Alþýðublaðið - 24.09.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.09.1944, Blaðsíða 5
Simtiudagur 24. sept. 1944. Wei Li'huang — Kínverski luggugúmmíhershöfðinginn JAPANAR nefna Wei Li- huang hershöfðingja „tuggu gúmmíhershöfðingjann“. Það er ógerlegt að vinna á tuggu- gúmmí hversu ákaft sem maðUr tyggur það, og tuggugúmmíið er óþægiiegt í meira lagi, þegar það festist á fingur manns eða hár. Japanar komust að raun • um þetía, þegar þeir börðust við Wei hershöfðingja í Shansi á árunum 1937 til 1941. Þeir gátu ekki sigrað hann, þegar þeir' lögðu til atlögu við hann, því að hann. var jafnan viðbúinn aókn þeirra. Wei hershöfðingi er nú yfirmaður kínverska hers ins, sem berst á Salweenvíg- stöðvunum. Hann nefnir sig stundum í gamni „bjúguhers- höfðingjann.“ — „Við ristum óvinaliðið í lengjur,“ segir hers höfðinginn, „og átum svo hverja lengjuna fyrir sig eins og bjúga.“ Hin fjögur ár, sem Wei barðist í Shansi, „át“ hann her- sveitir Japana, sem skipaðar voru mörgum þúsundum stríðs manna. og kom í veg fyrir ótal -tilraunir Japana til þess að eyða dreifðum hópum K.ínverja í Suð austur-Shansi. Hermenn þeir, er berjast und ir merki Wei hershöfðingja, bera mikla virðingu fyrir þessum þrautreynda og mikilhæfa her- manni. — Hershöfðinginn er ijörutíu og sjö ára gamall og atvinnuhermaður af lífi og sál. Það tók Wei þrjátiu ár óslit- innar baráttu að hljóta hershöfð ingjatign. Hann var liðsforingi hjá Chiang Kai-shek, þegar leið tógi Kínverja hafði á hendi stjórn herfylkis, sem tók þátt í orrustum þeim, er til var efnt i árdögum lýðveldisins. Wei hershöfðingi er kominn af fornri ætt í Hofei í Norður- Anbwei. Faðir hans vildi, að han n yrði menntafrömuður, enda gæti maður ætlað, að hers höfðinginn væri menntafrömuð ur eftir útliti hans að dæma. Hann er rólyndur og hæglátur eins og kínverskt skáld, enda þótt hann vísi hæglæti sínu á bug sem hermaður. Hann var varayfirmaður setuliðsins í Nan king fyrir strið. Hersböfðinginn er mjög fróð- leiksfús og leshneigður maður. Hann á safn bóka og tímarita á kínvcrsku, japönsku, ensku og frönsku. Einkaritarar hans þýða erlendar bókmenntir fyrir hann. —- Hann hefir jafnan blýant við böndina, þegar hann les, og skrifar athugasemdir sínar og minnisatriði á spássíurnar. Þeg ar barizt var af mestu harð- fengi sumarið 1938 og óvinirn- ir voru aðeins staddir eina dag leið frá aðalbækistöð Wei, komu menn hans að honum dag nokk- urn, þar sem hann las bók sagn fræðilegs efnis og skrifaði at- hugasemdir sínar að vanda á spássíurnar, þár sem hann sat við símann. Þegar þeir fóru þess á leit við Wei. að hann flytti aðalbækistöð sína á örugg an stað, þá 'sagði hann þeim að vera rólegum. „Við hrekjum Japanana brótt í fyrramálið," mælti hann. „Til hvers er þá að vera að hafa fyrir því • að flytja aðalbækistöðina í kvöld?“ « HERMENN WEI hafa það mjög á orði, hversu hug- djarfur hann sé, þótt kúlna- hríðin dynji umhverfis hann. Þegar hin mikla orrusta var háð skammt frá Shinkow í Norður- Shansi í októbermánuði árið 1937, var aðalbækistöð Wei inn- an skotmáls fallbyssna óvin- anna. En oft og tíðum stjómaði hann sjálfur hernaðaraðgerðun- um á vígvöllunum. Hersveitir hans veittu Hði hins mikilhæfa japanska hershöfðingja Itagaki Telpan og dúfan. Telpan á myndinni heitir Susan Desfor og á heima í New York. Hér sést hún vera að gefa dxifu í einum skemmth igarði stórborgarinnar. REIN ÞESSI, sem er eft- 1 ir Samuel Chao og hér þýdd úr tímaritinu World Digest, fjallar um kínverska hershöfðingjann Wei Li- huang, sem Japanar nefna „tuggugummíhershöfðingj- ann,“ en hann á sér merka sögu og er talinn