Alþýðublaðið - 08.09.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.09.1944, Blaðsíða 2
AtJÞYÐUBLAÐI© Föstudagur 8. september 1944- , sem hvarf 1943, er fundinn! Jóhannes BjÖrns- son frá Akureyri kom fram í Lond- on. Jóhannes Bjömsson, frá Ak- ureyri, sem lögreglan hefur leitað að um lengri tíma, er loksins kominn fram heill á húfi. Jóhannies Björnsson sást síð- ast hér í Reykjavík 13. des- ember 1943 og hvarf þá, án þess að nokkur maður vissi hvað af honum hefði orðið — síðan hef- ir hann ekki látið nejtt frá sér hevra. Nýiega fékk stjórnarráðið til kynningu frá ákrifstofu sendi- herrans i London þess efnis að Jóhannes hefði komið þar fram 19. ágúst s. 1. Gaf hann þær upp lýsingar um ferðir sínar, að hann hefði 'farið um horð í am- eriskt. skip i Reykjavíð lent í New York og ráðist þar í þjón- ustu Ameríkumanna sem stýri- maður, og í því starfi er hann enn. ÞingsályktunartiIIaga þriggja Alþýóuflokksþingmanna oq vétar í 50 fiskibá Með það fyrir augum, að smíðin fari fram hér Þ RÍR ÞINGMENN ALÞÝÐUFLOKKSINS, þeir Emil Jónsson, Finnur Jónsson og Guðm. í. Guðmundsson flytja í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um efnis- og vélakaup til bátasmíða innan lands. Miðar tillaga þessi að því, að rannsakað sé, 'hvort 12—50 rúmlesta fiskibátar fáist ekki smíðaðir hér á landi fyrir svipað verð og erlendis. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta nú þegar fara fram athugun á möguleik- um til kaupa á efni og vélum í allt að 50 fiskibáta, 12—50 rúm lesta. Á sama hátt verði athug- að, hvað kosta muni smíði þess ara báta hér á landi. Komi það í ljós, að fiskibátar þessir, smíðaðir hér á landi, fá- ist smíðaðir fyrir svipað vérð og erlendis að öllum kostnaði meðtöldum, felur alþingi ríkis- stjórninni að gangast fyrir efnis og vélakaupum í þessu skyni. Vinna aS hefjasf við • • _ . . m Olfusárbrúar %r.' ' HS$\ . C. • ?• i - I V-- Stjórn járniðnaöarmaíunaféiagsmé neitaöi þó aö félagsmenn ynnu aö viögerðinnL ASGEIR SíGURÐSSON forstjóri Landsmiðjunn- ar hefir í samvmnu við Benedikt Gröndal forstjóra vélsmiðjunnar Héðinn tekið að sér áð gera tilraun til að reisa ölfusárbrúna við, svo að hún verði nothæf fyrir gangandi fólk og léttaflutn- ing og mun Ásgeir hafa farið austur síðdegis í gær. Vegamálastjóri eða umhoðs- menn hans munu hafa snúið sér til stjórnar Félags járniðnaðar manna og farið fram á það, að félagið leyfði mönnum að fara austur til þess að reyna að þjarga brúnni áður en hún slitn aði alveg niður í stormi eða vegna þunga þess, sem á þeim strengjum hvíla, sem enn eru uppi, en samkvæmt því, sem formaður stjórnar Félags járn- iðnaðarmanna skýrði Alþýðu- blaðinu frá í gær, neitaði stjórn félagsins þessari beiðni vegna verkfalls þessa, sem nú stendur yfir. Vonandi tekst þó að koma brúnni upp, svo að ekki verði meiri truflanir af en óhjá- kvæmilegt ,er. Vegamálastjóri sendi blað- inu í gær eftirfarandi greinar- gerð um bilun Ölfusárbrúar. „Svo sem kunnugt er, hefur notkun Ölfusárbrúar verið ó- venju mikil undanfarin ár. Hef- ur það mjög aukið á slit brúar- innar og dregið úr burðarmagni hennar. Á s.l. vori' var gerð verk- fræðileg athugun á brúnni, svo sem oftar hefur verið gert áður. Enda þótt 1Q tonna bílar hafi oft farið yfir brúna, þótti engan veginn fært að leyfa méiri þunga á brúnni en 6 tonn, r— vegna þess, hve brúin var orðin gömul og þar af leiðandi hæltu við ofþreytu járnsins og mögu- leikum fyrir ryðmyndun í þeim hlutum burðarliða, sem ekki: sjást, svo sem strengjum eða festum þeirra. En engir útreikn- ingar eru til frá firmanu, sem byggði brúna, um styrkleika hennar. Hinn 11. maí í vor, voru gefn- ar út aðvaranir um notkun brú- arinnar og jafnframt bannað að fara með meiri þunga yfir brúna en 6 