Alþýðublaðið - 23.09.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.09.1944, Blaðsíða 5
I<augardagur 23. sept. 1944. Áhorfandi að ósköpunum rís upp á afturlappirnar og ég mótmæli fyrir hönd yfirvaldanna og þjóðarinnar — Það er ióðið! BílÝR LASKAST samg'öngur teppast.". ,,Svo mikiff óx í fyrrinótt og gærdag í ánni Klif- andi í Mýrdal, að gróf undan vest urenda (brúarinnar) svo mjög, að brúin laskaðist. og seig allmikið og tepptist bílaumferð þar algerlega. Brúin er í hættu og hefir lienni verið lokaö. . . . Undir Eyjafjöll- um varð vatnsaginn svo mikill, að árnar flæddu yfir bakka (sína) og runnu utan við brýrnar, svo að fært var yfir. Má þá segja að eigi eigi sé ein báran stök nú hér á Suð urlandi, að því er samgöngur snert ir.“ (Mbl. 13. sepf. ’44). Þetta seg- ir áhorfandi í bréfi og þeldur á- fram: „ÞESSl SÖNGUR og aðrir áUka heyrist nú orðið oftast ef regndag- ar koma hér á Suðurlandi. Þessi væll er endurtekin í blöðum og útvarpi, en lítið að því vikið hvern ig á þessu stendur. Hver er orsök- in? En hún er öllum augljós. Hún er skammsýni, fyrirhyggjuleysi og trassaskapur þeirra, er þessum mál um stjórna og þá fyrst og fremts vegamálastjóra. Þegar grefur und an brúarstólpum, er það af því að illa er gengið frá grundvelli stöpl- anna í upphafi. Þegar ár renna beggja vegna við brýrnar, er það af því að brúaropið er mikils til of lítið. vatnsfarvegurinn of þröng ur. Er ríkið búið að fá marga skelli af þessu, og fólk mikil ó- þægindi og fjártjón.“ „SVO VAR t. d. er brýin á Brú- arhlöðum fór af, svo og brýrnar á þjóðveginum fyrir mynni Bjarnar dals í Borgarfirði, brýr (og vegur) yfir Ferjukotssýkið o. fl. o. fl. Allt þetta hefði ekki þurft að koma fyr ir, ef vit og fyrihyggja hefði verið við stýrið. Ölfusúrbrúin hefði heldur aldrei fallið niður, ef strengir hennar hefðu verið endur nýjaðir (sem hlýtur að vera -hægt), ■en ekki allt látið danka í óreiðu -og kæruleysi — þrátt fyrir að- varanir sbr. aðvörun Alþýðublaðs ins, Einars skipherra og fleiri -— þangað til um koll keyrh-.“ „Á NÚ AÐ LÁTA hinar hengi- brýrnar fara ein-s? Hugsa ekkert um endurnýjun þeirra, en hrópa bara í útvarpið einhverjar „regl- ur“ um umferð yfir þær, sem fáir taka minnsta mark á? Mér kæmi ekki á óvart þó einhverntíma kæmi fyrir annað eins hneykslis- mál í samgöngumálum okkar hér sunnan lands, og hrun Ölfusárbrú arinnar, og það er, að-brúin á Markaríljóti stæði á þurru, en vatnið félli óviðráðanlegt fyrir vestan hana. Langur garður er frá vesturenda brúarinnar upp í fjall sem heitir Dimon. Færi Markar- fljót yfir garðinn, og setti skörð í hann, sem vel getur komið fyrir, þegar búið er að veita vötnunum öllum að mestu eða öllu leyti í eitt, er voðinn vís.“ „TIL ÞESS að tryggja sig sem unnt er gegn þessari hættu sýnist vera sjálfsagt að hafa grjóthrúg- ur nokkrar meðfram garðinum að vestan, svo að efni sé við hendina stTax, ef garðurinn skyldi bila. En hefir nokkuð verið um þetta hugs að? Ekki var það fyrir fáum ár- um a. m. k. Kannske að „þetta liggi ekki fyrir“ fyrr en brúin stendur á þurru, og allar samgöng ur lengra austur eru með öllu tept ar?‘ „FER EKKI að koma tími til þess að skipta um yfirstjórn vega- og brúarmálanna, og fá „nýtt talóð“ inn í þau? Eða þurfa kainnske fleiri ,,skandalamál“ að koma 'fyr- ir?