Alþýðublaðið - 16.09.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.09.1944, Blaðsíða 5
JLaugardagur 16. sept. 1944 AIJÞYOUBLAÐIÐ Ummæli sem okkur þykir væní um — Ameríska leik- konan, íslenzkar stúlkur og piltar — Ummæli hershöfð- ingjans — Fornritaútgáfan — Götunöfn á Akureyri ÞAÐ ER GAMAN að heyra al munni annarra, að íslenzku stúlkurnar séu fallegar. En við viss um þetta samt áður. Þeir sem eitt- hvað hafa farið út fyrir pollinn, hafa sannarlega komizt að raun um það, að hér á íslandi er miklu minna af ófríðum stúlkum en ann ars staðar, og það þýðir vitanlega ekki að þær séu fallegastar. ÞAÐ ER áreiðanlegt að Marlene Dietrich hefur góðan smekk, svo að stúlkurnar okkar mega vera ánægðar, en það er alveg eins og ég sjái bænina í svip kollega minna, er þeir hlustuðu á leikkon una segja þetta um stúlkurnar, að hún léti eitthvert orð falla um ís- lenzku karlmennina, því að það Ihefði sannarlega verið að marka, en um það mál þagði hún. Ætli það tali ekki sínu máli. Þó mega íslenzku stúlkurnar ekki fyllast hofmóði út af iþessu, því að það er reynsla, að um leið og þær trú- lofast eða giftast erlendum manni, þá hverfur úr svip þeirra þetta elskulega og fagra og heiða, sem vekur svo mikla hrifningu okkar sem horfum á þær. Það eru nefni- lega sannindi í því fólgin, að ís- lendingar eiga bezt saman. / KEY HERSHÖFÐINGI dáist að landinu okkar -— og mér er kunn- ugt um það, að hann dáist líka að fólkinu og það er ekki minna um vert. Það hefur mikla þýðingu fyrir framtíð okkar, að menn eins <og hersliöfðinginn beri hlýjan hug í brjósti til þjóðaripnar, þegar þeir hverfa héðan. Það er erfitt að hafa snurðulausa sambúð undir svona kringumstæðum og flestum hefur mistekist það. Þetta hefur tekist betur hér en nokkur þorði að vona. Það er að þakka þroska þjóðar- innar, en það er einnig og jafnvel ekki síður að þakka víðsýni og menningu þeirra, sem stjórnað hafa í hinum herbúðunum. * Ég hygg að við íslendingar höfum verið nijög heppnir með báða bandarísku herforingjana, sem hér hafa dvalið. BÓKAMAÐUR skrifar: „Forn- Titaútgáfan er heldur sein á ferð- inni, og hafa forráðamenn hennar hætti snígilsins. Meðan allir aðrir bókaútgefendur juku afköst sín, gekk Fornritaútgáfan aftur á bak og fækkaði bindum, en fjölgaði ekki. Áður kom eitt bindi árlega, en nú koma tvö bindi á fimm ár- um. Ástæða var þó til, meðan fjár ráð almennings voru nóg, að hleypa fjöri í | útgáfuna og drífa þrjú til fjögur bindi á markaöinn árlega.“ „ÞETTA MÁ enn gera,' því að eflaust verður hagur almennings fremur rúmur framvegis ef 'umrót heimsins leiðir til batnandi menn félagshátta, eins og spáð er um, spjallað og áætlað. Bindi þau, sem Fornritaútgáfan ætlar' að koma út, eru þrjátíu og fimm. Þar af eru komin níu. Tuttugu og sex eru eftir. Hvað margir unnendur þess- arar útgáfu verða komnir undir græna torfu, þegar hénni er lokið, með. sama snígilsskriðinu? Og hvað margir aðrir útgefendur verða búnir að taka riti-n til útgáfu í rándýrumí útgáfuformum, sem al- menningur neyðist til að kaupa, af því að ekkert er annað fyrir hendi? “ „HEIMSKRINGLA, Fornaldar- sögur Norðurlanda, Flateyjarbók, Sturlunga saga og' Biskupasögurn- ar eru á leiðinni í luxusútgáfum. Menningarsjóður, sem hið unga þjóðveldisríki ber ábyrgð á, Iiefur nú tekið helztu íslendingasögurn- ar. til dreifingar, að vísu í sæmi- legum búningi, en á öndverðum meið við Fornritaútgáfuna. Er nú ekki koníinn tími til að leggja Jóns Ásbjörnssonar & Nordals-út- gáfuna bara alveg niður? Geta les endur þá, um annað vonlausir, snúið sér að dýru útgáfunum.