Alþýðublaðið - 12.09.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.09.1944, Blaðsíða 6
 1 1 Suður um hðf Saga rannsóknaferða fil Suðurhehnskautsins effir Sigurgeir Einarsson Fernando Magellan. í bók þessari er *aö finna sögulegt yfirlit um rannsóknarferöir til Suðurheimskautsins að fornu og nýju. Er getið allra þeirra manna, er efnt hafa til slíkra rannsókna, og skýrt frá ferðum þeirra og árangri af þeim. Hefir bókin því að geyma yfirgripsmikinn og ítar- legan fróðleik, bæði sögulegan og landfræðilegan. En auk þess er bók þessi heillandi lestrarefni. Heim- skautafararnir rötuðu í margvísleg ævintýri, áttu við mikla örðugleika að etja og urðu margt að reyna. kjarkur þeirra og karlmennska var frábær. Allir þeir, sem unna karlmennsku, þrekraunum og tor- færum, geta því ekki fengið skemmtilegra lestrar- efni en hetjusögur þessarar bókar. f Þessi nýja bók Sigurgeirs er hliðstæð fyrri bók hans Norður um höf, sem íjallaði um rannsóknarferðir til Norðurheimsskautsins. Af þeirri bók eru nokkur ein- tök óseld enn, og verða þau seld í bókabúðum ásamt þessari. Þeir, sem óska eftir að eignast báðar þessar bækur í samstæðu skinnbandi, geta pantað þær hjá útgefanda. Richard Evelyn Byrd. Bókaútgáfa GuSjóns 0. Guðjónssonar Sími 4169. Þriðjudagur 12. september 1944 Bylting vorra tíma Sfyrjaldarhorfur á Kyrrahafi Framh. af 5. síðu. enn beitt flotastyrk sínum gegn bandamönnum, svo að orð sé á gerandi. Ef honum hefði verið beitt, öfluglega 1942, áður en Bandaríkjamenn höfðu náð sér fetir áfalláð í Pearl Harbor, — kynni það að hafa gerbreytt við horfinu í styrjöldinni á Kyrra- hafi. Eins og nú er komið, er geta japanska flotans mjög tak- mörkuð vegna flota- og flug- styrks Bandaríkjanna, enda þótt hann sé enn öflugt vopn og engán veginn hættulaust fyrir bandamenn. Kemarasanband Austurlands stefnai DAGANA 2. og 3. septem- ber s. 1. sátu 19 kennarar úr Múlasýslum, Neskaupstað og Seyðisfjarðarkaupstað fund í barnaskólahúsinu á Seyðis- firði. Á fundi þessum var stofnað kennarasamiband Auisturlands, og iþví sett lög. Saimjbandsisvæðið er Múlasýslur, Neskaupstaður og SeyðisfjÖrður, og ennfrem- iur er kennuruaru í Austur-Skafta fellsýslu boðin þátttaka í sam- bandinu. Fundarstjórar voru skóla- stjórarnir Karl Finnbogason á Seyðisfirði og Skúli Þorsteins- son á Eskifirði. Skrifarar voru síkólastjórarnir Eyþór Þórðar- son Neskaupstað og Guðmund- ur Pálsson Djúpavogi. Skrifleg erindi fluttu: Steinn Stefánsson Seyðisfirði: Um verk efnabækur og Sigdór V. Brekk an Neskaupstað: Um félagsstarf semi barna í skólum. Auk þess fjöldi ræðna. í stjórn voru kosnir: Karl Finnbogason, Ingimundur Ólafs son og Steinn Stefánsson, en til vara Skúli Þorsteinsson. Formaður stjórnarinnar er Kar'l Finnbogason, ritari Ingi- mundur Ólafsson og féhirðir Steinn Stefánsson. Etirfarandi ályktanir voru gerðar: 1. Stofnfundur Kennarasam- bands Austurlands telur að til- lögur milliþingánefndar í skóla málum, þær, sem sendar voru kennurunum í vor til umsagn- ar stefni yfirleitt í rétta átt og skorar á Alþimgi að samþykkj a lög á grundvelli þeirra. 2. Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir Ríkisútgáfu náms- bóka, og telur að hún hafi ékkí náð tilgangi sínum. Vill fundur inn að fræðslumálastjórn og stjórn S. í. B. taki við stjórn rikisútgáfunnar, svo fljótt, sem verða má. 3. Fundurinn vill vekja at- hygíi fræðslumálastjórnar á því að ókleift reynist að fullnægja ákvæðúm fræðslulaganna í söng kennslu vegna vöntunar á söng bókum o. fl. þar að lútandi. Fyr ir því. beinir fundurinn eindreg ið þeirri ósk til fræðslumála- stjórnarinnar, að hún sjái um að út verði gefin: 1. Fjölbreytt söngbók hánda barnaskólum. 