Alþýðublaðið - 16.09.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.09.1944, Blaðsíða 7
3 ALÞYÐUBLAÐIiit .. . >— liaugardagur .16. .sept. .1944 Bœrinn í dag Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. Næturakstur annast Litla bíla- stöðin, sími 1380. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hijómplötur: Samsöngur. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og • tríó. 20.45 Upplestur: „Húsið í hvamm inum“; sögukafli eftir Ósk- ar Aðalstein Guðjónsson (Guðmundur G. Hagalín rithöfundur). 21.15 Einleikur á harmoniku (Árni Björnsson). 21.35 Hljómplötur: Hljómsveitar- lög eftir Weber. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Nesprestakall. Messað í Mýrarhússkóla kl. »2.30 á morgun. Laugarnesprestakall. Messað 'kl. 2 e. h. morgun á, séra Garðar Svavarsson. Ðómkirkjan. Messað á morgun kl. 11 f. h. Séra Bjarni Jónsson. Hallgrímssókn. Messa í Austurbæjarskóla kl. 2 e. h. á rnorgun. Séra Jakob Jóns- .son. Félagsl íf. Meistarmót Hafharfjarðar hefst í kvöld kl. 7. Keppt verður í langstökki, hástökki, kúlu- varpi og spjótkasti. Íþróttaþróítanefnd F.H fþróttamenn U.M.F.R. efna til hópferðar úr bænum á morgun (sunnudag) kl. 10 árdeg is. Keppni fer ram í mörgum íþróttagreinum á stað þeim, er dvalið verður á, Þátttakendur eru beðnir að mæta hjá Raf- tækjaverzluninni „Glóðin“ h.f. Skólaveörðustíg 10 kl. 9,30 f. h. Stjórnin. SKAtar Landsmótsnefndir skátafélag anna halda sameiginlegan skemmtifund í Tjarnarcafé, jpriðjudaginn 19. sept. kl. 9 e. h. Til skemmtunar. 1. Kafíi- drykkja. 2. Ræða. Skátahöfðl. ig inn. 3. Dagbók landsmótsins. 4. Ávarp. 5. Dans. Aðgöngumið- ar seldir á Vegamótast'g mánu daginn 18. sept. kl. 8,30— 9,30 e. h. Aðgöngumiðar verða el ki seldir við innganginn. Mætið í búninig. BETANÍA Sunnudagur 17. september. Almenn samkoma kl. 8,30 síð- degis. Ólafur Ólafsson talar. Allir velkomnir. fersitil HMIal. Á daghejmili Suður- borgar að hætta störfum! UNDANFARNA daga hefir fólk veit athygli í blöðun- um auglýsingu frá Barnavina- félaginu Sumargjöf, rnn það að Barnaheimilið í Suðurborg, sé knúð til að hætta starfsemi sinni fyrir yngstu deildir dag- heimilisns frá og með degnum í dag að telja, þar sem ekki hefir tckist, þrátt fyrir márg ítrekaðar tilraunir, að fá rýmt liið leigða húsnæði í Suðurhorg. Hefir þetta að vonum vakið undrun margra, og gremju að- standenda barna þeirra, er vist ráðin voru á dagheimilið í vet- ur. En ekki verður þó hægt að áfellast stjórn Sumargjafar fyr ir þetta, því hún mun hafa gert allt sem hún gat til þess að losa húsnæðið, og í von um að það myndi takast, var fólki lof að vist fyrir börn sín á hei'm- ilinu. Ennfremur var búið að ráða starfsfólk að heimilinu fyrir væntanlega vetrarstarf- semi, en nú hefir orðið að segja jþví aftur upp vinnu sinni, þar sem húsnæðið hefir ekki losnaö. Eins og kunnugt er, hefir Barnavinafélagið ' Sumargjöf Suðurborg á leigu hjá bænum til 10 ára. En frá því að félagið tók húsið á leigu hefir fjöl- skyldufólk búið í tveim íbúðum hússins. En nú snemma í sum- ar var fólki þessu sagt upp, af þeirri ástæðu að félagið taldi sig þurfa á húsnæðinu að halda