Alþýðublaðið - 16.09.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.09.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐiC Laugardagur 16. sept. 1944 A, J. Johnson: • • Bygging Olfusárbrúarinnar f^')l|ðnbUMð Ötgefandi: Alþýðuflokkuiinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- [.ýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4°C1 og 4902. Símar afgrciðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðunrentsmiðjan h.f. Eftir Bafnarfjarðar- verkfallið. VERKFALLI 'kom'inúnista í Hafnaríirði er n.ú lokið fyrr en varði. S,amið befir ver- ið upp á kaup og kjör, sem Iheijta mega þau i sömu og þó sízt Ibetri en þau, sem 'boðin voru fyrir viku síðan, áður en verkfallið hófst. Hafa komimún istarnir, með Hermann Guð- mundsson í broddi fylkingar, foersýnilega misst kjarkinn. Og verkamennirnir, sem þeir vél- uðu út í ástæðulaust og fyrir- hyggjulaust verkfall, standa eftir með vinnutjónið eitt af því. * En það er n'áttúrlega ekki við því að foúast, að ÍÞjóðviljinn viðurkenni ósigurinn. „Hafn- firzkir verkamenn sigruðu" segir bann í feitletaðri fyrir- sögn á fyrstu síðu í gær. Og síðan ifoer foann kaupið og kjör- in samkvæmt hinum nýja samningi saman við það, sem áður var, áður en sagt var upp samningum —• ekki saman við það, sem fooðið var fyrir viku síðan og hægt var að fá án Mökkurs verkfalls eða vinnu- tjóns! Hvað skyldu nú hafniirzkir verkamenn sjálfir segja um slíka túlkun? Skyldu þeir vera þeirrar skoðunar, að þeir hafi sigrað í verkfallinu? Vissulega foafa þe&r feng&ð verulegar kjarabætur fná því, sem áður var, við bin,a gömlu samninga. En um það var held ur ekkért deilt, að þeir skyldu fá þær. Án verkfalls gátu þeir fengið nákvæmlega sama kaup og kjör og verkamenn ihér í Reykjavík foafa; það var tilfooð atvinnurekenda fryrir viku síð- an. En kommúnistar, með Her- miann. Guðmundsson í foroddi fylkingar, sem umfram. allt vildu verkfall og ófrið, í von- inni um að geta aukið öngþveit ið í landinu og þar með foætt vígstöðu Kommún is t aflokks ins, fengu .því til leiðar komið, að þessu tilboði var faafnað og verkfall foafið. Og hver er svo árangúrinn? Að samið er eftir viku vinnutjón um svo að segja nákvæmlega það sama og í fooði var, með þeim foreyting- úm, að 'kaffiitími er ákveðinn tíu minútum lengri í Hafnar- firði en í Reykjavík, en kaupið um það, sem því nemur, lægra, og þó áreiðanlega vel það. Frá öllum kröfurn er runnið, nema þessari, una koffitímann, en fyr- ir foana er kaupinu fórnað! Sér er nú fover sigurinn! * Hafnfirskir verkamenn sjá nú, að Iþeir foafa verið sviknir af kommúnstum út í fyrir- fcy%gjulauist verkfall, sem iþeir haifa ekkert foaft upp úr annað en viku vinnutjón. Hvort skyldu iþeir ekki minnast slíkr ar frammistöðu foinna komm- únistisku forystumanna, þegar tækifæri gefst til að gera upp við þá? Ólíklegt er iþað ekki. ITILEFNIAF FIMMTÍU ÁRA afmæji Ölfusárbrúarinnar 8. sept. 1941, skrifaði ég grein er birtist í Sunnudagsblaði Vísis 21. og 28. sept. það ár, þar sem ég rakti sögu brúar- málanna á alþingi eftir Alþing- istíðindunum, frá upphafi, eins ítarlega og ég mögulega gat. Um nokkur atriði í þeirri sögu erum við Sigurður Þorsteinsson frá Flóagafli ekki sammála. Hann segir í útvarpserindi sínu, að á fyrsta löggjafarþing- inu 1875 hafi áskorun frá þing- mönnum Árnesinga og Rang- æinga um fjárframlög, engan árangur borið. Alþingistíðindin segja, að málinu hafi ekki ver- ið hreyft á þessu þingi. S. Þ. segir, að á næsta þingi, 1877, hafi brúarmálið verið fellt. Al- þingistíðindin segja, að alþingi hafi þetta ár viljað veita þrem sýslum (Árnes-, Rangárvalla- og V.