Alþýðublaðið - 23.09.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.09.1944, Blaðsíða 6
*LE»Tf»UB* ****-■ jJntg&riujSKx :4S.. sep^^P^' SÍMI 4205 Húsmæðraskóli Reykjavíkur. Að gefnu tiXefni skal það tekið fram, að umsóknir um Húsmæðraskóla Reykjavíkur, sem bundnar hafa verið við ákveðið ár, en eigi hefur verið hægt að sinna það ár, koma ekki til greina síðar, nema þær verði endurteknar skrif- lega. í»á skal tekið fram, að viðtalstími forstöðukonu næsta skólaár,* er alla virka daga, nema laugardaga, frá klukkan 1—2 e. h. Reikningar til skólans verða greiddir á þriðjudögum og föstudögum klukkan 1—2 e. h. Bulda Stefánsdóttir, forstöðukona Sendisvein vantar oss 1. október næstkomandi. — Upplýsingar hjá gjaldkeranum. T ryggingarstof nnn ríkisins. HANNES A HORNINU Frh. af 5. síðu. menn eins og þeir hafa verið, sof andi og hugsunarlitla um störfin, hirSulausa um embættin — og glaða og káta í sinu fyrirhyggju- leysi. EMBÆTTISMENN endast nefni lega betur ef þeir eru svona — og við íslendingar þurfum að spara vinnukraftinn. Hugsum okkar til dæmis ef ungir verkfræðingar færu að fá b;í skoðun, að það færi eftir því hvernig þeir ræktu em- bætti sín, hvort þeir héldu embætt unum e£a ekki. Hugsum okkur ef þeir fylltust metnaði um það að gáeta starfa síns sem allra betz. I>að væri dáfallégt. Það skapaði svo mikinn röa í þjóðlífið. Það yrði enginn svefnfriður. NEÍ, EG Vft láta halda áfram á þftssari braut. Það gerir ekkert til þó að brýr steypist í fljótin og sarrigöngur teppist. Það verður að hafa það þó að allt gangi á tréfót um en engum fótum. Og sjóðvit- laus áhugi í ungum embættismönn um og misskilin ábyrgðartilfinn- ing gæti orðið til þess að þjóðin yrði alveg fótalaus. ÉG ER ALVEG handviss um að þið eruð sammála þessu rausi míriu. Þið viljið hafa allt rólagt og sofándi eða rétt svona mókandi. Þá er líka friður og kyrrð. Það á ekki að vera að skamma menn. Það á að i^a öllu að hanga þangað til J>að slitnar. — Það er lóðið. Hannes á horninH. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framhald af i4. síðu. gær birtist þessi gremarstúfnr um ástandiö í Sjálfstæðisflokkn um: „Samkomulagið í þingflokki Sjólfstæðisfloksoins er nú sagt sízt betra en endranær. Þar togast á tvö öfl. Annað vill samkomulag við kommúnista, því að það muni heppilegast fyrir fylgi flokksins í bæjimurn. Hitt vill leita samstarfs við Framsóknarmenn, því að það er talið vænlegast vegna sveita- fylgisins. Hins vegar virðast bæði flokksbrot.in sammála um að draga öll vandamál á frest. Þegar eitt sinn var lokið fundi í þingflokknum, þar sem þessi mál voru rædd, samdi einn þingmaður inn, sem er í bæjardeildinni (að sögn Lárusar Jóhannessonar) svo- hljóðandi fundargerð: Það mun valda bráðum bata að bregða öllum vanda á frest, elska bæði bolsa og krata, en bændaflokkinn mest. Þingmaður úr sveitardeildinni (að sögn Dalasýslumaður.) samdi þé svohljóðandi fundargerð: Það mun valda bráðum bata að bregða ölltrm vanda á frest, elska bæði bændur og krata, en bolsaflokkinn mest.“ Þannig lýsa nú tveir af þing mönnum Sjálfstæðisflokksins á- standinu á heimilinu því! K3 Il Framh. af 5. síðu. bisku kvæði. Wingate úkvað að hætta að reykia tangt til þess að safna ícr til þessarar farar. Ha'a komst að raun um það, að honum leið mun 'betur, ef hann var án vindlinganna, svo að hann ákvað að hætta að reykja fyTÍr fullt og allt. * VÍ FÓR alls fjarri, Wingate væri meinlætamaður í æsku sinni. Hann kunni vel að meta góðan mat og gómsæt vín og var, eins og vinir hans í her- skólaifum nefndu hann _„mað- ur, sem gott var að hafa í mann fagnaði". En eigi að síður gerði hann sér þess grein, að þægindi siðmenningarinnar voru um margt óæskilegri en harðrétti fortíðarinnar. Aður en hann hóf hið raunverulega hermanns- starf sitt, sagði hann félögum sínum, að hinn saxrni herforingi yrði að geta neitað sér um nautnir og annað allt, sem væri til þess að veikja og sljóvga. Það var í Palestínu árið 1938, þegar Wingate laut þar yfir- stjóm Wavells hershöfðingja, sem Orde, er þá