“ „HANNESARMAÐUR á Akur- eyri skrífar: „Almenningur á Alt- ureyri hefur oft íundið ástæðu til að hneykslast í sambandi við ým- islegt framferði í bænum. Og þó virðist svo sem stundum hafi þeir, sem mest eru hneykslaðir, fleiri og istærri syndir á samvizkunni, ef vel er gáð á bak við tjöldin, en þeir, sem hneykslunum valda.“ „ÞESSU ER ÞÓ EKKI svo var- ið, þegar um er að ræða nafngiftir bæjarstjórnar á vegum bæjarins. Þar er hneykslunin réttmæt. Nöfn eins og Helga-magra-stræti, Páls- Briems-gata o. s.. frv. eru meiri ó- nefnin. Þó er verra þegar beztu nöfnin eru ekki rétt með farin. Þannig er Bjarkastígur langoftast nefndur Bjarkarstígur, c: kendur við eina björk, sem er rangt, en ekki við márgar, sem er rétt, því að heill bjarkagarður liggur að stígnum sunnanverðum. Svo er Frúarstígur stundum afbakaður.“ * „MÖÐRUVÁLLASTRÆTI og Kaupvangsstræti eru harla leiðin- leg nöfn. Réttara væri að kenna göturnar við nærtækari hlúti t. d. Rommstræti og Sveins-vegur, eða Skammavísnastígur. Þá mætti byggja einhvlers staðar Framúr- skarandi-vitleysubraut, því að það ætti Akureyri sannarlega skilið — í veganafnamálum.“ Hannes á liorninu. I LAMPAGLOS Lampaglös 8"' Do 10'" Do 14'" * Do 15'" Do 20T Einnig ensk glös, belgvíð, 2 teg., fyrirliggjandi G R H. Þegar bandamenn tóku Rómaborg. Veiðarfæradeiidin Mynd Iþessi sýnir hersveitir bandamanna, er ,þær sóttu inn f Rómaborg og sést þýzkur skriðdreki ibrenna til vinstri á myndinni. Kom til iharðra vopnajviðskipta milli banda- manna og Þjóðverja áður hinar þýzku her.sveitir höfðu verið hraktar út úr hinni fomu, föigru og sögufrægu höfuðborg ítalíu. Ameríka i þýzkum spéspegli Þþðgar styrjöldinni er lokið og fánar banda- manna Iblakta yfir rústum iBerliínariborgar, mun mikið hlut verk ibíða 'bandamanna. Þá er að því komið, að þeir kynnist rtil hlítar hugsunarhætti þýzku þj'óðarinnar. ■ Áróðurinn, sem rekinn hef- ur 'veúið í Þýzkalandi undir tforustu Jósefs Göbbels. hefur haft þau áhritf á þýzku þjóð- ina, að 'h-ún sér ekki msð aug- um sínum og heyrir ekki með eyr-um sínum. Hún telur ekki einu sinni vertf að. hlýða á hokkuð það', sem Uim|helmur- in.n hefur henni að segja. Ég hef dvaliz't í þrettá'n mán- uði í hald'i í Baden-Baden í Þýzkalandi. Ég átti ekki kost annarra frétta en þeirra, sem komu tfrá Þjóðiverjum. Ég var uim. það eins settur og1 þýzka þjóðin. iMér var aðeins leyft að lésa blöð, s.em út voru gef- in í Þýzkalandi og löndum þeim ©r Þjóðverjar höfðu á valdi sínu — Frakklandi, Belgíu, Hollandi og Stalíu. Ég hlust- aði á útvarp, sem ætlað var Þjóðverjum ög þjóðum þeim, er þýzki herinn réði yfir. En mér var leyft að skrifa atihuga- semdir hjá imiér og ræða við samfanga mína, sem margir voru blaðamenn og stjórnmála- rnenn. Þar er ég hef lengi starfað að Iblaðamennsku og útgáfu- starf.se,mi, gerði ég mér mikið far um að kynna mér áróður Þjóðverja og rekstri lygavélar Jósefs Göbbels. Göibibels hefur látið þjóð sinni í té fréttir af ölLum sigr- um hinna þýziku hersveita, -en hins vegar hefur hanp haldið valdlega leyndum fyrir henni fréttum um sigra bandamanna. Dag eftir dag hlustaði ég á á- róður Þjóðiverja gegn Banda- ríkjunum og Bandaríkjamönn- um. Og þessi áróður gegn Bandaríkjunum hefur haft mik il áhrif á þýzku þjóðina. Hún hyggur, að lýðræði Bandaríkja- anna sé