Alþýðublaðið - 08.09.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.09.1944, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. september 1&44 I ANNEs> !'3? i '&f’pns /' Jæja — svona er hún komin — Hamingjusamur mað- ur og heppni hans — Hvað olli slysinu — og hvernig var hægt að afstýra hví? JÆJA ÞÁ, svona er hún komin“, sagffi vegamála- stjóri, er hann sá Ölfusárbrú í fyrradag. Það var von aff hann segffi þaff, og' hann hitti sannar- lega naglann á höfuðiS! „Svona fer hún“, sagffi einhver leikmaff- ur í sumar, sem ekkert hefur vit á verkfræffi, en sagði affeins þaff, sem allir gátu séff. Ölfusárbrú var búin aff þola svo mikiff, að hún þoldi ekki meira. Þaff var affeins um þaff aff ræffa, hvað hún tæki með sér um leiff og hún gæfist upp og setti upp tærnar. ÞAÐ VAR hrein tilviljun og ekkert annað en tilviljun, að þarna varð ekki stórslys. Það var ekki nóg fyrir vegamálastjóra að setja reglur um umferð um brúna. Það varð líka að setja verði við brúna til þess að sjá um að reglunum væri fylgt. Ástæðan fyrir slysinu aðfaranótt miðvikudags var sú, að vegamálastjóri setti ekki þessa verði við brúna. Og ég verð að segja það, að nú er Geir Zoéga hamingjusamasti maðurinn í þessu landi. Hamingja hans liggur í því, að óforsjálni hans skyldi ekki valda meira böli, sorg og vandræð um en orðið er. HANN GAT VITAf), eins og við öll hin, að það er erfitt að fá fólk til þess að fara eftir settum regl- um. Hann gat vitað, að ef ekki væri eftirlit með því að farið væri eftir reglum hans, þá myndu þær verða brotnar. En annað hvort vissi hann þetta ekki, eða hann er haldinn sama hugsunarhætti og allir þeir sem brotið hafa reglurn ar, hugsunarhættinum sem felst í setningunni alkunnu: ,,Ó — það slarkar.“ Ef svo er verður hann að endurskoða afstöðu sína til em- bættis síns. JÁ, HANN er hamingjusamur maður í dag — og það var því eng'in furða þó að það væri létt í honum eftir hrun brúarinnar. Það hefði ekki verið gott að vera í spor um hans á miðvikudagskvöldið, ef bifreiðarnar með börnin hefðu steypst í hyldýpið, eða aðrar bif- reiðar með farþega, sem hafa anað yfir brúna upp á síðkastið, án þess að skeytt væri hið minnsta um settar reglur. ÞAÐ EE EKKI HÆGT að kom- ast hjá því, að nefna það í þessu sambandi, að það var fyrir þrá- látar aðvaranir okkar hérna við Alþýðublaðið að reglurnar um umferðina um brúna voru settar í sumar. En vegamálastjóri fór ekki eftir þeim kröfum okkar að verðir væru settir við brúna til þess að stjórna umferðinni. Ef það hefði verið gert, þá hefði slys ekki orð- ið, þá hefðu farþegarbifreiðir ekki farið um brúna með farþegana, þá hefðu bifreiðarnar tvær ekki farið út á brúna aðfaraQÓtt mið- vikudagsins. ÞAÐ ER ÞVÍ vegna þess að ekki var farið eftir þessari kröfu, að nú skapast ákaflega miklir sam- gönguerfiðleikar á Suðurlandi. Það má að vísu segja að miklu verra hefði getað af hlotist, en þetta er nóg og það ætti að vera góð Iexía fyrir þá embættismenn, setn þykj ast upp úr því vaxnir að taka til- lit til gagnrýni og umræðna sem upp koma og snerta