-Skaftafells-sýslum) 1 á n úr landssjóði að upphæð 150 þús. kr. til brúarbygginganna yfir Þjórsá og Ölfusá. Á alþingi 1885 segir S. Þ., að ekkert markvert gerist í rnálinu. Al- þingistíðindin segja, að brúar- málið hafi þá verið fellt í neðri deild’ með 12 atkvæðum gegn 11. Þetta eru þau atriði, sem okkur S. Þ. greinir á um. En það er annar maður, sem greinir talsvert á við S. Þ. Og það er Tryggvi Gunnarsson. Til er bæklingur, sem heitir „Endurminningar Tryggva Gunnarssonar.“ Þær eru skrif- aðar af foonum sjálfum og komu fyrst út í Tímanum, og voru sérprentaðar úr honum 1918. í þessum endurminning- um ræðir Tr. G. nokkuð um byggingu Ölfusárbrúarinnar, og ber pkki saman við S. Þ. í sumum atriðum. Um flutning á efni segir Tr. G.: „Sumarið eftir byrjaði ég á stöplagerðinni, og næsta ár þar eftir á brúnni sjálfri. Skipið, sem flutti brúarefnið átti að koma -■ til Eyrarbakka 12. ágúst (1890). Hinn 11., 12. og 13. ágúst var indælt veður, en ekki kom skipið. Aðfara- nótt hins 14. heyrði ég brim- hljóð mikið heim að Selfossi. Var þá komið suðaustanveður, rokhvasst og brim, sem stóð í fjóra daga. Hinn 16. kemur hraðboði úr Reykjavík og seg- ir, að skipið sé þangað komið með allt brúarefnið, og hafi ekki getað foafnað á Eyrar- bakka. Vilji skipstjóri nú ekki annað, en leggja brúarefnið upp í Reykjavík. Eg bregð við og ríð ofan á Eyrarbakka. Þar frétti ég, að Guðmundur ísleifsson (á Há- eyri) hafi sent skip til Reykja- víkur, til þess að sækja hálfan farm af salti. Fór ég þá að semja við Guðmund um, að flytja brúarefnið á skipi sínu til Eyrarbakka. Það var eitt- hvað um fimmtíu smálestir að þyngd. Guðmundur neitar ekki flutningnum. Hann vill fá 1200 kr. fyrir hann, en ég vildi ekki gefa nema 500 kr. Við það var ekki komandi og varð ég að ganga að því að borga það, sem hann setti upp. Þetta gerðist fyrra sumarið, sama sumarið og stólparnír voru byggðir. Eg varð að fara norður, áður en skipið kom til Eyrarbakka, og sá Guðmundur um landflutning brúarefnisins. Get ég ekki lokið miklu lofs- orði á hann fyrir viðskipti okk- ar eða afskipti hans af brúar- málinu.“ S. Þ. segir, að brúarefnið hafi komið um haustið 1890 til Eyrarbakka og að Þorvarður í Sandvík hafi haft yfirumsjón með landflutningum. Tr. G. minnist ekki á hann með einu orði. Um slysið, sem varð við brú- arbygginguna, segir Tr. G. — „Einu sinni ætlaði enskur verkfræðingur, sem við var, að flytja efni á bát yfir ána. Mér leizt ekki á það og bannaði það, því vöxtur var í ánni. En hann gerði það eigi að síður. Trékláfar, fylltir grjóti, voru beggja megin árinnar og' streng- ur spenntur á milli. Var tilætl- unin að draga bátinn yfir á strengnum. Það fór að gefa á bátinn, þegar út á ána kom, og sökk hann með öllu, sem í hon- um var, og maðurinn drukkn- aði. Enginn vissi, hvað í bátn- um hafði verið af brúarefni. Ferju varð að sækja upp að Laugardælum, til þess að ná bátnum, sem var á hvolfi í ánni. Hann náðist, en ekkert af járnunum, sem í honum voru. Var ég nú í mestu vandræðum staddur, því brúarsmíðinni varð að ljúka á tilsettum tíma. Varð fyrst að rannsaka, hvað glatazlt hafði, og panta það síð- an frá Englandi. Til þessa gekk margra manna verk í fleiri daga.