Alþýðublaðið - 08.09.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.09.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur 8. september 1944 ALÞYÐUBtAÐIÐ T Bœrinn í dag. Næturlæknir er í LæknavarS- stofunni, simi 5030. Nætuvörður er í Ingólfsapóteki. Næturakstur annast Litla bíla- stöðin, sími 13.80. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Iþróttapáttur í. S. í.: Um hlaup (Sigurpáll Jónsson). 20.50 Píanókvartett útvarpsins: Píanó-kvartett í c-moll eft ir Brahms. 21.05 Upplestur: Kvæði eftir Guðmund Kamban (Karl ísfeld ritstjóri). 21.25 Hljómplötur: Caruso syng- ur. 21.50 Fréttir. 22.00 Symfóníutónleikar (plöt- ur): a) ÐjöflatriIIu-sónatan eft ir Tartini. b) Píanosónata í G-dúr eft ir Mozart. c) Cellosonata í C-dúr eft ir Beethoven. d) Sónatína í g-moll eftir Schubert. Tímarit Verkfræðingafélags íslands 2. hefti þessa árs er komið út, með al greina í ritinu eru þessar: End urreisn lýðveldis á íslandi, eftir Finnboga R. Þorvaldsson, Mæling árfarvegarins í Sogi, eftir Stein- grím Jónsson og -Steinþór Sigurðs son — Kæling bræðslusíldar, eftir Gísla Halldórsson —- Vatnsrensli í Sogi, eftir Sigurð Ólafsson o. fl Ferðafélag fslands ráðgerir að fara 2 skemmtiferð- ir næstk. sunnudag. Aðra ferðina í Krísuvík. Lagt á stað kl. 8 ár- degis frá Austurvelli. Ekið um Hafnarfjörð suður Kapelluhraun í Vatnsskarð og þá suður með Kleif arvatni, þangað sem vegurinn end- ar. Gengið þaðan í Krísuvík. Skoð aðir hverirnir og annað merkilegt í nágrenninu. Hin ferðin er berjaférð upp að Vífilsfelli. Lagt á stað kl. 10 V2 ár- degis frá Austurvelli. Farrriiðar seldir á skrifstofunni Túngötu 5 á föstudaginn til kl. 6 e. h. Samtíðin, septemberheftið, er komin út og flytur m. a. þetta efni: Svo mælti forseti vor. Samband ísl. berkla sjúklinga eftir Andrés Straumland Lýðvéldisljóð eftir Erlu. Verður lýðræðinu bjargað? eftir Ólaf Björnsson dósent. Forsetabústaður inn á Bessastöðum. Nýtt menning- artímabil mun nú hefjast eftir Sig- urð Skúlason. Dáin stúlka vernd- ar skip. Bókafregn. Þeir vitru sögðu. 2 ný íslandsmet sett af Kjartani Jóhannessyni í 480 og 300 m. blaupi horsteinn Hannes- son sönpari inn Hefoír &iér skamma dvöl, eii heldur Kjartan Jóhannsson ¥.1INN kunni halupagarpur, Kjartan Jóhannsson, lætur nú skammt Iíða stórra högga milli. I fyrrakvöld, setti hann nýtt íslandsmet í 400 metra hlaupi og í gærkvöldi setti hann met í 300 metra hlaupi. í hléinu í fyrrakvöld í leikn- um milli Fram og Vals, fór 400 metra hlaup fraan. og hljóp Kjartan Jóhannesson vegalengd ina á 51,2 seik. Gamla metið sem var 52,3 sek var sett af honuni fyrr í sumar. í gærkvöldá setti hann svo nýtt met í 300 metra hlaupi ó innanfélagsmóti ÍR, hljó hann vegalengdina k 37,1 sek en gamla metið átti Brynj- ólfur Ingólfsson KR ,en það var 37,2 sek. Næsf'Uir Kjartani í 400 m. hlaupinu í fyrrakvöld varð Brynjólfur Ingólfsson ER á 52 sek. svo hann hljóp einnig und- ir gamla metinu. „ , rt Ný hók: Suður um höf Saga SandkasMiana í Suðurhöfum. N Handkiiáttieiks- keppni í HafnarfirÓi