embættis- færslu þeirra. í DAG hefffi Ölfusárbúrin orð- ið 53 á'ra. Ef til vill brast hún á sama augnabliki og gengið yar frá henni til íullnustu fyrir 53 árum, því að í dag fyrir 53 árum var hún vígð. Nú er um að gera að fá sem allra fyrst nýja brú. Þó að takast kunni að rétta brúna við, þá verð- ur hún ek'ki fær nema gangandi fólki, og ef til vill til þess að hægt sé að aka mjólkurbrúsum og vöru slöttum á handvög'num yfir hana. Ef svo verður, þá verður að krefj- ast þess, að upp frá þessu verði hafðir verðir við brúna til þess að sjá um að enginn aki yfir liana. Ef það verður ekki gert, þá getur maður sannarlega átt von á nýju slysi, þvi að það hefir sýnt sig að ekki er hægt að treysta almenn- ingi að fara varlega. Unalinqa vanlar okkur nú þegar til að bera blaðið um Greffisgötu, Laugarnessvegy \ Skéiavöröusfíg og Vesturgötu. HÁTT KAUP. TaSiS við afgreiðsKuna. áiþýðubiaðið. — Sími 4900. Bezl að auglýsa í Alþýðublaðinu. Forsetakjörið í Bandaríkjunum í tiaust: begar Dewey var kjörinn forselaefni repúblikana. Þessi mynd var tekin á flokksþingi repúblikanaflokksins í Clhicago í sumar, þegar Tihomas E. -Dewey fylkisstjórd i New York rilki var kjörinn forsetaefni flolkksins og keppinau'tur við væntanlegt försetakjör í haust. H.varvetna í fulltrúasalnuim sjást spjöld með mynd Deweys og nafni ihans. Ivor vmnur mmm\ |K ESSA DAGANA og allt tU fyrsta þriðjudags nóvem- bermánaðar er aðalumhugsunar efni allra atkvæðisbærra manna í Bandaríkjunum, hver verði næsti húsbóndi í Hvíta húsinu. Talið er líklegt, að Roosevelt muni verða að fást við ýmislegt, er styrjöldinni við kemur, en á hinn bóginn mun andstæðingur hans, Dewey fylikisstjóri, gera sér allt far um að kynna sig í þeim ríkjum Bandaríkjanna, sem ekkert kannast við hann nema af afspurn. Hann mun ferðast í einkalest uim Banda- ríkin þver og endilöng allt frá San Francisco til Albany og þeir, sem stjórna kosningabar- áttu hans telja, að líkurnar fyr ir því að hann verði kjörinn for seti séu miklar. Eftir því, sem lest hans held ur áfram í leiðangrinum, mun hann taka í hendina á aragrúa fólks, hann mun klappa á koll- inn á óteljandi smábörnum og hann mun verða að flytja 5—6 ræður á dag, þegar kosningabar áttan nær hámarki sínu. Hann mun taka á móti urmul af sendi nefndum og hann mun reyna að sannfæra hina ríku um, að hann sé ekki fjandmaður þeirra og hina fátæku um, að hann sé vinur ’þeirra. Hann m/un minna svertingjana á, að flokkur hans sé flokkur Lincolns. Hann mun leita fylgis prótestanta, kaþ- ólskra, Gyðinga, Frakka, Slava, Norðurlandamanna, framleið- enda, alþjóðahyggjumanna og þeirra, sem teljast til „Ameríka fyrst“-hreyfingarinnar. Hann mun tala í útvarp. Milljónum flugmiða og bæklinga verður dreift út um allt. í öllum ríkj- um landsins verða skipulagðar nefndir. Öldungadeildarmenn, fulltrúadeildarmenn, áhrifa- menn í bæjarfélögum, banka- stjórar, verkalýðsleiðtogar, verzlunarráðsmenn, allir munu þeir leggja orð í belg. Ef vinnuveitandi er repúblik- ani, getur verkamaður, sem vinn OREIN sú, sem hér á eftir fer, er eftir hinn