Alþýðublaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagnr 1. desember 1944» Stjórn málaályktun Alþýðuflokksþingsins UÆ LEEÐ og 19. þing Alþýðuflokksins vísar til ályktunar síð- asta flokksþings um afstöðu Alþýðuflokksins til þeirra til- rauna er þá höfðu nýlega verið gerðar til stjómarmyndunar og flokkurinn tók þátt í, vill þetta þing lýsa yfir því, að það telur rétt að þessum tilraunum var haldið áfram. Þingið telur að sá málefpagrundvöllur, sem samkomulag að lokum náðist um, marki svo róttæka stefnu, og í meginatriðum svo nálægt því, sem síðasta þing Alþýðuflokksins mótaði, að þar sé um að ræða stórfelldan ávinning fyrir alla alþýðu þessa lands, og þjóðina í heild. 19. þing Alþýðuflokksins ályktar því að lýsa yfir fullum stuðningi við framkvæmd þessarar stefnuskrár ríkisstjómar- innar og heitir á alla Alþýðuflokksmenn að gera slíkt hið sama. Sambandsslitin &g lýðveldisstofnunin Alþýðufiokkurinn hefir frá upphafi haft þá stefnu, að stofnað verði sjálfstætt og fullvalda lýðveldi á íslandi, og vom yfirlýsingar um það efni gefnar af flokksins hálfu á alþingi 1928, og samþykktir gerðar um sama efni á flokksþingum t. d. bæði 1940 og 1943. En um leið lagði flokkurinn á það megin- áherzlu að í engu væri kvikað frá öruggum réttargrunvelli um brottfaíl sambandslaganna. . Flokksþingið fagnar því, að hinu þráða takmarki um stofn- un lýðveldis á íslandi hafi verið náð, þó það telji að undirbún- ingur þess máls og ýmsar baráttuaðferðir, hefðu átt að vera með öðru móti og þakkar þingið þingmönnum sínum og mið- stjóm haráttu þeirra fyrir því að niðurfelling sambandslaga- sáttmálans væri framkvæmd í samræmi við ákvæði hans og settar reglur, og að stofnun lýðveldisins færi fram með sem mestum samhug og skilningi Norðurlandaþjóðanna og annarra lýðræðisríkja, er samskipti hafa við ísland. Utanríkismálin Nú, þegar ísland hefur tekið öll sín mál í eigin hendur, og hin forna einangrun þess horfin, er sjálfsagt og nauðsynlegt að mótuð verði ákveðin íslenzk stefna í utanríkismálum. Um það efni ályktar flokksþingið eftirfarandi: a. að tryggja eigi sjálfstæði og öryggi íslands með því að gerast aðili að alþjóðasamstarfi lýðræðisríkjanna. b. að taka upp að nýju, strax og unnt er, náið stamstarf í menn- ingar- félags- og viðskiptamálmn við hin Norðurlandaríkin, ennfremur að tryggja sem hezt samstarf við þau önnur ríki, sem vegna legu sinnar, stjómarfars, viðskipta og annarar aðstöðu hafa haft og líkleg eru til að hafa náin samskipti við íslendinga í framtíðinni. Alþjóðasamvinna jafnaóarmanna Alþýðuflokkurinn hefir frá upphafi leitast við, í samræmi við stefnu sína og alþjóðahyggju jafnaðarstefnunnar að hafa, sem mest samstarf og samband við samskonar flokka í öðruin löndum. Þegar líður að stríðslokum hefst undirbúningur að al- þjóðlegu samstarfi jafnaðarmanna. Þingið felur því stjóm flokksins að undirbúa og eftir því sem unnt er hrinda í fram- kvæmd þátttöku Alþýðuflokksins í endurreistu alþjóðasam- handi jafnaðarmanna. Og um leið telur þingið sjálfsagt að flokk- urinn verði eins og áður var, aðili í samtökum norrænna jafn- aðarmanna og norrænnar alþýðuhreyfingar. Endurskcðun stjórnarskrárinnar Þingið lýsir ánægju sinni yfir því, að tekin hafa verið upp í stefnuyfirlýsingu ríkisstjómarinnar fyrirheit um: „að hafin verði nú þegar endurskoðun stjómarskrárinnar ' með það meðal annars fyrir augum, að sett verði ótvíræð ákvæði um réttindi allra þegna þjóðfélagsins til atvimm eða þess framfæris, sem tryggingarlöggjöfin ákveður, fé- lagslegs