Alþýðublaðið - 12.09.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.09.1944, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. september 1944 4^KEIN SÚ, sem hér fer á eftir, er þýdd úr brezka Útvarpsblaðinu The Listener og er eftir K. W. Robson. Hún fjallar um styrjaldar- horfurnar á Kyrrahafi, en tneðal leiðtoga Engilsaxa gætir nú vaxandi bjartsýni um sigurhorfur á þeim vett- vangi. Telja þeir, að það muni engan veginn taka »ins langan tíma að sigrast, á íapönum og upphaflega var búizt við. t IAMERÍKU gætir nú mjög vaxandi bjartsýni varðandi styrjöldina á Kyrrabafi. Eftir heimsókn sína til Pearl Har- bor lét Rooisevelt Æorseti í Ijós þá skoðun sína, að endanlegur sigur yfir Japönum myndi verða unninn allmiklu fyrr en hægt var að vænta fyrir tveim árum síðan. Sömu skoðun lét Nimitz flotaforingi í Ijós eftir að hann hafði heimsótt stöðvar Bandaríkjamanna á Marian- eyjum. Brezki 'forsætisráðherr- ann hefur einnig látið þá skoð- un í Ijós í neðri málstofunni, að miklu skemmra myndi verða milli sigursins yfir Hitler og sigursins jdir Japönum, en gert hefði verið ráð fyrir. Þessar björtu vonir eru studdar örugg- um staðreyndum. Það væri að vísu rangt að segja, að Japanir hefðu þegar látið hugfallast. En það sjást þó greinileg merki þess, að stríðsæsingamennirnir í Tokyo hafa loks gert sér grein fyrir því, að þeir hafi færzt meira í fang en þeir séu menn til. iÞeim er að verða ljóst, hversu vonlítið það er, að þeir geti hrósað sigri yfir Banda- ríkjunum og Stóra-Bretlandi. Síðastliðna sjö mánuði hefur ameríski heraflinn, sem hefur bækistöðvar sínar í Pearl Har- bor, sótt ifram tvö þúsund mílna vegarlengd til austurs frá Gilberteyjum og til Marian- eyja, þar sem hann hefur nú öflugar herstöðvar í aðeins fimmtán hundruð mílna vegar- lengd frá Japan. Á sama tíma hafa amerískar og ástralskar hersveitir, er hafa bækistöðvar í Ástralíu sótt fram um þúsund mílna vegarlengd í norðvestur- átt, til vesturhjuta hollenzku Nýju Gulneu. Mælt á mælikvarða land- vinninga hefðu bandamenn litla ástæðu til að vera kampa- kátir. Landsvæðin, sem unnin hafa verið, eru hvorki víðlend né miklum auðæfum þar fyrir að fara. í því tilliti er þesH framsókn því harla lítilvæg. Ó- vinurinn ræður enn yfir holl- enzku nýlendunum, ölíum Mal- ajaskaga, Síam, Indo-Kína og stórum hluta Kína. Þetta eru mikil lönd og óhemju rík af náttúruauðæfum. Vaxandi bjart sýni bandamanna grundvallast því ekki á því, að þeir hafi unn- ið miki'l lönd, heldur miklu fremur á því, með hverjum hætti framsókn þeirra hefur orðið. Fyrir tveimur árum síð- Kjélasfni í mörgum litum. Kragar nýkomnir. Verzlunin Unnur. (Horni Grettisgötu og Bar- ónsstígs). Myndin var tekin, þegar Bandaríkjamenn settu lið á land á vesturodda Nýju Guineu, norður af Ástralíu, 1 sumar. Liðið var flutt bæði sjóleiðis og loftleiðis. an veittu Japanir hvarvetna harðfengilegt viðnám og voru hinir gunnreifustu. Nú er það gerbreytt. Vörn þeirra ber augljós merki um deyfð og von- leysi. NNAÐ er það, sem taka ber fullt tillit til, þegar vegn- ar eru og metnar horfurnar í styrjöldinni á Kyrrahafi. Það I eru ferðir stórra, amerískra S flugvéla, sem flytja þunga f farma af sprengjum inn yfir ' Japan og lönd, sem Japanir hafa á valdi sínu. Það er komið á daginn, að enginn staður í veldi Japana, Tokyo sjálf með- talin, er öruggur fyrir þessum heimsóknum. Mjög veigamiklar árásir hafa á þennan hátt