Alþýðublaðið - 05.09.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.09.1944, Blaðsíða 3
.Þriðjtt4agwr' 5.-s^tendbcir A-O YSUSiftÐit. á mfumgsföðvunum: Bandamenn elgíu og jnn f Holland . . IrRLÁNDS r- •: - • .GroninaerT? I? Kortið sýnir nörðsuitiluta Belg'iu og . Ii.'oliiand. Ne&st er Brussel, höiíiuclborg Belgíu, nokkru neðar er ihafnanborgin A.ntwerpen. Þar norður af brutust bandamenn inn í Hol- land. Vestur af Briissel er Ghent, sem er forr.ifræg borg. A kortinu sjá'st heiztu borgir Hollánds, s-vo sem höfuðborgin Haag (The Hagus), Rbtterdam, mesta ihafnarborg landsins og Amsterdam við Suðursjó. Annar her Brela tók Brussel á sunnudag og Antwerpen í gær Her Þjóðverja á Ermarsundssfrönd á sér engrar undankomu auðið. ------♦ ....... O ÓKN BANDAMANNA á vesturvígstöðvunum er nú ^ hraðari en nokkru sinni fyrr og talin hin hraðasta sem um getur í hex-naðarsögunni. Þeir geystust yfir Belgíu á einum sólarhring, tóku Brussel og Antwerpen, auk fleiri bæja og héldu áfram inn í Holland í gær. Þar hafa þeir tekið borgina Breda, sem er um það bil 15 km. frá landamærum Belgíu, á járnbrautinni til Rotterdam, Haag og Amsterdam. Eisenhower yfirhershöfðingi hefir birt ávarp til íbúa Rott- erdam, einkum verkamanna að reyna eftir megni að hindra Þjóðverja í að eyðileggja hafnarmannvirki þar, svo og vei*k- smiðjur og aðrar mikilvægar stöðvar. Brezkar hersveitir hafa tek-ið Lille og Béthune í Norður- Frakklandi og sækja hratt fram í norðurátt. Hersveitir Þjóð- verja á Ermarsundsströnd eiga sér engrar undankomu auð- ið og er setuliði Þjóðverja í Calais, Dunkerque og Ostende nauðugur einn kostur að gefast upp eða vetða gereytt. Fá- ar fregnir berast af vélahersveitum Pattons, en síðast frétt- ist, að þær væru í grennd við Metz og Nancy, skamrnt fi'á. landamærum Þýzkalands. B rf B K f’ i B Sfjórnmálasombaní land hsfur veri síifi. TILKYNNT hefir verið, að vopnaviðskipti Finna og Rússa hafi . .hætí kl. 8 í gænnorgun. Mannerheim forseti Finnlands og yfirmaður finnska hersins gaf út skipun um, að hætta að berjast. I fregnum frá Stokkhólmi segir, að finnska þir.gið hafi sarnþykkt með 130 atkvæSum gegn 33 að komasí að friSarsamn- ingum við Rússa. Finnar hafa rofið stjómmáiasambandið við Þjóðverja og munu afvopna þýzka herinn með aðstoð Rússa, ef hann verður ekki fárinn úr landinu innan 15. þessa mánaðar. herma, að Þjóðverjar séu þegar Mef I hrakförum. O ÓKN bandamanna yfir ^ Belgíu og inn í Holland er einhver hin hraðasta, sem hernaðarsagan getur um. Á rúmúm sólarhring hafa bandamenn farið yfir þvera Belgíu, tekið á leiðinni Brussel, höfuðborg landsins og Antwerpen, eina mestu hafnarb^rg Evrópu, auk fjöl- margra smærri borga, og nú sækja þeir inn í Holland og er ekkert lát á sókninni. — Bandamenn hirða ekki um að ■taka nú þegar einstaka boirg- ir á Ermarsundsströndinni, eins og t. d. Calais, Boulogne, Dunkerque og Ostende, held- ur sniðganga þær, og . láta baksveitir sínar um að taka þær, meðan meginher- inn heldur áfram sókninni. ÞAÐ ER bersýnilegt, að mót- spyrna Þjóðverja er alls eng- in, eða mjög óveruleg í Belg- íu, — bandamenn geta hald- .ið áfram eins hratt og bifreið- ir þeirra og vélahergögn geta komizt, og talið er fullvíst, að þýzkir herforingjar hafi ger- samlega misst alla stjórn á hinum flýjandi herskörum. Hvergi er getið um, að Þjóðverjar hafi komið sér ' fyrir í rammgerum virkjum og reyni að tefja bandamenn meðan meginherinn reyni að komast undan til Siegfriedlín- unnar margumtöluðu. Nú réynir hver að bjarga sér sem’ bezt hann getur. Sigri hrós- andi hersveitir Hitlers, sem. tróðu allt undir fótum sér í maí árið 1940, eru nú orðnar að flóttamannastraumi, um- setinn af fjandmönnum á alla vegu. Að baki honum bruna vélahersveitir bandamanna, en föðurlandsvinir hrjá hann, sem rnest þeir mega. Boðber- ar yfirþjóðarinnar fá nú hina háðulegustu útreið, en quis- lingarnir, handbendi þeirra, fara huldu höfði. MEÐ TÖKU BELGÍU hefur býzJca hervaldið enn orðið fyrir gífurlegu áfalli. Nú er stutt leið og. greiðfær frá Belgíu til Ruhrhéraðs og Rínarbyggða. Á nokkrum mínútum geta flugvélar bandamanna flogið frá flúg- völlum