“ ÞETTA ER bannsett sérvizka í bréfritaranum. Það er alls ekki kominn tími til þess að gera nein- ar breytingar á neinni yfirstjórn. Ungir menn, sem eru að alast upp og eiga að taka við opinberum trún aðarstörfum innan skamms eru í óðaönn að læra af fyrirrennurum sínum. Þeir eiga að fá að sjá það til fúllnust-u, hvernig islenzkir em bættismenn eiga að haga sér svo að þeir njóti trúnað yfirvaldanna og geti orðið eilífir augnakallar í embættum sínum. 1 . ÉG VIL EKKI láta skemma upp eldi þessara ungu manna. Ég vil koma í veg' fyrir það að þeir séu sífeJlt vakandi í embættunum — einhverntíma verða veslings menn irnir að hafa frið. Það er ekki hægt að ætlast fil þess að þeir séu fullir af ábyrgðartilfinningum gagnvart embættum sínum og þjóðinni. Hún vill hafa embættis Frh. af 6. síðu. Frá og með næstu mánaðamótum óskum við eftir unglingum eða eldra fólki til að bera foSaðið til fastra kaupenda víðs vegar um bæinn. TaSsð v£ð afgreiðsðiina. AlþýðubEaðið. — Sími 4900, r A vængum breiðum. Hér sést amerísk sprengjuflugvél á sveirni yfir Saipan í Marianeyjaklasanum á Vestur- Kyrrahafi. Flugvélar Bandaríkjamanna hafa til þessa orðið að fljúga óravegu til árása á stöðvar Japana á þessum slóðum. Nú er þetta oðum að breytast, árásirnar verða tíðari og harðari og nú má svo heita, að Bandaríkjamenn ráði lógum og lofum yfir Kyrrahafsvíg- stöðvunum Orde Wingate — Ketja eyðimarka og frumskóga. ORDE WINGÁTE hafði að sönnu hlotið ógæta mennt- un og þjálfun sem hermaður, en eigi að síður mun mörgum hafa komið það á óvænt. að hann skyldi geta sér slíkan frama og raun varð á. Wingate var sérstakur snillingur í her- mennsku, arftaki manna slíkra sem Wolfes frá Quebec, Clives af Indlandi, Gordons „kín- verska“ og Lawrences af Ara- bíu.. Wingate var herforingi, sem unni „sverðinu og biblí- unni“ og undi vel hag sínum á eyðimörkinni og í frumskógun- um. Hann var trúmaður mik- ill og unni öllu hinu dulræna og leyndardómsfulla. En jafn- framt var hann harðgerður at- vinnuhermaður, sem fannst mikið til um það að standa í raun harðrar baráttu. Wingate var einn þeirra manna, sem gerði drauma sína að veruleika. Það var' sízt að undra, þótt Wingate unni, sverðinu og biblí- unni. Hann var náskyldur Lawr ence af Arabiu. Frændi hans, Sir Reginald Wingate, var landstjóri í Súdan og umboðs- maður brezku stjórnarinnar á Egvptalandi. Faðir Íians, George Wingate ofursti starfaði um þrjátíu og tveggja ára skeið á vegum indverska hersins, og þegar hann lét af þeim störf- um, stofnaði hann Miðasíutrú- boðsfélagið. Forfeður Wingates höfðu því flestir starfað á veg- um hersins eða utanríkisþjón- ustunnar. Wingate hafði ævilangt hald ið merki feðra sinna hátt á loft. Hann stjórnaði Gyðingum í Palestínu, Súdanbúum. her- mönnum í Abyssiníu, Indverj- um, Burmabúum, Ástralíumönn um, Nýsjálendingum, Skotum, Irum og Englendingum, og hon um auðnaðist jafnan að vekja þeim hina sömu trú og hann var sjálfur gæddur á .málstað sinn og sigurhorfur. Þegar allt gekk í haginn, vakti hann áhúga manna sinna, og þegar í móti gekk, gat hann jafnan talið kjark í þá. Wineate hafði óbilandi trú á dugnaði og dirfð. ITann gat ferðazt vikum saman, þótt hann nvti aðeins örfárra klukku stunda svefns á sólarhring. En þegar leiðarenda var náð eða verki því lokið, sem hann keppt ist við, tók hann sér langa j~j. REIN ÞESSI, sem er eft ir Charles J. Rolo og hér þýdd úr tímaritinu World Digest, fjallar um hinn fræga lierfóringja Orde Wingate, sem gat sér mestan orðstír í Abyssíníu og Burma. Win- gate lifði mjög