á móti byggingu stórrar og fagurrar kirkju, þótt aðrar fagr ar byggingar geti einnig komið til greina. Það myndi gleðja mig, og ég vona flesta aðra líka, ef byggð yrði svo fögur kirkja, að við sem höfum átt því láni að fagna að sjá margar fagrar kirkjubygg ingar annara landa, gætum orð ið stórhrifnir af fegurð hennar og tign, því að þá myndu aðrir, sem minna hafa séð, verða það líka, en ekkert er eins göfgandi og fegurðin. Og þó að „musteri guðs“, hin fagra og tigna náttúra, sé auð- vitað öllum kirkjubyggingum fegurri, þá veit prófessorinn mæta vel, að veðráttan íslenzka yrði orsök óþægilega margra messufalla, og því ekki allskost ar henntug til slíkrar starfsemi allan ársins hring. í því sambandi mætti benda prófessornum á, að ef síra Sig- urbjörn þarf ekki kirkju til þess að messa í, þá ætti mæðu- læknirinn Níels Dungal ekki frekar að þurfa sjúkrahús til þess að lækna í, því að Jesús Kristur var engu minni læknir en lærifaðir. Jesús Kristur gat bæði kennt og læknað, þó hann kjósenda sinna til þess, að beita sér fyrir myndun nýrrar þjóð- stjórnar? Það væri fóðlegt að fá að heyra það. Annians má segja, að skörin sé farin að færast upp í bekk- innj iþegar forsprakkar kommúu ista þykjast vera orðnir fröm- uðir stjórnarsamstarfs og vinnu friðar í landinu — mienn, sem frtá því, að þeir 'komu, illu beilli á alþing, hafa hindrað allt sam starif, já >næstum því allt starf, með úheilindum isínum, sagt eitt í dag og annaö á morgun, enga ábyrgð viljað á sig tafca, en kynt að sundrunginni og glund roðanum í þeirri augljósu von, að geta sjálfir fiskað því betur í sem gruggugustu vatni. Það er, sannast að segja, ó- líklegt, að alþingi geri nú, frek- ar en undanfarin tvö ár, mikið í þeim málum, sem um er að ræða, með slíka menn innan- borðs. Þeir munu í lengstu lög reynast sjálfúm sé, líkir, þó að fagurt sé nú talað. hefði hvorki hús né tæki, en hann var líka meistari. Er rétt að bera síra Sigurbjörn og Níels Dungal saman við hann? Að vísu var til fagurt musteri í Jerús^lem, en þar fékk Jesús ekki aðgang, þar hafði Jesús ekki málfrelsi, frekar en lög- skilnaðarmennirnir s. 1. vetur í Stúdentagarðinum 1. des. Grimmd og mannvonska, sem oftast er sprottin af heimsku og þröngsýni, rekur upp kollinn alstaðar og á öllum tímum, og svo hefir það einnig verið hjá kirkjunnarþjónum, ekki síst fyr á öldum, en verald legir höfðingjar og embættis- menn hafa af engu að státa í því efni, og hafa síður en svo verið eftirbátar hvað það snert ir. En mjög væri það heimsku- legt og óréttmætt að áfellast kristna trú þess vegna. Það væri eins og að áfellast kenningu Góðtemplarareglunnar, af því að einhverjir innan hennar drykkju áfengi, og gerðust þann ig brotlegir gagnvart sínum skuldbindingum. Eða að áfella iæknavísindin, vegna þess að sumir læknar gera sjúkdóma ná ungans að féþúfu, í stað þess að lækna þá. Slíkt er misbeiting valdsins, og brot ge^gn trúnaði. Þó að „æðstu prestarnir og hinir skriftlærðu,“ hafi ekki altaf verið starfi sínu vaxnir, og stundum verið bansettir grimmd arseggir og þröngsýnismenn, þá er það með öllu rangt, að kirkj- Auglýsingar, sem birtast eiga i Alþýðublaðicu, verða að ««r» komr.ar til Auglý»- ingaskrifstofumiár í Alþýðuhúsúm, (gengið ú_ fré Hverfisgötu) fyrir ki. 7 að kvöldl. Sími 4906 an hafi verið sífeldur farartálmi hverjum þeim manni, sem færa vildi heiminum aukna þekkingu og nýjan