fyrir starfsemi sína í vetur. Eftir upplýsingum, sem Al- þýðublaðið hefir fengið, fór stjórn Sumargjafar þess á leit við bæjaryfirvöldin, að þao hlutuðust til um að húsnæðið yrði rýmt, og mun hafa fengið góðar undirtektir þar um. Hins vegar hefir húsaleigunefnd nú dæmt fólki þvi, sem'í íbúðun- um situr rétt til þess að vera kyrrt. I hvorri íbúð eru aðeins þrjár manneskjur, og virðist úrræðaleysi bæjaryfirvaldanna vera næáta aumlegt, að geta ekki útvegað þessu fólki sama- stað, þegar um svo aðkallandi nauðsyn er að ræða, að rýma húsnæðið, til þess-að dagheim- ui yngstu barnanna geti starf- að. Því eins og vitað er. þá eru á dagheimilunum einkum börn þess fólks, sem erfiðast á, bæð í húsnæðismálum, sem Öðrum. Og er því starfsemi dagheimil- isins fyrst og' fremst unnin fyrir bæjarfélagið, og því ber bæn- uij! að beita áhrifum shryr> i'1 þess að starfsemin geti haldið áfram, en þurfi ekki að ast sökum húsnæðisvandræða, í h ú s i, sem bærinn hefir sjálfur leigt félaginu meðal annars í því skyni, að greiða fyrir því fólki, sem erfiðastar ástæður hefir með börn sín. ■! Þér SandhoH aðsioðar i’úsaitieisfari hæjarins BÆJARRÁÐ hefir heimilað borgarstjóra að ráða Þór Sandholt sem fastan aðstoðar- húsameistara bæjarins. Sand- holt hefir undanfarið starfað í þjónustu bæjarins. Fijálslyndi söfnuðurinn. Messað á morgun kl. 5. Séra Jón Auöuns. Áburðarverksmiðja Frh. áf 2. síflu. ar skal ákveða henni stað og annast byggingu hennar svo fljótt sem veröa má, eftir að fram hefir farið nauðsynlegur undirbúningur. Gert er ráð fyr ir, að áburöarsala ríkisins ann- ist sölu á framleiðslu verksmiðj unnar, enda upplýsti landbún- aðarráðherra við fyrstu um- ræðu um málið í neðri deild, að flytja yrði inn nokkrar á- burðartegundir eftir sem áður og yrði aburðarsalan því starf- andí áfram. I athugasemdum við frum- varpið segir m. a. á þessa leið: ,,A undanfornum arum hef- ur allmikið venð rætt og ritað um stoínum áburðarverksmiðju hér á iandi, án þess að þær um ræður hafi þó enn þó hrint af stað framkvæmdum í málinu. Athugamr og rannsóknir hafa þó verið gerðar 'til undirbún- mgs pvi, ao haíizt yröi handa. Atvinnumálaráðuneytið fékk hingað til landsins á s. 1. hausti verkfræðing frá einu þekktasta verkfræðingafirma í. þessari grein í Bandaríkjunum. . . . Það virðist vera skoðun áhuga- manna í landbúnaðarmálum, að rétt sé og æskilegt að hraða stofnun áburðarverksmiðju, og telja ýmsir, að nú sé hinn hent- ugi tími til þess, ekki sízt vegna hins mikla fjórmagns, sem þjóð i inni hefur fallið í skaut á und- anfrönum árum fram yfir það, sem áður hefur verið og senni- lega verður að loknu því stríðs ástandi, sem nú er. Rkisstjórn- in er einnig þeirrar skoðunar, að ekki megi láta þessa velmeg unartíma líða hjá, án þess að gerðar séu fastar ákvarðanir um framkvæmdir þessar og markviss undirbúningur að því sé hafinn svo fljótt sem verða má. Um stærð verksmiðjunnar er gert ráð fyrir, að vinnslugeta hennar nægi til framieiðslu köfnunarefnisáburðar þess, sem þarf í landinu. Munu ársþarf- irnar vera 3000—4000 smálest ir af þeirri áburðartegund einni, og er þá miðað við innflutning síðustu ára til landsins og ósk- ir jarðræktarmanna um kaup á honum. Ræktaða landið eykst árlega, og mörgum verður enn ljósari nauðsyn þess að bera nægilega vel og mikið á, og mætti því búast við, að álsþarf ir yrðu vaxandi. Stærð verk- smiðjunnar er því 'hugsuð mið- uð við rúmlega 5000 smál. árs- framleiðslu miðað við innihald 20 Vá % köfnunarefnis....