Alþýðublaðið - 08.09.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.09.1944, Blaðsíða 3
 TOsttiidagur S. september 1944 ÁLmUBLAÐIÐ ar. ÞESSUM DEGI fyrir ári síðan gerðist atburður, sem jók á raunir Hitlers og rýrði sigurvonir Þjóðverja: ' Italía gafst upp fyrir banda- mönnum skilyrðislaust. — Berlín—Róm — möndullinn brotnaði. Að vísu má segja, að sá atburður hafi ekki skipt sköpum í styrjöldinni. Allar líkur bentu til, að bandamenn ynnu styrjöld- ina, hvað svo sem ítalir að- hefðust, úr því, sem kómið var. En uppgjöf ítala var mikill álitshnekkir fyrir Þjóðverja og mun vafalaust hafa átt sinn þátt í að lama siðferðisþrek hinnar stríð- andi og aðþrengdu þýzku þjó'ðar. .FREGNINNI UM ÞENNAN at- burð var hvarvetna tekið með miklum fögnuði í lönd- um bandamanna, en með undarlegum tilfinningum í Þýzkalandi. Fyrst í stað voru undirtektir nazistaleiðtog- anna næsta óljósar, eins og • -oft hefur viljað brenna við, er ný viðhorf hafa skapazt, áður en búið var að „gefa iínu1' frá áróðursdeild Göbb- •els. Þýzka útvarpið beið með að birta þýzkum hlustendum fregnina í nokkrar klukku- stundir, meðan forystumenn þjóðarinnar og herforingjar nazista réðu ráðum sínum. Síðar létu embættismenn í ljós skoðanir sínar með ýmsu móti, og gætti þar bæði ofsa reiði í garð ítala, fyrirlitn- ingar eða þeir létu eins og þeim stæði rétt á sama. ADOLF HITLER f ann sig knúð- an til að ávarpa þjóð sína í útvarpinu og lék þá eitt upp- áhaldshlutverk sitt: mann- inn, sem stendur steini lost- inn gagnvart fádæma svik- semi og þorparahætti, sem virðist, ekkert botna í slíkri takmarkalausri siðspillingu. Hann fór hinum hörðustu orðum um „svik“ ítölsku (Badoglio-) stjórnarinnar, en komst strax f broslega mót- sögn við sjálfan sig, er hann sagði, að „hann hefði löngu séð fyrir uppgjöf ítala.“ í sama streng tóku ráðamenn í Tokio. SN HVERNIG SEM HITLER og þýzkir hershöfðingjar reyndu að telja sjálfum sér og þýzku þjóðinni trú um, að uppgjöf ítala væri hégómi ■einn, þá er full víst, að með henni stórversnaði aðstaða Þjóðverja að sama skapi og sigúrvissa bandamanna óx. Nú fengu bandamenn bæki- stöðvar á Ítalíu miklu nær þýzkum herstöðvum og verk- smiðjum. Þeir gátu haldið uppi skæðari loftárásum og auk þess fengu þeir talsverð- an liðsauka. En síðast en e.kki sízt, þeir fengu mikinn meirihluta ítalska flotans, sesa þeir nú gátu beitt í bar- áttunni gegn kafbátum Þjóð- verja og í lokasennunni við Japana. ítalski flotinn, stolt Mussolini, stefndi til hafnar í seluli á í Júaóslavíu. Maustur-Evrépa. Kortið sýnir Júg'óslavíu og nærliggjandi lönd, en þar er nú búizt við miklum átökum á næstunni. Höfuðborgin, Bel- grad, er á miðju kortinu, en nokkru ofar og til vinstri er Za- greb, aðalborg Króatíu. Rússar eru nú við Dóná (Danube) á landamærum Júgóslavíu. VesturvígstöSvar nar: Bandamenn Stafa fekið Ghenf, Ypres og (ourfrai í Belgíu IViótspyrua PJéöverJa er ItarSnane&ii á svæð- 3nu miEBi F%1@fz ©g ^iancy. IBELGÍU lialda bandamemi áfrain sókninni, en fara ekki eins hratt yfir og að undanförnu. Vinna þeir nú að því að uppræta dreifða herflokka Þjóðverja og draga að sér birgðir og hergögn. Þeir hafa tekið borgimar Ghent, Ypres og Courtral í Norður-Beigíu og hafa einnig brotizt yfir Albertskurðinn, sem liggur frá Antwerpen yfir til Meusefljóts. Montgomery marskálk- ur kom til Brussel í gær og var ákaft fagnað. Bandaríkjamenn eru x sókn á samfelidri 125 km. víglmu milli Metz og Nancy og þar hafa Þjóðverjar teflt fram vélahersveitum til varnar. Að- staða þýzku hersveitaima á Ermarsundsströnd verður æ erfiðari. A'ðalsókn 'bandamanna frá Belgíu til Aachen í Þýzkalandi, sem búizt er við þá og þegar, er ekki byrjuð enn og er talið, að bandamenn séu nú að undir búa sig undir hana, tryggja sam gönguleiðir sínar og ná á sitt vald borgum þeim, sem enn eru á valdi Þjóðverja. Meðal þeirar voru Ghent, fornfræg borg, Ypres, sem mikið var barizt um í fyrri heimsstyrjöldinni og Courtrai, sem er mikilvæg sam göngumiðstöð. Malta, Gibraltar og Alex- andríu og enn einn naglinn hafði verið rekinn í lík- kistu nazismans. Á ERMARSUNDSSTRÖND Hersveitir Þjóðverja, sem sem enn hafast við á svæðinu frá G-ris Ne -höfða í Frakk- landi ti lósa Schelde hafa verið einangraðar með öllu hver á sínum stað. Er búizt við, að Cal ais og Dunkerque falli banda- mönntun. í héndur þá og þegar, svo og Boulogne. Þýzku her- mennirnir norðan Schelder- fljóts reyna áð komast yfir fljót ið við Vlissingen yfir til Zee- landseyja, en verður látið á- gengt. HARÐNANDI VIÐNÁM ÞJÓÐ VERJA Á svæðinu milli Metz og Nan Wilson hersbðfðngi boðar samræmda sékn gegn því á landi og í loffi. T ILKYNNT ^ar í London í -®- gær, að nú væru hafnar samræmdar hemaðaraðgerðir ! Breta, Bandaríkjamanna, Eússa og hersveita Titos á hendur Þjóðverjum í Júgóslavíu. Hafa verið myndaðir sérstakir herir og flotadeildir í þessu skyni, svo i sem Adríahafsherinn, Balkan- flugherixm svo og sérstök flota- deild. Hafa bandamenn miðað loftárásir sínar udanfama viku við þessar ráðagerðir, og eink- um beint þeim gegn samgöngu- leiðum Þjóðverja og jámbraut- armannvirkjum. Hersveitir Titos hafa mjög látið til sín taka undanfarna daga, meðal annars hafa þær rofið járnbrautina milli Bel- grad og Sagreb. Víða í Serbíu og Makedóníu hafa skæruflokk ar valdið spjöllum á þýzkum herstÖðvum og á einum stað hleyptu þeir þýzkri herflutn- ingalest af sporinu og biðu þar um 1000 hermenn bana. Banda menn hafa einkum beint loft- árásum sínum gegn mikilvæg- um j ámíbrautarborgum, svo sem Belgrad og Nisj, brúm og þjóðvegum. Sir Henry Maitland Wilson hefur flutt útvarpsræðu í sambandi við þessi tíðindi og sagði meðal annars, að nú væru bandamenn í sókn á öllum víg stöðvum og brátt myndu öll lönd í Suðaustur-Evrópu hafa náð aftur frelsi sínu. Hann sagði, að enn væru til menn á Balkanskaga, sem legðu Þjóð- verjum lið og torvelduðu frels- isbaráttu herja Titos og skæru