“ Hér greinir -þá S. Þ. og Tryggva á, í öllum atriðum, nema því eina, að slysið hafi átt sér stað. Tryggvi segir, að maðurinn, sem drukknaði, hafi verið verkfræðingur, S. Þ. að hann hafi verið verkamaður. Tryggvi segir, að hann hafi drukknað af báti, eina bátnum, sem til var á staðnum, sbr. það, að sóttur var bátur upp að Laugardælum, til að ná honum upp. S. Þ. segir, að maðurinn hafi drukknað af „pramma“, sem draga átti yfir ána, (en báturinn þá kominn vestur yfir á með Tryggva o. fl.), dráttar- strengur hafi bilað, og litlu hafi munað, að hann kæmi sjálfum S. iÞ. ofan í hylinn. Ekkert getur Tryggvi um bil- un á dráttarstrengjum. Tryggvi segist sjálfur hafa bannað verkfræðingnum að flytja efni yfir ána (var vitanlega sunnan hennar), en S. Þ. segir, að sjálf- ur hann og Símon á Selfossi, hafi reynt að gera manninum það skiljanlegt, að þetta væri hættulegt. Tryggvi segir, að það hafi verið margra manna verk í .fleiri daga, að rannsaka hvað tapast hefði af brúarefni með bátnum. S. Þ. segir, að með „prammanum“ hafi sokkið 3—4 járn§tykki, og hefði svo verið, hefði verkamaðurinn, sem skipaði þeim út í „pramm- ann“ með þeim, sem drukkn- aði, að sögn S. Þ. átt að geta lýst þessum stykkjum svo vel, að ekki þyrfti margra daga rannsókn fleiri manna þar um. Ekkert getur Tryggvi um það, að verkfræðingurinn, sem drukknaði, hafi verið skyldur yfirbrúarsmiðnum, eða, að slysið hafi skeð daginn, ,sem smíði brúarinnar var hafin, sem S. Þ. segir, að hafi verið 15. júní. Þó ekki sé fyrir það takandi, að þetta sé rétt, að ó- rannsökuðu máli, er tæplega líklegt, að jafnmikið verk og að byggja brúna, hafi ekki byrjað fyrr um vorið, og sem var full- gerð fyrir 8. september. Eins og af framangreindu má sjá, eru þeir Tryggvi og S. Þ. býsna ósammála um foessi at- riði. En hver og einn ræður náttúrlega hvorn hann tekur trúanlegri. Tryggvi getur um eitt atriði í sambandi við brúarbygging- una, sem ástæða hefði verið til að S. Þ. hefði getið um í erindi sínu. Um þetta segir Tryggvi svo: „Um þessar mundir (þ. e. þegar slysið varð), var ég dag einn að rjála við bergið að norðanverðu. Áin var búin að éta úr því að neðanverðu í mörg hundruð ár. Yar það ná- lægt Iþremur álnum, sem efri brún bergsins náði lengra fram en hin neðri. Sá ég sprungu í bergina að ofan. Fékk ég mér þá sleggju og heyrði að hljóðið var holt. Setti ég þá fleyga í sprungurnar, og hrökk þá geysi stórt stykki úr berginu niður í ána. Við þetta varð brúin of stutt. Eftir samningunum var ég ekki skyldur að hafa brúna lengri, en ég hafði látið smíða hana, og vissi ekki að þess þyrfti. En nú var auðsótt, að hún gat ekki komið að haldi eins og hún var. En mér þótti hins vegar ófært að setja hana á klöppina sprungna, þegar ég hafði komizt að raun um, að svo var. Eg pantaði því Viðbót við brúna, um leið og ég pant- aði ný stykki í stað þeirra, sem farið höfðu 1 ána.“ TÍMINN minnist í ritstjórn argi'ein í gær á friðarskraf kommúnista síðustu dagana og þykir ekki mikið upp úr því leggjandi, frekar en ýmsum öðrum, sem þekkja starfishætti þeirra. Tímánn skrifar: „Fátt mun hafa vakið meiri furðu í útvarpsumræðuuum frá al þingi síðastl. mánudag, en hið slepjulega og margorða friðarskraf Einars Olgeirssonaí’. Einar Olgeirsson lýsti því með mörgum og fögrum orðum, hve mikilsvert og nauðsynlegt það væri, að þjóðin tæki hiöndum sam an til að leysa hin miklu viðfangs efni komandi ára. Hann gaf síðan til kynna, að kommúnistar ættu nú ekkert stærra áhugamál en að mynduð yrði nú þegar stjórn allra flokka til að inna þetta hlutverk af