Belgíu til borga eins og Aachen, Köln, Dusseldorf, Ilssen og Elberfeld, en fyrir skömmu var þetta tiltölulega löng og áhættusöm leið. Jafn- vel þótt Þjóðverjum tækizt að stöðva bandamenn um stund- arsakir við víggirðingarnar á vesturlandamærum Þýzka- lands, geta Bandamenn lamað hergagnaiðnað Þjóðverja á skammri stundu með hlffðar- lausum loftárásum á iðnaðar- borgir Ruhr, hjarta þýzku hernaðarvélarinnar', ef svo mætti að orði kveða. Finnar hafa spurzt fyrir hjá stjórninni í Moskva, hvort hún vilji taka á xnóti finnskri sendi nefnd, er semja á um frið og hefir rússneska stjórnin játað því, ef kröfum þeim, er þeir höfðu sett, yrði fullnægt, en þær voru á þá leið, að þýzki herinn yrði að hverfa úr land- inu fyrir 15. þ. m. og að Finn- ar yrðu að slíta stjórnmálasam bandinu við Þjóðverja þegar í stað. Hafa Rússar jafnframt til kynnt Finnum, að þeir muni að stoða þá við að afvopna þýzka herinn ef hann er ekki farinn frá Finnlandi innan hins á- kveðna tímac / Fregnir frá Stokkhólmi bjrrjaðir að fiytja hermenn sína úr Norður-Finnlandi til Norð- ur'-Noregs og .sé stöðugur straumur flutningabifreiða yfir landamærin. Likur eru taldar til þess að Þjóðverjum takizt að ílytja her sínn, sem mun vera um 160.000 manns, á brott frá Finnlandi innan 15. þ. m. en ógerlegt muni reynast að kcmast burt með hin stærri her gögrr og ýmsar birgðir. Fregnir höfðu borizt um, að Norðmenn í Norður-Noregi hefðu gripið til vopna gegn Þjóðverjum, en þær hafa ekki fengizt staðfestar hjá norskum yfirvöldum í Noregi. Það voru brezkar sveitir úr öðrum brezka hernum undir stjórn Dempseys hershöfðingja sem tóku Brussel og Antwerp- en og héldu áfram inn í Holl- and. Gerbrandy, forsætisráðherra hollenzku stjórnarinnar í Lond en tilkynnti í Lundúnaútvarp- inu í gær, að bandamenn hefðu 4'arið yfir hollenzku landamær in. Bernhard prins hefir verið skipaður yfirmaður hollenzka heimahersins, sem er farinn að láta til sín taka. Brezku hersveitunum, sem héldu inn í Brussel var ákaft fagnað af borgarbúum, sem þyrptust út á göturnar. Menn úr leynistarfsemi Belga hafa veitt bandamönnum mikilvæga aðstoð, gefið þeim upplýsingar um ferðir Þjóðverja og kornið í veg fyrir, að Þjóðverjar gætu eyðliagt brýr og Önnur mann- virki. Litlar skemmdir hafá orð ið í Brussel. Dempsey hershöfð- ingi sagði í gær við blaðamenn, að ekki væri vottur af skipu- legri mótspyrnu Þjóðverja og ekki væri annað að sjá, en að þýzka herstjórnin hefði misst alit vald á hermönnun- um, sem reyndu að bjarga sér með einhverju móti, án nokk- urs aga eða forsjár. Antwerpen, sem er mesta hafnarborg Vestur-Evrópu, stendur, við Sdheldefljót, en mynni þess er i Hollandi. Banda menn hafa nú báða fljótsbakk- ana allt til ósanna á valdi sínu og eru þýzku hersveitirnar sunnan árinnar innikróaðar. Þjóðv. munu reýna að forða sér norður á bóginn með ferj- um yfir til Vlissingen (Flush- ing), en ósennilegt er talið, að þeir muni koma miklu liði und- an með þeim hætti. íbúar Ant- werpen munu vera nálægt 300.000, og þar eru afar full- komin hafnarmannvirki og þurrkvíar. Vöx-n Þjóðverja. Þjóðverjar verjast enn harS- fengilega í Brest, Lorient, St. Nazaire í Norðvestur-Frakk- landi, én surinar í .landinu veita þeir viðnám við Compiégne og St. Quentin. Yfirmaður. þýzka • setuliðsins í Le Havre hefur neitað að gefast upp, en banda menn hafa gert margar og harð ar loftárásir á Brest. Svifsprengjustöðvarnar. Bandamenn taka daglega margar svifsprengjustöðvar og má hættan af þeim heita úr sögunni. — Engum slíkum sprengjum hefur verið skotið á London síðan á föstudagskvöld, en alls hafa Þjóðverjar skotið 8070 sprengjum á Bretland síðan í júní. ÍTALÍA: Bandamenn 15 km. frá Rimini. SÓKN bandamanna á Ítalíu er haldið áfram af fullum krafti og hafa þeir víða 'brotizt gegn um gotnesku línuna. Á Adríahafsströnd sækja þeir fram norður af Pesaro og eiga um 15 km. ófarna til Rimini, en þar hafa Þjóðverjar komið sér rammlega fyrir. Pólskar her sveitir hafa einnnig sótt fram og náð á sitt vald nokkru land svæði í snörpum bardaga við þýzku fallhlífarlið, sem þar var til varnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.