Alþýðublaðið - 12.09.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.09.1944, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐ9Ð Þriðjudagur 12. september 1944 Ef sankomulag verður ekki um dýrfíðar- ráðsfafanir fyrir 15. sepfember FOESÆTISilÁBHERRA, dr. Bjöm Þórðarson, lýsti því yfir í síðari ræðutíma ríkisstjórnarinnar við útvarpsum- ræðumar um dýrtíðarmálin á alþingi í gærkvöldi, að stjórn- in myndi biðjast lausnar, ef þingið hefði ekki komisf að niðurstöðu fyrir 15. september um neinar ráðstafanir til að koma í veg fyrir verðhækkunarölduna, sem þá myndi skella á, ef ekkert væri aðgert. Dýrtíðarlagafrumarp stjómarinnar, sem var til umræðu sætti harðri gagnrýni af hálfu allra þeirra, sem töluðu fyr- ir þingflokkana. mleifanir fera ■ . t 7 fram í Hafnarfiarðardeilumii Suðurlandsför forseians: Verkamenii vtaa allsstaiar fyrir gömlu kj’ór in me® Seyfi formanns Hlífar - nema vilS fyr- tæki Hafiifiriinga ÞNGAR samningaumleitanir hafa farið frarn út af hinni nýju Hafnarfj arðardeilu. Félagar í Hlíf vinna ekkert í hafnarfirði, en samkvæmt leyfi stjórnar félagsins vinna verkamennirnir allsstaðar annarsstaðar fyrir gömlu kjörin. Þannig vinna menn úr Hafn- anfirði á Krísuvxkurvegi, við Sandtöku, í flugjvelli, !í Haínar- fjarðarvegi —og víðar — með 'leyfi Hermanns Guðmundsson- ar. Hins vegar er verkfallið al- ;gert gegn Hafnarfjarðaribæ og ölluim rekstri sem er í Hafnar- firði sjiálfum. Er jþetta ný Iína í verkalýðs- baráttunnii, sem eldri__verka- menn kannast ekki við. Öll hafn firz'k skip, sem lentu í verkfall- inu eru stöðvuð svo og annar xekstur á Hafnaxtfirði. Ómögulegt er að sjá fyrir úr- slit þessarar deilu. Það er fyrsta skdlyrðið fyrir Iþví að verkamenn sem iberjast fyrir bættum kjör um sínum og Iþurfa þess vegna .að neyðast til efna til verkfalls að það sé undirbúið af hinni mestu kostgæfni og kröfurnar þannig að þeír fái með sér sam úð og stuðning alls aimennings svo að atvinnurekendur hafi einnig við að etja andúð hans. En þessu er ekki að heilsa í hinni nýju Hafnarfjarðardeiiu. Þar héfir Hermann Guðmunds son- farið fram af því fyrixi- hyggjuleysi. að það er til skaða og tjóns fyrir hafnfirzkan verka lýð. SÍÐASTLIBINN laugardag fóru nokkrir verkamenn, sem vinna við Skeiðfossvirkjun inia á dansleik til Hofsóss. Fóru þeir allir með „boddí“-bifreið. Snemrna á sunnudagsmorgun ■lögðu þeir aftur á stað heim- leiðiis, en þegar þeir höfðu ekið nokkurn spöl út fyrir Hofsós, bnottnaði „bodd'íið" og einn mannanna hrökk út af bifreið- inni. Var feonum þegar ekið til Frh. á 7. síðu. jðrS ®§ Gtiil- bringusýslu í dag Þingsáiyklunaríillaga um I. Guðmundssynl í sam ei a jHLUÐMUNDUR í. GUÐMUUNDSSON hefir borið fram í sameinuðu aiþingi tillögu til þingsályktunar um end- urskoðun vinnulöggjafarinnar. Þingsályktunartillaga Guðm. í. Guðmundssonar er svo hljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa nú þegar nefnd sjö mamia, er endurskoði og geri tillögur til breytinga á löguin nr. 80 frá 11. júní 1938, um stéttax-félög og vinnudeilur, og lögum nr. 33 frá 3. nóv. 1915, um verk- fall opinberra starfsmanna, og verði nefndin skipuð einum manni eftir tilnefningu Alþýðusambands íslands, einum eft- ■ ir tilnefningu Far- og fiskimannasambands íslands, einum eftir tilnefningu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og einum eftir tilnefningu Vinnuveitendafélags íslands. Enn fremur eigi sæti í nefndinni forseti Félagsdóms og ríkis- sátíasemjari.