sérstæður og mikilhæfur hershöfðingi. i viönám í tuttugu og fjóra daga og' felldu þrjátíu þúsundir óvin- anna. Þegar Wei var næst æðsti maður á vígvöllunum í Shansi árið 1938, var hann jafnan þar sem harðast var barizt og stjórn aði sjálfur hernaðaraðgerðun- um af hálfu.Kínverja. Hanri fór fram og aftur um Tungpujárn- brautina, sem Japanar höföu á valdi sínu, og rauf herkví Jap- ana að vild sinni. Einu sinni var hann umkringdur ó.vinaliði þarna á járnbrautinni, en harð fengilegt áhlaup og því næst hratt undanhald kom í veg fyrir það, að hann félli þeim í hend- ur. Japanar gerðu einu sinni grimmilega loftárás á her hans að Yunghoeheng í Suður-Shansi skammt frá Gulafljófi. Einn að- stoðarmaður Wei féll og næsta hús við aðalbækistð hans var hæft sprengju, en hershöfðingj- ann sakaði hvergi. Hinn fjögurra ára hernaður í Shansi gerði Wei að sérstökum snillingi í óvæntu-m áhlaupum. Þegár Japanar höfðu í hyggju að taka' sér hvíld frá hernaðárað gerðum í Shansi vorið 1938, hóf Wei hershöfðingi míkla gagn- sókn og komst æ næsta leiti við Taiyuan, höfuðborg Shasifylkis, sem Japanar höfðu á valdi sínu. Kínverski herinn koan óvinun- um ilgerlega að óvörum og auðn aðist að ná f jölda borga úr greip um þeirra. Japanar kvöddu þeg ar á vettvang mikið varalið, sem þeir höfðu ætlað að senda til Shantungvígstöðvanna. Wei hershöfðingi stefndi þá her sín um í skyndi til fjallanna í Suð- ur-Shansi, og Japanar gripu í tómt, þegar þeir höfðu skipu- lagt sókn síria. —- Hin snöggu og óvæntu áhlaup Wei, svo og það hversu honum lét vel hratt og skipulagt undanhald, ollu því að honum tókst að halda vglli á Shansivígstöðvunum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Japana ti'l þess að bera Kínverja þar ofurliði. Sóknin við Salween- fljótið er eitt hið sérstæðasta þessara snöggu og óvæntu á- hlaupá hans. En enda þótt áhlaup Wei séu snögg, kemur það ekki til af því, að hann láti skeika að sköpuðu, því að hann er maður, sem skipu leggur sérhvert verk af kost- gæfni. Hann kynnir sér upp- drætti og athugar aðstöðu og liðstyrk óvinanna klukkustund um saman áður,en hann tekur ákvarðanir sínar. Og þegar hann 'hefir kynnt sér málið til hlitar, tekur hann ákvarðanir sínar. En þegar hann hefir tekið á- kvörðun sína, ætlast hann til þess, að hún sé framkvæmd, ef joað er á valdi dauðlegra manna. Hann fer sjálfur til vígvallanna til þess að athuga staðhætti og aðstöðu hersins, ef hann á þess nokkurn kost. Þegar óvinirnir hófu sókn sína í Suður-Shansi árið 1938, gekk hann einu sinni að kvöldlagi meðfram Siýang- fljóti skammt frá Shansiborg. Hann sá þá dreng reka kinda- hóp inn í þröngan dal. Hann starði á drenginn og hjörðina. Og allt í einu færðist bros yfir ásjónu hans. Hann tók fram upp drátt af umhverfinu. settist nið ur og athugaði hann klukku- stundum saman. Hann lagði gildru fyrir hersveitir Japana í samræmi við það, sem hann hafði séð og uppdrátturinn sýndi. Óvinirnir gengu í giddr- una og misstu fimm þúsundir manna. Pramh. á 6. síðu. ANNESj' Fréttirnar í útvarpinu og athugasemdir um þær — urinn milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur — N in yfir ölfusá. HAFNFIRÐINGUR skrifar: „Mér líkar ekki fréttaburður Ríkis- útvarpsins og á ég þar við hinar erlendu fréttir. Mér finnst t. d. á kvöldin varið alltof stuttum tíma til fréttalestursins. Ég hlusta mikið á erlendar útvarpsstöðvar bg finn hve afskaplega lítið okkur er flutt af erlendum fréttum. Svo er eitt, að þulurinn nefnir ýms borgarnöfn, t. d. bandamenn liafa tekið, þá væri nauðsynlegt að segja jafnan hversu langt sú eða þaer borgir eru frá velþekktum stöðum eða bara til- greina svona marga km. frá landa- mærum Þýzkalands og Hollands o. s. frv.