Alþýðublaðið - 05.09.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.09.1944, Blaðsíða 5
I»riðjudagur 5. september 1944. AUÞYOUPLAÐie 5 Sögulegir og gleðiríkir dagar. — Líkamleg og andleg sár — Minjagripur um lýðveldisárið — Sumardvalar- nefndin og börnin — Skólarnir og skólatöskurnar. Roosevelt og sigur! Þessi mynd var tekin á þingi demókrataflokksins í Chicago í sumar, þegar samþykkt hafði verið að hafa Roosevelt í kjöri í fjórða sinn við forsetakosningarnar í haust. Áletmðu spjöldin, sem fultrúarnir halda á loft, sýna kjörorðin, sem demókrataflokkurinn og fylgis- menn hans ganga nú undir til forsetakjörsins: „Roosevelt og sigur!“, „Roosevelt og varan- legur friður!“ eru kjörorðin, sem langmest ber á. Samföl við þýzka striðsfanga ETTA ERU sögulegir og gleði- ríkir dagar. f gærmorgun kl. 8 hættu Finnar og Rússar að berj- ast. f fyrra kvöld var höfuðborg Belgiu leyst úr ánauöinni og um sama leyti var leyniher Hollend- inga gefið merkið til uppreisnar. Belgiska stjórnin, sem stjórnað hefur baráttu lands síns fyrir frelsinu, frá London, í fjögur ár, er að leggja af stað heim. Hermenn bandamanna eru aftur farnir að syngja sönginn um Sigfriedlínuna, sem þeir hættu að syngja eftir Dunkirk 1940. FRIÐURINN er að færast yfir meginlandið. — En sárin, sem .þetta stríð hefur veitt þjóðunum og löndum þeirra, munu gróa seint og illa, því að þau eru mörg og mikil og það eru ekki aðeins líkamleg sár, sem þjóðirnar bera lieldur og andleg og 'þau munu reynast erfiðust. Nú reynir á mannsálina, það reynir á menning una og mannúðina. Hatrið má ekki gegnsýra þjóðirnar í áratugi, en það er hætt við að það muni kasta svör.tum skugga sínum yfir nán- ustu framtíð. ÞAÐ HEFUR OFT verið sagt i þessari styrjöld, að það væri ekki nóg að vinna stríðið, það yrði einnig að vinna friðinn. Ef að þjóð ir, eins og Finnar og Pólverjar, sem hafa fórnað jafn vel meiru en nokkrar aðrar þjóðir í bar- áttu sinni við ofbeldið og kúgun- ina verða sviknar og svívirtar í iokin, þá mun mörgum þykja að til lítils hafi 'verið barizt. ÁGÚST SIGURMUNDSSON myndskeri hefur gjört teikningar að myndarlegri fánastöng og málm steypa Ámunda Sigurðssonar hef- ur steypt hana. Hún er all þung og stöðug. Á fætinum eru myndir af landvættunum og á hann letr- að: „I.ýðveldistakan, 17. júní 1944“. Þetta er listaverk og eru aðeins búin til 200 stykki af því. Bókabúð Lárusar Blöndal hefur stutt að gjörð þessarar borðfána- stengur og selur hana í einkaum- boði. FÁNASTENGUR ÞÆR, sem komu á markaðinn í sumar hafa flestar verið með þeim mikla galla að þær hafa verið allt of léttar og sumar of einfaldar og óvand- aðar, svo að þær hafa ekki getað verið neinn minjagripur frá þessu merkisári. Nú er úr þessu bætt. í gærmorgun, þegar ég kom inn í Bókabúð Lárusar Blöndal, voru nær allar stengurnar seldar, svo að það sýnir að fólki lýst vel á þennan minjagrip. ÉG VIL um leið og Gísli Jónas- son og sumardvalarnefnd eru að skila börnunum sínum af sér, eft- ’ ir sumardvölina á heimilunum, j segja þetta: Sumardvalarnefnd og forstöðumaður hennar hafa unn- ið ágætt starf í sumar, ekki síður en undanfarin sumur, og þeir Reykvíkingar, sem notið hafa þessa starfs, standa í mikilli þakk- arskuld við þá. Þetta starf er miklu erfiðara en margan grun- ar, en það hefur tekist svo vel að undrum sætir. BÖRNIN fyrst og fremst-og einnig heimili þeirra, munu lengi búa að þessu starfi og þá einnig þjóðfélagið í heild. Ég vil aldrei láta leggja þetta starf niður, án þess að ég sé með ’því að segja, að þetta eigi að vera einhvers konar góðgerðastarf fyrir þá, sem ekki þurfa þess með. En við eigum að - sjá svo um, að ekkert barn þurfi að dvelja hejma á sumrum fyrir fátæktar sakir. Húsnæðisvandræð in valda því að það er eins nauðsyn legt fyrir börnin að komast burtu úr borginni yfir sumarmánuðina og að fá að borða, svo að eitt dæmi af mörgum sé nefnt. BARNASKÓLARNIR eru nú að byrja. 