Alþýðublaðið - 16.09.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.09.1944, Blaðsíða 6
 AUÞYDUBLAÐIP ILaugardagur 16. sept. 194#. Tilkynning um kartöfluverð Verðlagsnefnd garðávaxta hefir tilkynnt ráðuneytinu að hún hafi ákveðið að heildsöluverð á 1. fl. kartöflum skuli frá og með 16. þessa mánaðar vera kr. 120,00 hver 100 kg. og smásöluverð frá sama tíma kr. 1,50 hvert kg. og gildir hvort tveggja fyrst um sinn þar til öðruvísi verður ákveðið. Með skírskotun til þingsályktunar frá 14. þ. m., um verð lækkun á vörum innanlands og samkvæmt heimild í lögum nr. 42 1943 um dýrtíðarráðstafanir, hefir ráðuneytið ákveðið að smásöluverð á 1. fl. kartöflum skuli fyrst um sinn vera það sama og greinir í auglýsingu ráðuneytisins 29. ágúst þ. á., smásöluverð kr. 1,30 hvert kg. og heilsöluverð kr. 104,00 hver 100 kg. Jafnframt hefir ráðuneytið falið grænmetisverzlun rík- isins að kaupa eftir því sem markaðsástand og aðrar ástæður leyfa, eða semja við aðra um að kaupa þær kartöflur, sem framleiðendur .í landinu kunna að vilja selja af þessa árs uppskeru. Grænmetisvefzlunin getur sett nánari ákvæði um vöru- gæði, móttöku og annað, er við kemur kaupum á kartöflum. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 15. september 1944 Ámerlka í þýzkum spéspegli HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐlN Frh. á 4. síðu. brigðrar umbótasamvinnu, heidur munu öll verk hans miða að nið- urrifi og eyðileggingu þjóðfélags- ins.“ , £ £ • I' Þetta er harður dómur. En hnígur ekki öll reynsla að því, að 'hann sé fullkomlega réttur? Bygglisg ölfusárbrúar- innar Frh. af 4. síðu. einkar umhugað um, að brúin kæmist upp, og þóttust vilja mikið til vinna. Lofuðu þeir að flytja ókeypis 300, hestburði að brúarstæðinu, frá Eyrarbakka, og leggja til 200 dagsyefk við brúarvinnuna. Eg sá, að hér var áhugi — en því miður virt- ist hann hafa dofnað er til fram kvæmdanna kom síðar.“ Þessar gjafir, sem „Árnesingar höfðu lofað,“ segist Tryggvi aldrei hafa fengið. ,,Eg heyrði enn- fremur á tal bænda. sem fluttu fyrstu trjáviðarhestana frá Eyrarbakka að Selfossi, að þeir sögðu sín í milli, að það væri fjandi hart, að fá ekkert fyrir þetta.' Borgaði ég þeim því fullt verð, og enginn minntist á það. framar, að ílytja ókevpis. Þann- ig borgaði ég alla hestburði og verkalaun.“ Leiíréfliíig IALÞÝÐUBLAÐINU 31. ág- j er skýrt frá nýafstöðnu læknaþingi og störfum þess. I sambandi við umræður um sjúkrahústmál Rvíkur, á eftir því, að hafa verið komist svo að orði, á þinginu að bærinn eigi ekkert sjúkrhús, nema Far sóttarhúsið, „þar til nú nýlega að hann yfirtók Sjúkrahús Hvítabandsins.“ Þar sem okkur Hvítabands- konum finnst þetta ómaklega sagt, og af litlum velvilja í okk ar garð, viljum við taka þetta fram: Sjúkrhúsið er byggt fyrir tíu árum. Þar áður höfðu konur fé- lagsins starfað ötullega í mörg •ár að fjársöfnun, á erfiðum krepputímum. Áttu þær þá á- litlega upphæð i sjóði, þegar tekið er tillit til þess, að frem- ur fámennt félag stóð þar að baki. Að vísu nægði það hvergi nærri til að koma stofnuninni á fót, en með hjálp góðra manna tókst að fá lánað það fé, er til vantaði, og má þar fremstan telja Harald Árnason, stórkaup mann, sem alltaf hefir verið fé- laginu velviljaður. Sjúkrahúsið varð þegar vin- sælt, enda svo 'heppið að til þess