“ Frumvarp þetta var til fyrstu umræðu í neðri deild í gær. i Fylgdi landbúnaðarráðherra því j úr hlaði. Var því síðan vísað j til 2. umræðu og nefndar. KvikmyndaféiagiÖ Saga Frh. *af 2. síðu. hátt að þur.fa að verða keppi- nautur við Leikfélagið né Þjóð- ■leikihúsið. Eftir upplýsingum, sem Al- þýðulblaðið hefir fengið hjá fraimikvædarst j óra kvikmynda- félagsins, 'hefir beiðni félagsins um leigulóð undir 'by.gginguna ekki verið svarað ennþá aif hálfu þæjarins, enda er hún nýlega framhorin, en þess er fastlega vænst að ibæjarstjóírnin veiti lóð fyrir bygginguna, og stuðli þann ig að starfsemi félagsins, sem getur orðið ;þegar stundir líða þýðingarmikil, ekki aðeins inn ó við Iheldur og út ó við, en skil yrði fyrir því, að félagið geti hafdð kvikmyndatökur sínar og unnið að þeim, er að það hafi húsrúm og góð vinnuskilyrði.' Tilkynning um mjóikurverð t Með skírskotun til þingsályktunar frá 14. þ. m., um verðlækkun á vörum innanlands og sam- kvæmt heimild í lögum nr. 42 1943, um dýr- tíðarráðstafanir, hefir ráðuneytið ákveðið að fyrst um sinn til 23. þ. m., skuli útsöluverð á nýmjólk vera óbreytt frá þvd sem verið hefir. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 15. september 1944 Auk sýningarsalsins, er fyrir , hugað að haifa veitingasal í hús inu fyrir leikhúsgesti, og enn- fremur að húsið geti á ýrmsan hátt orðið 'miðstöð fyrir skemimt ana- og menningarlíf Reykvík- inga. Þá ætlar félagið að hafa í iþví vinnusali til kvikmynda- gerða sinna. Eins og skýrt. var frá hér í blaðinu í sumar, hefir félagið í hyggju að taka myndix úr þjóð lífinu, landinu isjálfu, atvinnu- háttum landsmanna o. fl. o.g 'hef ir ifélagið iþegar gert ráðstafan- ir til þess að afla sér kvikmynda ■tökuvélar. Verður fyrst til að byrja með farið á stað með 16 mm. talmyndir, því það héfir komið í ljós, að tæki til að taka myndir ó breiðfilmur fást ekki í Ameríiku nú, nema leigðar, og er stofnkostnaður við þau tæki áætlaður um 24 iþúsund dlollar- ar, og auk íþess þarf félagið að greiða viss prósent af hverri mynd, sem það tekur, til þeirra stbfnana, sem tækin. leigja. — Þetta mun félagið ekki treysta sér til að leggja út í að svo stöddu, og hefir því tekið þá leið að hefja starfsemi síní með mjóifilmum, ásamt rekstri kvik- mynda- og leikhúss. Má góðs að Iþessari fyrirhug- uðu starfsemi kivikmiyndafélag- ins vænta, ekki hvað sízt kvik- myndatökunnij sem getur orð- ið 'áhrifaríkur liður í landkynn- ingu Iþjóðarinnar út á við, því fátt eða ekkert er jafn sterkt til þeirra hluta, sem kvikmynd- irnar, að kynna landið og at- vinnuhætti landsmanna um- heiminum. Ótti kommúimia við gagnrýnina. AÐ var ofsa hiti í Þjóðvilj- anum, málsrófsblaði komm únista 12. þ. m.; svo mikill h’iti, að manni, sem lægi á sótt- arsæng og væri með sama