“ .. IJM HELGINA heimsótti ^ forseti íslands Vík í Mýrdal, Rang’árvalla- og Ár- nessýslu. í dag mun hann heimsækja Hafnarfjörð og Gullbringusýslu, en á rnorg- un mun hann ferðast um Kjósarsýslu. Foi-seti Islands, herra Sveinn -Björnsson, kom til Víkur í Mýr dal síödegis á laugardag. Sýslu- m'aður óík á móti honum að Klifalandi. Ekið var yfir Víkur- lárbriú fánum skrýdda. Þar flutti sýsluimaður ræðu og bauð for- iseta velkominn, var þá fjöldi fólks koimiim þangað til að fagna forseta. Að ræðu sýslumanns iokinni jflutti forseti ávarp. — Kirkjú'kórinn söng undir stjórn Sigurjóns Kjartanssonar. 'Því næst var kalfisamsætj í sam- komuhúsinu í Vík. Þár fluttu ræður auk forseta, Gísld Sveins- son sýslumaður, Jón Þorivalds- son prófastur, lEyjólfur á Hvoli sýslun éín darm a ður. Stefán Hannesson kennari, Magnús Finnhogason Reynistað, Þorlák- ur Bjarnason Eyjarlhólum. Milli ræðnanna söng Kjartan Sigur- jónssön með .undirleik Báru Sig urjónsd'óttur. Meðal ljóða sem sunglki voru, mlá nefna Skapt- áriþing elftir Stefán Iiannesson Frh. á 7. síðu I greinargerð flutningsmann-s tillögunnar segir: „Lögin um stéttarfélög Qg vinnudeilur frá 1938 eru fyrstu •heildarlögin, sem hér hafa ver- ið sett um stéttarsamtök verka manna og atvinnurekenda og viðskipti þessara aðila. Fram að gildistöku þessara laga var hér vart um að ræða önnur laga- fyrirmæli um þetta efni en log- in um sáttatilraunir i vinnu- deilum og lögin um vefkfall opinberra starfsmanna. Flest á- kvæði laganna um stéttarfélög og vinnudeilur voru því algert nýmæli í íslenzkri löggjöf, enda bera lögin þess víða merki, að um frumsmíð er að ræða, sem slípa. þarf og móta nánar' í hinni stormasömu fram- kvæmd laganna. Sex ár eru nú liðin, síðan lögin um stéttarfélög og vinnu- deilur komu til fi'amkvæmda. Á þessum árum hefur verið all umbrotasamt í íslenzku þjóðlífi og mikið rót á atvinnumálum þjóðarinnar. Mörg ágreinings- mál hafa myndazt milli verka- manna og atvinnurekenda, hæði hagsmuna- og réttarlegs eðlis. Margar vinnustöðvanir hafa orðið og fjöldi mála komið fyr- ir Félagsdóm. Mikil reynsla hef ur því fengizt á einstökum at- riðuni laganna um stéttarfélög og vinnudeilur og gagnsemi þeirra í heilld. Virðist því nú tími til kominn að notfæra sér þessa reynslu og taka lögin til endurskoðunar og gera á þeim þær breytingar, sem fram- kvæmd laganna hefur leitt í ljós, að heppilegar séu. Lögin um verkfall opinberra starfsmanna voru sett árið 1915. Tilefni þeirrar lagasetningar mun hafa verið það, að starfs- menn Landssíma íslands hót- uðu verkfalli, ef þeir fengju ekki laun sín hækkuð. Voru lögin sett í skyndi án sérlega mikils undirhúnings. Stéttar- samtök verkafólks og vinnu- deilur voru þá lítt þekkt fyrir- brigði hér og hugmyndir manna þar um mjög 'á reiki. Á þeim nær 30 árum, sem liðin eru frá gildistö'ku þessara laga, hafa orðið stórfelldar breýtingar á. öllum þeim hlutum, sem að við skiptum verkafólks og atvinnu rekenda lúta. Hugmyndir manna og afstaða til stéttarsamtaka og verkfalla er nú allt önnur en árið 1915, og virðist því ekki nema