Haukar unnu í báðum SÍÐASTLIÐIN sunnudag fór fram, handknattleiks- mót í Hafnarfirði á milli Hauka og F. H. og keppti úrvalslið karla og kvenna úr báðum félög um. Keppnin fór fram í Engidal við Hafnarfjörð og var keppt með 7 manna liði. Leikar fóru þannig að Haukar unnu í báð- um flokkum. í kvennaflokki sigruðu þeir 6:4 en í karla flokki 7:6. Er í móti þessu keppt um 2 bikara kvennflokksbikarinn gaf Adolf Björnsson, en karlaflokks bikarinn gaf Stefán Sigurðsson kaupmaður í Hafnarfirði og er þetta í fyrsta sinn sem keppt er pm þessa bikara, Motið var fjölsótt, og , voru leikirnir hinir skemmtilegustu. Ý BÓK eftir Sigurgeir Ein- arssón er komin á bóka- markaðinn. Nefnist hún Suður um höf og er hliðstæð fyrri bók höfundarins, Norður um höf. Þessi nýja bók Sigurgeirs fjall- ar um rannsóknir til Suður- heimskautsins, en fyrri bókin fjallar um könnunarferðir í norðurhöfum og til Norður- heimskautsins. Þessi nýja bók Sigurgeirs er i stóru broti, yfir 300 bls. að stærð og prýdd fjölda mynda og korti af suðurhveli jarðar. Segir í bók þessari frá könnun arferðum í suðurhöfum, árangri þeirra og þátttafeendum í ferð- unum. Heimskautakönnuðir hafa ratað í mörg ævintýri og átt við margvíslegar hættur og örðugleika- að etja. Er lýst þarna mörgum svaðilförum og mannraunum. Bók þessi hefir bæði sögu- lega og landfræðilegan fróðleik að geyma. Er sagt gerla frá lönd um og eyjum í ísálfunni og lýst dýralífi þeirra. Bókiri er skemmtileg aflestr- ar og vel og smekklega út gef- in. Útgefandi er Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar. Bæjarráð hefur heimilað rafmagnsstjóra að auka rafmágnskerfið á Digranes hálsi samkv. óskum íbúanna þar. En bæjarráð hefuf að svo stöddu synjað erindi íbúanna á Hólmi og eigenda sumarbústaðanna þar í grennd, um rafmagnsleiðslur að húsum þeirra. í næst u viku. j> ORSTEINN HANNES SON, söngvari er ný- komin heim frá Englandi, en þar hefir hann dvalið við söng- og píanónám við Royal College of Music frá því í nóvember í fyrrahaust. En hann er hér eins og gestur um stuttann tíma, en fer svo til Englands aftur og heldur þar áfram námi. Þorsteinn ætlar að halda hér söngskemmtun í næstu viku og mun mörgum fagnarefni að fá nu aftur. að heyra til hans; en eins og menn muna þá vakti hann mikla athygli með söng smum ,er hann söng hér í Jó- hannesarpassíunn i í fyrra. I gær hitti tíðindamaður blaðs ms Þorstein að máli og spurði hann nokkuð um nám iians og iyiirætlanir í því samlbandi. ,,Ég fór til Englands í nóvem ber 1943 eftir að ég hafði íeng ið styrk til söngnáms frá menntamálaráði, og innritaðist 1 Royal College of Music“, seg- ir Þorsteinn. „Kennari minn hefir verið dr. H. Arnold Smith og er hann talin með 'beztu sönf kennUrum Bretlands. Ég hef: kunnað vel við mig þarna og lif íð prýðilega vel. Ég er hér áð- eins sem gestur og mun farí aftur til náms eftir stuttár tíma.