öryggis, almennrar menntunar og jafns kosninga- réttar“, svo og „skýr fyrirmæli um verndxm og eflingu lýðræðisins og vamir gegn þeim öflum, sem vilja vinna 'gegn því“ j þar sem fyrirheit þessi em í samræmi við ályktun 18. þings Alþýðuflokksins á s. 1, hausti. Þá telur þingið og vel farið, að ákveðið hefir verið að for- seti íslands skuli þjóðkjörinn, og að fleiri aðilar en milliþinga- nefndin skuli eiga þess kost að láta sjónarmið sín koma fram í sambandi við endurskoðun stjómarskráriimar. Þó telur þingið að ákvæðið um vald forseta og kosningu hans þurfi að endur- skoða. Ennfremur að jafn kosningaréttur verði ekki fulltryggð- ur með því einu, að flokkarnir fái hver um sig þingmannaf jölda í samræmi við atkvæðamagn nema jafnframt séu gerðar ráð- stafanir til að koma í veg fyrir að sérhagsmunir einstakra stétta og landshlUta nái óeðlilegum áhrifum á alþingi, og vill flokksþingið í því sambandi benda á, að ein leiðin að því marki sé, að gera landið að einu kjördæmi. Felur þingið fulltrúum flokksins í stjórnarskrámefnd, mið- stjóm og"þingflokki að beita sér fyrir því, að unnið verði að end- urskoðun stjómarskrárinnar á þessum grundvelli og henni hraðað svo sem verða má, Dýrtíðarmálin 19. þing Alþýðuflokksins telur enn sem fyrr Iausn dýrtíð- armálanna og þeirra viðfangsefna er standa í nánustu sambandi við þau, eitt hið brýnasta úrlausnarefni í íslenzkum stjómmál- um. ítrekar það fyrri samþykktir Alþýðuflokksins rnn nauð- syn öflugs verðlagseftirlits jafnt með erlendum sem iunTendum vörum, mn hóflegt verð á landbúnaðarvörum og um að hætt skuli uppbótargreiðslum á útfluttar landbúnaðarafurðír, en landbúnaðurinn efldur á annan skynsamlegri hátt. Þingið telur að það fyrirkomulag, sem nú er á innflutnings- verzluninni sé með öllu óviðunandi og stuðli verulega að því að viðhalda dýrtíðinni í landinu, auk þess sem í skjóli þess þróist allskonar spilling svo sent skattsvik og sérréttindi einstakra manna og samtaka. Þingið ítrekar fyrri samþykktir Alþýðufiokksíns um að sett verði upp opinber stofnun, sem annist innkaup frá útlönd- um á öllum helstu innflutningsvörum, en að svo miklu Ieyti, sem hún annist ekki innflutninginn, sé hann gefinn algerlega frjáls öllum innflytjendum. Skattamálin 19. þing Alþýðuflokksins telur brýna þörf á að gerðar verði tafariaust sérstakar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að stríðsgróði sé dreginn undan skatti, svo sem augljóst er að nú á sér stað. Verða skattsvik þessi orsök þess að skattar á almenningi eru mun hærri en vera þyrfti ella. Beinir þingið því til alþingis, að tekin verði upp nafnskráning verðbréfa eða vaxtarskattur af þeim og nafnskráning sparif jár, en samtím is verði hert eftirlit með skattaframtölum og refsiákvæði skatta- laganna endurskoðuð og þeim beitt til hins ýtrasta. Þá telur þingið nauðsyn bera til að gera nú þegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir fjárflótta úr landinp. Verði nýir skattar álagðir, skulu þeir lagðir fyrst og fremst á stríðsgróðann en lágtekjur undanþegnar skatti. Þar sem alagning á heildsöluvörur er ó~ hæfilega há, telur þingið eftir atvikum rétt að leggja söluskatt á heildverzlun, þó þannig að tryggt sé, að eigi komi fram í hækk- uðu vöruverði. bandsþinjgs, svari því urudan- bragðlalaust hvort hann he.fir Ef hann gerir ekkert af þessu, en legguir með þögninni sam- &ð iþví að eyðileggja þá einiingu, p.CÍ>^dnbla5ið Otgef„adi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í A1 :»ýðuhúsinú við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: og 490S Símar afgr»j.ðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuorentsmiðjan h.f. Sfjórnarsamvinnan og Alþýðusambands- þingið MÁLGAGN Sósíalista- flokksins hefir undan- farna þrjá daga ásaikað Alþýðu flokkinn með hinum verstu ó- kvæðisorðum um fjandskap við núvrandi tríkisstjórn. Þetta er gert þvert ofan í allar yfir- lýsingair Alþýðuflokksins og starf hans. Á nýafstöðnu þingi Alþýðu- sambandsins var samþykkt í einu hljóði, og þar með atkvæð um alHra Alþýðu flokksmanna, traus til niúverandi ríksistjórn- air og fylgi við stefnuskrá henn ar og í stjórnmálaályktun þings Alþýðujflokksins sem birt er hér í blaðinu í dag, er einnig lýst yfir fullu fylgi við málefni ríkisstj órnairinnar. Öll starfsemi Alþýðuflokks- ins hefir og til dagsins í dag miðast að því að styrkja rák- ássitjóirnina' oig styðja þá ráð- herra sem hana skipa í starfi þeirra. Hvers vegna er málgagn Sós- íalistaflöbksins þá með þessar árásir og lygar á Alþýðuflokk- inn? Eru þæ|r runnar undan irifjum formaoms flokksins, Brynjólfs Bjarnasonar, kennslu máiaráðherra? Það væri gott að fá svair við 'því- Það var deilt á Alþýðusam- bandsþinginu, og það er enn deilt um ákvarðanir þess, og það mun veirða gert í fram- tíðinni. Til þessa hefir þeirri rikisstjórn, sem Alþýðuflokk- urinn og Sósíalistaflokkurinn eiga fulltrúa í verið haldið ut- an við þær deilu'r af hálfu Al- þýðuflokksinis og málgagn hans enda snerta þessar deilur ekki, sem stendur, störf ríkisstjórn- arinnar. En Sósíalistaflofckur- inn og málgagn hans, hafa far- ið öðru vísi að. Flokkurinn og málgagn hans hafa að fyrra bragði — og að því er virðist af ásettu ráði, dregið ríkisstjórn ina inn í umræðurnar og ásak- að einn flokkinn, sem á full- tnía í henni um að sitja á svik- ráðum vlð hana, störf hennar og fyrirætlanir. Sósíalistaflokkurinn og mál- gagn hans hefir áreiðanlega ein hvern ti'lgang með þessum al- gerlega tilefnislausu árásum- Hann ætlar sér að ná ein- hverjum sérstökum árangjri með þeim og undirbúa sérstak- ar ákvarðanir sínar og athafn- ir með þeim. Þeir, sem þekkja starfsaðferðir þessara mannia, sikilja þetta og skrif þeirra í þessa átt, kom þeim því ekki á óvart. Þess er vænst að formaður Sósiíaililstafllofcksinis, Brynjólfur Bjárnason, kennsluimálaráð- herra, sem stjórnar með eigin hendi öllum áróðri flofcks síns eins og bezt kom ,í 'ljós af leyni bréfi því, sem hann sendi út fyrir kosningarnar til sam- ritað þessar tilefnislausu aras- aægreinar á stjórnarsamvinnu- una, eða hvort hann hefir látið skrifa þær. Ef, hins vegar, þess ar greinar hafa verið settar í málgagn flokks hans sjálfs, án vitundar hans og vilja, þá er það nauðsynlegt, að hann gefi út yfirlýsingu þar að lútandi. þykki sitt a efni greinanna, verður að 'lita svo á að hann beri ábyrgð á þeim, og sé þeim samþykkur, og þá hefir hann og flokkur hans kastað stríðs- hanzkanum, efnt til deilna um einlægni flokkanna í stjórnar- samvinnunni, vakið upp sundr- ungu um staæf benmar og stefnir sem nauðsynlag er til þess að góður árangur fáisit af sitörfum stjórnarinnar- Hallgrímssókn. Biblíulestur í kvöld kl. 8.30 í Austurbæj arbarna.ikólaniun — (gengið inn um dyrnar að leik- fimissalnum). Jakob Jónsson. Öllum verzluiium bæjar'ins, nýlenduvör uverzlun- um, vefnaðarvöruverzlunum, kjöt verzlunum og • mjólkurbúðum„ verða lokaðar í dag frá kl. 12 á hádegi. — Bakarastofur verða lok aðar eftir kl. 1 e. h. Fimmtugur varð í gær Guðjón Jónsson, tré smiður, Miðtúni 42. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.