var höfuðs- maður að nafnbót sannaði fyrsta sinni hæfni sína sem stjórnandi skærufiokka. Hann skiptdagði þá nætursveitir, sem voru skip aðar Bretum og Gyðingum, og sigraði Araba með þvi að beita sömu hermannsbrögðum og þeir, sem sé því að reka skæruhernað. Hann hafði sér- stakt lag á því, að koma óvin- unum að óvörum, enda lét hann orð um það falla, að það 'væri aðalatriðið í sambandi við. skæruhernaðinn. Hann bjó Burmaleiðangurinn fræga og á- kvað að taka í þjónustu sí-na flugvélina og loftskeytatækin með öðrum hætti en tíðkazt hafði allt til þess tíma, en það voru vopn, sem hann taldi, að aldrei hefðu verið notuð á þann ’ hátt 1 hernaði sem skyldi. Hann bar gott skyn á visindi, og sú þekking kom honum nú að mjöé góðu líði. Honum tókst að ann ast aðdrætti til hers síns með óvenjulegum hætti og sýndi mikla herforing j ahæf ileika í þessari raun. Wingate lét og mjög vel að reka hvers konar áróður, og hann var serstakur snillingur í þvi að fá hina inn- fæddu á hverjum stað til sam- vinnu við sig. Upplýsingaþjón- usta hans var með miklum á- gætum, hvort heldur var í Abbyssiníu, Burma eða Pale- stínu. Hann hafði jafnan hátal- ara meðferðis, svo og innfædda áróðursmenn, er hann hafði ráð ið í þjónustu sína. , Þegar orrustunni um Abbys- siníu hófst, gafst Wingate tæki- færi til þess að sanna það, að kenningar sínar um afstöðu til hinna innfæddu 1 væru réttar. Hann kvaðst vera þess fullviss, að aðferð Lawrancer, væri ekki hin rétta. Hann fullyrti, að það ætti ekki að bera fé á hina inn- fæddu. „Yið eigum ngi að kaupa fólkið til þess að borjast fyrir okkur. Aðferð mín er að segja fólkinu: Við erum komnir til þess að berjast gegn sameigin- legum óvini. Við ætlumst ekki til þess, að þið berjizt fyrir okk ur. En ef þið viljið hjálpa okk- ur, .þá sýnið, hvað þið getið og við skulum láta ykkur vopn í té.“ Wavell var svo hrifinn af starfi Wingates í Abyssiníu, að hann. hækkaði hann í tign og sendi hann til Indlands. Þar átti hann að stofna her og hefjast handa um undirbúning þess, að óvinirnir yrðu hraktir brott úr Burma. * WINGATE fór til Indlands og kvaðst þess fullviss, að sér mjmdi auðnast að gera óvixmum eftirmimmlegar skná- veifur, eins og hann komst að orði við fréttaritara. Hann gaf mönnum sínum samnefni, er var valið með hliðsjón af sögu og hiáttum Burma. -— Hann lagði upp í langa og stranga för, og eftir mikil ævintýri og mannraunir komu menn hans aftur yfir fjöHin háu og torísóittu. Þeir ffluttu með sér fréttina um fyrsta sigur Breta yfir Jap- önum. Þessi sigur var merki- legur atburður í sögu styrjaldar innar og hafði miída þýðingu varðandi framtíðina. Og sigur þessi var unninn af hersveitum skipuðum Bretum, Indverjum og Burmahúum, sem höfðu sýnt fráhæran dug og hugrekki enda lotið stjórn herforingja, sem var sannnefndur snillingur. Byggíng ðlfusárbrúar Frh. á 4. síðu. Arthur Jackson 22 ára gam- all, dáinn 15. júní 1891 jarðaður 18. s. m. Var við brúarsmíði á Ölfusá, druknaði í ánni. Þjpðskjalasafn, Reykjavík 2, sept.. 1944. Kjartan Sveinsson.“ Hvort maðurinn, sem drukn- aði var verkfræðingur að mennt un, finnst mér skipta litlu máli, enda segir vottorðið ekkert um það; hitt var mér kunnugt, að hann var ásamt norskum marmi sem var Skoti, og hét Charlton, við það að ferma „prammann“ með járnstykkjunum, sem áður cr um getið, að mínu áliti, sem ég tel vafalaust rétt) eftir fyrir- skipunum Tryggva ag verkíræö inganna (sbr. viðtal Tr. G. við okkur Símon, um gleymsku verkamannanna). Þá segir A. J. J. að ég geti ekki um eitt atriði, sem ástæða hefði verið til að geta um, um sprunguna í berginu norðanmeg in árinnar, er hann segir að Tryggvi hafi tekið eftir, „um líkt leyti og slysið varð“. Ég geta fullvissað alla skynbæra menn um það, að athugun á sprungunnl, sem gerð var eftir ábendingu kunnugra manna, átti sér stað áður en brúarundir staðan var sett ofan á bergið, eða vorið áður en brúin var sett á, (vorið 1890), og mun þá hafa komið í ljós, að brúin þyrfti að vera litlu lengri en ákveðið hafði verið samkvæmt aðalmæl