ævintýralegu lífi og þótti flestum lierfor- ingjum bandamanna sérstæð ari og snjallari á sínu sviði. hvíld og var að því búnu reiðu- búinn til þess að efna til nýrra stórræða. ,, RIÐ 1921 hóf Wingate nám við herskólann að Wool- wich og gerðist stðráðinn í því að leggja hermennsku fyrir sig. Hann sannfærðist brátt um það, að sérhver góður hermaður yrði að hafa víðtæka þekkingu til brunns að bera og sat því við lestur flestum stundum. Hann hafði mikið yndi af- tónlist. Þegar Toscanini heimsótti Palestínu, ferðaðist Wingate um landið í humátt á eftir honum og sótti alla hljómleika hans. Wingate hafði og mikið yndi af bókmenntum, og þau fræði, sem hann lagði mesta stund á, voru heimspeki, landafræði og trúarbragðasaga. Hann kynnti sér og hernaðarsöguna af kost- gæfni og las ævisögur allra hinna frægustu hershöfN-Ma, sem uppi hafa verið. Hann var og mikill hestamaður og keppti oft á veðreiðum við mikinn orð stír. í stjórnmálum fylgdi hann vinstrisinnuðum íhaldsmönnum að málum og var mikill aðdá- andi Winstons Churchills. Hin fagra kona Wingates, er fyrrum hét Lorna Elípabet Moncrieff Paterson, var manni sínum mjög samhent og hafði mikinn áhuga fyrir hermennsku hans. Eftir herförina í Burma heimsótti einn herforingi Win- gates konu hans til þess að færa henni fréttir af manni hennar. Meöan hún hitaði teið, skoðaði gestui-inn í bókaskápana, þar sem bókum var raðað af smekk vísi. ,,Þetta eru einmitt þær bækur, sem ég bjóst við að sjá í skrifstofu hershöfðingjans“, mælti gesturinn, þegar hann sá, að hér voru fyrst og fremst bæk ur, er fjölluðu um herfræði og landafræði. „Nei, Orde á ekki þessar bækur“, mælti frúin. „Bækurnar hans eru allar uppi í sveit. Þetta er bókasafrfið mitt.“ Wingate og kona hans kynnt ust fyrsta sinni á Miðjarðar- hafsfari. Hún var þá fimmtán ára gömul, en hann þrítugur. Ungfrú Moncrieff Paterson var þá á leið í skóla til þess að und irbúa sig undir að það nema enska bókmenntasögu við Ox- fordháskóla. En það varð ekki af því, að hún hæfi hið fyrir- hugaða háskólanám sitt. í þess staö gekk hún i heilagt hjóna- band með Wingate, þegar hún var seytján ára gömul. Wingate var sér í 'lagi sýnt um allar rökræður, enda var hann jafnan sannfærður um það, að hann flytti rétt mál, sem og jafnan var. Þegar hann háði ekki orrustur, gekk hann löngum milli manna og hafði þá sama sið og Sókrates um það, að hann lagði heimspeki- spurningar fyrir þá og svaraði þeim svo oftast sjálfur og þótti þá flestum til um mælsku hans og rökfimi. Minni Wingates var frá bært, auk þess sem harrn hafði aílað sér mjög alhliða menntunar. * NGATE lagði alla ævi mikla áhrezlu á það að vikka hinn andlega sjóndeildar hring sinn. Þegar hann starfaði í Palestínu, eyddi hann jafnan leyfum sínum í Gyðingabyggð og lærði þar að tala, iesa og rita hebresku eins og innfædd- ur væri. Þegar hann dvaldist í Súdan, nam hann og ýmsar mállýzkur Araba. Þegar herför in í Abbyssiníu stóð yfir, mátti oft heyra hann syngjá á ara- bisku i tjaldi sínu á morgnana. Hann söng líka iðulega Araba- söngva, þegar hann ók um í bif reið sinni. 'Wingate var ævintýraþráin í blóð borin. Þegar hann var send ur sem liðsforingi frá Englandi til Súdan, fór hann á reiðhjóli yfir Alpafjöllin. Hann tókst og langferð á hendur um Líbíu eyðimörkina til þess að leita að Zerzura „týndu vminni“, sem getið er um i fornu ara- Framfh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.