“ „ÞETTA ER ALVEG útgjalda- laust, en gefur hlustendum miklu skýrari mynd af hernaðarstöðunni ’á hverjum tíma. Það eru fæstir hlustendur, sem hafa jafnan kort fyrir framan sig. Morgunfréttirnar eru afar vinsælar og mega þær ekki falla niður fyrst um sinn. Yfirlit erlendu fréttanna vikulega er á- gæt tilhögun, en ætlað alltof stutt ur tírni, aðeins 20 mínútur. Það er líka vel þegið hjá Birni Franzsyni, frásagnir hans í 1-ok þessara þátta um ýmsar nýjungar á sviði lækn- isfræði og tækni.“ \ „ÞÁ LANGAR MIG til að segja þér frá viðgerðinni á malbikaða veginum mihi Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Hún er nú búin R'v standa í marga mánuði í yfirleitt ágaetisveðri mest allan tímann. Er vegurinn nú undir veturinn all ískyggilegur þrátt fyrir viðgerð- ina. Flestir munu furða sig á tþessu og vita líklega ekki fremur en ég hvað veldur. Eri eitt er vísí, að dýrt er þetta viðhald. Nú vildi ég í allri mimii fáfræði á nálum þessum, mega spyrja: „ER EKKI FJARSTÆÐA EIN að vera að klastra við veginn svona? Er ekki betra að stein- steypa þennan veg bara? Nokkrir metrar af . þessum vegi voru steyptir fyrir mokkrum árum og er það sá eini kafli hans sem stað ist hefir vel umferðina. Það er al- veg víst, að þegar skammt er lið- ið at vetri, verður þessi vegur ill- fær. Götur inni í sjálfum Reykja- víkurbæ, sem malbikaðar eru, virðast endast miklu betur en Hafn arfjarðarvegurinn. Hver er ástæð- an? Fær bærinn betra efni en sjálft ríkið til sinnar vegagerðar?“ „ÉG VIL Á ENGAN hátt halda því fram, að þetta sé þeim aS kenna, sem við veginn vinna, held- ur verður manni á að halda, að or- sakir þessarar lélegu viðgerðar liggi á æðri stöðum.“ „SIGGI Á SJÓNARHÓLI skrif- ar mér bréf um hrun Ölfusárbrú- arinnar og nýja brú á Ölfusá og er það svohljóðandi: „Vafalaust hef- ur hrun Ölfusárbrúarinnar snert viðkvæman istreng í brjósti margra, ekki aðeins þeirra, er nú búa é undirlendinu, heldur og þeirra, sem muna úr æsku, er iþessi' mikla brú reis upp, og vakti fögnuð og vonir hjá flestum, þó*nú séu þeir farnir af þessum slóðum. Það væri því ekkert að undra þótt vegamála stjóri hefði hiksta þessa dagana.“ „MAÐUR SPYR NÚ: Á nú að reyna að kæfa þetta hneykslismál á líkan hátt og ýmis önnur. Ekkl spáir það góðu, að ekkert dag- blaðanna nema Alþýðublaðið hef- ur minnst á það enn. Maður spýr ennfremur: .Hvernig getur vega- málastjóri setið í embætti eftir að kunnar eru upplýsingar Einars fyrrverandi skipherra, í Alþbl. 15. þ. m.? Það var slembilukka, en ekki hans forsjá að þakka að ekki varð ægilegt slys er brúin hrundi. Bílstjóramir er feldu hana niður ættu að fá Fálkastórkross með stjörnu fyrir það viðvik — enda þótt þeir brytu settar reglur, sem ‘í sjálfu sér er ekki bótmæl- endi.“ ‘ • .íii.i „TILKYNNINGAR vegamála- stjóra í útvarpinu um reglur viö hinar brýrnar, eru bara brosleg- ar. Hann veit af reynslu, að þær eru af flestum að engu hafðar, og því stoðar ekkert annað en að varzla brýrnar, ef þær eru eitt- hvað athugaverðar." „SÉST HEFUR ÞAÐ, að til standi að byggja nýja brú yfir Ölfusá, og var mynd af nýju brúnni ný- lega sýnd í Mbl. Samkvæmt henni á nýja brúin að vera við hlið þeirr ar gömlu. Ekki leist mér á þessa mynd, þó hún líti vel út á papp- Fvk. af 6. aflfa. Unglingar! Eldra fðlk! Frá og með næstu mánaðamétum éskum við eftir unglingum eða eldra fólki til að bera blaðið til fastra kaupenda víðs vegar um bæinn. Taflið vsð afgreiðsfluna. Alþýðublaðið. — Sími 4900. ‘

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.