völdust ágætir læknar og starfsfólk. Hins vegar hefir það ekki alltaf getað staðið straum af rekstri sjúkrahússins, enda þótt félagið hafi lagt allt sitt fram, þar sem miklar skuldir hvíldu á eigninni, og hefir þá hærinn hlaupið undir bagga og borgað reksturshalla, einkum seinni árin. Undanfarin ár hafa komið fram raddir í félaginu um að það væri of mikið fyrir ekki íjölmennara félag, að vasast í sjúkrahússrekstri. Var þáð samþýkkt á fundi félagsins haustið 1942, að gefa ba r.um sjúkrahúsið, gegn því, að hann sæi um greiðslu á áhvílandi skuldum ca. 140.000 þús. kr. Eftir núgildandi verðlagi á húsum og áhöldum sjúkrahúsa, verður ekki annað séð, en að þetta hafi verið nokkur gjöf, og hefðum við selt allt hæstbjóð- anda hcfðum við áreiðanlega get að borgað allt sem við skuld- um, og líka styrk þann er bær- inn hefir látið okkur í té frá upphafi, og átt samt þó nokk- urn afgang. Hitt var annað mál, að við ætluðum okkur aldrei að græða á þessu, enda var ógerningur að leggja sjúkra húsið niður, eins og sakir stóðu. Og þó að margt mætti betur fara um híbýlakost og staðhætti sjúkrahússins, eru þeir margir sem hlotið hafa þar heilsubót og bera hlýjan hug til stofnun- arinnar. Og okkur Hvítabands- konum er ekki sízt annt um sjúkrahúsið og vildum við gjarn an í framtíðinni hlýnna að því, ef við væmrn bess megnun'í’r. þó eiganda skipti hafi orðið. Að þessu athuguðu, vonum við«ð okkur verði virt til vork unnar þótt okkur þyki leitt, þeg ar sagt er að bærinn hafi „yfir- tekið“ sjúkrahúsið. Stjórn Hvitabandsins. Fríkirkjan í Reykjavík. Messað á morgun fel. 2 e. h. Séra Ámi Sigurðsson. Frh. af 5. siöu. blöðum b.ernumdu þjóðanna. Það varð mikið vatn á myllu Þjóðiverja, íar þt'jjm tófest að skjóta niður ameríska flugvél, sem ihaifðd verið skírð í spaugi „Morðvargur“, og stóð það heiti skráð á ibol íflugvélarinnar. Bandaríkjamönnum er að sjálf- sögðu um það kunnugt, að amerísku fluigmiennimir velja flugvélum sínumi hin hjákát- legustu nöfn. En nafnið „Morð vargur“ var Þjóðverjum sönn- un þess, að hlutverk flugmanna bandamanna ,væri íjnst og fremst það að-myrða konur og börn í iÞýzkalandi. Áhöfn flugvélar iþessarar var ljósmynduð. Nafnjdð „Morð- vargur“ sást í baksýn á mynd- inni. Mynd iþjessi vár 'birt í öllum tolöðum Þýzkalands. Einn maðurinn af áhöfn flugvélar- innax var svo ygldur á svip á myndinni, að hann var líkari apa en manni. Þetta varð rit- • stjórum þýzku blaðanna tilefni þess að komast svo að orði, að Bandaríkjamenn veldu eigi að- eins flugvélum sínum villi- mannleg nöfn heldur sæist það og á fluigmönnum iþeirra, að hér væri um villimenn að ræða. Blöð og .myndatímarit Þjóð- verja gera mikið að því að birta skopmyndir, er fjalla um Bandaríkjamenn og Banda- ríkin. Og Þjóðverjar hafa hið meafta yndi ai þessum skop- myndum. Þó er sá áróður Þjóðverja gegn Bandaríkjunum, ,sem er einna hvimleiðastur, mynda- bækur þær, er gefnar eru út og stefnt er gegn Bandaríkun- um og miða að því að gera þau skopleg í augum þýzku þjóðarinnar. Þar er áherzla lögð á allt það, sem miður fer í Bandaríkjunum, og mynda- bækur þessar seljast í risaupp- lögum í Þýzkalandi. Ég hef séð marga-r þessara bóka, og um aHar þeirra er sömu sögu að segja. Þar er vitnað í þau ummæli fréttastofu Banda- ríkjanna, áð Bandaríkin séu það land heimsins, þar sem hagur