“ Þér ætlið að syngja hé: aður en þér farið? .',Já, ég ætla mér að hald; songskemmtun hér í næstr viku. Ég get ekki sagt um þai ennþá nákvæmlega hvaða dai það verður, því ég kom frj Englandi í fyrradag, 0g er ekk ennþa búmn að undirbúa mi, að fujlu. En ég mun syngj' bæði innlend og erlend log, o ennfremur nokkrar aríur úr c perúm eftir Pussini Gouod o Wagner." — Hversu lengi búist þér vi að verða við nám? ”Því get ég ekki svarað, þa fer allt eftir.því hvernig manr gengur, Maður verður að lær og komast svo langt í sönglisi inni, sem nnnt er og hmfileil^ arnir leyfa.“ Líðán íslendinga í Lonc on? „Eftir þyi sem ég bezt þékl til, líður íslendingum í Lonc on almennt mjög vel og una ha sínum hið bezta. Af íslenzl listafólki, sem þar dvelur og c hefi haft kynni af, get ég lík borið góðar fréttir. Margrét E ríkisdóttir, sem lagt hefir stun á píanónám við sama skóla o ég, hefir genðið námið mjög ve og hlotið beztu ummæli kem ara sinna. Þá hefir Hildur Ka man Iokið námi við leikskóla c er búin að fá atvlnnu við Ens en það er fyrirtæki sem sér ui ýmsar skemmtanir, einkum lei li'st fyrir herrnn o. fl. Ennfre. ur hefir Sif Þórs lokið prófi listdansi og er hún væntanlc hingað beim ncina alveg á næ unni.“ —; Hvernig taka Englendir ar svifsprengjuárásunum? „Mér virðist fólk aimeni vera mjög rólegt þrátt fyrir rásirriar, og táka þeim m< miklu jafnaðargeði; öll vi Jarðarför könunnar minnar, móður okkar og tengdamóður. ICristlsiar Símonardóttur, j fer fram frá Voðmúlastöðum i Landeyjum, sunnudaginn 10r! september klukkan 4 e. h. Hefst með bæn frá heimili hinnar látnu, Laufásveg 17, kL 9 f. h. sama dag. Kransar afbeðnir. Sigmundur Sveinsson, börn og tengdaböm. ¥'■ -. skipti og dagleg störf ganga sinn vana gang fyrir þeim, og enda þótt svo kunni að vera, að þær hafi valdið nokkrum ó’hug fyrst í stað, þá hafa síðusu at- burðir í styrjöldinni og gleði- fregnir þær sem borizt hafa um framsókn bandamanna, bætt það upp,“ segir Þorsteinn að lokum. Grefiislaug opnuð tíl aíneia. • ^ UNNUDAGINN 3. sept. s. *“-rt. var sundlaug U.M.F. Grett is í Miðfirði í V.-Húnavatns- sýslu tekin til afnota. Sundlaugin er byggð austaii við samkomuhús félagsins með skjólvegg móti norðri. Stærð 1 laugar er 16,67x7 m. og kring- ■ um hana steinsteyptar stéttir, en böð og búningsklefar verða áfastir samkomuhúsinu og und- ir leiksviði þess. Qllu er snyrti lega fyrirkomið og fylgt fyllstu kröfum um vistleika og hrein- læti. Kostnaðarverð laugarinn- ar mun vera um 57 þúsundir, en fjárstyrkir hafa fengist frá íþróttanefnd ríkisins kr. 16.000 þúsund, sýslusjóði kr. 5000.00, ungmennasambandi V.-Hún. 2700.00 og hreppsnefnd kr. 15.000.00. Einstaklingar hafá gefið fé og vinnu og sumir þeirra lagt allmikið á sig. Fólk hér í Reýkjavík, sem ættað er úr Miðfirðinum hefir einnig hjálpað til. Samkoma, sem fór fram við opnun laugarinnar var sett af form. félagsins hr. Sig- urði Daníelssyni,1 en hr. Bene- dikt Guðmundsson lýsti mann- virkinu og skýrði frá sögu mann virkisins. Þá syntu 3 drengir. Þorsteinn Einarsson íþróttafull trúi flutti ræðu mjnntist hann í ræðu sinni tveggja sundkappa úr byggðum V.