skrítla ein. Og hún vill ekkert með lýðræðishugsjónir okkar hafa. Það hefur verið unnið markvíst að því laga hríð að rægja Bandaríkin við þýzku þjóðina, og sá rógur hefur haf't tilætluð áhref. GREIN ÞESSI er eftir Bandaríkjamann, Thomas Kernan að nafni, sem dvaldist í haldi í Þýzkalandi í þrettán mánuði og er nýkominn heim til ættlands síns. Hafði hann átt þess góðan kost, að kynnast áróðri Þjóðverja og lýsir því, að þýzka þjóðin sjái önnur lönd í spéspegli þeim, sem Göbbels og málaliðsmenn hans hafi brugðið fyrir sjónir hennar. Telur Kernan, að bandamönnum muni reynast örðugt að fá þýzku þjóðina til liðs við sig, því að tíu ára áróður nazista hafi valdið því, að hún sjái ekki með aug- um sínum og heyri ekki með eyrum sínúm. Greinin er þýdd iir tímaritinu Reader’s Digest. Göbbels hefur - átt þess kost að vekja hatur og Ihefndarhug í garð Bandaríkjánna meðal þýzku þjóðarinnar með því að minna hana látlaust á loftsókn Breta og Bandaríkjamanna á Þýzkaland og tjón það, er hún 'hefur valdið. Þéttbýli er mikið á meginlandi Evrópu, isvo sem alkunna er. Hvenær ,sem flug'- vélar bandam-anna leggja til at- lögu við járnbrautamiðstöð, brú eða iðjuver, má við iþví búast, að heimikynni margra ó- breyttra borgara verði og hæíð sprengjum, svo og ein >eða tivær /kirkjur. Göbbels hefur iboðað þjóð sinni kappsamlega þá lý,gi, að flugvélar handamanna leggi íyrst og fremst áherzlu á það að hæfa staði, sem ekki hafa hernaðarlega þýðin.gu, sprengj- um. Hann hefur klifað á 'því, að hlutverk flughers bandamanna imeð loftsó'kinnji gegn. Þýzka/'- landi væri fyrst og fremst það að jafna .mennta- og menning- arsetur Þýzkalands við jörðu. Þessi lýgi hefur verið endur- tekin hundruð sinnum., og birt- ar hafa verið þúsundir ljós- mynda, sem eiga að sanna það, að Bandaríkin séu í grimmi- legri herför gegn hinni fornu menningu Evrópu. Og þessi lygaboðskapur hcfur fun.dið mikinn hljómgrunn meðal Þjóð verja. Hinn tólfta dag marzmánað- ar árið 1943 flaug flugvélasveit á leið til iStuttgart yfir Baden- Baden. Ein flugvélin missti sprengju yfir borginni, sem hæfði kaþólska kirkju og olli miklum skemmdum ó guðshús- inu. Þetta var eina sprengjan, sem var.pað var á Badendalinn 'hina þreitán mánuði, sem ég divaldist þar. 'Þar eð kirkjan var istór og stóð uppi á hæð, verðuir aldrei unnt að sannfæra Badeníbúa um það, að hér hafi verið um slysni að ræða. Sjúkra 'húsið í Frankfurt, er rúmaði sex þúsundir sjúklinga, stóð utan við borgina o.g fjarri öðrum húsum. Það var jafnað við jörðu í loftárás efaláust vegna þess, að flugmennirnir hafa haldið, að !hér væri um hernaðarlega þýðingarmikla 'bvggingu að ræða. Meðal þýzk- ra bygginga, sem orðið hafa fyr ir iskemmdiumi af völdum ioft- sóknarinnar, eru dómkirkjurn- ar í Œ^öln, TJiier, Acjhen ög Múnster, svo og helztu kirkj- urnar og safnahúsinu í Múnc- hen. Þegar maður skýrir Þjóðverj um frá því, að þetta sarna hafi þýzki flugherinn gert í árásimi sínum á Lundúni veturinn. 1940-1941, lita þeir undrandi á mann, því að þeir hafa aldrei heyrt þessa getið. Þeim er alls ókunnugt um tjón það, er þýzki flugherinn olli á mennta- og menningarsetrum Bretlands. Þeir trúa því í barnslegri ein- iægni, að það hafi verið banda menn en ekki Þjóðverjar, sem hófu að gera loiftárásir á staði, sem ekki höfðu hernaðarlega þýðingu. Því miður hefur Þjóðverjum tekizt að n.á dnottinvaldi yfir föllifelL.*,* Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.