fólksins sé beztur og fraim,tíðarmöguleikarnir flestir. Svo kom myndir af bardögum bófaflokka ,og lögreglumanna í Chicago, fátækrahverfum og al- menningseldhúsum í New York og blökkumannahverfum þar í borg. Það þarf að sjálfsögðuekki. að fjölyrða um það, að þessi kynning Bandarríkjanna með al Þjóðverja sé engan veginn æskileg jafnframt því, sem hún er f jarstæð og öfgafull. í myndabókum þessum er. skop- azt að því, að Bandaríkjamenn boði Evrópu ný trúarbrögð, en svo eru birtar myndir frá margs konar skemmtistöðum Bandaríkjanna, þar sem glaum- urinn gengur úr hófi fram. Sum ar þeirra birta gagnrýni Ðanda- ríkjamanna á Hitleræskunm, en því næst eru birtar myndir af æskumönnum í Bandaríkjunum sem. er.u ofurölva eða maður hef ur ástæðu til þess að ætla að séu glæþ'plmenn, kyruvjinin.ga'r eða annar slíkuæ óþjóðalýður. Þjóð- verjar le;sa engar amerískar hókmenntir nerna slíkar sem Þrúgur reiðinnar eftir Jphn Steinheck, er gagnrýna harð- lega ástand í Bandaríkjunum. Göbbels leggur mikla áherzlu á að sannfæra þjóð sína um það, að ástandið í löndum þeim, er bandamenn hafa náð á vald sitt, sé hið hörmulegasta. Hann klifar sífellt á því, að mikill skortur matar, lyfja og annarra naúðsynja sé í Afríku og á ít- alíu. Hann hefur haldið því fram, að matarskortur sé nú mun meiri í Afríku en áður en bandamenn jýáðu henni á vald sitt. Hann hefur og þrástagazt á því, að Parísarborg hafi ver- ið mun betur birg að matar- forða, meðan Þjóðverjar höfðu hana á valdi sínu, en borgir þær í Norður-Afríku, sem banda- menn ráða. Myndir, sem birzt hafa í amerískum tímaritum af hungruðum konum og börnum á Ítalíu innan um rústir fyrri heimkynna sinna, eru birtar í blöðum og tímaritum Þjóðverja sem sönnun um bölvun . her- náms bandamanna": Og það er klifað á því, að betra væri fyr- ir ítali að njóta blessunar hinn- ar þýzku „nýskipunar“ en bölv unar þeirrar, er fylgi kommún- ismanum og stjórnmálaöng- þveiti því, er hann og hernám bandamanna hafi leitt yfir þjóð þeirra. Vinir mínir í Bandaríkjunum komast oft þannig að orði í samræðum við mig, að Þjóð- verjar myndu þegar í stað breyta um skoðun á Bandaríkj- unum og bandamönnum, ef þeir ættu þess kost að kynna sér Atlantshafssáttmálann og boð- skap Roosevelts forseta um hið fjórþætta frelsi. Eg verð að hryggja þá og aðra með því, að Þjóðverjar kunna glögg skil á Atlntshafs- sáttmálanum og boðskap Roose- velts um hið fjórþætta frelsi. Það er siðvenja Göbbels að birta þýzku þjóðinni öll slík plögg bandamanna. En það þarf að sjálfsögðu ekki að taka það fram, að hann túlkar þessi plögg jafnframt þannig þjóð sinni, að það þarf ekki að ótt- ast það, að hún tengi miklar vonir við þau. Öðru nær. Hún er þess fullviss, að hér sé að- eins um blekkingar og lygimál að ræða. Göbbels hefur þráfaldlega haldið því fram, að um Atlants- hafssáttmálann sé sömu sögu að segja og hina frægu punkta, sera Wilson Bandaríkjaforseti bar fram í lok heimsstyrjaldar- innar fyrri. „Bandamonnum tókst að blekkja okkur árið 1918,“ segir hann, „en þeim tekst ekki að blekkja okkur öðru sinni.