verið gerðar á Nagasaki, sem er mikið skipalægi í Suður-Japan; á Da- vao, þýðingarmikla höfn á Suð- ur-Filippseyjum, og á Palemb- ang á Sumatra, en þar eru þýðingarmestu olíunámurnar, sem Japanir tóku af Hollend- ingum. Allir þessir staðir voru álitnir öruggir fyrir loftárásum. Þrátt fyrir það, tókst að ná til þeirra úr órafjarlægð. Það er því auðvelt að gera sér í hugar- lund, hvaða möguleikar skapast í þessum efnum, þegar Banda- ríkjamenn hafa komið sér vel Æyrir á Marianeyjum. Japanski landherinn berst af grimmd dýrsins og framkvæma enn hara kiri af hinu mesta ofstæki, þegar hermennirnir komast að raun um, að þeir fá ekki borið hærra hlut. Flugher- inn hefur einnig sýnt leikni og hugrekki, þegar honum hefur verið teflt gégn flugvélum bandamanna. En það er aug- ljóst, að vonleysið hefur grip- ið um sig, — ekki síður meðal stjórnendanna í Tokyo en meðal Um hættur á vegur úti — Gamall sjómaður sendir mér siglingavísur — Um sigur í Ecuador og kosningaþátt- .töku. hermannanna í frumskógunum. Hversu blindaðir, sem Japanir eru af ofstæki, geta þeir ekki lokað augunum fyrir sívaxandi herstyrk bandamanna. Þeim hlýtur að vera Ijóst, að flugher Iþeirna er orðdinn nólega eipskis virði, að floti þeirra er í felum og að vopn þeirra hafa reynzt nauðailla í hvert sinn, sem til átaka hefur komið við amerísk- ar og brezkar hersveitir. Meðal bandamanna hafa þær skoðanir verið látnar uppi, að ástæðulaust mvndi vera að vinna öll þau lönd, er Japanir hafa brotið undir. sig. Það væri aðeins að eyða tíma og hernað- arstyrk að óþörfu. Hitt væri skynsamlegt, að ráðast gegn hinum víggirtu eyjum, er til- heyra Japan sjálfu. Nú er öflugur herstyrkur saman kominn á þremur stöðum — sem er beint gegn Japönum. í austri eru Bandaríkjamenn með stöðvar á Marianeyjum; Bretar og Indverjar í vestri með bækistöðvar á Assam og Ceyl- en, og srvo er MacArthur með Ameríkumenn og Ástralíumenn ó Nýju Guineu. Undir stjórn MacÁrtihurs eru þjálfaðar og vanar hersveitir Ástralíumanna, sem þátt tóku í styrjöldinni í Afríku. Af þeim hefur fátt spurzt upp á síðkastið. Það; sem MacArtíhur tekur ,sér næst fvrir hendur, hvað svo sem það verður, fær Tojo og kumpán- um hans í Tokyo áreiðanlega nóg um að hugsa. Japanir eiga aðeins eitt há- spil á hendinni, til að spila út. Það er japanski flotinn. Hann er væntanlega sterkasti liður- inn í hinum þrískipta herafla Japana. Og Japanir hafa ekki Framh. á 6. síðu. ÍJ NEGLU-HALLI skrifar: „Seg # irðu mér satt núna“, sagði ég við kunningja minn, er hann sagði mér nýlega tvær stórfréttir, en það er mér tamt til svars þegar ég þeyri furðufréttir, enda þótt ég rengi ekki sögumann. Önnur frétt in var um að templarar væru að selja Bindindishöllina, en hin um hrun Ölfusárábrúar. Ekki veldur sá er varar. Alþýðublaðið hefir oft bent á hættuna að treysta veikri brú á Ölfusá. Það hefir sömuleiðis bent á hættuna við það að treysta á að fólk hlýði settum reglum um umferð hennar.