hita- stig, myndi vart vera hugað líf. í krampakendu óráði sín.u, í hinni heftarlegu hitaveiki, ræðst Þjóðviljinn með miklum ibæxlagangi og stóryrðum á Al- þýðuiblaðið og einstaka menn í A'lþýðufllökknum. Slíkt er að vísu engin nýung, að heyra rað- að upp jhóp af gífuryrðum o;g úr- eltum slagorðum í þeim forugu, herbúðum, enda er almennings álitið löngu 'búið að fordæma hin skrílslegu skrif Þjóðviljans og tekur ekkert mark á Einari Olgeirssyni, og persónugerfdng- um hanis, sem að þessu kommú- nistablaði standa. Það sem einkum veldur hita- .veiki og taugalömun Þjóðvilj- ans, eru réttmæt skrif Álþýðu- blaðsins .um verkalýðsmálin, og þá ógæfu, sem Kpmmúnistar eru búnir að leiða yfir íslenzka aliþýðu með afskiptum sínum. ,af veúkalýðsmálunum, Reynir blaðið að koma mönnum til að trúa því, að Alþýðuflokkurinn sé höfuðóvinur verkalýðssam- takanna og berjizt ,með atvinnu rekendum, á móti bættum kjör um verkalýðsins. Væri ritfrelsi allra blaða á íslandi afnumið, nema Þjóðviljans og búið væri að ibera frjólsa húgsun fólksins ofurliði, gætu kommúnistar ef til vill' þröngvað fólkinu til að trúa slíkum rógburði, en á með an svo er ekki, koma bardagaað- ferðir, sem þessar þeim að litlu gagni. „IHvað ræður sundrungarskrif um Alþýðublaðsins?“ spyr Þjóð viljinn. Eru kommúuistar sjálf ir farnir að ikvarta yfir sundr- ung verkalýðsfélaganna? Menn irnir, spm unnið hafa markvisst að (því að kljúfa verkalýðinn, og koma, sem mestum glund- roða á mólefni hans? Það er ekki að undra þótt þeir væru farnir að fá ófþægilega drauma oig aðsóknir koimmúnistafor- sprakkarnir, ,sem gynt hafa ‘fólk til fylgis 'við sig, með fláttskap og undirferli; nú Iþegar þeir standa iberskjaldaðir frammi fyrir þeirri staðreynd, að þeir eru ekki menn til að hafa for- ystu í verkalýðsméiunum. En þrátt fyvir þennan vanmátt sinn, sem þeir finna vel, berja þeir hausnum við harðann steininn, og vilja ekki viðurkenna hann. Kommúnistar eru orðnir laf- hræddir við dóm verkalýðsinsv yfir vinnubrögðum þeirra í verkalýðsmálunum og yifirleitt hegðun sinni allri, enida mega þeir líka fyrirverða sig. Þeir ná ekki upp í nefið á sér fyrir gremju út í Alþýðuhlað- ið yfir því að það hefir gagn- rýnt hin illa undirbúnu, og fyr- irhyggjulausu verkföll, sem þeir hafa hrundið hundruðum manns út í. Þetta kalla þeiir sundrunga skrif,-ekki af því að þeir harmi sundrungiveríkalýðsins, það hafa þeir sjálfir sýnt með því að vinna látlaust að auknum glund rioða í verkalýðshreyfingunni hér á landi, heldur fyrir það, að úr röðum þeirra flykkist nú fólkið í tuga tali. Þetta sárnar kommúnistaforkólfunum og þykjast nú vera vígðir til þeinr- ar háleitu köllunar, að sameina verkalýðinn! •En ifólkið lifir ekki á gífur- yrðum og marg endiurtekmni slagorðaplötu Þjóðviljans; það vill fá raunhæfan og heilbrigð- ann grundvöll fyrir málefnum isínum og samtökum, en hann hafa kommúnistar ekki fundið enn þá, enda lítið lagt sig eftir Iþví að finna hann, og svo mun lengur verða. Verkamaður. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messað á morgun kl. 2 .Séra " Jón Auðuns.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.