ingu brúarsmiðsins, Mr. Vaug- han, sem hann framkvæmdi sumarið 1889, Það ætti ekki að þurfa að segja neinum heilvita manni, að þessi breyting á lengd brúarinnar varð að ákveðast áð- ur en brúin var smíðuð, en var óiramkvæinanleg eftir að brúar efnið var allt komið að brúar- stæðinu. Svo þarna stangast „Endurminningarnar“ — eins og A- J- J- fer með þær — ein- göngu við sig sjálfar. AS Tr. G. hafi áður verið búinn að sernja um verð brúarinnar. litlu styttri, það rengi ég í engan máta, og hafi af sínum alþekkta stórhug og ósérplægni, tekið á sig auk- inn kostnað út af þessari breyt- ingu. , Að síðustu kemur „rúsínan í pylsuendanum“. Hr. A. J. J. seg ir að ég geti ekki um eitt atriði, „sem ekki er von að S. Þ. geti um en hefir þó híotið að vita um“ (segir hann). Þetta atriði er um einhvern fund ca. 50 bænda, loforð þeirra um ókeyp- is flutniúg, og svik þeirra á því loforði. Nei, hr. A. J. J,! Um allt þetta er mér gjörsamlega ákunn Félasslff. VALUR. Skálaferð kl. 8 í kvöld frá Arnarhvoli. Almenn stétta- batátta á stmnudag. Kjötsúpa til miðdags. BETANÍA. Sunnudaginn 24. september: Samkoma kl. 8.30 e. h. Séra Sigurbjör* Einarsson prédikar. Allir velkomnir. ugt. Ég var ekki bóndi og koat ekki á neinn slíkan fund, þó hann hafi verið haldinn. Faðii minn kom ekki á neinn slíka* fund og lofaði engu, sem hanm ekki efndi, og ég heyrði aldreji þennan fund eða svik nefnd; hitt vissi ég, að Tr. G. skrifaðt föður mínum, og lét hann vita„ að sökum brúarbyggingarinnar mlindi verða nokkur umgangur á.^fandi, scÍ3t, föður mínum til- heýrði, noréíp árinnar; og han» vildi fá samþykki hans til þess, þó að hann hins vegar ekki gerði ráð fyrir neinum mótmælum móti framkvæxndurn við brúar- gerðina. Faðir minn svaraði þessu bréfi strax og lýsi fullu samþykki sínu, og fór ekki fram á neina borfj n fyrir leyfið aðra en þá, ef hann vildi "lána bát sinn til að vitja um laxanet viö brúarstæðið, gegn því, að hjálp- að væri til við flutninga yfir ána eftir því sem ástæði, og við yrði komið. Þegar ég fór heim í ágústmánuði, bauð Tr. G. mér borgun fyrir það, sem ég hafði gert bæði við flutninga og fleira smávegis, sem ég gjörði þar, en. ég tók ekki á móti neinni borg un annarri en þeirri, sem ég' hafði fengið með afnotum a£ bátnum. Annars verð ég að segja það, út af þessari góðgjamlegu (!)‘ klausu í athugasemdum A. J, J„ aþ mér þykir hún næsta ó- sennileg svo ekki sé meira sagt. Það var áreiðanlega yfirleitt al- inenn ánægja með afskipti Tr. G. af brúarmálinu, og menn mjög þakklátir hpnum fyrir þau. Mér þykir því ólíklegt að það þakklæti hafi verið látið í. ljósi af nokkrum manni með svikum á gefnum Ioforðum; enn hr. A. J. J. þekkir kannske betur en ég, hugsunarhátt þeirra bænda, sem líklega eru flestir látnir — en \ oru uppi þegar Ölfusárbrúin baj byggð. Eg vil geta þess hér; í þessu sambandi, að nokkrum dögum eftir að erindi mitt var flutt í útvarpi/; átti ég ta) við ágætan. borgara hér í bænum, sem er nokkrum árum yngri en ég„ Hann ólst upp á einu af mestu myndarheimilunuin í nágrenni víð brúna, hjá forelclrum sínum, og man vel eftir því, þegar Ölfus árbrúin var byggð, og mörgum atvikum frá þeim tíma. Okkur kom samán um, að hrifning manna yfir því að fá brúna, og velvild manna til hennar Og for stöðumannsins,Tr. G., hefði ver ið svo mikil, að fjöldi manna mundi með gleði hafa fómað nokkrum dagsverkum ókeypis til brúarvinnunnar, jafnvel þó að sláttur stæði yfir, ef farið hefði verið fram á það. Ég hefi með framanrituðu gjört athugasemöum hr. A. J. J. nokkur skil, og þó að hann hafi með þeim gefið mér knýjandi tilefni til að draga í efa, sann- leiksgildi sumra „Endurminn- inga“ Tr. G. og mótmæla sum- um, sem alröngum, eins og þær eru framsettar af A. J. J., — og mér þyki það mjög leitt, — þá á ég margar glæsiiegar end- urminningar um Tr. G. frá þeim tíma sem hann stóð fyrjr fram- kvæmdum við Ölfusárbrúna. Ég mun ekki skrifa meira um þetta efni, nema knýjandi til- efni verði gefið til þess.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.