Alþýðublaðið - 22.09.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.09.1944, Blaðsíða 5
Föstudagur 22. sept. 1944. f Um kjötverðið og krónugildið — Bréf frá gömltim bónda — „Ástandsmær£‘ skrifar mér um stúlkurnar og piltana þeirfa, áhyggjur þeirra og ástir — Enn um „Ungur var ég.“ UM KJÖTVERÐIÐ og þau ó- dæmi öll fékk ég bréf frá gömlum bónda, sem ég ætla að lofa ykkur að sjá. Þiað er hart undir tönnina. Ég hef undanfarið fengið nokkuð mörg bréf um afurðaverð ið og þó sérstaklega „vikusam- þykkt“ þingsins, en þetta bréf er alveg sérstakt í sinni röð; hérna er það: „HVERNIG lýst skynsömum mönnum á framsýni, hyggindi, vízku og réttlæti nefndarinnar frá fyrra ári, sem sumir dásömuðu þó er hún ákvað samkomulagið milli verðlags og kaupgjalds? Og þar með á glæpsamlegu skrúfuna, tak markalausu eigingirnina og hlut- drægnina á báðar hliðar í kaup- kröfum, verkföllum og vöruverði? Eða þá ,hins vegar á ráðleysi sundrung og fálm eða dekur við óhappamennina, sem eru að drepa stjólfstæði þjóðar sinnar í endur- fæðingunni? “ „IJENT SKAL hér aðeins á eitt dæmi af óteljandi mörgum, sem hér að lúta. Nú er svo komið, að smá'söluverð á kjöti, á að þurfa að vera kr. 18.87 pr. kg. á „frjáls- um markaði“, eða án milligjafar af alþjóðarfé til seljanda. Með því verði kostar eihn sæmilega vænn lambskroppur, 18 kg„ keyptm- smám saman, kr. 339.66, og sauðarkroppur , 33 kg.‘ að sama skapi kr. 622.71.“ „ER NÚ nokkur maður til á landi voru svo skyni skroppinn, að halda þetta bændum fyrir beztu eða brýna nauðsyn? Heldur nokk- ur maður að kjötið seljist vel á þessi verði? Eða að ríkissjóður verði fær um það, að borga tugi milljóna króna í ,,verðuppbætur“ á mest allt kjötið, sem annað hvort yrði selt utanlands fyrir lítið brot af nefndu verði, eða þá fleygt í sjóinn og hraunholur? Og aldir þannig minkar fyrir menn, á beztu fæðutegund landsbúa.“ „HVERSU HEFUR nú vitring- um þessa lands tekist að fara með gengi krónunnar, þegár miðað er við kjötverðið? Fyrir rúmum 30 árum, haustið 1912, gkvað Slát- urfélag Suðurlands (sem þá var þó oft verið að atyrða fyrir of hátt verð) ve'rðið á kjötinu 30—50 aura kílógramm. Miðað við hærra verðið (50 aura) er gengi krón- unnar nú 37,7 sinnum lægra. Eða með öðrum orðum: 1.00 króna nú, jafngildir 2.65 aurum þá (2% eyri). Hversu langt er nú eftir að núll- inu, algeru gengishruni krónunn- ar, og einveldi í stað lýðræðis með slíku framferði?“ AF TILEFNI ummæla um feg- urð íslenzkra kvenna, um undar- lega drætti um munn þeirra,- sem bindast ástarböndum við erlenda menn og hrukkur á ennum þeirra fékk ég í fyrradag sérstætt bréf frá stúlku, semmefnir sig „Ástands mær“. Hér er það: „NÝLEGA varst þú að tala um okkur stúlkuhnar, sem -trúlofast hafa útlendingum. Þér þykir svip ur okkar breytast skjótt. Þú segir ekki, hvað þú álítur valda því. En ef þú hugsar þig um, heldur þú iþá ekki að það geti skeð, að þessi svipbreyting, þessar þrukkur á enninu og þessi undarlegi munn- svipur, geti stafað af áhyggjum okkar um ástvini okkar? Það gæti stafað af andvökunóttunum, þegar þeir eru að fara í burtu og við vit- um alls ekki hvort við sjá- um þá nokkurn tíma aftur. E'kki er heldur gott um svefn, eða okk- ur létt í hug, þegar við fréttum ekkert af þeim í langan tíma, eða fréttum að þeir séu komnir til víg- stöð'vanna.