Alþýðublaðið - 24.09.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.09.1944, Blaðsíða 3
Somdagnr 24. sept. 1944. i f ■'. lilfakreppan í Hot- iandi. BARDAGARNIR í Hollandi þessa dagana eríi þeir heift- arlegustu, sem bandamenn hafa háð síðan þeir hófu inn- rásina úr vestri, 6. júní s.l. Frám til þessa má heita, að hernaðaraðgerðir þeirra hafi ^’erið hálfgerður „dans á rós- um,'1 að fráteknum snörpurn baxdögum við Caen fyrstu víkurnar. Vamarkerfi Þjóð- verja, hefir hvarvetna brugð- izt. Þeir hafa orðið að hörfa sera skjótast fyrir þungri og samstilltri sókn Bandaríkja- manna og Breta. Þá virðast . bandamenn ,til þessa hafa haft öflugra liði á að skipa, bæði í lofti og á landi.Meðal annars gátu brezk blöð þess fyrr skemmstu, að á tæpum mánuði frá innrásardeginum •hafi þeir skipað á land rúm lega einni milljón manna í Frakklandi og síðar hefur verið látlaus straumur her- mánna og vista yfir sundið. í FRÉTTUM bandamanna var þess ge-tið, er fallhJífarsveit- irnar voru látnar svifa til jarðar í Hollandi á dögunufn, að hér væri um að ræða stór felldustu hernaðaraðgerðir sinnar tegundar, er fram hefðu farið til þessa. Allt virtist ganga eftir áætlun. Nú hafa borizt alvarlegar fregn- ir af bardögunum í Hollandi, alvarlegri miklu fyrir banda- menn en nokkru sinni síðan þeir komust í sóknaraðstöðu. Fa'llhlífarherinn mikli •• í grennd við Amhem í Hol- landi á í hrikalegum orustum við ofurefli og er þetta er ritað, er engu hægt að spá um úrslitin. Annar her Breta, sem sækir fram í áttina til hinna aðþrengdu hersveita frá Rín íwaalþ hefur enn ekki getað komið þeim til hjálpár og Þjóðv. eru farnið að birta drungal. fregnir um mannfall í fallhlífarliðinu, — þeir eru allt að þvi famir að kyrja sönginn um gjöreyð- ingu, sem áður heyrðist á öll úm tírnum dags í Berlínar- útvarpinu. ÞEGAR fallhlífarhersveitir eru látnar svífa til jarðar, er verk efni þeirra venjulega að ná einhverjum tilteknum stöðv- um og halda þeim um vissan tíma, u :Z meginherinn kemst á vettv ng. Fallhlífarher hef- ur ekkj á að skipa hinum stærstu hergögnum, af skilj- anlegum, ásiæðum, svo sem stórum skriidrekum, 30—40 'smálesta báknum, þungum fallbyssum og öðrum útbún- aði, se:m nauðsynlogur þykir í nútírnahernaði. Hann verð- ur að berjast með smærri fallbj'ssum. vélbyssum og öðr um smærri tækjum. Nú sækja Þjóðverjar, búnir skrið drekum og stórum falbyss- um að slíkum fallhlífarher. Hér er því ójafn leikur. — Hvernig sá leikur fer, er undir því komið, hvort Bret um tekst að koma honum til hjálpar áður en allt er kom- Fallhlifarliðið ihættu norðan við Lek JvV .' ; ■ \ - J. ayndinni sjást’mennirnif, sem mest mæðir á þessa bardögunum a vesíurvígstöðvúnum: Til vinstri er Mon/tigomery manskáílkur, en til hægiri Sií. Miles Dampsey, yfirmaður 2. brezka hersins, sem nú berst í Hollandi. Ráð skrií • tojfu a ráð 11<ey t in hæft stf»ríum með /*H.\ ^ijóru niirtfiökk^'iMtá f.