eðlilegt, að lögin um verk fall opinberra starfsmanna séu tekin til endurSkoðunar sam- íímis því, sem lögin um f+^ttar félög og vinnudeilur eru end- uirskoðuð, og þá jafnframt at- hugað, hvort ekki sé rétt að taka upp i þau lög þau sérá- kvæði, sem ástæða þykir til, að gildi um opinbera starfsmenn. Við val manna í nefndina hef ég lagt til, að þeir aðilar, sem lög þessi snerta mést, tilnefni einn fulltrúa hvert og forseti Félagsdóms og ríkissáttasemiari eigi þar sæti. Auk þess velji ríkisstjórnin einn mann án til- nefningar. Virðist mér þéftia fvrirkomulag á skipun í nefnd ina líklegt til, að öil sjónarmið komi fram við endurskoðun lag anna og að þeir aðilar taki þátt í endurskoðuninni, sem mesta reynslu hafa fengið um fram- kvæmd laganna. Komi hins veg ár fram tillögur um annað fyr- irkomulag um skipun í nefnd- ina, er ég. að sjálfsögðu fús til að athuga tillögur mínar nán- ar.“ . Sjötín 0£t íímm ára er í dag 'Ólafur Kristjánsson, bakari, nú tii h'eimilis á Jaðri við Sundlaugavég. SíSustu fréttlr: Kommýnístar fresla verkfallimi hjá Nafla O EINT í gærkvöldi, þegar ^ blaðið var að fara í press- una, barst því tilkynning frá Dagsbrún þess efnis, að ákveðið hafi verið að „fresta að svo stöddu“ . samúðarverkfalli .því hjá Nafta h.f., sem búið var að boða 14. þ. m. Er lítill efi á því, að komm- únisíarnir í stjórn Dágsbrúnar hafa ekki þorað annað en að> hætta við þetta verkfall vegna þeirrar megnu andúðar, sem boðskapurinn um það, var bú- in að vekja meðal alls almenn- ings í bænurn Tilkynning stjórnar Dags- brúnar fer hér á eftir: Á fundi sínum í dag ákvað trúnaðarmannaráð Dagsbrúnar eftirfarandi: Að fresta, að svo stöddu, vegna breyttra aðstæðna, sam- úðarverkfalli þvi hjá Nafta h. f., er ákveðið var þann 6. sept- em'ber s. 1. og koma átti til fram. kvæmda þann 14. sépt. n. k. Að leggja til við stjórn vinnu deilusjóðs Dagsbrúnar, að hún greiði vérkfallsmönnum hjá olíufyrirtækjum fjárstyrk úr Vinnudeilusjóði frá og með 4. september s. 1. þar til deil- an verður leyst. Að beina því til stjórnar fé- lagsins að skipuleggja almenna fjársöfnun- á vinnustöðvum til styrktar þeim verkfallsmönn- um, ^sem ekki eru meðlimir Dagsbrúnar. Samkvæmt beiðni Alþýðu- sambandsins hafa verkalýðs- samtökin á Siglufirði samþykkt samúðarvinnustöðvuri hjá úti- búum olíufélaganna á Siglufirðl frá og með 19. september n. k. Tilkynningar um samúðarverík föll hjá sömu aðilum eru yænt anlegar frá Akureyri og v’iðar að. a i gær ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGAN um ráðstafanir vegna hruns Ölfusárbrúar var til fyrri umræðu í sameinuðu þingi í gær. í umræöuimi gaf samgöngumálaráðherra, Vilhjálmur Þór, upp- lýsingar um björgunarstarfið og kvað það sækjast allvel. Hefði aðalburðarstrengur brúarinnar náðst upp í gærmorgun og væri nokkur von til, að gera mætti svo við brúna, að hún yrði nothæf til flutninga, þótt ekki væri hægt að fullyrða neitt um það að svo stöddu. Fyrsti flutningsmaður tillög- unnar, Jörundur Brynjólfsson, fylgdi henni úr hlaði með stuttri ræðu. Hann kvað ekki nauðsynlegt að eyða mörgum orðum til rökstuðnings tillög- unni. Öllum væri kunnug nauð syn þess, að þessu mannvirki væri komið upp hið bráðasta. Frh. af 5. síðu. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.