tonn. Þessar aðvaranir voru endur- teknar 29. júlí og næstU dága í útvarpinu. Þá var og lagt fyrir bílstjóra á stórum fólksbílum, að láta farþega ganga yfir 1 brúna. Aðvaranir voru festar upp beggja megin brúarinnar. Einu bilanirnar, sem vart hefur orðið á brúnni áður, eru — að komið hefur fyrir, að hengistengur, sem festar eru við burðarstrengina og halda brúnni uppi, hafa slitnað. Þær hafa jafnharðan verið endur- bættar og nýjar settar í staðinn, og voru í fyrrasumar, til frek- ara öryggis, settar nýjar hengi- stengur á alla miðbrúna. Brúin hefur síðan í fyrra verið undir svo að segja daglegu eftirliti. Það hefur aldrei orðið vart bilana á sjálfum burðarstrengj- unum þar til nú, aðfarariótt miðvikudags, að skyndilega bilaði festing aílra þriggja strengjanna öðru megin. þannig, að þeir runnu úr festunum og önnur hlið brúarinnar féll nið- ur. Ákveðið er, að hef jast nú þég- ar handa og reyna að' lyfta brúnni og styrkja hana svo, að hún verði a. m, k. gangfær. Er búist við, áð þetta takist, ef engin sérstök óhöpp koma fyr- ir. En ekkert má út af bera, t. d. ef hvessir, þá er hætt við, að fleiri hengi&trengir bili á þeim burðarstreng, sem nú ’Friu’á 7. Efni og vélar afhendist síðan til bátasmíðanna með kostnaðar verði.“ Greinargerð flutningsmanna fyrir tillögunni er svohljóðandi: „Við athugun þá, sem ríkis- stjórnin hefir látið gera á mögu leikum til bátakaupa í Svíþjóð, hefir komið í ljós: í fyrsta lagi, að áhugi manna á bátakaupum er gífurlega mikill, eins og bezt mátti sjá af þvi, að' urnsóknir þær, er ráðuneytinu bárust um báta þessa, munu hafa verið allmikið á þriðja hundrað tals ins í fyrstu. í öðrulagi, að eftir- spurn þessari verður hvergi nærri fullnægt með bátafjölda þeim, sem talað hefir verið um að kaupa nú frá Svíþjóð. í þriðja lagi.að afgreiðslutími þessara báta virðist munu verða æði langur. í f jórða lagi, að verð ið á bátum þessum, sérstaklega þeim minnstu, er ekki ósambæri bærilegt við verð á ýmsum bát- um, sem smíðaðir hafa verið hér heima. Af þessum ástæðum og fleir- um hefir okkur, sem flytjum þessa tillögu, þótt æskilegt, að’ gerð yrði gangskör að því að fá úr því skorið, hvort ekki mætti takast að flytja þessa starfsemi inn í landið að sem mestu leyti með haganlegum, sameiginleg- um innkaupum, er ríkisstjórn- in beitti sér fyrir, lágum farm gjöldum, og byggingarstyrk, er næmi að minnsta kosti jafnhárri upphæð og veitt kynni að verða til srriíði hinna erlendu báta, því að það vakir ■ væntanlega ekki fyrir neinuni .að breikka bilið milli erlendra báta og inn lendra með því að stvrkja þá fyrrnefndu, en hina ekki. Þessi tillaga ætti því að geta koinið til framkvæmda, enda þótt. ein hverjir erlendir bátar yrðu keyptir bæoi vegna þess, að víða hér er þörf fyrir minni báta en gert hefir verið ráð fyrir að kaupa að, og eins vegna hins, að sú tala, sem gert hefir verið ráð fyrir að kaupa, fullnægir hvergi nærri þörfinni. Þess er svo einnig að vænta, að þegar úthlutað verður fé því, sem al þingi hefir ætlað til styrktar i þessu skyni,. hvernig svo sem það verður gert að öðrU leyti, verði fult tillit tekið til beirra möguleika, sem við íslendingar höfum raunverulega til þess að smíða þessi skip sjálfir. ' Úivarp frá alþingi r a r ^ r SJýrtíðaríagafrv. ríkisstjériiarinn> ar tii ymræéti. Iíappdrættið. Dregið verður í 7. flokki á mánu dag. Þann dag verða engir happ- drættismiðar afgreiddir. í dag er því næst síðasti söludagur í 7. fl. Menn eru beðnir ag athuga, að á morgun, síðasta söludaginn, er verzlunum lokað á hádegi. Læknablaðiff 10 tölublað þessa árs er nýkom ið út. Af 'efni ritsins iriá nefna: At huganir á innflúertzufaraldri í nóv. —des. 1943 eftir Ólaf Bjarnason og Björn Sigurðsson — Minning- ,arorð.um Sæbjörn Magnússon