“ „HÖFUM VIÐ EKKI fleiri á- hyggjur en þær stúlkur, sem eru svo lánsamar að fella ást til laqda? Þær þurfa ekki að bíða, bíða þessa endalausu bið eftir fréttum, sem máske verða svo slæmar fréttir. Ekki finna þær heldur þennan lát lausa sting í hjartastað, þegar þær hu-gsa um piltana sína. Ekki þurfa þær að vera hræddar við að fara í rúmið á kvöldin. Ekki liggja þær eins oft andvaka og hugsa að kannske núna — einmitt núna — liggi pilturinn þeirra kannske einhvers staðar hjálparlaus eða ! dáinn. Ekki dreymir þær þá sund urskotna og örkumla. Stundum er betra að vaka en sofa.“ „HELDUR ÞÚ EKKI, Hannes minn, að þegar piltaþ.nir okkar koma aftur heilir á húfi, þá hverfi hrukkurnar og þessi munnsvipur, sem gæti stafað af því að bæla niður grátinn, þegar við erum úti á götu og við vinnu okkarr? Gæti ekki verið, að þá verði svipur okkar aftur ein-s og áður var. Heldur þú ekki að hreinn og fag- ur svipur sé afleiðing hamhigju og áhyggjuleysis? Og vissulega verðum við * mjög hamingjusamar þegar piltarnir okkar koma aftur. Ef það verður þá nokkurntíma.“ FRÁ Arngrími Kristjánssyni, sem er ein.n af stjórnendum útgáf unnár „Skuggsjá", hef ég fengið eftirfarandi bréf af tilefni ummæla minna um unglingabókina „Ungur var ég“. Framh. á 6. síðu. Öska efftir að gjörast áskrifandi að Heimskringln í skinnbandi — — óbundinni. (nafn) (heimili) Sendist til: Helgafellsúlgáfan. Box 263. Rakettubyssur í brezkri flugvél. Á mynd þessari sjást brezkir ílugmenn vera að hlaða rakettubyssu í flugvél, sem er í þjón- ustu heimavarnarflotans brézka, en flugvélum hans er teflt fram gegn skipum óvinanna. t- Fjorum rakettubyssum er kom.ð fyrir undir hverjum væng þessara flugvéla. HERSVEITIR bandamanna réðust á land á Frakklands strönd innrásardaginn úr inn- rásarbátum, en hugmyndina að þeim fengu bandamenn upphaf- lega að láni frá Þjóðverjum. Aðrar hersveitir bandamanna voru látnir síga til jarðar í fall- hlífum bak við herlínu óvin- ! anna, en fallhlífar þeirra vóru búnár til eftir fallhlífum, sem bandamenn höfðu tekið af Þjóð verjum í Afríkustyrjöldinni. i Bandamenn beittu og mjög kaf j bátum í innrásinni, en þá að- j ferð höfðu þeir numið af Jap- önum, þegar þeir réðust á Pearl Harbor. Bandamenn nota nú margs konar leynivopn í bardögunum á austurvígstöðvunum, sem | komu Þjóðverjum mjög á ó- | vænt, þegar innrásin var gerð. Bandamenn bjuggu sig undir það, að Þjóðverjar befðu leyni- vopn handa í milli. Bandamenn j höfðu þess vegna sérstaka her- ' sveii með innrásarhernum, er í hafði það hlutverk með hönd- j um að rannsaka hergöng og út- búnað þýzka hersins. í Þessir vopnasérfræðingar bandamanna fylgjast og með herjum þeirra, er berjast-.í Af- 1 rjiku, á Ítalíu og Kyrrahafi. Dags verk þeirra ef oft og tíðum ekki annað en að taka í sundur sprengju af nýrri gerð eða sprengil/ilu, sem ekki hefir sprungið. Önnur vopn óvinanna eru send með flugvélum og rann sökuð í sérstökum rannsóknar- stofum. Sú rannsóknarstofan, sem frægust er fyrir'vopnarann róknir í löndum bandamanna, er í Abérdeen í Skotlandi. ítölsku vopnin reyndust mjög liættuleg, og bandamenn sprengdu þau heldur í loft upp en nota þau eins og þýzku vopn in. En bandamenn tóku hins I vegar í þjónustu sína Alpini- fjaliaskóna frægu. Hugmyndin að mannlausu flugvélinni er upp haflega komin frá Japönum, enda þótt bandamenn hafi auk- ið mjög við hana og fullkomnað hana. Annars hefir það fyrir löngu komið á daginn, að banda menn standa Japönum mun framar um framleiðslu leyni- vopna og mætti nefna mörg dæmi því til sönnunar. Á Aleutaeyjum bera hermenn bandamanna mörg létt föt í GREÍN ÞESSI, sem er eftir Thomas M. John- son og hér þýdd úr tímarit- inu Ileader’s Digest, fjallar um, þátt leýnfivopnanna í styrjöldinni og margt annað varðandi