7—10 ára gömul börn eiga nú að mæta í skólanum einhvern næsta dag. Þegar við förum að sjá litlu angana þramma í skólann á morgnana með töskurnar sínar þá er komið haust, hvað svo sem alm- j anakið segir og jafn vel veðrið. ! Hannes á liorninu. EG HEFl rætt við nokkra þýzka stríðsfanga. Það var áður en Róm féll, áður en bandamenn gengu á land í Nor mandie og áður en svifsprengj- urnar komu til sögu. Viðburðir síðustu mánaða og þau áhrif, sem þeir hafa haft, voru þá ekki komnir til sögu. Þessir menn, sem ég ræddi við höfðu ekki neina sérstöðu. Það voru menn „upp og ofan“ Flestir þeirra voru menn, sem lítið hugsa og höfðu þar af leið andi ekkert til málanna að leggja. En þrír þeirra, allir liðs- foringjar, gátu gefið mér nokkra hugmynd um það, hvernig hugs að er í Þýzkalandi árið 1944. Þegar á friðarráðstefnuna kem- ur er hægt að gera margt verra en það, að minnast þess, sem beir höfðu að segja. * II INN fyrsti þessara mann var kaupsýslumaður frá Amstetten. Áður en stríðið á Ítalíu hófst, hafði hann barizt í Ukraníu. Það Þýzkaland, sem hann var fulltrúi fyrir, hafði aldrei ósk- að eftir styrjöld við Stóra-Bret land. Þjóðverjar höfðu aldrei látið af að dá Breta og eðlis- kosti þeirra. Það var hinn brjál aði stríösæsingamaður Chamb- erlain, sem haði þröngvað stríð inu upp á þá. Það voru hinar villimannlegu árásir Breta á friðsamar, þýzk- ar borgir, sem höfðu neytt for ingjann, gegn vilja hans, til að hefja leifturstríðið gegn Bret- um 1940. En það var aðeins gert í sjálfsvarnarskyni og. eingöngu ráðizt gegn hernaðarlega mik- ilvægum stöðum. i Ég reyndi að vekja máls á brunnurmkirkjum, en hann gaf mér ekki færi á að ræða það i: mál. Árásir Breta á Þýzkaland und anfarna mánuði voru af allt öðrum toga spunnar. Þar vor ekki um annað að ræða en grimm og eyðileggingu á stþð- BREZKUR blaðamaður skýrir í eftirfarandi grein frá samtali, sem hann átti við þrjá þýzka stríðs- fanga, höfuðsmann, lækni og kaupsýslumann. Dregur hann síðan ályktanir af þeim skoð unum, sem hann varð var við hjá þessum mönnum. um, sem ekki hafa hernaðarlega þýðingu. Þessar árásir eru hníf- stunga í bak Þýzkalands, sem er að fórna sér til þess að verja Evrópu fyrir villimennsku bolsévismans. Þær eru tilræði við vestræna menningu. I tali þessa manns greindi ég skoðanir fjölda margra annarra Þjóðverja. Amstetter trúði því, eins og fjöldinn allur af lönd- um hans, að þýzka þjóðin væri útvalin til þess af guði að móta örlög Evrópu. Hún hefði borið höfuð og herðar yfir aðrar Ev- rópuþjóðir allt síðan á dögum þrjátíuárastríðsins. Rétt áður en hann var hand- tekinn, hafði hann fengið bréf frá konu sinni. Það væri þýð- ingarlaust að neita því, hafði hún sagt, að meginland Evrópu hafði snúizt gegn Þýzkalandi. Það forsmáði hina dásamlegu nýskipan Hitlers. Og það liafði þó verið svo ágæt hugmynd. . . Ég leiddi talið að daglega líf- inu í þriðja ríkinu 1944. I bók- menntum og listum þýzku þjóð árinnar frá liðnum öld.um gætir mikils þunglyndis, Þetta þung- lyndi hefir oft orðið mjög áber- andi í skaplyndi þýzku þjóðar- innar nú upp á siðkastið (þess ar viðræður fóru að sjálfsögðu fram, áður en leynivopnið kom til sögu og hressti upp á hugar- farið). í þýzkum blöðum er mik ið af þunglyndislegum kvæðum ekki aðeins eftir liðna snillinga, heldur eftir hermenn á víg- stöövunum. Af þessu má þó enganveginn draga ályktun, að þýzka þjóðin sé að láta hugfallast. Þjóðverj- ar finna til hins mesta unaðar mitt í örvæntingunni. * A NNAR MAÐURINN, sem ég ræddi við, var höfuðs- maður. Hann var ættaður úr hinu fagra umhverfi Magde- burg. Þetta var hávaxinn, snot- ur maður með vel hirt yfir- skegg. Hann var ekki með neinar vífilengjur, heldur leysti tafar- laust frá skjóðunni. Honum var nazistaflokkurinn mjög á móti skapi. Hann gat með engu móti látið sér geðjast vel að honum. Um eitt gat hann þó ekki neitað flokknum. Hann þekkti til beggja styrjáldanna og viður- kenndi eindregið, að Hitler og skipulag hans virkjaði á orku þjóðarinnar til styrjaldarrekst- ursins miklum mun betur en nokkur maður af Hohenzollern ættinni mynda nokkru sinni hafa megnað. Að vísu hafði hinn hálf-guð- legi uppruni keisarans verið mjög gagnlegur í síðasta stríði. En þó komst það ekki í neinn samjöfnuð við það töfravald, sem Hitler hafði í Þriðja ríkinu. Af þeim sökum hafði herfor- ingjaráðið bælt niður andúð sína. Bak við ræðu þessa höfuðs- manns skynjaði ég starfshætti þýzka herforingjaráðsins, hvern ig það færir sér í nyt konunga, keisara og póiltíska ofsatrúar- menn. Höfuðsmaðurinn var mjög háttvís, en ég skynjaði gerla, hvað i huga hans bjó. Þessi sterka eining þýzku þjóðarinn- ar að viðbættum hernaðarleg- um styrk hennar, hlaut að stand ast allar raunir. Ef engin Hitler yrði til að tengja saman þýzku þjóðina í næsta skipti, myndi herforingjaráðið búa til Hitler. Auðvitað var höfuðsmaðurinn Framh. á 6. síðu. Unglinga vantar okkur nú þegar til að bera blaðið um Grettisgötu og Laugarnessveg. AlþýðublaðiS. — Sími 4900. Bed að aoglýsa í Alþýðublaðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.