íiííTi yontongshjóftin teanítpi*. fi- 'tm FFRÉTTUM, sem bbrizt hafa til dönsku sendisveitarinn- innar hér, segir, að danska urnboðsstjornin sé hætt störfum, með því, að skrifstofustjórar ráðuneytanna hafa óskað eftir því að leggja niður embætti í mótmælaskyni við brot Þjóoverja á loforðum og brottflutningi danskra lög- reglumanna. Að afloknum víðræðum við stjórnmálaflokk- anna finnn var ákveðið, að ráð skrifstdfustjóranna hætti að starfa. Þax með eru engin stjórnarvöld til í Danmörku önnur en Frelsisráð Dana. Fregnir, sem borizt höfðu iun, að Kristján kommgur hefði verið handíekinn, eru ekki á rökum reistar. Konungur og droítning eru enn á Amalienbcrg, en þangað fluítu þau fyrir nokkru. • Áður en viðræður íóru fram milli stjórnmálaflokkanna dönsku, hafði dr. B-esf, sendi- herra Þjóðverja, verið tilkynnt. að öngiþveiti myndi skapast í latnidiinu, elf danska. lögregflan yrði látin hætta störfum. Dr. Best mun hafa átt tal við ráða rnenn í Berlín og svaraði þvá til, að það yrði verst fyrir Daoii sjálfa. Efrtir atburðina 29. ágúst í fyrra, lagði danska stjórnm fram lau'snarbeiðni sína og ráðu neyti Scavenius lét af völdum. Konungur neitaði að taka lausn ar'beiðnína til greina.' Þetta hafði það i för með sér, að skrif stofustjcrar ráðuneytanna fóru með stjórn landsins o. h'afa síð an haft hana á hendi ir. 'ð þegj- andi samlþykki stjórnmálaflokk anna. Önaiur aíileiðdng þeás, að konungur tók ekki lausnarbeiðn i ina'til greina, var su, að Þjóð- verjar gátu ekki sett á fót aðra stójrn, þar eð hún heíði verið ^ ólögieg, þa.r,se<m hún hefði ekki ið í eindaga, eða ekki. ÓHÆTT MUN að fullyrða, að úrslit orustunnar vnð Arn- hem munu ekki geta breytt neinu um endanlegan ósigur Þjóðverjar. Hins vegar mun sigur bandamanna þar opna þeim greiðfæra leið inn í 1 Ruhrbérað, hjarta þungaiðn- aðarins þýzka. En ósigur þeirra getur orðið til þess að orfa Þjóðverja til enn meiri átaka og þannig lengt nokk- uð s.tyrjöldina og valdið nokkru meira tjóni á mönn- um og mannvirkjum. Brétum,. 'Sent.- eru áJ sýáa*I ; teakk~ anum barst Aiðsaukl I u«r. ... • Skæðum árasum SS- og skriðdreka- svaiti hruidið með aðstoð flagvéla. 17 ALLHLÍFARHER bandamanan verst af hinu mesta harðfengi á nyrðri bakka Lek, sem er ein kvísl Rínar, en Þjóðverjar gera sífellt heiptarlegar árásir á hann og reyna að koma í veg fyrir, að brezku sveitunum, sem eru komnar á syðri bakka árinnar, takizt að koma honum til hjálpar. Hefir Bretuni enn ekki tekizt að ná sambandi við fallhlífarherinn nema smáhópar framsveita þeirra sem hafa getað komizt yfir á nyðri bakkann. Þeim barst í gær nokkur liðsauki loftleiðis. Nokkru sunnar við Nijmegen tefldu Þjóðverjar fram öflugrum SS-sveitum, studdum mörgum slcriðdrekum og urðu bandamenn fyrst að láta undan síga, en síðah komu Typhoon- flugvéíar, búnar flugeldabýssúm, á vettvang og gátu bandamenn þá rétt hlut sinn. Bandaríkjamenn eru nú sagðir komnir inn i úthverfi Metz og fyrir aústan Mosel halda þeir úfram sókninni og hafa eyðilagt 246 þýzka skriðdreka í hörðúm bardögúm undah- farna 10 daga. ÍSKYGGILEGT ÁSTAND. Bandamenn draga ekki dul á .