2. Tví-og þrírödduð kórlög til afnota fyrir söngkennara. 3. Barnasálmabók. 4. Fundurinn skorar á fræðslu málastjórnina að sjá um að ætið séu til í landinu nægar .þirgðir af ritföngum, skólaáhöldum og handavinnuefni, og feli ákveð- inni, stofnun eða fulltrúa að sjá um dreifingu þeirra handa skól- Um landsins. 5. Fundurinn'vill fara þess á leit við fræðslumálastjórn að hún vinni að þvá 'í samráði við stjórn S. I. B. að komið verði á fót skipulggðri útgáfu á verk- um. Verði verkefni, miðuð við það, að vera úrlausnarefni fyrir skólabörn og til hjálpar í skóla starfinu, i líkingu við það, sem sænsku kennararnir Sjöholms iog Goös hafia geft, með útgáífum islínum ó tdilsvarandi bókum fyrir sænska skóla. 6. Fundurinn telur að skipu lagsbundinn félagsstarfsemi í barnaskólunum t. d. Rauðakross deildir og bindindisfélög sé merkilegt uppeldisatriði og hvet ur kennara til að auka þá starf- semi í skólunum. 7. Fundurinn felur stjórn sambandsins að athuga mögu- leika á því að efla starfshæfni kennara á sambandssvæðinu, með kynningarferðum til skóla innan e. fjórðungsins og utan. Leggur funidurinn láherzlu á að slíkar ferðir séu farnar á skóla- tímanum og skipi fræðslumála- stjórnin einn eða fleiri forfalla- kennara til þess að gegna starfi föstu kennaranna í fjarveru þeirra. 8. Fundurinn telur að störf námsstjóra hafi þegar borið góð an árangur, og óskar þess ein- dregið að framvegis hafi náms- Frh. á 7. síðu Fíh. af 4. síðu. ekki viljað sósíalismann. — Jæja, þá skuluð þið fá stríðið, þrjátíu ára stríðið, fimmtíu ára stríðið.“ Fyrri heimsstyrjöldin opn- aði ekki augu hinna ráðandi stjórnmálamanna heimsins. — Hugsjón þeirra var að hverfa aftur til hins ,,góða“ gamla t'íma imeð óbeizlaðan kapítal- isma, skipulagslausa fram- leiðslu og rólega, hæga þróun •í umbótaátt, hvað þá snerti, sem áhuga höfðu á slíkum hlutum. Tilraunin til að snúa aftur hjóli tímans mistókst, — tímabilið á milli hinna tveggja heimsstyrjalda var nærri ó- slitin martröð atvinnuleysis, með stuttum uppgangstímum, sem enduðu í nýjum kreppum og verðhruni og enn meira at- vinnuleysi en áður, síðan í fasistísku einræði, vígbúnaði Og stríði. Aðstaðan eftir þetta stríð er að mörgu leyti úlák því, sem var eftir fyrra stríð- ið. Nú eru þeir fáir, sem þrá að fá aftur hina „góðu“ gömlu tíma, sem voru fyrir stríðið, nú er krafan sú, að axarsköftin verði ekki endurtekin, áð lof- orðin um atvinnu og öryggi verði ekki svikin aftur, að stjórmmlálamenin'irnir treysti því ekki á nýjan leik, að allt muni komasj| í samt lag af sjálfu sér, að ekki verði treyst á hið blinda og skipulagslausa framtak einstaklingsins. í öðru lagi hefur, eins og fyrr segir, örðið róttæk breyting á skoð- unum fjölda margra leiðtoga á' stjórnmála- og fjármálasvið- inu, á orsökum atvinnuleysis- ,ins og þar með á þeim aðgerð- um, sem nauðsynlegar séu til að útrýma því. í þriðja lagi hefur núverandi heimsstyrjöld fært heiminum hinar öflug- ustu sannanir fyrir því, að ekkert atvinnuleysi þarf að vera til, ef framleiðslan er vel skipulögð. Hvert barn skilur, að það hljóti að vera hægt að útrýma atvinnuleysinu á frið- artímum og með því að fram- leiða lífsnauðsynjar í st'að drápsvéla, ef hægt er að út- rýma Iþví ó ófriðartímsum með fraimileigslu drápsvéla. I&ess vegna er krafan uim allan heim: Ekkert atviin'nuleyisi 'eftir stríð- ið. * Lýðræðisþjóðirpiar segjast heyja þetta stríð, til þess að bjarga lýðræðinu. Enginn vafi er á því lengur, að þær munu vinna stríðið. En þar með er lýðræðinu engan veginn borg- ið. Hvort það tekst, sést fyrst, þegar það kemur í ljós, hvort takast muni að koma í veg fyrir atvinnuleysi og viðskipta- kreppur. Takist það ekki og milljónir manna verði að ganga atvinnulausir og