sannleika, eins og pró fessonrinn lætur í ljós, og því séum við ekki lengra á veg komnir, en raún ber vitni um, og prófessorinn veit jafnvel og ég, að þetta er rangt. Hvar er fortíðin betur varð- veitt en í kirkjum og klaustr- um, bæði bókmenntir, bygging- arlist og vísindi? Hvergi. Ur þeim brunni erum við ávalt að ausa, og ofan á þann grundvöll að byggja. Það er sagt, að ekkert sé nýtt undir sólinni, við erum því altaf að byggja ofan á það sem var, . og við eigum sífellt að vera að I byggja. | Við þurfum og eigum að I byggja fagrar og miklar kirkj- L ramhald á 6. síðu. MORGUNBLAÐIÐ skrifar í fyrradag í tilefni af ráðs- mennsku kommúnista í sumum verkalýðsfélögunum og heildar samtökum þeirra, Alþýðusam- bandinu: ,,Það var sú tíðin að stéttarsam- tök alþýðunnar voru reyrð í póli- tískar viðjar Alþýðuflokksins. •— Hinum raunverulegu hagsmunum verkafólksins var þá eigi sjaldan skipaður lágur sess við hliðiná á flokkshagsmunum Alþýðuflokks- forkólfanna, og lýsti það sér átak- anlegast í því að skoðanafrelsi verkamanna var fyrir borð bor- ið. Sjálfstæðismenn risu öndverðir gegn þessu misrétti og háskalegu misnotkun séttarsamtakanna og það var fyrir baráttu þeirra og þá sjálfstæðisverkamannanna sjálfra, sem því takmarki var náð að breyta skipulagi Alþýðusam- bandsins, þannig að um stéttar- samtök væri að ræða, þar sem pólitískar skoðanir manna sköp- uðu monnum ekki misrétti. Nú virðist hins vegar, sem yfir verkalýössamtökunum vofi ný hætta. Að formi til eru samtökin að vísu ópólitísks eðlis. En komm únistar vaða nú uppi innan sam- takanna og verður af ýmsu ljóst, að fyrir þeim vakir allt annað en velferð verkamannanna . . . Með slíku atferli staðfesta komm únistar það eitt, að þær grun- semdir, að fyrir þeim vaki aðeins að skapa glundroða og upplausn, eru á rökum reistar, og jafnframt kemur í ljós nauðsyn þess að enn muni þörf að endurbæta skipulag stéttar samtakanna. ‘ ‘ Um þennan harmagrát Morg unblaðsins nú, eftir að menn þess hafa haldið í ístaðið fyrii kommúnista hvar sem þeir hafs getað í verkalýðsfélögunum liggur vissulega nærri að segja að það sé seint, að iðrast eftii dauðgnn. En meðal annrrt orða: Heldur dansinn ekki á- fram á alþingi, eftir sem áður milli Ólafs Thors og Einars Ol- geirssonar, þrátt fyrir þesss augnabliksiðrun Morgunblaðs- ins? Dagur, blað Framsóknar- flokksins á Akureyri, skrifar 31. f. m.: „Það er alltítt, að sjá í málgögn um Sjálfstæðisflokksins rætt um mál út frá þeim forsemdurh, að samvinnufélög annars vegar og hlutafélög og fjölskyldufyrirtæki hins vegár, séu sama eðlis. Þessi málaflutningur er engin tilviljun. Hann er þáttur í tilraunum til þess, að sljóvga tilfinningu almennings fyrir þeim regin >eðlismun, sem er á samvinnufélagsskap og einka- restkri. Þessi áróður er ekki það máttlausasta, sem komið hefir úr þeim herbúðum til þess að valda samvinnufélögunum tjóni. Sljóvg un dómgreindar almenigns í þessu efni, er vissulega vatn ó myllu þess flokks, sem í hjarta sínu vill öl'l samvinnufélög út í yztu myrkur og óskorað vald 19. aldar samkeppnis hyggju í öllum atvinnu- ©g verzl- unarmálum íslands. Hið íslenzka íhald er að þessu leyti frumlegt og eftirtektarvert. Straumar nýrra tíma, nýrrar félagshyggju, sem gengið hafa yfir nágrannalöndin og snortið hafa hin römmustu aft- urhaldsöfl þar og blásið lífi, hafa Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.