stríðsrekstiu-inn, sem sjaldan er á minnzt í sjálfum stríðsfréttunum. Yf- irburðir bandamanna á víg- völlunum eru nú öllum ljós- ir, en ef til vill eiga banda- menn stríðsgengi sitt eigi hvað sízt því að þakka, hversu framleiðsla hvers kon ar leynivopna hefir farið þeiin vel úr hendi. staðinn fyrir fá þung föt. Hug- mvnd þessa fengu Bandaríkja- menn að láni frá Rússum, en þeir höfðu aftur lært þetta af Finnum. Þjóðverjar lærðu þetta einnig af Rússum, en um sein- an. Hefðu þeir kunnað skil á þessu veturinn 1941—1942, myndi margur maðurinn í her þeirra, sem féll, hafa komizt lífs af. Leynivopn Þjóðverja bera þess vitni, að þeim er mjög sýnt um alla skipulagningu, auk þess sem þeir eru vandvirkir og kost gæfnir með afbrigðum. Þeir hafa í þjónustu sinni farartæki, sem minnir um margt á tor- færubifreið bandamanna, og sennilega standa þeir bllum öðr um framar á vettvangi fram- leiðslu vélknúinna farartækja. Þegar ioftsóknin gegn Bret- i landi stóð sem hæst, var tekið I áð skjóta rakettusprengjum á i þýzkar flugvélar. En rakettu- byssurnar voru erfiðár viður- j eignar . ýmissa orsaka vegna. Sérfræðingar í Washington tóku > mál þetta til meðferðar. Og á- rangurinn varð sá, að einum sér fræðingnum datt í dug að reyna að framleiða rakettubyssu, sem væri svo létt og auðhreyfanleg, að sérhver stórskotaliði gæti haft hana að vopni. Og þess varð skammt að bíða, að byssa þessar ar gerðar hefði verið. framleidd og tekin í notkun. Sjö dög- um eftir að fyrsta sending af byssum þessum hafði verið framleidd, var hún tekin í notk un í Afríku og skömmu síðar i Rússlandi. Byssa þéssi gafst svo vel, að Þjóðverjar gerðu sérstakar ráð- sta/anir til þess að taka eina þeirra herfangi og tókst það. — Sex mánuðum síðar höfðu Þjóð verjar framleitt byssu líka að gerð, og vopni því beita þeir nú mjög gegn skriðdrekum bandamanna. Þjóðverjar hófu brátt að skjóta rakettusprengjum úr flug vélum. —- Bandamönnum tókst að taka nokkrar þessarar rak- ettusprengna og byssurnar, er þeim var skotið úr, herfangi. Því næst auðnaðist bandamönn um að finna varnir gegn þessu vopni og hófu svo framleiðálu rakettubyssna sjálfir, sem fyrir var komið í flugvélum þeirra. Byssur þessarar tegundar voru ainnig notaðar í innrásinni í Frakkland. Eigi alls fyrir löngu, rættist langþráður draumur brezku upp lýsingarþjónustunnar, þegar ein flugvél nazista neyddist til þess að lenda á flugvelli banda- manna. Þetta var sprengjuflug- vél af gerðinni JU-88. Flug- menn bandamanna flugu hepni til rannsóknarstöðvarinnar að Dayton. Þar var hún rannsökuð af mikilli kostgæfni. Og þeir, sem höfðu rannsókn þessa með höndum, sanúfærðust brátt um það, hvers vegna allar þýzkar flugvélar, sem bandamenn náðu á vald sitt, voru stéllausar. Þar hafði sem sé verið fyrir komið sprengiefni, og var öllum þýzk um flugmönnum stranglega fyr ir l'agt að granda flugvélum sín um áður en þær féllu banda- mönnum *í hendúr. —• En jafn- framt fundust í flugvé'linni leiðslur, sém lágu út í vængi hennar. Eftir leiðslum þessum var heitu gasi hlevpt út í væng ina, en það bræddi ísinn jafn- óðum og hann festist á væng- ina. Bandamenn voru að sjálf- sögðu ekki seinir á sér að taka upngötvun þessa í þjónustujsína. Flugvélar, sem bandamenn taka herfangi, eru rannsakaðar á sérstökum flugvöllum, og þess ar Kannsóknir verða til þess að bandamenn verða margs vísari um uppgötvanir óvinanna. Ann ars er sannleikurinn sá, að bandamenn standa óvinunum nú orðið mun framar um flest Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.