hungr- aðir og horfa á eða lesa um, að ‘brenndar séu á báli eða sökkt í hafið þeim lífsnauðsynjum,' sem þá skortir, þá munu á ný verða byltingar og eyðilegging- arstyrjaldir. Það er vissulega mikilfeng- legt verkefni, sem þarf að leysa eftir stríðið. Aldrei hef- ur slík eyðilegging verðmæta átt sér stað og í þessu stríði, þótt aldrei fyrr hafi sköpunar- kraftur mannsins koifiizt á eins hátt stig á sviði framleiðsl- unnar og í þessu stríði. Einmitt þetta tvennt gerir kröfuna um atvinnu- og brauð handa öllum ennþá sterkari og ómótstæði- legri. Sem stendur er talið, að % hlutar mannkynsins eigi við sult að búa. Margir eru bjartsýnir á að takast muni að leysa þau tröllauknu vandamál, sem framundan eru, að takast megi að hagnýta hina dásamlegu framleiðslutækni, sem hefur fullkomnast mjög mikið í stríð- inu, og hinar óþrjótandi auð- lindir heimsins, að takast megi að útrýma atvinnuleysi og skorti. En margt bendir til hins gagnstæða. Sama andvaraleys- ið og skilningsleysið á kröfum tímans og ríkjandi var eftir síðustu heimsstyrjöld, og sama fullvissan um, að allt renni aft- ur í sinn „góða“, gamla far- veg, sem var þó aðeins góður fyrir lítið brot af fólkinu, skýt- ur nú víða upp kollinum. Engu skal um það spáð, hvað ofan á kann að verða. En hitt er víst, að vanda- málin verða ekki leyst með hinum gömlu aðferðum stjórn- málaflokkanna. Ef lýðræðið ætlar sér að vinna ,,,friðinn,“ eins og það er orðað, verða stjórnmálaflokkarnir að ger- breyta stefnu sinni, eða ella að verða nýsköpun á flokka- skipuninni. Hin gamla krafa jafnaðar- manna um skipulagningu og þjöðmýtingu f r amle iðslunnar sem hina einu leið út úr ó- göngum kapítalismans, hefur sannað réttmæti sitt í megin- atriðum. Ef gera á ráð fyrir þolanlegu þjóðfélagsástandi og framförum, getur það aðeins orðið, ef aðrir stjórnmála- flokkar viðurkenna þessa stað- reynd og hegða sér samkvæmt því —r .og samtök verða á milli þeirra flokka, sem skilja, að skipulagning og frelsi verða að haldast í hendur, til þess að hægt sé að ráða fram úr vanda málum heimsins. Engin lausn, sem byggist á kúgun, er til frambúðar. Aðeins þeir stjórn- málaflokkar, sem skilja, að ný öld er að fæðast, öld hinn- ar skipulögðu framleiðslu, geta vænst þess að lifa. Fæðingar- hríðir hins nýja tíma kunna enn að verða langar og erfiðar. E1 til vill á mannkynið eftir að lifa enn eina heimsstyrjöld, áður en hann rennur upp til fulls, en þróuninni verður ekki snúið við. HVAÐ SEGJAHIN BLÖÐIN? Frh. af 4. síðu. / í stað 8, eins og gildandi er hér í Reykjavík, ennfremur að kaffi- tími teljist 30 mínútur í stað 20 mínútna og loks er krafizt hæsta skipavinnutaxta Dagsbrúnar við al'la vinnu á bryggjum og í skip- um í Ilafnarfirði. hött stjórn Hlífar hafi tekizt að knýja verkfall fram vegna þessara auknu krafa, mun hún ekki njóta einróma stuðnings félagsmanna. Er þannig fullyrt að fjöldi manna hafi setið hjá við atkvæðagreiðsl- una, og raddir hafi verið uppi um það að hafa hana að engu. Er vaxandi ólga innan verkalýðsfélag anna flestra vegna íramferðis kommúnista, og víst er, að svo má spenná bogann hátt að hann brosti.“ Þannig farast Vísi orð. Og óliklegt er það ekki, að þeir verkamenn í Hafnarlfirði séu nókkuð margÍT, sem effitt eiga með að skilja, að til verkfalls skyldi þurfa að koma þar í þessu tilfelli, og vafasaman á- vinning telja sér fyrirfram af því. Tveir menn slasast. Á laugardaginn var urðu tveir menn fyrir slysi við sementsupp- skipun hér við höfnina. Menn þeir, sem slösuðust eru: Sigurður Sig- urðsson, Óðinsgötu 14 A, og fót- brotnacSi hann, og Albert J. Krist- jánsson, Þvervegi 2 Skerjafirði, og handleggsbrotnaði hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.