-Húnavatnssýslu þeirra Grettis Ásmundssonar og Gests Bjarnasonar, sem kall aður var Sund-Gestur og kenndi sund víða um land um 1860. Þá sýndu 4 piltar sund. Að lokum voru kvikmyndasýn- ingar og dans. Samkomuhúsið og .umhverfi laugar var fagur- lega skreitt. Samkomugestir voru um 400. Ákveðið hefir verið að kenna laugina við Grettir Ásmunds- son, og heitir hún því Grettis- laug. Vedur-íslendingar í ameríska hernum ' heilreðir við guðs- þjóssmsSu í Seattle. BLAÐIÐ Post Intelligencer í Seattle, Washington, skrifar 28. ágúst, að amerískir menn og konur af íslenzkum ættum, sem gegna herþjónustu hefðu verið heiðruð við sér- staka guðsþjónustu í Calvary Lutheran kirkjunni í Seattle, sunnudagskvöldið 27. ágúst. Meðai ræðumanna voru þeir Ténlistarfélagið. Frh. af 2. sfðss. jón Guðjónsson gefið Tónlistar félaginu Ieyfi til að gefa út ís- landsvisu Guðmundar Magnús- sonar, en þær voru á sínum tdma gefnar út í 150 tölusettum eintökum og eru uppseldar fyr- i löngu. Hafa þær gengið kaup um og sölum undanfarið fjnrir mörg hundruð krónur. Verður bókin ljósprentuð nákvæm- lega eins og hún var. í bókinni voru myndir eftir Þórarinn B. Þorláksson og fylgja þær að sjálfsögðu þesssari útgáfu. Allur ágóði af þessari útgáfu. starfsemi rennur til Tónlistar- hallarinnar og annarar starf- semi Tónlistarfélagsins. Er hér um gott mál að ræða -— og verður að vænta þess að Tónlistarfélagið og þeir, sem að þessari útgáfustarfsemi á ævi- sögum tónsnillmganna, vinna, vonandi sem allra bezt til þess ara bóka. ðffusárbrúin. Frh. af 2. síðu. heldur brúnni uppi, og hún falli niður í ána. ÍJtvegaðir hafa verið bátar á ferjustað, rétt fyrir neðan brúna, og er fólk og flutningur ferjað þar yfir. Er fyrirhugað að bæta lendingar beggja megin árinnar og fá betri farkosti. Haustið 1941 var gerð áætlun um og uppdrættir að tilhögun nýrrar brúar, og þá þegar rætt um aðkallandi nauðsyn hennar. Var ráðuneytinu skrifað nokkru síðar og farið fram á fjárveit- ingu til nýrrar brúar. En vegna vandkvæða á útvegun efnis til brúarinnar, þótti ekki unnt að hefja framkvæmdir. Sjálfsagt er, að nú þegar verður hafizt handa um byggingu nýrrar brú- ar, en jafnvel þótt efnið fáist, tekur það alltaf allllangan tíma að byggja brúna. Þá verður og nú þegar hafist handa um viðgerð á vegarkafl- anum frá Gröf í Hreppum upp að Brúarhlöðum, en þar er nú eina bílfæra leiðin austur yfir Hvítá og er þéssi kafli illfær, að minnsta kosti, þegar blotnar um. Þessi leið, um brúna á Brú- arhlöðum, er um 125 km. lengri og kemur því að mjög ó- fullkomnum notum.“ Bindindissýningjn í haust. Nefnd, sem starfar að undirbún ingi bindindissýningar hér í Reykjavík á næsta vetri, hefur sótt um styrk úr bæjarsjóði til sýningarinnar. Bæjarráð hefur fal ið borgarstjóra að mæla með því við ríkisstjórnina, að veittur verði styrkur til sýningarinnar úr ríkis- sjóði. séra Harold Sigmar, prestur kirkjunnar, Kolbeinn S. Þórðar- son, vara ræðismaður íslands í Washingtonríki og séra Kol- beinn Sæmundsson, fyrrver- andi prestur kirkjunnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.