flokka, ©n þeim yrði ekki gleymt, þegar reikningararnir yrðu gerðir upp að fengnum sigri. cy fer mótspyrna Þjóðverja harðnandi og tefla þeir þar frarn allöflugum vélahersveit- um, sern munu eiga að tefla bandamenn, meðan unnið er að virkjagerð handan landamæra Þýzkalands. Þar vinnur nú mik ill fjöldi verkamarma og kvenna við að grafa skurði og setja upp Skriðdrekatorfærur, SUÐUR-FRAKKLAND Franskar hersveitir eru sagð- ar um 40 km. frá Dijon, en þang að höfðu Þjóðverjar hörfað á leið sinni til Belforthliðsins á leið sinni til Þýzkalands. Ko- enig hershöfðingi hefir tilkynnt að borgin Poitiers suður af Tours sé á valdi Frakka. Óstað festar fregnir herma a,ð Besan- con, skammt frá landamærum Sviss, sé gengin Þjóðverjum úr greipum. T GÆR lýsti Duncan Sands, •*- l'ormaður nefndar þerrrar, sem hefir með höndum varnir Lundúnaborgar gegn svif- sprengjum, yfir því, að hættan af svifsprengjunum væri liðin. hjá, orrustan um London hefði verið unnin. Duncan Sands skýrði frá þvi, að orrustan hefði hafizt í apríl í fyrra. Þá bárust fregnir frá leyniþjónustu Breta um, að ver ið væri að gera tilraunir með nýtt, langdrægt leynivopn í Peenemunde við Eystrasalt. Síðan veittu menn því eftirtekt að Þjóðverjar tóku að byggja marga steinsteypupalla með Ermarsundsströnd, eða svif- sprengjustöðvar. Þær voru þeg ar eyðilagðar í loftárásum. Þjóð verjax byggðu nýjar stöðvar, sem voru svo vel toikenndar, að þær sáust ekki á ljósmynd- um úr lofti. Erfitt var að vár- ast sprengjurnar í fyrstu, eink um er lágskýjað var, en brátt náðist betri árangur. Þjóðverjar skutu rúmlega 8000 sprengjum á Suður-England, þar af komust um 2300 inn yfir London. 92% þeir sem fórust eða særðust, bjuggu í London. Bandaríkja- flugmenn tóku mikinn þátt í að skjóta niður svifsprengjur. Alls var varpað niður um 100 þúsund smálestum sprengna á svifsprengjustöðvarnar og í þeim leiðangrum fórust 450 sprengjuflugvélar með um 2900 flugmönnum. Fólk er nú hætt að flytja á- brott frá London vegna svif- sprengnanna. Kooa Mihailovildi dó í fangahúium. ÞÆR fregnir hafa borizt tii London, að frú Mihailo- vitéh, .kona Mihailovitch hers- höfðingi og fyrrverandi her- málaráðherra Júgóslavíu, sem oft hefir verið talað um i sam bandi við skæruhernað þar í landi, hafi látist í fangabúðum Þjóðverja í Sowiecim í Pól- landi. Þá hefir það einnig frétzt, að hún hafi verið í sama fanga klefa og frú Mikolajczyk, kona forsætisráðherra pólsku stjórn- arinnar í London, en hún var handtekin af Gestapomönnum að heimili sínu í Poznan fyrir nokkrum mánuðum. Ekki er vitað, hvað orðið hefir af frú Mikolajczyk. !SIi m umM o? n fi%k iry RISTJÁN' kcnungur X. og B-m. Alexandrína drottning eru nú flutt aftur til Amalíu- borgar í Kaupmannahöfn. Hefir það vakið mikinn fögnuð með- al borgarbúa, að sjá aftur danska fánann dreginn að hún á Amalíuborg, en 15 mánuðir eru síðan danski fáninn sást yf- ir höllinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.