þekkta brezka rithöfund og jafnaðar mann Harold J. Laski og þýdd upp úr breska blaðinu „Picture Post“. Lýsir hún undirbúningi forsetakosninga í Bandaríkjunum og aðferð- um þeim, sem áróðursmenn forsetaefnanna beiti, en for- setakjör í Bandaríkjunum á að fara fram í byrjun nóvem ber í haust. ur hjá honum, búizt við að finna um vikulokin í launaumslagi sínu flugrit, þ.ar sem taldar eru upp syndir Roosevelts. Ef vinnu veitandinn er demókrati, má finna annan flugmiða, sem minn ir á', að Lincoln sjálfur hafi var ið við því að skipta um hesta úti í miðri ánni. Enginn hópur manna er til, sem ekki verður reynt að hafa áhrif á. Blaða- menn, teiknarar, skáld og gam- anvísnahöfundar verða „her- væddir“ hjá báðum aðilum. Ymsum félögum verður komið á fót til baráttu fyrir frambjóð endurna. Ef þau hafa nægileg fjárráð munu þau kaúpa tíma á dagskrá útvarpsíélaganna til stuðnings Roosevelt eða Dewey. Önnur samtök munu aðallega rannsaka, hvernig heppilegast sé að haga baráttunni á hinum ýmsu stöðum, til dæmis um áfengismál, eða skipan mála í heiiminum. Eðá meðferð á Þjóð- verjum eftir stríðið eða Japön- um, sem fæddir eru í Bandaríkj unum. Báðir flokkar munu kepp ast við að finna upp snjöll víg orð og merki verða búin til, bæði til þess að hafa í hnappa- gatinu og til þess að líma á bif reiðir. Báðir þessir flokkar láta frá sér fara ótrúlegan fjölda áróð- ursrita og bóka. Árið 1936 ewey! sendi kosninganefnd demokrata út um 620.000 dálka lesmáls til 9000 blaðamanna og í ágústmán uði einum saman sendi flokk- urinn út 110< milljónir rita og bóka. Áróðursdeild republikana lét frá sér fara um 170 milljónir rita og bæklinga, lét dreifa út um landið 18 milljónum mynda af Landon, sem þá var forseta. efni flokksins og útvarpað var 2000 dagskráratriðum á 20 tungumálum. Republikanar höfðu 28 bifreiðir með kvik- mynda og útvarpsútbúnaði. Báð ir flokkar létu gera sérstakar kvikmyndir fyrir hin ýmsu kjör úæma. Republikanar höfðu 70 klukkustundir af útvarpstíma aðalútvarps Bandaríkjanna en demokratar 57. A LLT ÞETTA er aðeins ytra borð forsetakosninganna. Auk þess er heill her manna, sem virrnur að kösninabarátt- unni, sem mun rema um 400 þús. manns hjá h orum flokki. Báðir flokkar hafa sérstakan „kosningabaráttustjóra“, sem hefir undir sinni stjórn nefnd manna, sem kalia mætti „her- foringjaráð“ hans. Síðan eru margir ..undirforinjriar“ sem eru þaulkunnugugir landfræði- legum og hagsmunalegum mál- efnum hinna ýmsu landshluta. Sérstakir menn fjalla um kosn- ingabært fólk með kvenþjóð- inni, svertingjum, þeim, sem fæddir eru í öðrum löndum, verzlunarmönnum, verkamönn- um o. s. frv. Loks eru svo ótal „undir; eliidir og starfsmenn, sem allix hafa sinum störfum að sinna. Aróðrinum er hagað eftir því sc n við á hverju sinni og um hvaða landshluta er að ræða. A.ðalkosninganefndin mun. semja allsherjar „hernaðaráætl un“ allt út í smæstu atriði. Aug lýsingaskrifstofur, blaðamenn, kunnir prófessorar, allir munu þeir safna gögnum og vel skipu Erii. af 5. si&u.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.