“ „TEUJA MÁ það gott og rétt að benda á það, sem betur má fara, og nú ætla ég 1 allri einlægni og ein- feldni að benda á tvo hættulega staði, sem hægt er að laga, á veg- spottanum milli Ölfusár og Reykja víkur. Ahnar er auðvitað í Kömb- um. Á bröttum, stuttum kafla ofar lega í Kömbum hefir oft orðið slys. Einu sinni bef ég komið að manni sem lá þar undir bíl sínum og gat enga björg sér veitt. Illa var hann kominn sá maður, en hann hélt þó lífi og limum. Oft hafa bílstjór- ar sagt mér frá erfiðleikum sínum á þessum stutta vegspotta. Á hann hleðst. snjór, ísing og hálka öðr- um stöðum fremur ,í Kömbum, og margir bílar hafa farið þar út af vegi. Aðalástæðan virðist vera, að vegurinn er of mjór og of brattur." „ViÐ SMIÐJULÁUT á Hellis- heiði var veginum breytt fyrir nokkrum árum vegna snjóþyngsla í Smiðjulautinni. Þar sem hinn nýi vegur byrjar vestan lautarinn- ar er beygja og hátt út af, og veg- urinn svo mjór að eigi er unnt fyr ir bíla að mætast. Mér hefir verið sagt að þarna hafi orðið dauðaslys í sumar, hermannabíll hafi oltið út af veginum og af 5 mönnum, sem í 'bílnum voru hafi einn dáið þar á staðnum og annar stórslasazt. Þeir, sem um vegmn fara og vilja veita þessu athygli, munu sannfær ast af eigin sjón, að hér er þörf aðgera, bæði í Kömbum og við Smiðjulaut.“ GAMALL SJÓMAÐUR sendir mér þessar vísur. Kommúnistar keyptu skip. Kom það flokknum vel, í svip eignuðust þar góðan grip, gamalt, úrelt lekahrip. Útgerðina Áki má anhast, hvað sem dynur á. Máske þeir um sollinn sjá sigli því til Rússíá. Eflaust lundin yrði grá. er að Stalin blekkti þá. Þó „Falkur“ gamli fari á stjá fæst ei gull í Rússíá. Ef þeim bregst þar fé að fá finna þeir ráð sem duga má. Föðurlandið flytja þá á „Falkur“ heim í Rússíá. En settu marki seint þeir ná þó seglum aki til og frá. Vesælmenni völdin þrá, en vonin ávallt svíkur þá.“ . . HREGGVIÐUR skrifar: „Ég veit ekki, hvort þú hefir veitt því eftir tekt, að „Þjóðviljinn á það til að vera gamansamur, óafvitandi þó, og birtir oft næsta nýstárlegar frétt ir. Á laugardaginn var birti blað- ið t. d. gleiðletraða frétt yfir tvo dálka með formála um, að „lýð- ræðisflokkarnir“ í Suður-Amer- íkulýðveldinu Ecuador hefðu unn ið glæsilegan kosningasigur. „LÝÐRÆÐISFLOKKARNIR, sem ,,Þjóðviljinn“ segir, að standi að hinu sigursæla kosningabanda lagi eru ,,frjálslyndir“, Kommún- istaflokkurinn, Sósíalistaflokkur- inn og Byltingasinnaði Sósíalista- flokkurinn (!!) og má af þessu marka, hve lýðræðissinnaðir flokk ar þessir eru. Til fróðleiks lesend um er þess getið, að það hafi verið „þetta bandalag, sem skipulagði alþýðuuppreisnina í maí s. 1., sem steypti del Rio forseta af stóli og setti Velasco Ibarra í hans stað“. Má gera ráð fyrir, að menn þessir séu alkunnir íslenzkum blaðales- endum og þykir tíðindum sæta, að dóninn del Rio sé farinn frá, en heiðursmaðurinn Ibarra sé kominn í hans stað!“ „SÍÐAST í FREGNINNI, sem er á áberandi stað í blaðinu er þess getið að meir en 90.000 manns hafi greitt atkvæði og er helzt að skilja, að kosningin hafi verið sótt af hinu mesta kappi. Við nán- ari athugun kemur í ljós, að Ecuadorbúar virðast ekki vera neitt sérlega æstir í kosningar eða hinn glæsilega sigur „lýðræðis- flokkanna" þar í landi, iþví að í- búar landsins munu vera um 2Vz' milljón að tölu og lætur því nærri að um 27. hver maður hafi greitt atkvæði við þessar þýðingarmiklu kosningar. Myndi það svara til þess, að um 4600 mann greiddu atkvæði við alþingiskosningarnar hér á landi, og' myndi það tæpast teljast glæsilegur sigur fyrir þann, er sigraði í kosningunum við slíka þátttöku — eða vottur um glæsilegt menningarstig þjóðar- innar eða dæmi um þroska alþýð-' unnar!“ Hannes á horninu. Sendisveinn óskast ' frá 15. þessa mánaðar álþýóyblaðið. — Sími 4900. áskrlffarsími Alþýðublaðsins er 4900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.