Alþýðublaðið - 05.09.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.09.1944, Blaðsíða 8
ftLfeYQUSLAt#JjÖ Þriðjudagnr 5. september 1944» r- |ví TJARMAKBiti* Viðureign á j Norður-Allantshafi (Action in the North-Atlantic) Spennandi mynd um þátt kaupskipanna í baráttunni um yfirráðin á höfunum. I Humhrey Bogart Raymond Massey Sýnd kl. 4, 6,30 og 9 önnuð börnum innan 12 áral ÚTSVÖR í REYRJAVÍK 1910 Hæsta útsvarið var kr. 2 þús. Kr. 500.00 og þar yfir báru þess ir gjaldendur: 2000: Edinborgarverzlun. 1800: Thomsens Magasin. 1600: Bryd esverzlun, Duusverzlun, P. J. Thorsteinson (Goodthab). 1400: Steinolíuhlutafélagið, verzlanir Th. Thorsteinssons. 700: Lund lyfsali. 600: Ráðherra Björn Jónsson, Schou bankastóri. 550: A. Philipsen. 500: Alliance botnvörpufélag, Braunsverzlun, G. Copland, Aage Möller, Ás- geir Sigurðsson, Geir Zöega. ÁRÍÐ 1691 var ferskt loft og sólskin skattlagt í Englandi, þegar gluggaskattur var lagður á öll hús, sem höfðu sex glugga eða fleiri. Fjórum árum seinna var far- farið að skattleggja hol og átti að verja skattinum til þess að endurbyggja kirkjur þær, sem brunnu í hinum mikla eldsvoða er þá hafði geysað í London. VM ALDAMÓTIN síðustu dó fjárhættuspilari einn í Ameríku og stóð það nú næst vinum hans og ættingjum að koma honum í gröfina, en enginn þeirra taldi sig hafa ráð á því. Það varð því að samkomulagi, að þeir nokkrir hófu spil eitt kvöldið og spiluðu á móti lík- inu sem „blindum“. TJm mið- nætti hafði líkið unnið nægjan legt fyrir útförinni. skyldi fitja upp á þessu, þegar hann var að hugsa allt annað. „Það getur meira en verið. Jessica kærir sig ekkert um að vera svo lengi í bænum.“ ,,Til hvers varstu þá að biðja um fjölskyldukort?“ „Svei,“ sagði hún gremju- lega. „Ég ætla ekki að fara að rífast við þig,“ og hún reis á fætur og ætlaði að ganga burt. ,,Heyrðu,“ sagði hann með svo ákveðinni röddu, að hún hægði á sér. „Hvað gengur eig- inlega að þér upp á síðkastið? Er ekki hægt að tala við þig lengur?“ „Þú getur vissulega talað við mig,“ sagði hún með áherzlu. „Það er að minnsta kosti ó- líklegt eftir framkomu þinni. Og ef þú vilt endilega fá að vita hvenær ég verð tilbúinn — þá verður það ekki fyrr en eftir mánuð. Og ef til vill ekki þá.“ „Við förum þá án þín.“ „Einmitt það, já,“ hreytti hann út úr sér. „Ójá.“ Hann var undrandi yfir festu hennar en hún/jók enn meir á gremju hans. „Við sjáum hvað setur. Ann- ars finnst mér þú hafa verið býsa heimtufrek upp á síðkast- ið. Þú talar rétt eins og það væri þú, sem hefðir stjórnina með höndum. En þar skjátlast þér. Þú ræður ekki yfir neinu, sem mig varðar. Og ef þú vilt fara, þá skaltu fara, en þú herð ir ekki á mér með neinu mikil- mennskutali." Nú var hann kominn í æs- ing. Hin dökku augu hans skutu gneistum, og hann bögglaði sam an blaðið, þegar hann lagði það frá sér. Frú Hurstwocd sagði ekki meira. Strax og hann var þagnaður, sneri hún sér á hæli og gekk fram í forstofuna og upp á loft. Hann stóð kyrr eitt andartak, eins og hann hugsaði sig um, síðan settist hann niður og dreypti á kaffinu, reis upp og sótti hatt sinn og hanzka. Kona hans hafði alls ekki bú- izt við slíkri deilu. Hún hafði komið til morgunverðar í hálf slæmu skapi og var að velta fyr- ir sér ráðagerð, sem hún hafði í huga. Jessica hafði vakið at- hygli hennar á því, að veðreið- arnar væru ekki eins og þær ættu að vera. Þar buðust ekki eins mörg tækifæri og þær höfðu búizt við. Ungu stúlkunni hafði lítið þótt varið í að fara þangað á hverjum degi. Heldra fólkið gerði mikið -af því á þess um tíma að fara til Evrópu eða baðstaðanna. í hennar kunn- ingjahópi höfðu margir ungir menn, sem hún hafði mætur á, farið til Waukesha. Hún fór að fá löngun til þess að fara þang- að lika, og móðir hennar sam- sinnti henni. Af þessum ástæðum ákvað frú Hurstwood að koma þessu til tals. Hún var að velta þessu fyrir sér, þegar hún kom að borðinu, en einhver leiðindi lágu í loftinu. Þegar þetta var um garð gengið, var hún alls ekki viss um, hvernig deilan hafði hafizt. En hún var þó sann færð um það núna, að maður hennar væri mesta fól, og hún skyldi engan veginn láta hon- um líðast þetta. Hún vildi láta viðhafa kurteislegri framkomu við sig, annars tæki hún