hér aðslæknir — Úr erleridurn lækha- ritum o. fl. ÞAÐ hefur nú verið á- kveðið, að útvarps- omræður skuli fara fram í neðri deild næstkomandi mánudagskvöld um hið nýja dýrtíðarlagafrumvarp ríkis- stjómarinnar. Útvarpsumræðumar byrja kl. 8.05 um kvöldið. Borgardómara- og bo rgarf ógeta-emb- NÝUEGA hafa borgardóiuara- og borgarfógetaemibættin veríð veitt Arna Tryggvasyni, sem veri’ð hefir settur borgar- dómari frá jþví embættið var stlofnað hefir verið veitt borg- ardómaraembættið en Kristjáni Kristjánssyni borgarfógeta- ©mibættið ,en hann hefir einnig ©engt því starfi sem setíur, frá Iþví að lögmannisemibættinu var iskipt í fyrra. Bretar og ámeríku- LAUGARDAGINN 9. 'þ. m. fer fram tenniskeppni á milli ameriskra og breskra her- imanna í íþróttahúsi herisins hér. Má búast við harðri og skemmtÞ legní keppni ,iþví að margir þátt- takeridur keppninnai' eru vanir iog vel þjálfaðir tenisspilarar. Islendinigum er veittur ókaypis aðgangur að keppninni. Stjónamkráin": Tlllaga Alþýða- ii nefndar. En fyrri osmræðu ekki lokið. — RAMHALD fyrri umræðei um þingsálvktunartillög® AÍþýðuflokksins um endwr- skoðun stjórnarskrárinnar fór fram í sameinuðu þingi í fyrr»- dag. Var tillögunni nú vísað til nefndar og umræðunni frestal aftur. Bjarni Benediktsson kvaddi sér hljóðs um tillöguna. Harm kvað tilgang til tillögunnar miða að því, að endurskoðtm stjórnarskrárinnar færi vel úr hendi og sinnt yrði í því sam- bandi óskum og þörfum þjóðar- innar. Hins vegar dró hamy í efa, að þessum tilgangi yrði náð með þeim hætti, sem tillagan. gerði ráð fyrir. Var honum aðal- lega á móti skapi, að hæstirétt- ur tilnefndi menn til viðbótar í nefndina, sem á að hafa endur- skoðunina með hendi. Kvaðst hann draga mjög í efa, a6 hæstiréttur væri bærari til þess en alþingi, eða einhver önnur stofnun í þjóðfélaginu. Komst Bjarni að þeirri niðurstöðU, að hæstiréttur væri allra ólíkleg- asta stofnunin í landinu til að- fara með þetta vald, enda væri rétturinn með því dreginn inn £ deilur og starfsfriði hans stofn- að í hættu. Stefán Jóhann Stefánsson kvaðst ekki sjá ástæðu til aS f jölyrða að þessu sinni um þessa skoðun- Bjarna, en kvaS sér þykja hún koma úr ólík- legustu átt, þegar um fyrrver- andi varadómara í hæstarétti væri að ræða. En ólíklegt hva® Stefán Jóhann sér þykja það, að aðrar stofnanir í þjóðfélag- inu væri hæfari til að tilnefna menn í nefnd þessa en hæsti- réttur. Stefán Jóhann halði lagf'til,. að tillögunni yrði vísað til alls- herjarnefndar. En Sjálfstæðis- menn og kommúnistar samein- uðust um að vísa henni til skiln- aðarnefndar, enda þótt sú riefná væfi aðeins kjörin til að fjalla; um eitt tiltekið mál — skilnaS íslands og Danmerkur, og; hefði því raunverulega lokið þeim störfum, sem henni var ætíað að inna af hendi. I§|ándsvisur gsfnar Tónlistarfélagið í REYKJAVÍK hefur ákveðið að efna til útgáfu- starfsemi á ýmsum ve> kum hljómlistarinnar, og íleiru, til eflingar tónlistarlífinu í lanclinu. Byrjar Tónlistarfélagið á út gáfu ævisagna ýmissa tónlista- höfunda ög eru þær aðallega skrifaðar fyrir unglinga, en þó þannig að fuilorðnu fólki mun fljótt þykja vænt um þetta sögu sáfn. Fyrsta bókin í þessum flokki er komin út. Er það æfisaga agnússðnar undrabarnsins Wolf'gangs Moz- arts, endursögð eftiir riti Hof- manns af Theodóri Árnasyni. Er bókin prýdd mörgum mynd- um úr lífi Mozarts, en bókin er 88 blaðsíður að stærð í allstóru broti. Er frágangur bókarinnar góður. Það er Bókavervrlun Lár- us Blöndals sem sér um.þessa út gáfustarfsemi og heiir aðalum boð hennar. Næsta bókin verður Ævi- saga Bachs og mun hún koma út í haust, en síðan mun koma hver bókin af annari. Þá hafa hjónin Marta og Gu8 Frh. á 7. sxðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.