það'í fréttum sínum, að alvar- lega horfi fyrir fallhlífarhern- um við Arnhem, norðan Lek., Þeim hefur enn ekki tekizt að losa hann úr herkvínni, en 2. brezki herinn heldur áfram til- raunum sínum til þess að koma honum til hjáipar. í gær voru veðurskilyrði heldur hagstæðári o.g' var þá sendur liðsauki til brezku sveitanna á syðri bakka Lek. Fregnum ber saman um, að fallhlífarherinn sýni frábæra þrautseígju og hreysti í bardög unum, sem eru geysihaiOir. HERSTJÓRN BANDAMANNA í ÞÝZKALANDI Bandamenn hafa kunngert ýmsar ráðstafanir, sem þeir þeg ar hafa gert eða munu gera í þeim héruðum Þýzkalands, sem þeir hafa náð á sitt vald. M. a. segir í útvarpstilkynningum frá bækistöð Eisenhowers á þessa leið: Meðan á hernaðar- aðgerðum stendur mun verða lagt allt kapp á a'ð tryggja sam- gönguleiðir bandamanna ög ali ' ur mótþrói Þjóðverja verður bældur niður með harðri hendi. Þá verða numin úr gildi öll lög, er nazistar hafa sett, meðal arm ars „lögin um blóð og æru,“ — sem sett vcru árið 1935, lögin um Hitlersæskuna, bann á stj órnmálaflokkum og auk þess verða lagðir niður „sérdóm- stólar“ nazista. Þá verður nazistaflokkur- starfað í samræmi við vilja kon ungs og þings. Afleiðimgar af stjórnleysinu, sem niú er í Danmörku eru marg ar og alvarlegar. Nú ieika dansk ir nazistar og ýmsir glæpamenn lausum hala í laindinu. Flestir lögreglumannanna, sem fíluttir voru til Þýzkalands, voru úr umferðalögreglunni. Þeir voru fluttir með þýzka skipinu „Com eta“ frá FnThöfninni til Þýzka- lands. Aðrir lögreglumenn voru fluttir með ferjumni frá Gedser á Falstri til Stralsund. (Frá dönsku sendisveitinni í Reykjavík). inn leystur upp, pólitiskir fang ar látnir lausir ,skotvopn og viðtæki í vörzlum Þjóðverja gerð upptæ'k. Loks taka banda- menn í sínar hendur rekstur sima, ritsíma og póstmála og embættismálið verður enska. Finnar berpst vtð Þióðverja i NrFinnlindt. REGNIR frá Finnlandi herma, að finnskar her- sveitir. í Norður-Finnlandi eigi :.nú í bardÖgum við Þjóðverja. Finnska þixigið samþykkti í gær einróma að staðfesta vopnahlés. samninginn við Rússa. Eftirlitsnefnd Breta, Rússa og Bandiaríkjamanna vegna vopna- hlésins við Rússa, er nú komin tii Helsinki. Formaður nennar- er rússneskur. Kazísfar í Hoilandi fEyfja s!§ flL 1' Ps J AZISTAR í Hollandi eru * * fyrir nokkru farnir að flytja sig til í landinu til þess að lenda ekki í hönáunum á her sveitum bandamanna eða hol- lenzkum föðurlandsvinum. —■ Fyrir nokkru fiutti Anton Mus- sert, foringi hollenzka nazista- flokksins ræðu, sem útvarpað var um .stöðina í Hilversum og skýrði þá frá því, að 'böm og konur meðlima nazistaflokksins 'hefðu verið flutt til norðaustur- hluta landsins. Samtímis skoraði Mussert á leiðtoga nazistaflokksins að halda kyrru fyrir, nema í hé- raðinu Gelderland, þar sem „Icringumstæður væru öðruvísi“ — eins og hann orðaði það. —• „Þýzkaland er ósigrandi, jafn- vel í baráttu við þrjú megih- lönd,“ sagði Mussert ennfrem- ur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.