til sinna ráða. En Hurstwood var að velta þ'essu nýja vandamiáli fyrir sér á leiðinni á skrifstofuna. En þeg ar hann tfór af stað þaðan til þess að hitta Carrie, snerust hugsanir hans aftur um þessi flóknu ástamál hans, um ást hanshans og þrá og öll þau vand kvæði, sem mættu honum. Hugs anir hans komu víða við. Hanh gat varla beðið þangað til hann hitti hana. Hvers virði voru næt urnar án hennar — eða dagarn- ir? Hann varð' að vinna hana, og hann ætlaði sér að vinna hana. Og Carrie hafði sjálf lifað í heimi drauma og tilfinninga síð an hún skikli vð hann kvöldið áöiur. Hún hafði hlustað á hin- ar áköfu lofræður Drouets með mikilli athygli, þegar um hana sjálfa var að ræða, en með mesta kæruleysi þegar hann ræddi um áhugamál sín. Iiún reyndi að halda honum í sem, mestri fjar- lægð, því að hún hugsaði aðeins um sinn eiginn sigur. Hún leit á ást Hurtswoiod sem dásamlega viðlbót við velgengni isína, og hún var nú á fyrsta stigi þeirrar hægfara breytingar, þegar hinn auðmjúki, isem þiggur, breytist í hinn náðuga, sem veitir. Hún var frá sér numin af isælu. En um morguninn var ekkert um atburðinn rætt í blöðunum. og. í Ijósi hversdagsleikans missti hann talsvert af ljóma kvöldsins. Drouet sjálfur talaði ekki um hana heldur fyrir hana. Honum fannst ósjálfrátt, að ! hann yrði að reyna að breyta áliti hennar á honum. ! „Ég held,“ sagði hann miörg- uninn eftir, meðan hann gekk um íbúðina og ibjó sig undir að fara niður d iborgina, „að ég reyni að ná út pendngunum miín um í þessum mánuði og þá get- um^ við giift okkur. Ég minntist á það við Mosher í gær.“ H NYJA BSO Ástir skáldsins (The loves of Edgar Aallan Poe) Aðalhlutverk: John Shepperd Virginia Gilmore Linda Darnell Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 Sala hefst kl. 11 f. h. taARfflLA BíO L fjársjóður Tarzans (Tarzan’s Secret Treasure) Johnny Weissmiiller. Maureen O’SuIlivan. John Sheffield. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. i „Þú gerir það ekki af fúsum vilja,“ sagði Carrie, sem fann iðulega til veikrar liöngunar til að stríða farandsalanum. „Víst geri ég það,“ hrópaði hann. af meiri tilfinningu en endranær og bætti við í bæn- arróm: „Trúir þú mér ekki lengur?“ Carrie hló. „Auðvitað geri ég það,“ svar- aði hún. Skömmu seinna gekk hann útr. og Carrie fór að búa sig undir að hitta Hurstwood. Hún flýtti sér að snyrta sig og hraðaði sér niður stigann. Við homið fór 'hún fram hjá Drouet, en þau siá.u ekki hvort annað. Farandsalinn haffði gleymt nokkrum skjölum, sem hann þurffti að framvísa hjá fyrirtæki sínu. Hann flýtti sér upip stdg- ann og óð inn á henbergið, en. GÖTUDRENGVRINN eftir ELISE MÖLLER. stofu. Hann vaknaði við að eitthvað kom við hendi hans og hann sá í hinni björtu júnínótt stórann loðinn hund, sena var að sleikja á honum hendina. Eob kunni vel við þessi vinahót, og hann klappaði hundinum. Svo gaf hann honum brauðið sitt sem hundurinn át naeð áfergju og síðan fóru þeir báðir að sofa. Um morguninn þegar Bob vaknaði lá hundurinn þar ennþá hjá honum. Hann hélt að þetta væri flækings skipshundur, og ef til vill var það einmitt það, sem dróg þá hvorn að öðrum, að þeir voru báðir umkomu- lausir í þessum heimi. En frá þeirri nótt voru þeir óaðskiljanlegir. Bob kall- aði hundinn „Rib“ af því hann sá að á ólinni sem um háls hans var stóðu bókstafirnir R. I. B.. — Dag nokkurn stóðu þeir báðir niður við fl.iótið, þegar tveir menn komu til þeirra eldri maðurinn ávarpaði Bob og sagoi: „Hvað heitir þú dreng ur minn?“ ,,Bob,“ svaraði drengurinn. „En hvað heita foreldrar þínir?“ hélt maðurinn áfram í glettnistón. „Ég hefi enga foreldra átt.“ Maðurinn brosti. „Jæja, hugsaðu þig nú um, drengur minn, þú hlýtur að hafa átt foreldra.“ „Nei,“ svaraði drengurinn og var fastmæltur. „Ég er aðeins drengurinn hennar Groll, en 'nú er hún dáin. MYNDA SAOA ÖRN (stendur uppi í flugvél- inni og hxópar af öllurn mætti til félaga sinna í flugvélinni, sem ætlar að fara að ráðast á hann: „Varið ykkur strákar! Það er þýzk flugvél á eftir ykkur!“ í FLUGVÉLIMNI: ,3á er skrít inn! Hann veifar okkur. — Hann vill víst láta okkur hliífa sér. — Varaðu þig Mac — þarna kemur þýzk vél?“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.