“ Þjóðverjar henda óspa'iJ gam an að boðskap Roosevelts um hið fjórþætta frelsi. Þeir segj- ast þegar njóta fjórþætts frels- is: frelsis frá kapítalisma, frels- is frá heimsvaldastefnu Engil- saxa, frelsis frá kommúnisma og frelsis frá Gyðingum. Boð- skapurinn um hið fjórþætta frelsi er ekki síður víðkunnur í Þýzkalandi en Bandaríkjun- um. En munurinn er bara sá, að Bandaríkjamenn tengja framtíðarvonir sínar við hann, en Þjóðverjar hafa hann að háði og spotti. Og sömu sögu er að- segja um flugmiða þá, sem bandamenn varpa tik jarð- ar yfir Þýzkalandi. Göbbels hefur rekið rógsiðju sína meðal þýzku þjóðarinnar um tíu ára skeið. Hann hefur mótað hugsunarhátt allra Þjóð- verja, sem eru yngri en tuttugu og fimm ára. Og á þessum tíu árum hefur Göbbels tekizt að sannfæra iþýzku þjóðina um tvö þýðingarmikil atriði. I fyrsta lagi er nú svo kom- ið, að Þjóðverjum er fjarri .skapi að þrá og berjast fyrir „Iýðræði“ og „frelsi.“ Þjóð- verjum kemur ekki til hugar að telja „lýðveldi“ æskilegt stjórnarform, Þegar á lýðveldi er minnzt, minnast Þjóðverjar aðeins atvinnuleysisins og öng- þveitisins, er ríkti á síðustu ár- um Weimarlýðveldisins. Leiðtogar Þýzkalands eru svo sannfærðir og öruggir um þetta, að ávarp þeirra Churchills og Roosevelts til ítölsku þjóðarinn- ar, sem dreift var af flugmönn- um bandamanna yfir Ítalíu fyr- ir innrásina á Sikiley, var birt í blöðum Þýzkalands og þar komizt þannig að orði, „að SHIP/tUTCEWÐ ÉÉi4R ■ HjÍ'gBl W 5C f -H E.S. „SVERRIR" Tekið á móti flutningi í næstu áætlunarferð til Breiðafjarðar fram til hádegis á dag. „ÞðR“ Til Austfjarða í kvöld. Farþeg um til Hornafjarðar er ráðlagt að fara með Þór þar eð viðkoma Esju er óvissari. Ægir Til Vestmannaeyja í kvöld. Far þegar, sem ætla með skipinu láti skrá sig á skrifstofu vorri, fyrir hádegi í dag. Roosevelt og Churchill teldu það ekkl svara kostnaði að miðla þýzku þjóðinni slíkum þvættingi.“ í öðru lagi hefur Göbbels tekizt að sannfæra þýzku þjóð- ina um það, að hún hafi ekkert af útvarpi bandamanna að læra og ekkert að taka sér til fyrir- myndar þeirra meðal. Þjóðverj- ar telja sig öndvegisþjóð heimsins og þeim er fjarri skapi að hrífast af öðrum þjóð- um. Bandamenn skyldu gera sér þess ljósa grein. að þeirra bíð- ur mikið hlutverk eftir að sig- ur er fenginn á vígvöllunum. Þá mætir þeim sú staðreynd, að Þjóðverjum hefur verið kennt um tíu ára skeið að fyrir- líta lýðræðið, óttas.t Rússland og vantreysta Bretlandi og;. Bandaríkjunum. Og það mun þurfa meira en fögur orð og áróður, til þess að breyta hugs- unarhætti þýzku þjóðarinnar. Bandamenn verða með heiðar- leik og skynsamlegu fordæmi -að færa þýzku þjóðinni heim sanninn um það, að spéspegill Göbbels hafi birt he'nni fárán- lega afskræiismynd af Banda- ríkjunum og þjóðinni, er þau. byggir. Jón Sen tók myndina af Marlene Die- trich, sem birtist á 2. síðu blaðs- ins í gær. Áttræð er í dag, 16. sept., frú Guðrún. Magnúsdóttir frá Stokliseyri, nú'. til heimilis í Tjarnargölu 47. Ármenningar. Munið að koma munum á hluta veltu félagsins í í. R.-húsið í dag kl. 1—8. Innritun í dag og næstu daga í Barnaskóla Miðbæjar kl. 5—7 og 8—9 síðdegis. Þessar náms- greinar verða kenndar: íslenzka danska, enska, reikningur, bók færsla, lestur ísl. bókmennta, skrift, upplestur, handavinna ^túlkna, garðrækt og notkun heita vatnsins til ræktunar. Þátttakendur geta tekið þátt í einni námsgrein eða fleirum eftir frjálsu vali. — Kennslan fer fram á kvöldin. Nánari upplýsingar við inn- ritun. Ófbreiðið Áiþýðubiaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.