höndúm. Þetta fjálgmikla friðarskraf Ein ars mun áreiðanlega hafa minnt marga á það, að fyrir seinustu kosningar áttu kommúnistar sjaldn ast nógu sterk orð til að lýsa nauð syn þess, að þrír andstöðuflokkar Sjálftæðisflokksins' tækju hö id- um saman og mynduðu „vinstri rík isstjórn" til að hrinda fram þeim umbótamálum, sem þeir nú ætla „allra flokka stjórninni". Eftir kosningarnar voru kommúnistar svo teknir á orðinu og rætt við þá í eina þrjá mánuði um myndun slíkrar stjórnar. Það kom þá í ljós, að allt þetta samstarfsskraf hafði verið blekking ein og þeim var ekkert fjær í huga en að stuðla áð framkvæmd umbótámála á þing ræðisgrundvelli. Öll þingsaga kommúnista er líka samfelld árétting á þessari fram- komu þeirra. Þeir hafa skrafað manna hæst um að sveitirnar þyrftu meiri þægindi, en jafnhliðá hafa þeir svo unnið hatramlega gegn ræktunarírv. Framsókjiár- flokksins og fjáröflun fyrir raf- orkusjóð. Þeir hafa talað manna hæst um eflingu íiskiflotans og heimtað að ríkisstjórnin semdi um smíði fiskiskipa erlendis, en þeg- ar stjórnin er að undirbúa samn- inga um smíði fiskiskpia í Sví- þjóð og leitar eftir stuðningi þeirra, Auglýsingar, sem birtast eig« £ Alþýðublaðicu, verða að vera komnar til Auglýs- ixtgaskrifstofunnar í Alþýðubúsinu, (gengið íl^ frá Hverfisgötu) ffyrlr kl. 7 að kvöldL Þá getur Tryggvi um eitt at- riði enn, sem ekki er von, að S. Þ. gæti um, en hefur þó hlotið að vita um, en það er um efndir þáverandi bænda eystra í sambandi við aðflutn- inga og vinnu við brúna. Seg- ir Tryggvi, að þeir hafi eitt sinn mætt um 50 á fundi, „og létu ajlir svo, sem þeim væri Framh. á 6. síðu. ásamt annarra þingflokka, sýna þeir málinu fyllstu tregðu og and úð! Þannig mætti mörg fleiri dæmi nefna, sem öll sýna, að kommúnistar glamra manna hæst um umbætur, en hvenær, sem á að hrinda þeim fram á lýðræðis- grundvelli, snúast þeir gegn þeim. Þeir, sem hafa þessa reynslu í huga, munu vissulega leggja lítið upp úr friðarglamri og umbóta- starfi kommúnista nú. Þeir munu aðeins líta á það eins og nýja til- raun kommúnista til að leyna bylt ingar- og einræðisstefnu sinni, þar sem kosningar virðast nú skammt framundan. Það er líka alveg óþarft að skír skota til þess, sem liðið er, til að sjá, að fyrir kommúnistum vakir allt annað en þeir segja. Á sama tíma og þeir tala fjálglegast um frið og þykjast vilja semja um samráemingu kaupgjaldsins á þeim grundvelli, að það verði hvergi hærra en það er nú hæst, þá halda þeir uppi mörgum verkföllum til að knýja fram hærra kaup en dæmi þekkjasl til í sambærilegum starfsgreinum hérlendis." í lok greinar sinnar segir Tíminn: „Blað kommúniista vitnaði ný- lega í forustugrein sinni í gamla málsháttinn: Af ávöxtunum skul- uð þér þekkja þá. Þett er sú að- ferð, sem menn eiga að fylgja x skiptum sínúm við kommúnista. Það á ekki að dæma þá eftir orð- um þeirra. heldur verkum. Það á að d; ma þá eftir efnd-unum á kosningaloforðum þeirra frá 1942 um þátttöku í „vinstri atjó)in“, eftir fjandskap þeirra gegn næst- mh öllum umbótamálum, sem hafa komið fram á alþingi, og síðast, en þó ekki sízt, eftir verkfallsbrölti þeirra aú, sem stefnir að því að 'kona atvinnuvegupum fullkom- lega á kné. Eftir þessum raun- verulegu ávöxtum sínum eiga kommúnistar að vera dæmdir og sá dómnr verður óhjákvæmilega á þá leið, að meðan Sósíalistaflokk urinn nýtur' óbreyttrar forustu, mun hann aldrei fáanlegur til heil Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.